24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 64

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 64
24stundir E N N E M M / S ÍA / N M 34 26 1 Það er Góðra vina fundur Nú geturðu öðlast Frelsi og hangið í símanum með þremur vinum fyrir 0 krónur ef þú fyllir á með símanum eða á siminn.is. Nú er fjöldi GSM númera hjá Símanum orðinn um 200.000. Þú getur hringt eða sent SMS fyrir 0 krónur* í þrjú þeirra og talað fyrir 11,50 kr./mín. í öll hin. Þetta eru engin geimvísindi. Skráðu þig í Mitt Frelsi á siminn.is og stækkaðu vinahópinn. Sími Netið Sjónvarp *Allt að 60 mín./SMS á dag. 3vinirí Frelsi Meiri vinátta hjáSímanum! ? Við sátum um kvöld á rómó veit-ingastað hér í borg, ég og vinkonamín. Kertaljós, notaleg tónlist í bak-grunni, góður matur – og kelling meðorgandi smákrakka á næsta borði.Hún hefði allt eins getað mætt meðloftbor. Ég spurði þjóninn hvort égmætti kveikja mér í vindli, það væri örugglega minni mengun af honum en öskurapanum. Nei, ég mátti það ekki, ég yrði að sýna tillitssemi. Ég spurði þá hvort hann væri til í að sýna þá til- litssemi að biðja mömmuna við hlið- ina að sýna gestum þá tillitssemi að borða heima hjá sér með loftbornum sínum. Nei, það vildi hann ekki. Ég spurði: „Eru reykingar bannaðar en hávaðamengun leyfð á veitingastöðum þar sem fólk vill njóta næðis?“ Hann heyrði ekki hvað ég sagði fyrir öskrum og gekk í burtu. Stemman var í mol- um og við hröðuðum okkur út með hlustaverk. Daginn eftir skruppum við til út- landa. Flugvélin var þéttsetin. Langt flug fyrir höndum. Fyrir framan okkur sat kelling með hágrenjandi smákrakka í fanginu. Einmitt það sem vantaði. Farþegarnir hrylltu sig og fóru að raða í sig svefntöflum og róandi, allir nema litli loftborinn sem var í gangi á öskrandi ferð alla leiðina. Engum kom dúr á auga. Ein lítil róandi barnatafla í réttan munn og öll vélin hefði stein- sofnað. Kannski vantar sérbása fyrir ómálga flugdólga? Ég ætlaði að fara að kveikja mér í vindli en mundi að ég varð að sýna tillitssemi. Reykingar og hávaðamengun Sverrir Stormsker er með hlustaverk og óreyktan vindil. YFIR STRIKIÐ Hvar er tillits- semin? 24 LÍFIÐ Hugmyndin að nýjustu mynd M. Night Shyamalan er góð en illa út- færð segir gagnrýnandi blaðsins. The Happening fær tvær og hálfa stjörnu »58 Það verður garðpartí í Hljóm- skálagarðinum á mánudag því bæði FTT og Mezzo- forte eiga 25 ára afmæli. Mezzoforte og FTT bjóða í garðpartí »62 Hönnuðurinn Sruli Recht hefur hannað borð úr pappa sem hægt er að pakka saman í létta handtösku. Borð sem hægt er að pakka saman »58 ● Brúðubíllinn bilaður „Þetta er algjört áfall,“ segir Helga Stephensen, en Brúðubíllinn bilaði á fimmtu- dag. „Ég þurfti að aflýsa tveimur sýningum í gær. Börnin streymdu á staðinn sem átti að sýna á og þetta var mikið skúffelsi. Þau skilja þetta ekki og finnst það ótrúlegt að hann geti verið eins og aðrir bílar.“ Helga hefur aldrei þurft að aflýsa sýningu á þeim 28 árum sem hún hefur starfað. „Ef það verður ekki búið að gera við hann 17. júní þá læt ég draga hann á staðinn!“ ● Koffínþyrstur aðdáendahópur „Ég held að það yrði fín viðbót að fá Starbucks hing- að til lands en mér finnst gaman að kíkja á þessi kaffi- hús þegar ég ferðast erlendis. Café latte og café americano eru í uppáhaldi hjá mér af kaffinu hjá þeim en af meðlæti finnst mér muffins og ísréttirnir hjá þeim góðir. Starbucks á sér dyggan aðdáendahóp hérlendis og það er vonandi að nú séu þeir á leið í víking og stoppi við hér,“ seg- ir Stefán Friðrik Stefánsson bloggari um nýjustu herferð Star- bucks í Evrópu. ● Prjónum úti „Það þýðir ekki að láta hræðslu við vont veður stoppa sig. Ef það kemur hitabeltisrigning leitum við bara skjóls á nærliggj- andi kaffihúsum og almenningsstöðum,“ segir Ilm- ur Dögg Gísladóttir en hún stend- ur fyrir alþjóðlega prjónadeginum á morgun. „Við ætlum að hittast í Hallargarðinum klukkan tvö, klædd eftir veðri og með teppi, nesti og prjóna,“ segir Ilmur en markmið dagsins er að gera prjón sýnilegt í almenningsrými. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.