24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 9
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 9 or.is • reykjavik.isEigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10 -12. Alls eru 37 hús auð í miðborg Reykjavíkur samkvæmt samantekt skipulags- og byggingasviðs borg- arinnar sem lögð var fram á fundi skipulagsráðs í fyrradag. Þar kemur fram að fyrirhugað sé að rífa 18 þessara húsa og að gera eigi upp tíu. Níu hús eru sögð standa auð vegna eigendabreytinga. 17 húsanna sem tilgreind eru í samantektinni eru í eigu þriggja félaga: Samson Proper- ties (5 hús), ÁF-húsa ehf. (5 hús) og Festa ehf. (7 hús). 16 húsanna eru við helstu versl- unargötu Íslendinga, Laugaveginn. Mörg þeirra hýstu enn rekstur um síðustu jól. Á þeim kafla Laugaveg- arins sem tilheyrir póstnúmeri 101 eru 143 heimilisföng. Því standa rúm 11% húsa þar auð. 12 húsanna stendur annaðhvort til að rífa eða endurgera. Samkvæmt korti sem fylgir greinargerð slökkviliðsstjóra um auðar byggingar á svæði 101, sem var kynnt í borgarráði í gær, hefur hústökufólk hreiðrað um sig í alls 5 húsum við götuna; á Laugavegi 33, 33a, 33b, 35 og Vatnsstíg 4. Þau eru öll í eigu ÁF-húsa ehf. Húsakaup borgarinnar Tvö húsanna við Laugaveg, númer 4 og 6, eru í eigu borgarinn- ar. Þau voru keypt 25. janúar síð- astliðinn á 580 milljónir. Kostnað- ur við enduruppbyggingu þeirra er áætlaður 389 milljónir. Því er sam- anlagður kostnaður Reykjavíkur vegna þeirra áætlaður um 969 milljónir. Húsin tvö eru samtals 390,8 fermetrar. Hver fermetri var því keyptur á 1,5 milljónir og upp- gerð munu húsin hafa kostað borg- ina um 2,5 milljónir á fermetra. Kaupin voru harðlega gagnrýnd úr ýmsum áttum. Gagnrýnisradd- irnar telja að borgin hafi sett for- dæmi fyrir því að kaupa niður- níddar byggingar á uppsprengdu verði og fyrir vikið muni eigendur annarra grotnandi húsa bíða eftir sambærilegri lausn. 12 húsanna sem skipulagsráð telur að standi auð eru við Hverf- isgötu. Í úttekt slökkviliðsins kem- ur auk þess fram að hústökufólk hafi verið í tveimur húsum við göt- una í mars. Annað þeirra er Hverf- isgata 92a, sem er í eigu Samson Properties, en Björgólfur Guð- mundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson eru eigendur þess. Kolsvört skýrsla 24 stundir sögðu í gær frá grein- argerð sem slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins, Jón Viðar Matt- híasson, lét vinna að beiðni borgarstjóra og borgarráðs og minnst hefur verið á hér að ofan. Hún var unnin í mars og í henni kemur fram að 57 hús í miðborg- inni standi auð að öllu leyti eða að hluta. Skýrslan var kynnt í borg- arráði í gær ásamt myndum af öll- um þeim húsum sem talin voru auð. Í greinargerðinni segir orðrétt; „skoðun þessi hefur leitt í ljós að mikið er af yfirgefnum byggingum og flestar þeirra standa opnar öll- um, þannig að bæði útigangs- menn, fíkniefnaneytendur og aðrir hafa sótt inn í þær.“ Mannlegur úrgangur Síðar stendur að „notaðar sprautunálar [hafi] fundist á þess- um stöðum með þeim hættum sem þeim fylgir. Byggingarnar eru nær alltaf rafmagnslausar, hvorki vatn, né hiti. Útigangsmenn hafa gripið til ýmissa ráða til að hita sitt um- hverfi, t.d. með gasi og þeirri hættu sem því fylgir. Umgengni er að öllu jöfnu mjög slæm, sorp, mannlegur úrgangur, rúður hafa verið brotnar og glerbrot bæði innan sem utan bygginga.“ Jafnframt hafi nágrann- ar þessara húsa miklar áhyggjur af ástandinu, sérstaklega ef kveikt verði í einhverju húsanna þar sem flest húsin á þessum slóðum séu úr timbri og því mikill eldsmatur. Ná- grannar telja eigendur þessara bygginga vísvitandi láta þær drabb- ast niður til að lækka verð nærliggj- andi bygginga. DRAUGAVEGURINN  Skipulags- og byggingasvið segir að 37 hús í miðborginni standi auð  Slökkviliðið telur auðu húsin vera 57 ➤ Í skýrslu skipulags- og bygg-ingarsviðs er sagt að 37 hús standi auð í miðborginni. ➤ Slökkviliðsstjórinn telur aðalls 57 hús séu auð að öllu leyti eða að hluta. ➤ Hústökufólk hefur hreiðraðum sig í sumum húsanna. AUÐ HÚS Í MIÐBORGINNI Autt hús Útigangsfólk hefur hafst við í slíkum húsum. 24stundir/Ómar Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Vatnsstígur 4 (hús 1) Eigandi: ÁF-hús ehf. Laugavegur 19. Eigandi: Festar ehf. Laugavegur 19b Eigandi: Festar ehf. Laugavegur 33 Eigandi: ÁF-hús ehf. Laugavegur 33b Eigandi: ÁF-hús ehf. Laugavegur 33a Eigandi: ÁF-hús ehf. Laugavegur 35 Eigandi: ÁF-hús ehf Hverfisgata 92a Eigandi: Rauðsvík ehf. (Samson properties) Frakkastígur 16 Eigandi: Frjálsi fjárfestingarbankinn. Klapparstígur 30 Eigandi: Festar ehf. ● Eigendabreyting Veltusund 3 Eigandi: Thorvaldsensfélagið Austurstræti 10 Eigandi: Langastétt ehf. Skólavörðustígur 1a Eigandi: Reykjavíkurborg. Laugavegur 32 (hluti) Eigandi: Einstaklingar. Laugavegur 37 Eigandi: Basalt ehf. Laugavegur 49a Eigandi: Einstkl. Laugavegur 100 Eigandi: Einstkl. Hverfisgata (milli 71 og 73) Eigandi: Einstaklingar. Hverfisgata 65 Eigandi: Bygg- ingafélagið Vöxtur ehf. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar eru fimm auð hús á og við Laugaveg í eigu fyrirtækisins ÁF- Hús ehf., en talið er að hústökufólk hafi hafst við í þeim öllum um tíma. Fjögur þeirra eru við Lauga- veg en eitt þeirra er við Vatnsstíg, en saman standa húsin á bygging- arreit sem hefur verið skipulagður af skipulagsyfirvöldum. „Við kaupum þessi hús til að rífa og byggja nýtt, en svo hefur af- greiðsluferlið verið svo hægt hjá borginni,“ segir Ágúst Friðgeirsson eigandi ÁF-Húsa ehf. Hann segir að leigusamningum hafi verið sagt upp í þeirri trú að húsin yrðu rifin fljótlega. „Það eru tvö ár síðan ég vildi byrja að byggja þarna, en seina- gangur á afgreiðslu hjá borgaryf- irvöldum hefur valdið því að stað- an er eins og hún er núna. Það sem pólitíkusarnir hafa sagt er með ólíkindum, því við græðum ekkert á því að láta húsin grotna niður, því á meðan eru þau óíbúðarhæf og við töpum á því að láta þau standa auð.“ æþe/þsj ÁF-Hús ehf. á fimm hús á og við Laugaveg Græðum ekkert á grotnun húsa Upplýsingar um húsin frá skipulags- og byggingarsviði. Upplýsingar um eigendur frá Landsskrá fasteigna. Sjö fasteignir á og við Laugaveg eru í eigu fyrirtækisins Festa ehf. sem er í eigu Benedikts Sigurðs- sonar og Níelsar Pálmars Bene- diktssonar. Á meðal fasteigna í eigu fyrir- tækisins eru Laugavegur 19 og 19b, þar sem veitingastaðurinn Indó- kína var áður til húsa og þá á fyr- irtækið Sirkushúsið og húsið sem hýsti Hljómalind. Fyrirtækið á einnig húsin við Hverfisgötu 32 og 34, sem hafa ver- ið mikið í fjölmiðlum undanfarið. „Við tókum þá ákvörðun þegar við fengum húsin að segja upp leigjendunum því við vissum að það tæki tíma að tæma húsin en við ætluðum að rífa þau. Bygginga- fulltrúi heimilaði svo niðurrif en sagði okkur að við myndum ekki fá framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifinu, fyrr en skipulagsráð væri búið að fjalla um þær tillögur að uppbygg- ingu sem kæmi í staðinn,“ segir Benedikt Sigurðsson, annar eig- enda Festa ehf. Fyrirtækið hyggst byggja á reitn- um um 120 herbergja hótel og þjónustu-, verslunar og íbúðar- rými. Fyrirtækið hefur lagt þrjár tillög- ur inn til borgaryfirvalda hvað varðar uppbyggingu, en þær hafa ekki enn fengið umsögn. æþe/þsj Festar ehf. á sjö fasteignir á og við Laugaveg Vilja byggja um 120 herbergja hótel

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.