24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
Ellý Ármanns heillaðist samstundis af þáttunum Sex and the City og segir þá
fína afþreyingu. Uppáhaldspersónan hennar er Carrie Bradshaw. „Hún er
svo mikið krútt,“ segir hún. Spurð hvort hún telji þættina hafa breytt við-
horfum í garð einhleypra kvenna segir hún: „Ég held að viðhorf einhleypra
kvenna í eigin garð hafi breyst. Þær leyfa sér í meira mæli að sleppa fram af
sér beislinu þó ekki sé nema bara til að finna hvernig það er. Ég er heldur
ekki svo viss um að þættirnir hafi breytt umræðunni um kynferðismál. Mín
kynslóð er til dæmis mjög opinská og jákvæð þegar kemur að umræðu um
kynferðismál. Hún er ekki óttaslegin gagnvart henni eins og til dæmis amma
og afi sem þögðu nánast allt í hel.“
Þrátt fyrir aðdáun á Sex and the City-þáttunum hefur Ellý ekki gengið svo
langt að halda partí í þeirra anda. „Ætli það sé ekki af því að ég fæ ekkert út
úr því að djúsa eins og stelpurnar í þáttunum og þegar ég hitti vinkonur
mínar förum við saman í langa göngutúra eða hittumst með börnin okkar.
Ósköp notalegt og nærandi,“ segir Ellý, sem er búin að sjá bíómyndina og
finnst hún æðisleg. „Ég missti mig alveg og hágrét þegar Miranda var ein og
yfirgefin á gamlárskvöld. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig mér leið þegar ég
var ein yfir hátíðirnar. Eitthvað sem ég ætla aldrei að upplifa aftur.“
Missti mig og hágrét
Margrét R. Jónasar er einlægur aðdáandi Sex
and the City og segist sjálf líklega eiga mest
sameiginlegt með Carrie. „Hún er fagurkeri
og lendir í svo skemmtilegum uppákomum.
Ég finn oft fyrir mikilli samkennd með þeim
vinkonum og lifi mig inn í ævintýri þeirra,“
segir Margrét. „Sumir gætu talið þær ör-
væntingarfullar konur í leit að maka. En
þegar líður á þættina kemur í ljós hversu
sterkir karakterar þær eru, eins og Samantha
í kvikmyndinni. Ekki myndu allar fimm-
tugar konur skilja við yngri „hunk“. Þætt-
irnir senda líka þau jákvæðu skilaboð að í
dag séu konur orðnar svo sjálfstæðar að það
sé frábært að vera einhleyp kona. Þættirnir
snúast um ást og sterk vinabönd eða eins og
Bette Midler sagði: You gotta have friends.“
Margrét segir flestar konur geta séð sig í
þeim Carrie, Miröndu, Charlotte og Sam-
önthu. „Það er draumóramanneskjan, hug-
sjónakonan, rómantíska konan og svo þessi
kynlífsþyrsta. Þær hafa kennt okkur að líta á
björtu hliðina á lífinu – jafnvel þótt fólk
lendi í ástarsorg eða vandræðalegum uppá-
komum. Svo ég tali nú ekki um hvað þær
hafa átt mikinn þátt í tískustraumum og
vakið áhuga á merkjavöru.“
Margrét R. Jónasar Eig-
andi Make Up Store.
Ást og sterk
vinabönd
Hugrún Árnadóttir telur Sex and the City-
þættina hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið
og konur um allan heim. „Þar fengu konur
þau skilaboð að það væri í lagi að hafa
ástríðu fyrir skóm og vera meðvitaðar um
tísku. Þetta var dálítið svona „hey, ég má“.
Við megum pæja okkur upp, gera okkur
sætar og fínar, vera sexí og einblína á kynlíf.
Það skiptir máli. En á sama tíma getum við
líka verið á framabraut,“ segir hún og segist
jafnframt hafa orðið vör við að karlmönnum
finnist þættirnir gera lítið úr konum. „Því er
ég ekki sammála. Þættirnir gerðu mikið fyrir
konur.“
Líklega hafa fáir fengið jafngóða auglýsingu í
gegnum sjónvarp og skóframleiðandinn Ma-
nolo Blahnik í Sex and the City-þáttunum.
Hugrún er reyndar lítið hrifin af þeim skó-
fatnaði en þeim mun ánægðari með boð-
skapinn. „Konur hafa ástríðu fyrir skóm og
þarna var það viðurkennt. Áður voru konur
kannski að fela skóna sem þær höfðu keypt
fyrir manninum sínum. Þættirnir breyttu
því hugarfari. Það er í lagi að kaupa sér skó
sem kosta smá pening.“
Hugrún Árnadóttir Eigandi
Kron og Kron Kron.
Hey, ég má!
Engin þáttaröð kemst í hálfkvisti við Sex and
the City í huga Ástu Andrésdóttur, ritstjóra
Nýs Lífs. „Þættirnir eru einstaklega vel skrif-
aðir, fullir af húmor og orðaleikjum sem un-
un er á að hlýða.“
Að hennar mati reyndust þeir þarft og hress-
andi innlegg í kynjaumræðuna. „Öll tabú
fuku út um gluggann og opinská umræða
kviknaði um viðkvæm mál. Hér gaf að líta
fjórar vinkonur, sem voru sjálfum sér nógar.
Auðvitað skiptust á skin og skúrir og ásta-
mál þeirra voru oft grátbrosleg. Hver vill til
dæmis láta segja sér upp með „post-it“? En
konur um allan heim gátu samsamað sig
þessu, sáu að það var í fínu lagi að vera ein-
hleyp eða eyða leigupeningunum í Manolo
Blahnik-skó. Klæðaburður Carrie Bradshaw
veitir mér mikinn innblástur. Flíkur og fylgi-
hlutir þurfa ekki að vera í stíl. Svo er gaman
hvernig hún blandar notuðu dóti af flóa-
markaðinum við merkjaflíkur og þorir að
klæðast æpandi litum. Carrie er einmitt í
mestu uppáhaldi hjá mér - og þá ekki bara
vegna klæðaburðarins. Við eigum það nefni-
lega sameiginlegt að vinna við skriftir. Nú er
ég líka að undirbúa brúðkaupið mitt, rétt
eins og hún gerir í SATC: The Movie.“
Ásta Andrésdóttir
Ritstjóri Nýs Lífs.
Þarft innlegg í
kynjaumræðuna
Ég myndi klárlega skilgreina samband mitt
við Sex and the City sem sérstakt og afar
skemmtilegt ástarsamband ef svo mætti að
orði komast – ég elska þessa þætti,“ segir Eva
Dögg Sigurgeirsdóttir sem fékk alla þættina
að gjöf síðastliðið haust. „Ég sparaði að
horfa á þá þar til ég var komin í barneign-
arleyfi og átti þá frábær hlátursköst ein með
sjálfri mér á milli brjóstagjafa. Ég held að
flestar konur geti tengt sig við einhvern af
karakterunum í þáttunum. Þættirnir gefa
innsýn í heim einhleypra kvenna í Ameríku
sem er oft aðeins ýktur en agalega skemmti-
legur. Þó svo að heimurinn virðist skemmti-
legur þá snýst þetta samt um að þær eru allar
að leita að hinni einu sönnu ást.
Það sem mér finnst langflottast við þessa
þætti er markaðslegur máttur þeirra. Vá,
þvílík áhrif sem hann hefur haft á fatahönn-
uði, snyrtivörur, skó, hárgreiðslu, hárvörur,
make-up, mat og drykki, svo eitthvað sé
nefnt! Cosmopolitan-kokteillinn hefur aldr-
ei verið eins vinsæll og þegar þessir þættir
voru sýndir. Sem áhugamanneskja um tísku
og markaðsmál eru þessir þættir algjört
augnakonfekt fyrir mig.
Ég held að Carrie og vinkonur hennar
blundi í okkur öllum.“
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
Markaðsstjóri Smáralindar.
Elska þessa þætti
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Þá rifjaðist upp fyrir mér hvernig mér leið
þegar ég var ein yfir hátíðirnar. Nokkuð sem
ég ætla aldrei að upplifa aftur.
Stelpuveisla
í borginni
Flottir skór, bleikir kokteilar, rándýr merkjavara og
hressandi trúnaðarsamtöl. Vonlaus ástarsambönd,
brostnar vonir og vinátta sem aldrei bregst. Hver
þarfnast félagslífs þegar maður hefur Sex and the
City? Fimm konur lýsa áhrifum Carrie, Samönthu,
Charlotte og Miröndu á líf sitt og lundarfar.
Ellý Ármanns
fjölmiðlakona
spjallið