24 stundir


24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 40

24 stundir - 24.05.2008, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 24stundir ekki endilega í daglegu sambandi. Við tölum rækilega um öll mál sem hugsanlega gæti orðið ágrein- ingur um og reynum að leysa þau fyrirfram. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel.“ Hefurðu stundum hugsað með þér að kannski hefðirðu betur farið í ríkisstjórn með Vinstri grænum? „Ég hef velt því fyrir mér en komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin sem var tekin í fyrra var hárrétt. Ég hef átt gott samstarf við forystumenn Vinstri grænna í gegnum tíðina en því miður er stefna þeirra í flestum málum víðs fjarri okkar áherslum, eins og komið hefur í ljós í þinginu í vetur. Samstarfið við stjórnarand- stöðuflokkana hefur að mörgu leyti verið ágætt. Formenn stjórn- málaflokkanna ræða oft saman. Við kynntum til dæmis formönn- um stjórnarandstöðuflokkanna gjaldeyrisskiptasamninginn sem nýlega var gerður. Þegar um slík mál er að ræða er mjög mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir standi saman út á við og verji hagsmuni þjóðarinnar. Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar brugðust mjög vel og skynsamlega við í þessu máli.“ Hvað er best fyrir Ísland? Sumir segja að ágreiningur um Evrópusambandið gæti klofið Sjálf- stæðisflokkinn. Verður Sjálfstæðis- flokkurinn ekki að opna rækilega á umræðuna um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu eins og Fram- sóknarflokkurinn hefur gert? „Umræðan er opin. Það er inn- antómur áróður að halda því fram að það sé bannað að ræða hugs- anlega Evrópusambandsaðild í Sjálfstæðisflokknum og að flokks- forystan vilji ekki að málið sé rætt í þjóðfélaginu. Spurningin í þessu máli er: Hvað er best fyrir Ísland? Þá verða menn að leggja á vog- arskálar alla kosti og alla galla. Mín niðurstaða er skýr. Ég tel að gallarnir vegi þyngra en kostirnir. Ég hef ekki nokkra trú á því að ágreiningur um Evrópusambandið muni kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Ég er ekkert viss um að mál eins og þetta skipi mönnum í stjórnmála- flokka. Fólk velur sér flokka á grundvelli heildarstefnu og kýs samkvæmt því.“ Gæti skoðun þín á Evrópusam- bandsaðild ekki breyst? „Það er ekki hægt að útiloka að- ild að Evrópusambandinu um ald- ur og ævi en ég sé ekki að aðild muni henta okkur í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég vil samt taka fram að ég tel að Evrópusambandið hafi verið mjög heilladrjúgt fyrir þjóð- irnar á meginlandi Evrópu. Ég get vel skilið þjóðirnar í Austur- og Mið-Evrópu sem af ýmsum ástæð- um lögðu ofurkapp á að komast inn í Evrópusambandið, til dæmis vegna þess að þær vildu skapa fjar- lægð við Rússland. En þegar út- lendingar spyrja mig um Ísland og Evrópusambandið segi ég gjarnan að það sé hægt að vera góður Evr- ópubúi án þess að vera í Evrópu- sambandinu.“ Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, hefur komið með þá hugmynd að breyta stjórnarskránni og hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðildarum- sókn? Hvað segirðu um þá hug- mynd hennar? „Ég tel öruggt að það þyrfti að breyta stjórnarskránni ef við ætl- uðum að ganga í Evrópusamband- ið. Það er ekkert órökrétt í því sem Þorgerður Katrín hefur sagt og það er enginn skoðanaágreiningur á milli okkar. Við Þorgerður Katr- ín erum nánir samverkamenn og sammála í þeirri afstöðu að aðild að ESB þjóni ekki hagsmunum Ís- lands.“ Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti þjóðarinnar vill ganga í Evr- ópusambandið. Ef það er eindreg- inn vilji þjóðarinnar verður ríkisstjórnin þá ekki að setja málið á dagskrá og hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort sækja eigi um aðild? „Skoðanakannanir eru sveiflu- kenndar. Sá stjórnmálamaður er skammsýnn sem ætlar að láta skoðanakannanir ráða för sinni. Ég geri ekki ráð fyrir að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu nema flokkurinn hefði þá stefnu að rétt væri að ganga inn í sam- bandið. Eins og staðan er núna er það ekki stefna flokksins.“ Verður Evrópusambandsaðild kosningamál árið 2011? „Það er ómögulegt að meta það á þessari stundu. Alþingiskosning- ar á Íslandi hafa aldrei snúist um aðild að Evrópusambandinu. Það var komist næst því með slagorði Framsóknarflokksins í kosningun- um 1991: xB ekki EB – sem kom reyndar eins og skrattinn úr sauð- arleggnum því enginn var að tala um EB. Síðan hefur enginn stjórn- málaflokkur gert Evrópusamband- ið að kosningamáli.“ Erfiðleikar senn að baki Staðan í borginni er sorgarsaga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Getur Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson sest í stól borgarstjóra á næsta ári? „Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvaða einstaklingur sest í stól borgarstjóra. Ég tel brýnt að sá sem það gerir byggi upp Sjálfstæð- isflokkinn í borginni og leiði hann í gegnum prófkjör sjálfstæðis- manna, sem verður væntanlega haustið 2009, og í borgarstjórn- arkosningum 2010 ef sá einstak- lingur sigrar í því prófkjöri. Þarna hafa verið vandamál og að hluta til eru þau óleyst en ég treysti því að erfiðleikatímabilið sé senn að baki. Ástandið hefur verið óvenjulegt en það er mikilvægt að menn standi með Ólafi F. Magnússyni borgar- stjóra og þeim meirihluta sem er við völd. Borgarbúar mega ekki við frekari uppákomum á þessum vettvangi.“ Hafa þessi tvö ár þín sem for- sætisráðherra, í tveimur ríkisstjórn- um, verið erfiðari en þú bjóst við? „Þau hafa ekki verið mikið öðruvísi en ég átti von á vegna þess að ég hef verið á bólakafi í stjórnmálum svo lengi. Að mörgu leyti er erfiðara að vera fjármála- ráðherra en forsætisráðherra. Þetta hefur gengið vel og ég hef yndi og ánægju af þessu starfi. Ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og ég á ekki von á öðru en það verði bæði langt og gjöfult.“ Stefnirðu að því að verða for- sætisráðherra eftir kosningar árið 2011? „Já, ég stefni að því.“ Evrópusambandsaðild „Mín niðurstaða er skýr. Ég tel að gallarnir vegi þyngra en kostirnir.“ a Ég geri ekki ráð fyrir að Sjálf- stæðisflokk- urinn myndi beita sér fyr- ir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu nema flokkurinn hefði þá stefnu að rétt væri að ganga inn í sambandið. Eins og staðan er núna er það ekki stefna flokksins. a Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvaða ein- staklingur sest í stól borgarstjóra. Ég tel brýnt að sá sem það gerir byggi upp Sjálfstæðisflokkinn í borginni og leiði hann í gegnum prófkjör sjálf- stæðismanna, sem verður væntanlega haustið 2009, og í borgarstjórn- arkosningum 2010 ef sá einstaklingur sigrar í því prófkjöri. 24stundir/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.