24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir „Ég vissi allan tímann að ég var kannski ekki besti knattspyrnu- maður í heimi, langt því frá. En ég tel að ég hafi notað þá hæfileika sem ég hef mjög vel og þess vegna náð þeim árangri sem ég hef náð,“ segir Helgi Sigurðsson, atvinnu- maður í knattspyrnu til fjölda ára og besti leikmaður Landsbanka- deildarinnar í fyrra. „Fótboltinn hefur og mun alltaf skipa stóran sess í lífi mínu. Ég er mjög ánægð- ur með þennan starfsferil og tel að það séu forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem mér finnst hvað skemmtilegast,“ bætir hann við. Blaðamaður situr með Helga í Valsheimilinu á Hlíðarenda, með leik Þjóðverja og Króata á Evrópu- mótinu í forgrunni. „Út frá byrj- uninni á mótinu að dæma held ég að Hollendingarnir séu líklegastir til að fara alla leið,“ segir Helgi, sem kippir sér þó lítið upp við leik- inn og veitir blaðamanni óskipta athygli. Sjálfur heldur hann með Grikkjum á mótinu, af skiljanleg- um ástæðum kannski. Verður tómlegt án fótboltans „Ég á ekki mörg ár eftir í bolt- anum. Ég myndi halda að það væri allavega þetta og næsta tímabil. Eftir það sé ég til. Ég vil ekki hætta of snemma því þá á ég líklega eftir að sakna þess að spila. Fótboltinn hefur gefið mér mikið, enda hef ég verið í þessu nánast daglega frá því að ég var fimm ára. Það verður örugglega hálftómlegt að leggja skóna á hilluna þannig að maður reynir að hanga eins lengi og mað- ur getur, svo framarlega sem mað- ur getur eitthvað í þessu og sleppur við meiðsli,“ segir Helgi. Árið 2006 sneri hann heim úr at- vinnumennskunni, eftir 12 ára dvöl. Hann er 33 ára og er búinn að koma sér vel fyrir í Grafarholtinu með eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Auk þess að skora mörk fyrir Íslandsmeistara Vals starfar Helgi í þjónustuveri Landsbankans í hálfu starfi og þá var hann að ljúka sínu fyrsta ári í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar ég var í atvinnumennsk- unni hugsaði ég að ég myndi senni- lega aldrei nenna að fara í skóla, enda var það mín versta martröð að þurfa að læra undir próf. En ég áttaði mig á því að til þess að kom- ast eitthvað áfram í atvinnulífinu þyrfti ég að hafa góða menntun og ákvað því að drífa mig í nám. Ég sé alls ekki eftir því og mér líkar vel í HR,“ segir Helgi, sem hefur áhuga á að starfa í viðskiptalífinu eftir að takkaskórnir fara upp á hillu. Fjölin fundin í Noregi Helgi hélt utan árið 1994 og varði fyrstu þremur árunum í Þýskalandi þar sem hann lærði tökin í bransanum. Árið 1997 gekk hann til liðs við Stabæk í Noregi og var fljótur að finna fjölina. Helgi skoraði 26 mörk í 52 deildarleikj- um og er af mörgum stuðnings- mönnum liðsins talinn einn af þeim bestu sem þar hafa leikið. Í kjölfarið kom óvæntur áhugi á starfskröftum hans úr suðri. „Mér hafði gengið allt í haginn tímabilið 1998 og var alltaf að væla í umboðsmanninum mínum hvort heims, en hann á mikið af eignum og er stórt nafn í Grikklandi. Þegar hann keyrði um stöðvaði lögreglan umferðina svo að hann kæmist leiðar sinnar. Hann kom oft á þyrlu inn á æfingasvæðið og tók í hend- urnar á okkur leikmönnunum. Þetta var eins og í bíómynd. Þegar ég fór sagði hann við mig að ég gæti alltaf haft samband ef eitthvað bjátaði á,“ segir Helgi. Hann segir tímann með Pa- nathinaikos tvímælalaust hafa ver- ið hápunkt ferilsins. „Ég átti aldrei von á því að fá að spila í Meist- aradeildinni eða með svona stóru liði. Að vakna alltaf upp við sólina þar sem nánast undantekningar- laust var gott veður, geta verið með fjölskyldunni á ströndinni og æft á kvöldin. Þetta var frábært líf,“ segir Helgi. „Stærstu mistök mín á ferlinum voru kannski að klára ekki síðasta árið með þeim. Þó að ég sjái ekki eftir mörgu er það kannski það sem ég sé mest eftir. En á þeim tíma var ég ungur og vildi spila meira en ég sá fram á að ég myndi gera í Grikklandi.“ Leiðin lá því til Lyn í Noregi og eftir tvö ár í þeirra röð- um hélt hann til danska liðsins AGF. Erfiður skilnaður við Fram Þegar Helgi flutti heim var hann að ljúka samningi sínum við AGF. „Ég var kominn með nettan leiða þarna úti og langaði að fara að flytja heim. Konan mín var búin með námið sitt og auk þess vildum við fara að koma eldri stelpunni í skóla hér heima, enda verður erf- iðara að koma krökkunum heim eftir því sem þau eldast. Við ákváðum því að skella okkur heim. Auðvitað voru það mikil viðbrigði og þegar það er hvað mest að gera hérna heima hugsar maður stund- um um hvað það var gott líf að vera úti í atvinnumennskunni. En þetta er bara nýr hluti af lífinu og það hefur gengið vel að aðlagast honum,“ segir Helgi. Það vakti athygli að þegar hann kom heim ákvað hann að ganga til liðs við Fram, sem þá lék í fyrstu deildinni. Enn meiri athygli vakti viðskilnaður hans við Safamýrar- liðið. Eftir að hafa átt stóran þátt í að koma þeim upp í efstu deild vildi Helgi burt á meðan forsvars- menn Fram vildu halda honum. Sló í brýnu þeirra á milli. „Ég vildi fara vegna þess að mig langaði til þess að reyna að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en ég hætti. Þetta varð miklu harðara en ég átti von á og mjög erfiður kafli,“ segir Helgi, sem var ekki sáttur við framgöngu félagsins. „Ég skil þá alveg að mörgu leyti. Þeir reyndu allt til þess að halda í mig og ég kunni að meta það. En mér fannst ég eiga það skilið, eftir að hafa staðið mig fyrir þá, að fá að fara fyrst vilji minn stóð til þess, án þess að það yrðu of mikil leiðindi,“ segir Helgi, sem hefur þó grafið stríðsöxina. „Það sem mestu máli skiptir er að þetta er gleymt og grafið í dag. Samband mitt við Fram er allt í lagi. Ég á marga góða félaga þar og það eru engin vanda- mál okkar á milli í dag.“ Helgi gekk til liðs við Val og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tíma- bili á Hlíðarenda. „Ég held að ég hafi tekið hárrétta ákvörðun. Ég fór í frábært lið og mér gekk mjög vel sjálfum. Ég myndi því segja að tímabilið í fyrra hafi verið eitt af mínum albestu á ferlinum.“ Ómetanleg lífsreynsla Frá því að Helgi lagði land undir fót hefur hann leikið í Þýskalandi, Noregi, Grikklandi og Danmörku Hann kann því sitthvað fyrir sér í tungumálum. „Ég tala öll tungu- málin nema grískuna. Dönskuna og norskuna alveg hikstalaust og ég get talað við Þjóðverja þegar ég hitti þá, þó að maður segi kannski einhver orð vitlaust. Maður er betri í þýskunni eftir tvo bjóra,“ grínast hann. Helgi uppskar þó meira en tungumálakunnáttu. „Ég hef haft það ágætt í gegnum ferilinn og allt- af reynt að vera skynsamur í fjár- málum. Það sem stendur samt að sjálfsögðu upp úr er hversu mikill skóli þetta hefur verið. Að fara út svona ungur úr öruggu umhverfi foreldra sinna, með tvær ferðatösk- ur sem innihéldu ekkert annað en föt,“ segir Helgi, sem horfir sáttur um öxl. „Mér finnst mér á heildina litið hafa gengið mjög vel og þegar ég lít til baka held ég að ég geti verið stoltur af ferlinum,“ segir hann. Lái honum hver sem vill. Helgi Sigurðsson horfir sáttur um öxl a Það sem mestu máli skiptir er að þetta er gleymt og grafið í dag. Samband mitt við Fram er allt í lagi. VIÐTAL Björn Bragi Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Nýtti þá hæfileika sem ég hef a Eftir það voru myndir af mér á forsíðum og ég nánast beðinn um að yfirgefa Grikkland það væru ekki einhver stærri lið að fylgjast með mér, en það virtist aldrei vera neitt í gangi. Svo hringir hann einn daginn og segir mér að Panathinaikos frá Grikklandi sé komið í viðræður við Stabæk um að fá mig. Ég var mjög spenntur fyrir því, þótt ég vissi lítið um liðið. Bæði vegna þess að þetta er stórt lið með mikla sögu og eins vegna þess að ég hef alltaf haft áhuga á því að fara ótroðnar slóðir og kynnast nýjum löndum og menningu,“ seg- ir Helgi, en kveðst ekki hafa órað fyrir því hvílíkt ævintýri dvölin hans þar ætti eftir að verða. Guðir og skúrkar í Grikklandi Helgi var fljótur að stimpla sig inn hjá Panathinaikos, en hann átti draumainnkomu í sínum fyrsta leik. Kom inn á þegar stundarfjórð- ungur var eftir af bikarleik á útivelli og skoraði tvö mörk. „Þegar ég skoraði fyrra markið þustu stuðn- ingsmenn okkar inn á völlinn. Ég hélt að þetta væru aðdáendur hins liðsins og varð svo hræddur að ég hljóp beint inn í búningsklefa, því ég hélt að þeir ætluðu í mig,“ segir Helgi. Eftir leikinn var liðsrútan grýtt af reiðum stuðningsmönnum mót- herjans. „Við lágum á gólfinu á rútunni og ég man að ég hugsaði: „Hvert er ég eiginlega kominn?“ En komst fljótt að því að þetta var bara daglegt brauð í Grikklandi. Fót- boltinn er trúarbrögð hjá Grikkj- um og þegar vel gengur er maður besti knattspyrnumaður í heimi, en þegar illa gengur er þessu þver- öfugt farið,“ segir Helgi, sem átti ekki alltaf sjö dagana sæla. „Ég man sérstaklega eftir því þegar við spiluðum við Deportivo í Evrópukeppninni. Við höfðum tapað útileiknum 4-2 og vorum 1-0 yfir á heimavelli. Þurftum því að- eins eitt mark til þess að komast áfram. Það voru 20 mínútur eftir þegar ég kom inn á. Við fengum hornspyrnu og úr henni fékk ég dauðafæri, en fékk boltann í legg- inn og skaut yfir fyrir opnu marki. Eftir það voru myndir af mér á for- síðum og ég nánast beðinn um að yfirgefa Grikkland,“ segir Helgi og hlær. „Maður lét ekki sjá sig mikið úti næstu tvo þrjá daga eftir það.“ Eins og í bíómynd Helgi segir lífið í Grikklandi hafa verið draumi líkast og að fjölskyld- unni hafi liðið afar vel þar. Hann á ófáar skemmtilegar sögur frá tíma sínum með Panathinaikos, en einn af eftirminnilegri karakterunum þar var eigandi félagsins. „Þetta er einn af ríkari mönnum 24stundir/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.