24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Tryggingastofnun ríkisins, TR, bendir á að mismunur geti verið á milli gjaldskrár bæklunarlækna og gjaldskrár heilbrigðisráðherra og þess vegna þurfi sjúklingur sjálfur að greiða mismuninn. Þótt hámark- ið sé enn 21 þúsund krónur, eins og stofnunin greindi 24 stundum frá í fyrradag og breytist ekki vegna nýrr- ar reglugerðar sem sett var eftir að samningar við bæklunarlækna runnu út 31. mars, kann að vera að sjúklingar þurfi að greiða meira. „Hámark fyrir sjúklinga er 21 þúsund krónur en sjúklingar gætu þurft að greiða meira, eins og til dæmis í tilfellum sjálfstætt starfandi hjartalækna,“ segir Guðbjörg Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri kynn- ingarmála hjá TR. ibs Greiðsluþátttaka sjúkratryggðra Getur farið yfir 21 þúsund krónur STUTT ● BHM gerir kröfur Kjarakönnun sem Capacent Gallup gerði á kjörum BHM og VR og SSF leiddi í ljós að heild- arlaun háskólamenntaðra í VR eru 10% hærri og heildarlaun háskólamenntaðra innan Sam- taka starfsfólks í fjármálaþjón- ustu 22% hærri en heildarlaun í BHM-fólks. BHM krefst 28% launahækkunar í vor. Þetta var kynnt á aðalfundi í gær. ● Áhyggjur af gengi Aðalfundur Samtaka ferða- þjónustunnar lýsir áhyggjum af sveiflum í gengi íslensku krónunnar. Þær séu greininni erfiðar og hafi haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækja. Geng- isþróun, verðsveiflur og háir vextir skekki samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs svo mikið að ekki verði við unað. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is KSÍ ber fjárhagslega ábyrgð á þeim umframkostnaði sem varð á fram- kvæmdum við Laugadalsvöll. Sam- bandið bar ábyrgð á að tryggja sér umboð Reykjavíkurborgar til að framkvæma auka- og viðbótarverk og vettvangur þess átti að vera byggingarnefnd framkvæmdarinn- ar. Þá bar þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, ábyrgð á því að boða formlega til funda í bygging- arnefndinni, en hún fundaði ein- ungis tvívegis á framkvæmdatím- anum, síðast 3. apríl 2006. Þetta kemur fram í álitsgerð sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., fyrrverandi borgarlögmaður, vann vegna fyrirspurna í borgarráði um framkvæmdina, en hún var lögð fyrir borgarráð í gær. Í upphafi átti verkið að kosta 1.068 milljónir króna og hlutur borgarinnar að vera 428 milljónir. Krafa KSÍ á borgina í verklok hljóðaði hins vegar upp á 1.020,5 milljónir, 553,1 milljón meira en upphaflega hafði verið samið um. Heildarkostnaður vegna verksins er alls orðinn 1.639 milljónir. Borga 230 milljónir króna Álit Vilhjálms varðar tvær spurningar, annars vegar um hver ábyrgð KSÍ væri á framúrkeyrslu verksins og hins vegar hvort Reykjavíkurborg hafi einhvern tíma samþykkt að taka á sig um- framkostnaðinn að hluta eða í heild og í hvaða umboði. Á grundvelli þess samþykkti borgarráð í gær heimild til að framfylgja tilboði sem KSÍ fékk í byrjun síðasta haust, um að greiða sambandinu 230 milljónir króna vegna framúrkeyrslunnar, en að greiðslur bæði til hækkunar eða lækkunar á þeirri tölu ráðist af yf- irferð á lokaúttekt verksins sem liggur enn ekki fyrir. Þarf ekki lengur að rífast Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sat í byggingarnefndinni á síðasta kjörtímabili. Hann er afar sáttur við álitsgerðina og við að málið sé komið í þann farveg að það þurfi ekki lengur að rífast um málsatvik heldur sé hægt að leiða það til lykta. „ Þarna eru tekin af öll tvímæli um að öll frumábyrgð á framúrkeyrslunni er hjá KSÍ. Það var líka á ábyrgð KSÍ að kynna ekki lykilgögn fyrir byggingarnefndinni og boða ekki fundi í henni eftir 3. apríl 2006.“ Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, hafði nýverið fengið álitsgerð Vilhjálms í hendurnar í gær þegar 24 stundir höfðu sam- band við hann og var ekki kunnugt um samþykkt borgarráðs. Hann vildi fá að kynna sér gögnin áður en að hann tjáði sig um þau. Framúrkeyrsla á ábyrgð KSÍ  KSÍ er ábyrgt fyrir umframkostnaði vegna stúkunnar við Laug- ardalsvöll  Þetta kemur fram í álitsgerð fyrrv. borgarlögmanns ➤ Borgarlögmaður, KristbjörgStephensen, bað Vilhjálm um að veita álit sitt á tveimur spurningum. ➤ Hver er ábyrgð KSÍ á þeirriframúrkeyrslu sem orðið hef- ur í framkvæmdinni? ➤ Hvenær, ef einhvern tíma ogá hvaða vettvangi, hefur ver- ið samþykkt að Reykjavík- urborg taki á sig þennan um- framkostnað að hluta eða í heild, og í hvaða umboði? SPURNINGARNAR 24stundir/Árni Sæberg Laugardalsvöllur Framkvæmdir við bygg- ingu stúkunnar og höfuðstöðva KSÍ fóru 553,1 milljón króna fram úr áætlun. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra telur að búið sé að koma öryggismálum Íslands í þokkalegt horf miðað við þá stöðu sem upp kom eftir að varn- arliðið fór árið 2006. Ör- yggismál á Norður- Atlantshafi voru ekki rædd á leiðtogafundi NATO í Búkarest í gær, nema hvað Geir þakkaði NATO fyrir að hafa brugðist við erindi sínu um varnir Íslands frá síð- asta fundi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að ut- anríkisráðuneytið væri að vinna að því að koma á alþjóðlegum fundi um málefni norðurslóða í samvinnu við NATO. egol@mbl.is Öryggi í þokkalegu horfi Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var könnun á Nezeril-nefúða fyrir fullorðna. Tæplega 20% verðmunur er á milli apóteka eða 69 krónur, þar sem Lyfjaver kemur ódýrast út. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 20% verðmunur á Nezeril Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Nezeril-nefúði fyrir fullorðna Fyrirtæki Verð Verðmunur Lyfjaver 351 Apótekið 379 8,0 % Skipholts Apótek 381 8,5 % Lyf & heilsa 395 12,5 % Árbæjarapótek 405 15,4 % Lyfjaval 420 19,7 % Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skólann undir 1 þaki Laugavegi 54 sími 552 5201 Nýjar vorvörur 20% afsláttur föstudag og laugardag l

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.