24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 19
13 HÓTEL ALLAN HRINGINN
1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal
5 Nesjaskóli • 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir
10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal
Pantaðu allan hringinn á hoteledda.is eða í síma 444 4000
12
1
2
4
5
8
9
10
11
13
3
67
1
13
2
ALLAN HRINGINN
BROSANDI
VEITINGASTAÐIR Á ÖLLUM HÓTELUNUM • ALLTAF STUTT Í SUND
VINGJARNLEG ÞJÓNUSTA • GISTIVERÐ FRÁ 3.750 KR. Á MANN
Ný stjórn var kjörin á aðal-
fundi fyrirtækisins í vikunni.
Stjórnina skipa: Halla Tóm-
asdóttir, Guðbjörg Edda Egg-
ertsdóttir, Kristín Jóhann-
esdóttir, Hildur Petersen og
David Adams.
Í varastjórn voru kjörin Hall-
grímur Snorrason, Gunnar
Þór Pétursson, Guðrún Pét-
ursdóttir, Ingunn Werners-
dóttir og Ragnheiður Jóns-
dóttir.
Fyrirtækið var stofnað af þeim
Höllu Tómasdóttur og Krist-
ínu Pétursdóttur. Auður Capi-
tal hefur starfsleyfi sem verð-
bréfafyrirtæki og starfar undir
eftirliti FME. áb
Viðræður Yahoo og Microsoft
um kaup Microsoft á leitar-
vélum Yahoo runnu út í sand-
inn í gær enn á ný. Hins vegar
hafa Yahoo og Google komist
að samkomulagi um að Go-
ogle setji auglýsingar á leit-
arvélar Yahoo. Hlutabréf
Yahoo féllu um 10% þegar til-
kynnt var um viðræðuslitin
við Microsoft í gær, sam-
kvæmt frétt Reuters en hluta-
bréf Microsoft hækkuðu hins
vegar um 4,1%. Tilkynning
um samkomulag Yahoo og
Google var hins vegar birt eft-
ir lokun markaða í gærkvöldi
samkvæmt vef BBC. mbl.is
Aldrei hafa fleiri Bandaríkja-
menn verið í vanskilum með
húsnæðislán en í síðasta mán-
uði. Alls voru rúmlega 261
þúsund tilvik þar sem veðlán
voru gjaldfelld, eignir boðnar
upp eða gengu til banka.
Þetta er 48% aukning miðað
við maí í fyrra en maí var
þriðji mánuðurinn í röð þar
sem fjölgun varð á vanskila-
tilvikum. Kreppunnar á hús-
næðismarkaðinum fór að
gæta í ársbyrjun 2006, í kjölfar
mikils uppgangs, og er hún
hvað mest í Kaliforníu, Flór-
ída, Nevada og Arizona. mbl.is
Á aðalfundi í vikunni
Ný stjórn
Auðar Capital
Samningar tölvurisa
Yahoo ekki
selt Microsoft
Húsnæðiskreppan
Aldrei fleiri í
vanskilum
Tekjuafgangur hins opinbera á
fyrsta fjórðungi þessa árs var fjórð-
ungi minni en á fyrsta ársfjórðungi
í fyrra. Nam hann 16,2 milljörðum
á fyrsta ársfjórðungi nú, saman-
borið við 21,5 milljarða í fyrra.
Þetta kemur fram í nýútkomnum
Hagtíðindum, riti Hagstofu Ís-
lands.
Þar kemur einnig fram að sem
hluti af landsframleiðslu var tekju-
afgangurinn 1,2% og sem hlutfall
af tekjum hins opinbera 10,2% á
fyrsta ársfjórðungi.
„Þessi hagstæða afkoma skýrist
fyrst og fremst af góðri afkomu rík-
issjóðs sem mældist 13,5 milljarðar
króna, en afkoma sveitarfélaganna
var einnig viðunandi eða 1,3 millj-
arðar króna,“ segir í frétt á vefsíðu
Hagstofunnar.
Tekjur hins opinbera hafa að
meðaltali vaxið um 3,2% á milli
ársfjórðunga frá fyrsta ársfjórðungi
2004, en á sama tíma hefur vöxtur
útgjaldanna verið að meðaltali
2,4% milli ársfjórðunga, segir þar
ennfremur. „Til samanburðar hef-
ur neysluverð hækkað um 1,4% að
meðaltali milli ársfjórðunga á þess-
um tíma. Frá árinu 2006 hefur
tekjuvöxtur hins opinbera verið að
meðaltali 1,5% milli ársfjórðunga
en vöxtur útgjalda 2,8%.“
Tekjuafgangur hins opinbera á fyrsta árfjórðungi 16,2 milljarðar
Afgangurinn fjórðungi minni en í fyrra
Hagstofan Í nýju riti stofnunarinnar kemur fram að afkoma ríkissjóðs á fyrsta fjórðungi
ársins var 13,5 milljarðar, en afkoma sveitarfélaga 1,3 milljarðar.