24 stundir - 24.05.2008, Page 37
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 37
Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur
iris@24stundir.is
Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og
hvers vegna?
Foreldrar mínir eiga hrós skilið fyrir að hafa gert
mig að þeim manni sem ég er í dag. Það fóru nokkr-
ir yfirvinnutímar í það. Ég hef líka alltaf haldið upp
á Eika Hauks, rokkara Íslands.
Hver er þín fyrsta minning?
Erfitt að segja hver er sú fyrsta en ég man alltaf
eftir því að þeysast með Heidda frænda á mót-
orhjólinu fram í Steinhólaskála og þar var boðið
upp á kók og prins, those where the days.
Hver eru helstu vonbrigðin hingað til?
Ég var níu eða tíu ára þegar mamma lét mig skila
matchboxbíl sem ég stal í Sigga Gúmm-versluninni
á Akureyri og biðjast afsökunar á hegðun minni.
Niðurlægingin var algjör en þetta virkaði hjá gömlu.
Hvað í samfélaginu gerir þig dapran?
Auknar fréttir af glæpum og ofbeldi á Íslandi fara
afar illa í mig. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vin-
ir.
Leiðinlegasta vinnan?
Það hlýtur að vera þegar ég vann í grænmet-
isborðinu í NETTÓ sem unglingur, mikið svakalega
leiddist mér þar.
Uppáhaldsbókin þín?
Ég les rosalega lítið, sofna alltaf strax en held að
ævisaga Elvis sé klárlega skemmtilegasta bók sem ég
hef lesið.
Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur?
Ég er alltof latur við að elda en er ágætiskokkur
þegar á reynir. Ég sé reyndar yfirleitt um að grilla á
heimilinu.
Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi
þinni?
Það hlyti að vera Jack Black. Ég þyrfti samt
kannski að kenna honum á skauta.
Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem
þú hefur fest kaup á?
Ég keypti bíl í Danmörku og það kostar lágmark
annan handlegginn.
Mesta skammarstrikið?
Þegar ég stal matchboxbílnum í Sigga Gúm-
versluninni á Akureyri.
Hvað er hamingja að þínu mati?
Er ekki bara hamingja að eiga heilbrigða og
góða fjölskyldu?
Hvaða galla hefurðu?
Alveg helling, kannski helst þrjósku og keppn-
isskap, jú og hungur, ég er sísvangur.
Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi-
leikum hverjir væru þeir?
Það hlýtur að tengjast mat á einhvern hátt. Ég
veit ekki hvað það gæti verið en það myndi
örugglega tengjast mat.
Hvernig tilfinning er ástin?
Mögnuð og flókin.
Hvað grætir þig?
Sonur minn kallar stundum fram gleðitár og
svo setur kvikmyndatónlist mig óþarflega oft úr
jafnvægi.
Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu?
Úff, ég var óttalegur klaufi í æsku, var reglu-
legur gestur í höfninni. Ég rúllaði líka einu sinni
niður gilið og á bíl í einni línuskautaferðinni, það
kostaði einar þrjár vikur á sjúkrahúsi.
Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest?
Gítarana mína og litla AER-magnarann minn.
Ég á einnig illa lyktandi hokkísokka sem mér þyk-
ir voða vænt um. Þeir hafa fært mér mikla lukku
gegnum tíðina.
Hvað gerirðu til að láta þér líða vel?
Elda naut og béarnaise og opna kaldan Erdin-
ger eftir matinn.
Hverjir eru styrkleikar þínir?
Hressileiki og keppnisskap.
Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lít-
ill?
Atvinnumaður í íshokkíi og meðlimur í Kiss.
Er gott að búa á Íslandi?
Já, og maður gerir sér enn betur grein fyrir því
hvað Ísland er magnaður staður þegar maður býr
erlendis.
Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein-
hvers?
Nei, ekki nema í draumi en þar hef ég reyndar
bjargað fullt af vinum og ættingjum úr klóm
glæpamanna og þríhöfða eldspúandi dreka, nú
eða öðrum eðlilegri háska. Hetjudraumar eru al-
gengir hjá mér.
Hvert er draumastarfið?
Að geta lifað af tónlistinni. Það er markmiðið.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er að vinna í texta sem ég var beðinn að
semja fyrir brúðkaup sem verður í sumar. Ég var
reyndar kominn með ritstíflu svo ég sneri mér að
þessum spurningalista.
24spurningar
Rúnar Eff
Rúnar Eff tónlistarmaður sló ný-
verið í gegn með gamla aha-
slagaranum Take on me. Rúnar er
gamall íshokkíkappi sem lagði
kylfuna á hilluna og helgaði sig
tónlistinni. Hann heldur úti vef-
síðunni www.runar.is.
FATAMARKAÐUR
LAUGAVEGI 95
50-80% AFSLÁTTUR
KOMDU OG GERÐU FRÁBÆR KAUP!
OPIÐ ALLA HELGINA