24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Tvö börn hafa verið tekin til meðferðar við farsímafíkn á Spáni. Undanfarna þrjá mán- uði hafa börnin, sem eru tólf og þrettán ára, þurft að venja sig af því að vera stöðugt í símanum. „Þau sýndu bæði andfélagslega hegðun og gekk sífellt verr í skóla,“ segir Maite Utges, læknirinn sem stýrir meðferð barnanna. aij Spænskir símafíklar Tólf og þrettán ára í meðferð STUTT ● Kveðja Kosovo Ban Ki-Moon hefur kynnt áform um brott- hvarf friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna frá Kosovo. Stjórnarskrá ríkisins, sem lýsti sjálfstæði í febrúar síðast- liðnum, tekur gildi á morgun. ● Meira gas Undanfarið hefur forskot Kína í útblæstri koltví- sýrings aukist. Losun Kína sigldi fram úr Bandaríkjunum árið 2006 og er nú 14% meiri en í Bandaríkjunum. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, telur að reisa þurfi um 1000 ný kjarnorkuver á næstu ár- um til að binda enda á „olíufíkn“ heimsins. Hvetur hann til þess að Bretar skipi sér í forystusveit þeirra sem þróa og reisa nýja kynslóð kjarnakljúfa. Segir Brown ríkisstjórn sína stefna að því að stórauka hlut end- urnýjanlegra orkugjafa, en ekki verði litið framhjá nauðsyn kjarn- orkunnar til að mæta aukinni orkuþörf. Hærra olíuverð vendipunktur Brown segir að mikil hækkun ol- íuverðs hafi mikil áhrif til að gera kjarnorkuna að vænlegri kosti. Annars vegar væri hægt að tryggja orkuöryggi með kjarnorku. Breytt- ur olíumarkaður hefði leitt í ljós hættuna sem felst í því að stóla of mikið á olíu sem orkugjafa. Hins vegar þýddi hærra olíuverð að arðsemi kjarnakljúfa ykist. „Samkvæmt nýjustu áætlunum um aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum og til að mæta orkuþörf næstu 40 ára þyrfti heimurinn allt að 1000 ný kjarnorkuver, með öll- um þeim öryggisafleiðingum sem þeim fylgja,“ sagði Brown á fundi í Downingstræti, þar sem hann gagnrýndi jafnframt þá sem leggj- ast gegn slíkum áformum. „Ég veit að þeir eru til sem mót- mæla öllum hugmyndum um kjarnorku. Þeir verða að átta sig á því að ef þeir fengju sínu fram- gengt myndi það leiða til orku- kreppu sem hefði í för með sér minna öryggi, aukinn óstöðug- leika, örari loftslagsbreytingar og meiri fátækt.“ Auk þess að fjölga kjarnorkuver- um segir Brown ríkisstjórnina líta til ýmissa endurnýjanlegra orku- gjafa. Aðgerðaáætlun þar að lút- andi verður kynnt í lok júní, en þar er gert ráð fyrir 700% aukningu á framleiðslu rafmagns með því að beisla orku vinds, sjávar og sólar. En hvað með úrganginn? Bresk stjórnvöld hafa undanfar- ið reynt að finna varanlega lausn til að farga geislavirkum úrgangi sem verður til í kjarnorkuverum lands- ins. Hafa þau legið undir ámæli fyrir að bera fé á sveitarstjórnir, með loforðum um tugmilljarða opinbera fjárfestingu. Hvað sem því líður, myndi slík aðstaða ekki rísa fyrr en eftir fjölda ára. „Með því að byggja nýja kynslóð kjarnakljúfa yrði til meiri úrgangur sem er enn hættulegri en sá sem myndast í dag. Við þurfum lang- tímaáætlun til að takast á við nú- verandi úrgang – ekki áætlun til að bæta við hann.“ Kapp um kjarnorku  Gordon Brown segir heiminn þurfa að reisa 1000 nýja kjarnakljúfa á næstu árum Vill kjarnorku Gordon Brown segir aðgerða þörf til að tryggja raf- orku til framtíðar. ➤ Á starfstíma þeirra 19 kjarn-orkuvera sem eru starfandi á Bretlandi falla til um 240.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi. ➤ Nú eru starfrækt 439 kjarn-orkuver í heiminum. ➤ 36 til viðbótar eru í smíðumog 311 á teikniborðinu. GEISLARUSL Niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslu á Írlandi þýða að Lissa- bonsáttmáli Evrópusambandsins nær ekki fram að ganga. Kosninga- þátttaka var um 50% og höfnuðu um 53,4% kjósenda Lissabonsátt- málanum. Samþykki allra 27 ESB- ríkja þurfti til að sáttmálinn yrði að veruleika. Írland var eina ríkið sem bar hann undir þjóðaratkvæði. Micheál Martin utanríkisráð- herra kenndi of lítilli umræðu um úrslitin. „Fólkið út á götu sagðist ekki vita nóg um þennan sátt- mála,“ segir Martin. Andstæðingar ESB segja úrslitin til marks um vantraust Íra á stjórn- málamönnum. „Fólki þótti skorta sannfærandi rök og fannst það þvingað til stuðnings,“ segir Rich- ard Boyd Barrett, forstöðumaður People Before Profit. aij Umbótum á Evrópusambandinu hleypt upp Írar hafna sáttmála Barack Obama nýtur stuðnings meirihluta fólks í 20 af 24 ríkjum þar sem afstaða til frambjóðenda í bandarísku forsetakosning- unum var könnuð. Könnunin var framkvæmd af Pew Global Attitudes Project og náði til um 47.000 manns í 24 löndum. Taldi meirihluti að- spurðra í flestum ríkjum að utanrík- isstefna Obama myndi koma sér betur fyrir heim- inn. Í könnuninni kom jafnframt í ljós að viðhorf heimsbyggð- arinnar til Bandaríkjanna væri að breytast. Undanfarin ár hefur Pew mælt mikla andúð í garð Bandaríkjanna, en eitthvað virð- ist farið að draga úr henni. aij Alþjóðleg skoðanakönnun Heimurinn kysi Barack Obama Bretar eru í nýrri skýrslu mann- réttindanefndar SÞ hvattir til að íhuga að halda þjóðaratkvæði um stjórnarskrá landsins. Til þessa var hvatt að frumkvæði fulltrúa Srí Lanka, sem sagðist helst vilja sjá Breta festa lýðveldi í sessi í stjórnarskránni – og þar með leggja niður konungsveldið. Heimildarmenn innan hirðar drottningar segja af og frá að vilji sé hjá þjóðinni til að leggja emb- ættið niður. aij Tilmæli til Breta Kjósi um fram- tíð drottningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.