24 stundir - 24.05.2008, Side 47
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 47
a
Ég var alltaf rosa-
lega metnaðargjörn
og framagjörn, en það er
kannski ekki í fyrsta sæti
lengur eftir að börnin
komu. Það er ekki eins
mikið forgangsatriði að
meika það í vinnunni.
HEYRNARÞJÓNUSTA
Við bjóðum fullkomnustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound
Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11. 201 Kópavogur. Sími 534 9600. netf: heyrn@heyrn.is
* Hágæða heyrnartæki með vindvörn
* Fyrstu hlaðanlegu heyrnartækin
* Einföld og þægileg í notkun
Tímapantanir í síma 534-9600
* Heyrnarþjónusta
* Heyrnarmælingar
* Heyrnartæki
* Ráðgjöf
Azure er nýjasta og háþróaðasta heyrnartæki
sem ReSound framleiðir.
Hugmyndin að baki Azure heyrnartækinu er að heyrn með því
verði eins eðlileg og frekast er unnt. Kristaltær tónn án takmarkan
og ama fyrir notandann - rétt eins og hann á að vera.
Azure flokkar ekki það sem notandinn fær að heyra og takmörku
stærð tölvuforrita afmarkar ekki hljóðvinnslu þess.
Nánari upplýsingar á www.heyrn.is
AZURE EFLIR HEYRN Á EÐLILEGAN HÁTT
Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og
www.leirubakki.is
Allir velkomnir að koma og skoða!
Til sölu mjög fallegar lóðir við Ytri-Rangá í landi
Leirubakka. Kjarri- og mosavaxið hraun.
Sögufrægt hérað, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý
sumur. Miklir útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir sem
seljast með vegi að lóðamörkum og vatni og rafmagni
í götum. Hitaveita verður í boði.
Golfvöllur í undirbúningi.
Kaup á landi er ein öruggasta fjárfesting sem völ er á.
Aðeins 100 km frá Reykjavík.
Upplagt að fá sér bíltúr um helgina, skoða lóðirnar,
fara á Heklusýninguna og kanna hið landsfræga
kökuhlaðborð Leirubakka!
Fjölbreytileg þjónusta er við lóðaeigendur heima á
Leirubakka: Hótel, veitingahús, verslun,
bensínstöð, Heklusetur með glæsilegri
Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli,
skipulagðar gönguferðir og margt fleira.
Út í vorið!
lengra til þess að fá sem mest út úr
lífinu.“
Þegar kemur að því að ræða
áhugamálin nefnir hún strax leik-
hús og leiklist og játar fúslega að hjá
henni séu vinnan og áhugamálin
afar samtvinnuð. „Áhugamál mín
tengjast mjög mikið vinnunni
minni. Ég held að ég myndi ekki
þrífast öðruvísi en að vinna við það
sem mér finnst skemmtilegast. Mér
finnst það forréttindi og ég er orðin
svo dekruð að ég gæti ekki hugsað
mér að fara í einhverja vinnu sem
mér þætti ekki stórkostlega
skemmtileg,“ segir hún.
Gegnrýnandi gagnrýnendur
Auk þess að leikstýra Gosa er
Selma ein af aðalleikurum söng-
leiksins Ástin er diskó, lífið er
pönk, eftir Hallgrím Helgason, sem
sýndur er í Þjóðleikhúsinu um
þessar mundir. Sýningin hefur
hlotið góða aðsókn, en gagnrýn-
endur hafa hins vegar farið fremur
neikvæðum orðum um hana.
„Mér finnst alveg frábært að
Tinna Gunnlaugsdóttir skyldi fá
Hallgrím Helgason til þess að semja
íslenskan söngleik og fá Þorvald
Bjarna til þess að gera tónlistina.
Ástin er diskó, lífið er pönk eru
kannski engin vísindi, en það leynir
sér ekki í lok hverrar sýningar að
áhorfendur skemmta sér vel. Þessu
er ætlað að vera afþreying og
skemmtun og að vissu leyti er þetta
kannski hugsað sem markaðsleik-
hús. Mér finnst það mjög mikil-
vægur þáttur í litrófinu. Það er fullt
af fólki sem vill koma í leikhús ein-
göngu til þess að skemmta sér,“ seg-
ir Selma og telur marga gagnrýn-
endur misskilja þetta.
„Kolbrún Bergþórsdóttir talaði
um „ofurfullorðið“ fólk í pistli í 24
stundum og að það væru svo marg-
ir orðnir ofurfullorðnir að það
mætti ekkert vera skemmtilegt og
létt lengur. Þetta er kannski dæmi
um það. Auðvitað eru gagnrýnend-
ur nauðsynlegir fyrir listalífið og
umræðuna um leiklist í landinu, en
mér finnst þeir stundum svolítið
misskilja starfsheiti sitt og oft vera
orðnir hálfgerðir „gegn-rýnendur“
ef svo má að orði komast. Mér
finnst gott að lesa gagnrýni sem
rýnir til gagns því þá getur maður
kannski verið sammála og tekið
gagnrýni á sjálfan sig til athugunar.
En mér finnst vera að færast í vöxt
að það er ofboðslega mikil rætni,
virðingarleysi og persónulegt nið-
urrif. Þegar slíkt er upp á teningn-
um get ég ekki tekið mark á því og
mér finnst það falla um sjálft sig.“
Krati í hjartanu
Selma á ekki aðeins vini úr röð-
um listafólks heldur eru nokkrir af
mest áberandi stjórnmálamönnum
landsins á meðal hennar bestu vina.
Hún kveðst hins vegar ekki geta
hugsað sér að reyna fyrir sér sjálf á
þeim vettvangi.
„Ég er ofboðslega barnsleg og
rúðustrikuð í mínum pólitísku
hugsunum og held að ég yrði hrika-
legur stjórnmálamaður. Ég stend
mig yfirleitt að því rétt fyrir kosn-
ingar, þegar maður byrjar að fylgj-
ast almennilega með, að enda brjál-
uð og öskra á sjónvarpið og blöðin
sem ég les,“ segir hún og kveðst
sækja eitthvað úr öllum áttum í
pólitískum skoðunum.
„Ég vil temmilegt frelsi og ég vil
að við séum ofboðslega góð við þá
sem eru sjúkir og eiga bágt. Svo vil
ég að við berum gamla fólkið á
höndum okkar. Mér finnst skamm-
arlegt hvað það er lítið eftirsókn-
arvert að verða gamall. Það á að
vera tilhlökkunarefni. Maðurinn
minn segir að ég sé krati og ætli ég
sé það ekki í hjarta mínu. Ég hef
kosið þrjá flokka, en þá er það yf-
irleitt vegna manna og málefna.“
Þrátt fyrir kratahjartað segist
Selma alla tíð hafa stutt við bakið á
sjálfstæðismönnunum Sigurði Kára
Kristjánssyni og Gísla Marteini
Baldurssyni, sem hún hefur þekkt
frá því í menntaskóla.
„Sigurður Kári og Gísli Marteinn
eru báðir mjög heilsteyptir og góðir
menn. Þó að við séum ekkert full-
komlega sammála um allt í pólitík
þá hvet ég þá til góðra verka og hef
mikla trú á þeim. Ég mun alltaf
gera það. Ég hjálpaði Gísla Marteini
á sínum tíma þegar hann var í próf-
kjöri, einfaldlega vegna þess að ég
vildi sjá hann verða oddvita. Ég get
þó ekki sagt að ég sé eitthvað inni í
hans málum í dag. En þegar vinir
manns leita til manns til einhverra
góðra verka þá hjálpar maður
þeim. Hvort sem það er þegar þeir
eru að flytja eða ná frama í starfi.“
Móðurhlutverkið mikilvægast
Selma er gift leikaranum og leik-
stjóranum Rúnari Frey Gíslasyni og
hafa þau verið saman í áratug, eða
frá því að þau léku saman í söng-
leiknum Grease árið 1998. Þau eiga
saman sex ára strák og 16 mánaða
stelpu. „Það er gaman að geta séð
hvernig bæði kynin koma undan
foreldrum sínum. Börnin okkar
eru lík í útliti en mjög ólíkir karakt-
erar. Strákurinn er mikill orkubolti
og lífsglaður, hress og kátur, en
stelpan er ofsalega ljúf, pælir mikið
og setur í brýrnar. Hún er alveg
svakalega róleg. Þau eru eins og
svart og hvítt hvað orkustig varð-
ar,“ segir Selma.
Er svona orkumikill drengur
ekki líklegur til að vilja feta í fót-
spor foreldranna og hella sér í leik-
listina þegar fram líða stundir? „Jú,
hann elskar að vera í leikhúsi og ég
gat tekið hann með á fullorðinssýn-
ingar þegar hann var bara fjögurra
ára. Það sem kemst að hjá honum
er fótbolti, hjól og svo að vera í
búningum. Það veit ekki á gott,“
segir Selma og hlær, en telur að
starf þeirra foreldranna sé ekkert
sem hún þurfi að vara börnin sín
við að taka sér fyrir hendur. „Ef það
er það sem hann langar til að gera
þá er það bara frábært. Auðvitað
styður maður börnin sín í að gera
það sem þau vilja. Annað væri
rangt.“
Selma hefur tekist á við fjölda
hlutverka á ferlinum en vitaskuld er
foreldrahlutverkið skemmtilegast
og mest krefjandi. „Ég er nú ekkert
hin fullkomna móðir. Ég held að
maður eyði ævinni í að læra þetta
og læra af mistökunum. Maður
bara reynir sitt besta. Þetta er nátt-
úrlega mikilvægasta hlutverkið, ef
maður talar um hlutverk. Lífs-
munstrið manns breytist algjörlega
við að verða foreldri og í rauninni
lífssýnin öll. Maður fer að for-
gangsraða öðruvísi og hlutir sem
skiptu mann gríðarlega miklu máli
áður skipta ekki eins miklu máli
nú. Ég var alltaf rosalega metnaðar-
gjörn og framagjörn, en það er
kannski ekki í fyrsta sæti lengur eft-
ir að börnin komu. Það er ekki eins
mikið forgangsatriði að meika það í
vinnunni.“