24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
mann,“ tekur hún fram og brosir.
Sjálf á hún tvær hálfsystur, Ernu
Guðrúnu, sem er tíu árum eldri, og
Jarúnu Júlíu, tuttugu árum yngri.
Hvernig er að vera orðin stóra-
systir?
„Ó, það er æði!“ segir hún him-
inlifandi. „Hún er svo mikil rófa.
Þetta er það skemmtilegasta, að
eignast lítið systkini.“
Í framtíðinni sér hún fyrir sér að
gera aðra plötu. Kannski þá þriðju.
Fara svo í læknisfræðina. „Það nám
tekur tíu ár. Ég ætla að verða hefð-
bundinn læknir, sérhæfður í óhefð-
bundnum lækningum.“
Af hverju langar þig í óhefð-
bundnar lækningar?
„„Back to the basics“. Allar að-
ferðirnar sem voru notaðar fyrir
þúsundum ára virkuðu. Mig langar
til að stúdera tíðnilækningar – held
að framtíðin liggi þar. Þá er unnið
með orkusvið líkamans og tíðni
hans stillt og jöfnuð út. Allt hefur
sitt tíðnisvið. Allar frumeindir í lík-
amanum líka. Mig langar til Kína
og Indlands að skoða jurtalækn-
ingar þar – og búa svo til mínar
lækningaaðferðir.“
Hún horfir dreymin út í loftið.
„Þannig að það er ýmislegt fram-
undan. Svo hitti ég kannski ein-
hvern tónlistarpartner og langar að
vera alltaf í tónlist.“
Þú ferð alla vega ekki að gerast
bóndakona í sveit?
„Af hverju ekki? Ég myndi alveg
fíla það. Eiga yndislegan eigin-
mann, fullt af barnabörnum, hesta,
hunda, kisur, geitur og einn apa.
Kannski þegar ég er orðin svona
sjötug. Já, já, það er allt opið bara!“
Semur eigin tónlist og
texta „Diskurinn er mjög
persónulegur. Ég lagði
allt mitt í textana.“
a
Ég var mjög
heppin með að
foreldrar mínir
skildu í góðu, héldu
áfram að vera vinir og
eru það enn í dag. Það
eru átta ár síðan og þau
tala saman oft í viku.
því að vera til. Nema á veturna.
Janúar, febrúar og mars eru erfiðir
mánuðir.“
Hvað myndirðu segja að hafi
þroskað þig mest?
„Erfiðu kaflarnir hafa mótað
mig mest. Eins og að ferðast ein til
framandi landa, sextán ára gömul.
Námskeið hafa líka þroskað mig.
Þegar ég var í söngnáminu hér
heima var mér hælt mjög mikið,
þótt ég hafi ekki alltaf verið sam-
mála því. Svo fór ég á klassískt
söngnámskeið erlendis þar sem ég
var gjörsamlega brotin niður. Eftir
fyrsta daginn hugsaði ég: Ókei, ég
get sem sagt bara sleppt þessu og
farið beint í læknisfræðina! Svo
lærði ég mikið af því að fara í sveit í
þrjú sumur sem krakki. Ég dvaldi
hjá mjög góðu fólki. Hún kenndi
mér alls kyns heimilisstörf, eins og
að brjóta saman föt. Hann kenndi
mér að mjólka kýr og uppeldisleg
atriði eins og að það væri ekki
spurning um að nenna, heldur að
gera. Þegar ég eignast börn sendi ég
þau örugglega í sveit. Ég elska að
vera úti í náttúrunni.“
Dísa var tólf ára þegar mamma
hennar og pabbi skildu. „Ég var
mjög heppin með að foreldrar
mínir skildu í góðu, héldu áfram
að vera vinir og eru það enn í dag.
Það eru átta ár síðan og þau tala
ennþá saman oft í viku. Eftir á rann
upp fyrir mér að það hefði verið
þess vegna sem við fluttum heim.
Þetta var allt í lagi. Nema á stórhá-
tíðum, eins og um jól og páska. Ég
held það sé þannig með öll skiln-
aðarbörn. Þá hélt ég mig til hlés og
skipti mér ekki af þessu. Lét þau
um að ráða því hjá hvoru þeirra ég
yrði. Annars hefði ég þurft að gera
upp á milli þeirra og það hefði ver-
ið leiðinlegt. Ég var ekkert að vor-
kenna sjálfri mér. Það er miklu óal-
gengara nú til dags að fólk endist
saman í tuttugu ár. Það hafa orðið
svo hraðar samfélagslegar breyt-
ingar. Stöður og viðhorf fólks til
lífsins eru sífellt að breytast. Allt
gerist miklu hraðar. Karlar og kon-
ur hafa ekki lengur ákveðin hlut-
verk. Fólk breytir til og auðvitað er
þá sjaldgæfara að þetta gangi,
svona til lengdar. Svona er 21. öld-
in. Þannig að ég veit ekki hvort ég
ætla að gifta mig,“ segir Dísa og
hlær. Svo bætir hún við: „En ég
ætla alla vega að eignast börn.“
Hvað mörg?
Hún réttir upp þrjá fingur.
„Fyrst þarf maður víst að eignast
„Það er mjög þægilegt að búa hér
heima. Eins og að búa í litlu þorpi.
En ef mig vantar spark í rassinn, ef
ég er orðin of róleg og ánægð með
það sem ég er að gera, þá dríf ég
mig út og fer á gráa svæðið þar sem
ekkert er nógu gott miðað við
hina.“
Hvað kallarðu gráa svæðið?
„Nú var ég t.d. að koma úr laga-
smíðavinnubúðum í Danmörku,
þar sem við bjuggum, tólf manns, í
kastala rétt hjá Vejle og sömdum
saman í nokkra daga. Þarna sá ég
fólk semja „killer“-lög á klukku-
tíma, á meðan það tekur mig allt
frá einum degi upp í tvær vikur að
semja lögin mín, stundum lengri
tíma. Þá sá ég hvað ég á langt í land
með allt saman. En maður má
heldur ekki efast um sjálfan sig.“
Var þér ýtt út í tónlist í æsku?
„Ég lærði á píanó en ætlaði aldr-
ei að leggja tónlistina fyrir mig. Ég
ætlaði að verða læknir og ætla enn.
Ég veit bara ekki hvenær ég fer í
það nám. Tek eitt í einu! Mamma
og pabbi virtu mínar óskir með
þetta. Ég held þau hafi skilið mjög
vel að mig langaði ekkert í tónlist.
Þegar ég var fimmtán ára fór ég í
klassískt söngnám í Söngskólanum
í Reykjavík og lærði þar í þrjú ár.
Mig langaði líka alltaf til að semja
en hélt að ég gæti það ekki. Ég ef-
aðist um allt sem ég gerði í tónlist
þangað til í fyrra. Skrifaði alltaf
eitthvað í textabækurnar mínar en
þótti það allt ömurlegt.“
Viðkvæmur krabbi
Dísa er fædd í krabbamerkinu
og segist vera svolítið viðkvæmur
persónuleiki. „Ég tek margt inn á
mig. Það er stundum kostur og
stundum galli. Ég er oftast jákvæð.
Stundum get ég setið ein í marga
klukkutíma og þá er ekkert hægt að
tala við mig. En svo dett ég út úr
því á augabragði og fæ þá strax
þörf fyrir að hitta fólk. Þá er ég bú-
in með einveruna. Eitt af því
skemmtilegasta sem ég geri er að fá
hláturskast. Ég hef bara gaman af
langar að koma mér inn í þetta hér,
sjá hvernig þetta gengur fyrir sig.
Tékka svo kannski á Skandinavíu.
Ég varð svolítið skotin í Köben um
daginn. Út af veðrinu, fólkinu og
öllum tónleikunum. Svolítið
myndarlegt fólk þarna líka.“
Sætir strákar?
„Einmitt.“
Hvernig strákum hrífst þú af?
„Ég held að það sé engin ein týpa
fyrir minn smekk. Og þó. En þetta
er skrýtið. Maður er búinn að búa
til einhvern draumaprins í höfðinu
á sér. Stundum hittir maður ein-
hvern sem ætti að vera fullkominn
fyrir mann. Stór og karlmannlegur,
með smáskegg, maður sem fer á
fjöll, er rómantískur, fyndinn og
duglegur … en svo er kannski ekk-
ert kemestrí! Og maður reynir og
reynir að vera skotinn í honum. En
hittir svo einhvern sem til dæmis er
með allt niður um sig, segir öm-
urlega brandara og ekkert er eins
og það á að vera – en það bara ger-
ist eitthvað sem maður getur ekki
lýst.“
Uppskriftir virka ekki?
„Ég bara þekki það ekki. Jú, það
hlýtur að vera að það gangi upp hjá
mörgum. En það er enginn eins og
er. Ég hitti kannski draumaprins-
inn minn í haust. Kannski um
næstu helgi. Eða á einkamál.is!“
segir hún hlæjandi. „Nei, ég er að
bulla, ég held ég forði mér frá því,“
heldur hún svo áfram. „Maður er
lengi að venjast því að vera á lausu
á ný. Ég hafði aldrei verið í al-
mennilegu sambandi áður. Þetta er
eins og að hafa verið með hækju
sem allt í einu er kippt undan
manni. Það tekur tíma að ná jafn-
vægi á ný. En þetta er mjög þrosk-
andi ferli. Auðvitað er ekkert
skemmtilegt þegar fólk hættir sam-
an, þótt það sé kannski öllum fyrir
bestu og fari fram í góðu. Það er
aldrei gaman. En það þroskar
mann og eflir.“
Gráa svæðið
Hún saknar þess að búa í stór-
borg en fer reglulega út til að anda
að sér stórborgarandrúmsloftinu.
Í fyrra var mikið
um strákamál
hjá mér. Ásta-
mál. Þá var ég skotin. En
nú er eitthvað lítið í
gangi.