24 stundir - 24.05.2008, Side 57

24 stundir - 24.05.2008, Side 57
24stundir LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 57 Madonna hefur vakið mikla hneykslan fyrir ummæli sín um ættleiðingarferli sitt, sem hún leggur að jöfnu við þær kvalir sem konur ganga í gegnum við barnsburð. Þetta sagði Madonna í Cannes í gær, við kynningu myndar sinn- ar, I am Because we Are, sem fjallar um munaðarleysingja í Malawi. Madonna er nú að reyna að ætt- leiða þriggja ára dreng frá Malawi, en hefur hvað eftir ann- að rekist á veggi sökum skrifræð- is, pólitíkur og þeirrar stað- reyndar að sem flestir reyna að seilast í djúpa vasa hennar. En þó ættleiðingin gangi vissu- lega erfiðlega og taki á taugarnar, hefur Madonna kannski tekið fulldjúpt í árinni með samlíking- unni. Líkir ættleiðingu við barnsburð Tölvuleikir viggo@24stundir.is No More Heroes er vægt til orða tekið stórfurðulegur leikur. Í leikn- um fara menn í hlutverk manns að nafni Travis Touchdown en tak- mark hans í lífinu er að ná efsta sætinu á lista yfir færustu laun- morðingja heimsins. Til að færast upp á listanum þarf Travis að murka lífið úr þeim sem eru fyrir ofan hann á fyrrnefndum lista og til þess notar hann geislasverðið sitt. En Travis gerir meira en að myrða mann og annan. Hann þarf einnig að sinna hinum og þessum störfum, svo sem garðslætti og kókoshnetutínslu, til að vinna sér inn peninga. Peningana er svo hægt að nota til að betrumbæta vopn sitt, kaupa ný föt eða skora á næsta andstæðing sinn. Heimur No More Heroes er í senn sjúkur og bráðfyndinn. Fram- leiðendur leiksins hafa alls staðar laumað inn sínum sérstaka húmor og það sést til dæmis greinilega í hvert skipti sem leikmenn vista stöðu leiksins en sú aðgerð á sér stað inni á salerni. Bardagakerfi leiksins er einfalt í notkun en verður þó aldrei leiði- gjarnt því það er fjári gaman að fá að sveifla geislasverðinu. Hvað grafíkina varðar er leik- urinn hreint einstakur. Meginþorri leiksins er í hálfgerðum teikni- myndastíl en reglulega bregður fyr- ir pixluðum myndum sem minna rækilega á hina gömlu klassísku tölvuleiki sem voru vinsælir á ní- unda áratug síðustu aldar. Raunar er margt annað í leiknum sem minnir á gamla tölvuleiki og því má í raun segja að No More Hero- es sé óður til klassískra tölvuleikja. No More Heroes er leikur sem klárlega höfðar ekki til allra. Leik- urinn hefur þó töluverðan sjarma og stíl og kemst býsna langt á því. Tekið á því Travis Touchdown er banvænn með geislasverðið sitt og er fljótur að ganga frá óvinum sínum. Trítil-óður til klassískra tölvuleikja Grafík: 83% Ending: 70% Spilun: 80% Hljóð: 74% No More Heroes Wii |16+ NIÐURSTAÐA: 77% „Þrátt fyrir að myndin sé alls engin Platoon, Full Metal Jacket eða Apocalypse Now þá er hún samt ágætis vitnisburður um þær hörmungar sem eiga sér stað fyrir botni miðjarðarhafs í þessum skrifuðu orðum.” tsk Redacted DÓMAR VIKUNNAR KVIKMYNDIR „Þessi mynd á best heima á leigunum, eða sem stolinn fæll í fartölvu fermingarkrakka.” tsk Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay „Never back down er dæmigerð menntaskólaformúlumynd með svipuðum söguþræði og Karate Kid, Bloodsport og allar hinar lélegu slagsmálamyndirnar.” tsk Never back down „Myndin líður fyrir slæman leik Fords, sem skilar línum sínum eins og hann sé undir áhrifum sterkra verkalyfja, og kauðslegs handrits. bös Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull TÓNLIST „Þessi plata er kannski helst sönnun þess að það er löngu kominn tími á nýja og ferska strauma í topp 20 poppið. bös Madonna: Hard Candy

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.