24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 52

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Nafn: Sverrir Þór Sverrisson Starf: Leikari Fæðingardagur: 5. ágúst 1977 Maki: Íris Ösp Bergþórsdóttir Börn: Þórdís Katla og Bergþór Ingi Hvaða síður birtast þegar nafnið þitt er „gúglað“ á netinu? Sveppi gúglaður Netið hýsir ótrúlegustu upplýsingar um fólk. Leik- arinn Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, leyfði 24 stund- um góðfúslega að hnýsast í líf sitt á leitarsíðunni go- ogle.com. http://stjornuspeki.is/ show.pl?id=CEL&cid=1073Sverrir Þór Sverrisson „Sveppi sjónvarpsmaður“ 5/8/1977 Grunneðli og lífsorka: Einlægur, hlýr, fastur fyrir og ráðríkur … Umbreyting: Tilheyrir kynslóð sem stendur fyrir breytingum á venjum og siðum í hjónabandi og nánum samskiptum. (Plútó í Vog) KOMMENT: Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur fékk mig í út- varpsviðtal og hafði þá gert stjörnukort fyrir mig. Ég trúi lítið á stjörnuspeki og hef voða lítið beitt mér fyrir breytingum á venjum og siðum í hjónabandi. Sumt þarna meikaði alveg sens. Einlægur, hlýr og svo framvegis. Ráðríkt ljón Stjörnukortið upplýsandi http://www.fotbolti.net/full- Story.php?id=18637 Viðtal við strákana í 70 mínútum um fótbolta: Sveppi, nú ert þú góðvinur Eiðs, var hann góður á sínum yngri árum eða varst þú betri? Við vorum svona svip- aðir. Það var ótrúlega stutt á milli. Við vorum svipaðir í vexti og svipaðir leikmenn inni á vellinum en hann var alltaf með aðeins meiri metnað. KOMMENT: „Við Eiður vorum að æfa með Í.R. í gamla daga. Hann sigldi fram úr mér þegar ég fór í handboltann þrettán ára. Ég verð nú eiginlega að taka þetta til baka með að við höfum verið svipaðir í vexti og á vellinum … Viðtal um fótbolta Góðvinur Eiðs Smára http://alvaran.com/forum/ lofiversion/index.php/t69.html Hér og nú birti myndir í heimild- arleysi Tímaritið Hér og nú birti myndir af Strákunum á Stöð 2 og Eiði Smára Guðjohnsen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna. Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnu- brögð blaðsins standist lög. KOMMENT: Þetta var leiðindamál, þannig séð, en við gerðum ekkert meira í þessu. Það hefði bara verið vesen sem við nenntum ekki að standa í. Óheimil myndbirting Gerðum ekkert í þessu http://www.unicef.is/vinir Vinir UNICEF Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), skemmtikraftur og leikari, fór og heimsótti heilsugæsluverkefni UNI- CEF í Gíneu-Bissá vegna dags rauða nefsins árið 2006. Hann var sömu- leiðis kynnir í sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 1. desember. KOMMENT: Ég var í Gíneu-Bissá í tíu daga. Þarna er mikið um að ungir krakkar deyi úr malaríusmiti. Við vorum að opna augu fólks fyrir því að það þyrfti bara fræðslu og fjármagn til að koma í veg fyrir það. Það er hægt að bjarga mannslífum fyrir þúsundkall. Ég tók viðtöl við fólk sem hafði misst börn úr malaríu og malaríusjúkt fólk á spítölum. Þetta tók svolítið á mig. Maður gleymir því stundum hvað maður hefur það gott hérna á Íslandi. Fór til Gíneu-Bissár Sveppi er vinur Unicef HVAÐ SEGIR ÍSLENDINGABÓK? Vegir netsins eru órannsakanlegir. Með lítilli fyrirhöfn má rekja ættir Sveppa í Íslendingabók og þannig fékkst þetta ófullkomna ættartré. Sverrir Þór Sverrisson 1977 Sverrir Friðþjófsson 1950 Elísabet Ingvarsdóttir 1951 Friðþjófur Björnsson 1920-2001 Ingvar Nikulás Pálsson 1922-2003 Steinunn Herdís Hendriksdóttir Berndsen 1925-2002 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Sumt þarna meikaði alveg sens. Einlægur, hlýr og svo framvegis. gúglið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.