24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Guðjón Birgir Rúnarsson, yf- irkokkur hjá veisluþjónustunni Kokkarnir, segist alla tíð hafa haft mikinn áhuga á matreiðslu. „Ég hef alla tíð eldað mikið og var til dæmis með puttana í eldamennsk- unni í minni eigin fermingarveislu. Ég mátti ekkert vera að því að opna gjafir því ég vildi heldur vera í eld- húsinu að sjóða hamborgarhrygg- inn. Ég gerði þetta ekki aleinn en með góðri aðstoð var ég með bind- ið aftan á bak að hræra í pottum,“ segir Guðjón sem er mikil fiskiæta. „Fiskur heillar mig mikið en svo er misjafnt hvað ég hef áhuga á. Það er alltaf gaman að fá flottan og góðan mat en þessa dagana er ég meira í heimilismatnum, eins og amma gerði hann.“ Guðjón Birgir segir að á vorin og sumrin vilji fólk oft léttari mat en áður. „Nú orðið virðist það al- mennt vera stefna hjá fólki að borða léttari og hollari mat. Hjá Kokkunum vinnum við mikið með létt og hollt hráefni enda er það nákvæmlega það sem fólk vill. Tapasveislur hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár þar sem fólki finnst gott að smakka marga litla rétti í stað fárra stóra. Sushi hefur líka verið mjög vinsælt und- anfarin ár,“ segir Guðjón Birgir sem lætur fylgja með þrjár ljúf- fengar salatuppskriftir sem henta fullkomlega í vor og sumar. Heitt nautasalat Fyrir 4 150 g nautafille eða nautalund á mann ef þetta er aðalréttur, ann- ars 80 g á mann í forrétt Marinering á kjötið og salat- dressingin 1 dl balsamedik 2 dl hunang 2 dl ólífuolía, marinera í ca. 1-2 tíma, ekki lengur og geyma smá af marineringunni fyrir salatið 100 g rifinn parmesanostur salatmix eftir ósk (klettabland- an er t.d. mjög fín í þetta) 50 g ristaðar furuhnetur tómatar (bufftómatar) í sneið- um 3-4 sneiðar á mann og skorn- ar í 1 cm þykkar sneiðar smá af ólífuolíu, bara til að þekja tómatsneiðarnar 5-6 rif af skornum hvítlauk. salt og pipar Öllu blandað saman og látið í kæli í 1 tíma. Nautið er lamið í þunna sneið, sett á heitt grillið ásamt tóm- atsneiðunum og grillað í stutta stund á hvorri hlið. Þá er nautið fært upp á diskinn og tómatsneið- arnar þar ofan á. Salatinu er bland- að við ostinn og hneturnar og lagt ofan á tómatana. Dressingin er sett yfir og borið fram strax, þetta á að vera borið fram heitt. Peru- og valhnetusalat Fyrir 4 Salatið 1 bolli valhnetur 2 msk. hunang 2 perur 200 g baby leaf salat ½ bolli gráðaostur Dressing 1 tsk marinn hvítlauksgeiri ½ bolli ólífuolía 4 msk. balsamedik 1 msk. hunang ½ tsk. Worcestershire-sósa 3-4 dropar Tabasco-sósa 2-3 snúningar af svörtum ný- möluðum pipar Setjið valhnetur og hunangið í eldfast mót í 180°C heitan ofn og bakið í 10 mínútur eða þar til hneturnar taka lit. Takið úr ofn- inum og láti kólna. Flysjið og kjarnhreinsið perurnar, skerið í þunnar sneiðar. Blandið saman perunum, hnetum, salati og osti í skál. Hrærið saman dressinguna og setjið yfir salatið, ekki alla dress- inguna því það er alltaf hægt að bæta við fyrir þá sem vilja. Berið fram á disk eða í skál. Ávaxtasalat með vanillusírópi Fyrir 4 1 askja jarðarber, skorin í bita 1 bolli bláber ¼ hluti kantalópa (melóna), skorinn í bita ½ mangó, skorið í bita 2 appelsínur, flysjaðar og laufin skorin innan úr ¼ hluti ananas, flysjaður og kjarninn skorinn burt, skorinn í bita 1 msk. minta, skorin í þunnar ræmur Öllu blandað saman Vanillusíróp 1 dl vatn 1 dl sykur 1 vanillustöng Stöngin er klofin í tvennt og fræ- in skafin innan úr og sett í pott- inn ásamt stönginni. Soðið saman við vægan hita þar til sírópið þykknar, tekur um 10 mínútur. Látið kólna áður en sírópinu er blandað saman við ávextina. Gott að bera salatið fram með köku eða ískúlu. 24stundir/Valdís Þrjár léttar og ljúffengar salatuppskriftir frá Guðjóni Birgi Létt og hollt á vorin ➤ Kokkarnir eru veisluþjónustasem tekur að sér allar veislur, stórar sem smáar. ➤ Kokkarnir voru stofnaðir árið2002. ➤ Rúnar Gíslason mat-reiðslumaður er eigandi Kokkanna. KOKKARNIR Guðjón Birgir Rúnarsson matreiðslumaður býður lesendum upp á þrjár ljúffengar salatupp- skriftir en Guðjón hefur alltaf haft mikinn áhuga á matseld. Hann sá til dæmis að miklu leyti um eldamennskuna í ferm- ingarveislunni sinni. Guðjón Birgir Rúnarsson: „Ég mátti ekkert vera að því að opna gjafir því ég vildi heldur vera í eldhúsinu að sjóða hamborgarhrygginn.“ Ljúffengt Heitt nautasalat. Freistandi Ávaxtasalat með vanillusírópi. Sölustaðir: Járn & Gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni · Pottar og Prik Akureyri · Gallerý kjöt og Fiskisaga · www.weber.is – ekki bara grill XE IN N JG E BG 5x 4 0 2 DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.