24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 4
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Líknardráp er gott dæmi um mál- efni þar sem stór munur getur ver- ið á hvernig tilteknu dæmi er svar- að og því hvað maður vill gera að almennri reglu,“ segir Salvör Nor- dal, forstöðumaður Siðfræðistofn- unar Háskóla Íslands. Þegar einstök tilfelli eru skoðuð getur oft verið erfitt að sjá siðferði- leg rök gegn því að manneskju sé hjálpað að binda enda á líf sitt, seg- ir Salvör. Viðkomandi geti t.d. ver- ið fær um að taka upplýsta ákvörð- un, viljað ákaflega heitt að bundinn sé endi á líf sitt enda dauðvona og þjáður og geti það mögulega án þess að það hafi áhrif á aðra. „En það er eitt að svara til- teknu dæmi og annað að móta al- mennar reglur fyrir heilbrigðis- þjónustuna.“ Ekki það sama og líknardráp Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, sagði í grein í 24 stundum í vikunni að áður fyrr hafi MND-sjúklingum sem þurftu á öndunarvél að halda staðið til boða að annað hvort þiggja þjón- ustu inni á spítala eða deyja. Flestir hafi valið seinni kostinn, sem hann vill þó ekki kalla líknardráp. Salvör bendir á að þegar um sé að ræða að slökkt sé á öndurnarvél sem leiðir samstundis til þess að sjúklingur deyr, sé orsakasamheng- ið á milli andláts sjúklings og gjörðar læknis ekki ósvipað því þegar sjúklingi er gefin banvæn sprauta. Einnig sé ætlunin í báðum tilfellum sú sama, þ.e. að binda enda á líf sjúklings. Hún segir þó grundvallarmun annars vegar á því að biðja heil- brigðisstarfsfólk um að hætta ein- hverri athöfn og hins vegar því að biðja um inngrip sem mun leiða til dauða sjúklingsins. Áhrif á heilbrigðissamfélagið „Það sem mér finnst vera mik- ilvægast í þessu samhengi eru spurningar um hvaða áhrif það hefur fyrir heilbrigðisþjónustuna að leyfa líknardráp,“ segir Salvör. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk taki virkan þátt í að enda líf sjúklings. Viðhorfskannanir sýni að læknar hér á landi séu almennt á móti líknardrápi, enda sé helgi lífs stór hluti af siðareglum lækna og ef- laust greypt inn í vitund þeirra. Þá geti það að leiða í lög heimild lækna til að binda enda á líf sjúk- lings grafið verulega undan því trausti og sambandi sem þarf að ríkja á milli sjúklings og læknis. Eftirlit með líknardrápum erfitt Reynslan frá Hollandi, þar sem líknardráp var lögfest árið 2002, sýnir að vandasamt getur verið að hafa eftirlit með líknardrápi, segir Salvör. „Það er t.d. erfitt að meta eftir á hvort sjúklingurinn hafi ver- ið hæfur og haft forsendur til að taka ákvörðunina.“ Salvör bendir einnig á að líkn- andi meðferð hafi verið minna þróuð í Hollandi en víða annars staðar, sökum þess að þar hafi verið einblínt á líknardáp. Þá hafi sýnt sig, t.d. í ríkinu Oregon í Banda- ríkjunum þar sem líknardáp eru leyfileg, að eftir því sem líknandi meðferð verður betri og almennari, fækkar þeim sem kjósa líknardráp. „Þetta bendir til að óskir fólks stjórnist af þeim meðferðarkostum sem eru í boði. Mikilvægast er að sjúklingar átti sig á þeim mögu- leikum sem eru fyrir hendi, og hversu mikið líknandi meðferð hefur fleygt fram.“ Líknardráp varasöm regla  Eitt að svara einstökum dæmum, annað að búa til almenna reglu  Ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk taki líf ➤ Líknardráp er leyfilegt í Hol-landi, Belgíu, Lúxemborg, Sviss, sumum fylkjum Ástr- alíu og Oregon-ríki. LÍKNARDRÁP LEYFT Vandasamt Salvör segir reynsluna frá Hollandi, þar sem líknardráp er leyfilegt, sýna að eftirlit með líknardrápi getur verið erfitt. 24stundir/Golli 4 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir „Geðsvið Landspítalans hefur einungis í undantekningartilfellum nýtt sér þjónustu Securitas,“ segir Linda Kristmundsdóttir, starfandi sviðsstjóri geðsviðs Landspítalans. Eins og sagt hefur verið frá í 24 stundum hefur verið gerður þjón- ustusamningur milli Landspítalans og Securitas um að öryggisverðir frá fyrirtækinu sitji yfir ákveðnum sjúklingum. „Þessi nýi samningur gildir fyrst og fremst fyrir önnur svið spítal- ans. Þar er fólk einnig með geð- raskanir og þá eru öryggisverðir frá Securitas mögulega fengnir til að sitja yfir. En við á geðsviði mönn- um vaktir með okkar starfsfólki og munum áfram nýta það til yfir- setu,“ segir Linda. hos Geðsvið nýtir eigið starsfólk til yfirsetu Örsjaldan nýtt sér þjónustu Securitas STUTT ● Bætt aðstaða Ný og end- urbætt aðstaða í Jarðböðunum í Mývatnssveit var tekin í notk- un í gær. Um er að ræða veit- ingaaðstöðu fyrir allt að 100 manns og auk þess bætta að- stöðu í nágrenni baðanna úti við. Allt að 250 geta nú verið í böðunum í einu en þegar mest lætur hafa um 1.200 gestir heimsótt þau á dag. ● Samruni samþykktur Sam- keppniseftirlitið féllst í gær á kaup IP-fjarskipta á öllu hlutafé í Ódýra símafélaginu og einnig kaup Teymis, móð- urfélags Vodafone á Íslandi, á rúmlega helmingi hlutafjár í IP-fjarskiptum. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins, sem birtur var á vefsíðu eftirlitsins í gær. „Ritgerðin mín fjallar um Laffer- kúrf- una og tengsl tekjuskatthlutfalls og skatttekna. Ég var að skoða kenningar um kúrfuna og hvernig þær eigi við Ís- land,“ segir Arna Varðardóttir, sem er nýútskrifuð með BS- gráðu af við- skipta- og hagfræðideild. Hún telur að það séu margir þættir í íslensku efnahagslífi sem passi við þá þætti sem lagðir eru til grundvallar í kenningunni. Arna hlaut ágæt- iseinkunn með meðaleinkunn 9.16. Hollvinafélag deildarinnar veitir pen- ingaverðlaun fyrir afburðaárangur einu sinni á ári, eða 250.000 kr., sem hún hlaut að þessu sinni. Arna, sem er 23 ára, stefnir á framhaldsnám í hag- fræði í framtíðinni, en stefnir á að taka sér ársfrí frá námi. áb Afburðaárangur hjá Örnu Tæplega tvítugur karlmaður, Ro- bert Dariusz Sobiecki, hefur verið dæmdur fyrir að nauðga stúlku á salerni Hótels Sögu í fyrravetur. Hann var líka dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í bætur og 2,8 milljónir í málskostnað. Málið hafði velkst um, því að maðurinn var fyrst sýknaður af ákæru í júlí í fyrra, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og sendi málið aftur heim í hér- að. Nú komst fjölskipaður hér- aðsdómur að því að framburður stúlkunnar væri traustur. Sannað teljist að maðurinn hafi ýtt henni inn á salerni í kjallara Hótels Sögu, girt niður um hana og þröngvað henni með ofbeldi til kynferðismaka. Dómurinn ákveður refsingu með hliðsjón af því að Hæstiréttur hafi á liðnum misserum þyngt refsingar vegna kynferðisbrota. bee Hótelnauðgari fær þrjú ár Verslunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Hamrahlíð þurfa samtals að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem sóttust eftir námi við skólana. Þessir nemar eiga þó vísa inngöngu í aðra framhaldsskóla, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu. Samtals sóttu 4.400 nemendur 10. bekkjar í landinu af 4.600 um skólavist. mh Þurfa að vísa 400 nemum frá Þrír erlendir menn voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir kortasvindl í Héraðsdómi Reykjavíkur. Annars vegar voru Rúmeni og Þjóðverji dæmdir fyr- ir að hafa tekið 1,8 milljónir út af um 30 kortum og hlutu fyrir tíu og sjö mánaða dóm. Í hinu mál- inu var Rúmeni dæmdur fyrir að taka út 670 þúsund af 19 kortum og hlaut sex mánaða dóm. þsj Dæmdir fyrir kortasvindl Í dag útskrifast 495 nemendur frá Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) en þetta er í síðasta sinn sem braut- skráð er frá KHÍ. 1. júlí sameinast KHÍ Háskóla Íslands en við sam- eininguna verður til nýtt mennta- vísindasvið við Háskóla Íslands sem KHÍ myndar grunn að. Sam- tals útskrifast 409 nemendur úr grunnnámi, 86 úr framhaldsnámi og sautján útskrifast með meistaragráðu. Flestir þeirra sem útskrifast úr grunnnáminu eru grunnskólakennarar, eða 170, en leikskólakenn- arar eru 65. Í íþróttafræði útrskrifast 31 nemandi, 43 í þroskaþjálfa- fræði og sex í tómstunda- og félagsmálafræði. mh 496 kandídatar útskrifast frá KHÍ Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu könnun á 1/4 lítra af kókó- mjólk. Mesti verðmunur reyndist vera 75%, þar sem lægsta verðið reyndist vera í Bónus en það hæsta í N1. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæm- andi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 75% munur á kókómjólk Halldór Oddsson NEYTENDAVAKTIN Kókómjólk ¼ lítri Verslun Verð Verðmunur Bónus 56 Krónan 57 1,9 % Fjarðarkaup 67 19,6 % Nóatún 79 41,1 % 10-11 96 71,4 % N1 98 75,0 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.