24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 37
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 37
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@24stundir.is
Helga Margrét er fædd og uppalin
á Reykjum í Hrútafirði og bjó þar
allt fram á síðasta haust þegar hún
flutti til höfuðborgarinnar og sett-
ist á skólabekk í Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Einnig spilaði það
stóra rullu að geta æft frjálsíþrótt-
irnar við toppaðstæður og með
góða æfingafélaga.
„Það var rosalega skrýtið að
flytja í bæinn. Það er svo mikill er-
ill og stress og alltof mikil umferð,
svo er líka bara erfitt að vera í
burtu frá mömmu og pabba. Þeg-
ar ég var lítil ætlaði ég mér alltaf
að búa á höfuðborgarsvæðinu, en
núna þegar ég er flutt í bæinn sé
ég hvað ég sakna sveitarinnar. Ég
er algjör sveitalúði og mig langar
bara að vera það áfram.
Ég hef unnið mikið við hin
venjulegu sveitastörf. Keyra trak-
tor, hjálpa til við heyskap og mála
og fleira þannig. Svo reka foreldr-
ar mínir farfuglaheimili, þannig
að ég hef alltaf verið að hjálpa til
þar.“
Íþróttavöllur í bakgarðinum
Helga var ung að árum þegar
hún hóf að æfa íþróttir og hefur
æft þær af miklu kappi allt sitt líf.
„Ég byrjaði eiginlega að æfa
íþróttir um leið og ég byrjaði að
ganga. Íþróttavöllurinn er í
túninu heima, þannig það var ekki
langt að fara. Ég elti eldri systkini
mín snemma á frjálsíþróttaæfing-
ar, en byrjaði svo að æfa af ein-
hverri alvöru þegar ég var svona
tíu ára.“ Helga er yngst af fimm
systkinum. Hún er ekki eini
íþróttamaðurinn í systkinahópn-
um, því systir hennar sem er
tveimur árum eldri, Guðrún Gróa,
leikur með meistaraflokki KR í
körfubolta. Þær systur eru mjög
nánar og búa saman í Reykjavík
ásamt eldri bróður þeirra.
„Ég var nú líka í körfuboltan-
um. Spilaði með Kormáki sem
hefur aðsetur á Hvammstanga.
Við urðum Íslandsmeistarar þegar
ég var í 9. bekk. Karfan var samt
alltaf bara svona aukagrein hjá
mér, þannig að það kom aldrei
neitt annað til greina en að velja
frjálsíþróttirnar þegar kom að því
að velja á milli.“
Lestrarhestur
„Langmest af mínum tíma fer
auðvitað í æfingar og svo í það að
læra, en ég hef ekki minni metnað
fyrir náminu en íþróttunum. Þar
fyrir utan þá les ég mikið og þá
helst sjálfshjálparbækur. Svo
hlusta ég líka mikið á tónlist.
Annars fer ég með vinum mínum
í bíó og er frekar dugleg að fara í
sund. Mér finnst rosalega gott að
slaka á í sundi. Um helgar reyni ég
svo að fara heim í sveitina þegar
hægt er. Þar líður mér best.“
Það er klassísk spurning að
spyrja fjölþrautarfólk í hvaða ein-
stökum greinum það er sterkast.
„Ég þoli ekki þegar ég fæ þessa
spurningu. Ég er eiginlega sterkust
í kúluvarpi og 800 m hlaupi núna.
Það passar bara eitthvað svo illa
saman. Það er einhvern veginn
bara fáranleg tilhugsun að hugsa
um kúluvarpara hlaupa millivega-
lengd. Það er samt bara svo rosa-
lega misjafnt í hverju ég er sterk-
ust. Það fer jafnvel bara eftir
dögum.“
Hugurinn stefnir til London
Helga Margrét starfar í sumar í
innrömmun hjá manni frænku
sinnar. Hún segist þó ekkert vita
hvað hana langi að læra eða starfa
við í framtíðinni. Það er samt á
hreinu hvert hugur hennar stefnir.
„Ég ætla mér að vera meðal
keppenda í sjöþraut á Ólympíu-
leikunum í London 2012. Þegar ég
var yngri voru Ólympíuleikarnir
svo rosalega fjarlægir, en núna sé
ég að ég get átt góða möguleika á
að komast á Ólympíuleikana eftir
fjögur ár.“
Helga á sigurbraut
Norðurlandameistarinn
á hlaupabrautinni.
„Stolt af
því að
vera úr
sveit“
Norðurlandameistarinn úr Hrútafirði, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, kann vel við sig á „mölinni“ en saknar
sveitarinnar Námshesturinn úr MH stefnir á að keppa í sjöþraut á ÓL í London árið 2012
Helga Margrét Þorsteins-
dóttir varð Norðurlanda-
meistari í sjöþraut
kvenna í sínum aldurs-
flokki á móti í Finnlandi
um síðustu helgi. Þessi
tæplega 17 ára Hrútfirð-
ingur er mikill íþrótta-
maður og á að baki afrek
í fleiri íþróttum en frjáls-
íþróttum. Hún hefur mik-
inn metnað fyrir því sem
hún tekur sér fyrir hend-
ur og stendur sig afar vel
í námi sínu í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
➤ Helga er fædd árið 1991 ogkeppir hún fyrir Ármann en
hún hóf ferilinn hjá Ung-
mennasambandi Vestur-
Húnvetninga, USVH.
➤ Helga Margrét hafnaði ífyrsta sæti í sjöþraut í flokki
17 ára og yngri á NM í Finn-
landi og munaði 233 stigum á
henni og stúlkunni sem hafn-
aði í öðru sæti.
➤ Samtals endaði Helga með5520 stig. Er þetta besti ár-
angur Helgu í sjöþraut og sló
hún með þessu eigið Íslands-
met í stúlknaflokki.
HELGA MARGRÉT
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Þegar ég var lítil ætlaði ég mér alltaf að búa á höf-
uðborgarsvæðinu, en núna þegar ég er flutt í bæinn
sé ég hvað ég sakna sveitarinnar. Ég er algjör sveitalúði og
mig langar bara að vera það áfram.
24stundir/hag
Borðar ekki
nammi
Guðmundur Hólmar Jóns-
son þjálfaði Helgu Margréti
frá tíu ára aldri og þar til síð-
asta haust. Hann lýsir henni
sem mjög duglegri og sam-
viskusamri stúlku.
„Hún er dugleg og æfir vel.
Stundum finnst mér hún
reyndar æfa of mikið og hvíla
sig ekki nóg inn á milli. Hún
er líka samviskusöm hvað
varðar námið. Hún fær
hverja tíuna á fætur annarri
og verður bara ill ef hún fær
átta í einkunn. Hún er svo
öguð að hún borðar ekki
nammi nema kannski svona
tvisvar á ári. Þegar hún var
svona 12 eða 13 ára var ég
með hana á móti á Egils-
stöðum. Í rútunni á leiðinni
heim ákvað hún að fá sér
nammi sem hafði þau áhrif á
hana að hún var út um alla
rútu. Hún varð einhvern veg-
inn bara rosalega ofvirk af
sykurátinu og var alveg
stjórnlaus. Það var ótrúlega
fyndið.“