24 stundir - 29.05.2008, Page 8

24 stundir - 29.05.2008, Page 8
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Búlgaríu 9. júní frá kr. 39.995 Kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júní. Aukavika kr. 15.000. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júní. Aukavika kr. 15.000. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfá sæti í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmögu- leika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Laugavegi 63 • S: 551 4422 KLASSÍSKIR SUMARFRAKKAR (með og án beltis) 8 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Leiðtogum ríkja heims hefur mis- tekist að taka á mannréttindabrot- um, ekki staðið við gefin loforð og brugðist skyldum gagnvart þegn- um sínum. Í nýrri ársskýrslu mannréttinda- samtakanna Amnesty Internatio- nal kemur fram að fólk sæti pynt- ingum eða illri meðferð í að minnsta kosti 81 ríki, að fólk fái ekki réttláta meðferð fyrir dómi í 74 ríkjum og að fólk búi við skert tjáningarfrelsi í 77 ríkjum. Skandall Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty, segir það skandal að Am- nesty skuli þurfa að gefa út um 400 síðna skýrslu um mannréttinda- brot í heiminum. „Nú eru 60 ár liðin frá því að ríkisstjórnir og þjóðhöfðingjar um heim allan samþykktu það að virða mannrétt- indi borgara sinna. Að við þurfum enn að segja frá svona skelfilegum atburðum er bara skandall. Þetta sýnir að ríkisstjórnir hafa algerlega brugðist skyldum sínum gagnvart borgurunum.“ Krefst afsökunarbeiðni Jóhanna segir Amnesty hafa skorað á þjóðhöfðingja heimsins að biðjast afsökunar á mannrétt- indabrotum síðustu sex áratuga, að þeir snúi blaðinu við og vinni að mannréttindum þeirra sem þeir starfa í umboði fyrir. Hún segir þó ýmislegt jákvætt koma fram í skýrslunni. „Baráttan gegn dauðarefsingum hefur skilað mjög miklum árangri á síðustu ár- um. Það eru æ fleiri ríki sem af- nema dauðarefsinguna. Þeim hefur til að mynda fækkað í Kína og and- staða við dauðarefsingar hefur aukist í Bandaríkjunum. Stærsta og jákvæðasta skrefið á síðasta ári var svo þegar 104 ríki innan Samein- uðu þjóðanna samþykktu algert af- tökustopp.“ Þörf á tafarlausum aðgerðum Jóhanna segir árið 2007 hafa einkennst af getuleysi vestrænna ríkisstjórna og tvöfeldni eða tregðu nývelda, svo sem Kína, til að fást við ýmsar af verstu mannréttinda- neyðum í heiminum. Að sögn eru öll tilvik mannrétt- indabrota alvarleg, en þörf sé á taf- arlausum aðgerðum meðal annars í Darfúr-héraði í Súdan, Simbabve, Írak, Búrma og á Gasa-ströndinni. „Það er alveg ljóst að almennt séð eru þjóðarleiðtogar ekki að sinna þeim verkefnum sem þeim er falið, það er að tryggja fólki sínu mann- réttindi og góð lífsskilyrði.“ © GRAPHIC NEWSHeimild: Amnesty International *Allar tölur eiga við árið 2007 Þrátt fyrir að 60 ár séu liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu mannréttindayfirlýsingu sína, standa stjórnir í tugum ríkja enn fyrir pyntingum og misþyrmingum á þegnum sínum, samkvæmt nýrri ársskýrslu Amnesty. Fjöldi fólks sem var tekið af lífi í 24 ríkjum árið 2007 eftir að hafa hlotið dauðadóm. Fjöldi ríkja þar sem dæmi eru um skráð tilfelli pyntinga og illa og niðurlægjandi meðferð. Fjöldi fólks í haldi í Guantanamo fangabúðunum án ákæru. Fjöldi ísraelskra eftirlits- stöðva sem hindra eða takmarka frjálsa för Pale- stínumanna á Vesturbakkanum. Ríki sem hafa svokallaða samviskufanga í haldi. Ríki sem hafa takmarkað tjáningarfrelsi þegna sinna. Konur sem voru drepnar af eiginmönnum sínum í Egyptalandi fyrri hluta árs 2007. Fólk sem hefur verið tekið til fanga án dómsúrskurðar af alþjóðaherliðinu í Írak. 600 til viðbótar eru í Afganistan. Ríki með ósanngjörn réttarhöld. Ríki sem hafa lög þar sem konum er sérstaklega mismunað. Ríki sem hafa lög þar sem flóttafólki er sérstaklega mismunað. Ríki sem hafa lög þar sem minnihluta- hópum er mismunað. MANNRÉTTINDABROT Í HEIMINUM Mannréttindi fótum troðin  Amnesty International skorar á leiðtoga að biðjast afsökunar og snúa blaðinu við  Pyntingar viðgangast í 81 ríki heims ➤ Ársskýrsla Amnesty byggir áupplýsingum frá 150 ríkjum. ➤ Tölur Amnesty sýna að um800 einstaklingum hefur ver- ið haldið í Guantanamo- búðunum frá ársbyrjun 2002. ➤ Um 40 verkalýðsfrömuðirvoru myrtir í Kólumbíu í fyrra og 22 fyrstu fjóra mánuði þessa árs. SKÝRSLA AMNESTY Dómstóll í Frakklandi dæmdi í gær hinn 66 ára gamla Michel Fo- urniret í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sjö ungar stúlkur og kon- ur. Fourniret viðurkenndi að hafa rænt, nauðgað og myrt stúlk- urnar sjö á árunum 1987 til 2001. Dómsmálið er eitt umfangsmesta dómsmálið gegn raðmorðingja í Frakklandi um árabil. Flest fórn- arlömbin voru myrt í Ardennes- héraði í Frakklandi og í Belgíu. Eiginkona Fournirets, Monique Olivier, var einnig dæmd í lífstíð- arfangelsi fyrir aðild sína að morðunum, en hún á að hafa lokkað stúlkurnar, sem voru á aldrinum tólf til 22 ára, upp í bíl Fournirets. aí Raðmorðingi fær lífstíðardóm Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur krafist afsagnar for- sætisráðherrans Ehuds Olmerts eða að hann víki tímabundið úr starfi vegna alvarlegra ásakana um spill- ingu. Barak sagðist í gær ætla að slíta stjórnarsamstarfi Verkamanna- flokksins og Kadima-flokks Olmerts og vinna að því að boðað verði til kosninga, ákveði Olmert að víkja ekki til hliðar. „Forsætisráðherrann verður að hverfa frá daglegri stjórn ríkisstjórnarinnar.“ Olmert hefur verið sakaður um að hafa þegið allt að 37 milljónir króna í mútur eða ólöglega styrki á meðan hann gegndi embætti borg- arstjóra Jerúsalem. Olmert neitar sjálfur sök í málinu og vill meina að umræddar greiðslur hafi verið fullkomlega lög- legar. Hann hefur áður látið hafa eftir sér að hann muni ekki segja af sér nema hann verði ákærður. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Morris Talansky bar vitni á þriðju- daginn þar sem hann sagðist hafa afhent Olmert 150.000 Bandaríkja- dali til kosningabarátta hans, á fimmtán ára tímabili. Talansky sagðist oft hafa afhent Olmert pen- inga í umslagi, en ekki vitað hvernig þeim hafi verið ráðstafað. „Ég veit bara að hann dáði dýra vindla, penna og úr.“ atlii@24stundir.is Í hremmingum Olmert er sakaður um mútuþægni. Leiðtogi Ísraela vændur um spillingu Barak fer fram á afsögn Olmerts Samkomulag hefur náðst um að Munch-safnið og Stener- sen-safnið flytjist í nýtt hús- næði nærri Bjørvika-höfninni, skammt frá aðallestarstöð- inni. Byggingin verður við hliðina á Óperuhúsinu, en Deichmanske-bókasafnið mun jafnframt flytjast í nýtt húsnæði nærri nýja Munch- safninu. „Þetta verður menningarþorp með besta bókasafn í heimi við hliðina á bestu óperu í heimi og með hið glæsilega Munch-safn í næsta ná- grenni,“ segir Erling Lae, for- maður borgarráðs. Gert er ráð fyrir að Munch-safnið verði opnað á nýjum stað 2010 eða 2011. aí Stokkað upp í Ósló Munch-safnið flutt til Bjørvika

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.