24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Fæst í Hagkaupum og í apótekum um land allt 50% stærri og þykkari varir strax!! Áhrifamikið varagloss sem virkar á aðeins mínútu en endist í marga klukkutíma. Sjáanlegur árangur strax. Kemur í fjórum litum. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það er nú einu sinni þannig að sokkabuxnasala hefur aukist mikið tískunnar vegna. En það er alveg pott- þétt að þær hafa hjálpað til stelpurnar og ekkert nema já- kvætt og gott um þessa skemmtilegu auglýsingu að segja. Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is „Salan á sokkabuxum hefur aukist síðustu vikurnar. Það er alveg rétt,“ segir Rannveig Jónsdóttir, vöru- merkjastjóri hjá Ölgerðinni. 24 stundum lék forvitni á að vita hvort ný auglýsing Oroblu, sem skartar stúlkunum í Nylon, hafi fallið í kramið hjá sokkabuxnanot- endum landsins. Svo virðist greini- lega vera og kveðst Rannveig þess fullviss að auglýsing sem þessi virki vel. „Auðvitað veit maður aldrei hvort maður getur tengt það beint við ákveðna auglýsingu. Það er nú einu sinni þannig að sokkabuxna- sala hefur aukist mikið tískunnar vegna. En það er alveg pottþétt að þær hafa hjálpað til stelpurnar og ekkert nema jákvætt og gott um þessa skemmtilegu auglýsingu að segja. Við erum mjög ánægð með þetta,“ bætir Rannveig við. Elskulegar og aðlaðandi Að sögn Rannveigar hefur lítið verið stuðst við íslenskar fyrirsætur í auglýsingaherferðum Oroblu hér á landi. Í ljósi viðbragðanna við auglýsingum Nylonstúlknanna segir hún þó ekki loku fyrir það skotið að slíkt færist í aukana í ná- inni framtíð. „Maður veit aldrei. Þetta mæld- ist a.m.k. vel fyrir. Það var líka gaman að vinna með stelpunum, enda eru þær elskulegar og aðlað- andi. Það var líka gaman að þær áttu svolítið frumkvæði að þessu sjálfar. Þeim fannst skemmtilegt samhengi á milli Nylon og sokka- buxna, auk þess sem þær nota sjálfar Oroblu. Þetta hentaði því öllum vel.“ Auglýsingar Oroblu með Nylon slá í gegn Eykur sölu á sokkabuxum Sala Oroblu-sokkabuxna hefur aukist til muna eftir að auglýsing með Nylon- flokknum leit dagsins ljós á dögunum. 24 stundir/Kristinn MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! VEL VALIÐ ÉG VAR E INMIT T Í ÞESSARI SKYRTU Í GÆRKVÖLDI , ÞEGAR ÉG NÁÐI AÐ NEGLA SIGGU Í SK ILADEILD INNI VÍST ERUM VIÐ Í TENGSLUM. ÉG SETTI SKILABOÐ TIL ÞÍN Á ÍSSKÁPINN Bizzaró Við höfum ákveðið að fella þig. - Við fundum DNA sýni foreldra þinna út um allt vísindaverkefnið þitt Talsmaður George Clooneys hef- ur dregið til baka yfirlýsingu leik- arans um að hann verði guðfaðir barna Angelinu Jolie og Brads Pitts. Clooney sagðist í vikunni myndu verða guðfaðir tvíbur- anna, en nú heldur hann því fram að um grín hafi verið að ræða. „Þetta var grín,“ segir talsmaður leikarans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Clooney er orðaður við stöðu guðföður, en heimildir herma að hann verði guðfaðir ófædds barns Nicole Kidman. hþ Clooney ekki guðfaðir Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Mariah Carey kynnti nýju plötuna sína á Oxford Street síð- astliðinn þriðjudag. Hundruð aðdáenda mættu fyrir utan Sel- fridges til að berja söngkonuna augum og mátti lögreglan hafa sig alla við að halda reglu á um- ferðinni. Myndaðist mikið öng- þveiti og umferð stöðvaðist á svæðinu. Mariah lét hins vegar bíða eftir sér í tvo tíma. hþ Mariah veldur usla í London

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.