24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 62

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 62
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Jón Geir Jóhannsson er án efa með sérviturri trommuleikurum lands- ins. Ekki bara með sérstæðum trommuleik sínum, eins og við höfum kynnst með innkomu hans í Ampop, heldur getur hann ómögulega hugsað sér að spila á útgáfutónleikum án þess að smíða sér nýtt trommusett. Á mánudags- kvöld heldur hljómsveit hans Hraun útgáfutónleika á Rúbin í Öskjuhlíð og því hefur hann setið sveittur í æfingahúsnæði sveit- arinnar að slípa og lakka. „Þetta eru fjórðu útgáfu- tónleikarnir sem ég smíða fyrir,“ segir Jón Geir og hljómar spenntur fyrir nýja settinu. „Fyrst gerðist þetta fyrir tilviljun. Ég var að smíða sett á svipuðum tíma og Ampop átti að spila á útgáfutónleikum. Næstu útgáfutónleika á eftir hafði Kjartan [úr Ampop] keypt sér nýtt píanó og ég hjálpaði honum að skreyta það. Þá gat ég auðvitað ekki annað en smíðað nýtt sett því það gamla passaði engan veginn við skreytinguna. Svo fannst mér þetta svo fyndið, að mæta alltaf með nýtt sett fyrir hverja útgáfutónleika, að ég ákvað að halda þessari hefð.“ Byrjað af nauðsyn Jón Geir byrjaði að smíða trommur um svipað leyti og hann hóf að spila, aðallega út frá sjálfs- bjargarviðleitni. „Ef eitthvað bilaði þá þurfti ég bara að redda því. Ég bjó á Ísafirði og póstkröfuþjónusta hljóð- færaverslana var ekki beint sú ábyrgasta í heimi. En ég hef gert þetta af alvöru í átta ár núna.“ Hann segir nýja settið ganga vel í smíðum. Það er fislétt, búið til úr tveimur pappatunnum er bassa- leikarinn stal handa honum af vinnustað sínum. Það hefur tvær bassatrommur í anda Keiths Mo- ons (önnur er bara til sýnis) og er litað í sjávarþema sem tengist gerð nýrrar breiðskífu Hrauns. „Platan er tekin upp í frystihúsi og við settum hljóðnema út í fjöru til þess að taka upp hljóðin. Þau óma undir allri plötunni. Mig langaði til þess að fanga þennan sjávarblæ og kulda. Þetta gengur sæmilega en ég er að verða stress- aður um að ég nái ekki að klára. Ég verð að lakka frameftir nóttu,“ seg- ir Jón Geir og rýkur svo til verks. Trommari Ampop og Hrauns er með undarlega hefð Smíðar sett fyrir útgáfutónleika Fyrir hverja útgáfu- tónleika smíðar Jón Geir sér nýtt trommusett. Það verður því ekki mikið um svefn þessa helgi því á mánudag eru útgáfu- tónleikar hjá Hrauni Hraun Útgáfutónleikar á mánudag. 24Stundir/G.Rúnar Jón Geir Smíðar trommusett í sjávarþema. 62 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir ALLIR KJÓLAR 20% AFSLÁTTUR „Ég fæ ókjör af ruslpósti. Ég er líka á nokkrum íslenskum fjöl- útsendingarlistum, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Einhverra hluta vegna fæ ég t.d. alltaf sendan póst frá Stiklum – viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins.“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan Ég held með KR og Þýskalandi í fótbolta og íslenska karlalands- liðinu í handbolta. Um helgina töpuðu handboltalandsliðið og KR en Þjóðverjar unnu. Í dag töpuðu Þjóðverjar. Ef KR heldur áfram að tapa, Þjóðverjar detta út og Makedónar vinna, þá er það ansi þungur biti að kyngja.“ Ágúst Borgþór Sverrisson agust.eyjan.is „… og hvað var að frétta þegar heim var komið? Jú, skjálfti af- greiddi innbú Selfyssinga, ísbjörn var sviptur frelsi sínu, HK stútaði hárprúðum Hlíðarendingum í knattspyrnu, og trukkalessu- mótmælandinn ætlar að bjóða fram til Alþingis. Síðuhaldari hefur í hyggju að flytja erlendis.“ Gunnar Sigurðsson haglabyssa.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Ásdís Rán heitir því á bloggi sínu að gefa 10% af verðlaunafénu til góðgerðarmála vinni hún keppn- ina um Milljón dollara konuna. Hún hefur þegar ákveðið að gefa brjóstakrabbameinsstöðinni og Vildarbörnum fé. Þar sem það myndi ekki fylla upp í 10% biður hún um ábendingar um önnur góð- gerðarsamtök hér sem vert sé að styrkja. Hún segir að slíkt heit hvetji sig til þess að gera sitt besta. bös Fyrsta tölublað Monitor undir ritstjórn Atla Fann- ars Bjarkasonar er komið út og þykir afar litríkt og fagurt. Prentun á því tafðist aðeins, en ekki af hans sökum, heldur vegna afar frumlegrar Dominos- auglýsingar á bakhlið blaðsins, sem er gat eins og einhver hafi lagt eldheita pitsu á blaðið. Blaðinu verður dreift um og eftir helgi í miðbænum og í verslunarmiðstöðvum bæjarins. vij Ný plata Sigur Rósar lak á netið í vikunni og hafa því æstir torrent-síðunotendur verið iðnir við að sækja hana. Ekki er vitað hvernig hún lak en líkleg- ast þykir að einhver blaðamaður hafi hlaðið prufu- eintaki sínu inn á netið. Aðrar fréttir af sveitinni eru þær að notendur imdb.com, virtasta kvikmyndave- fjar netsins, völdu tónlistarkvikmynd þeirra Heima sem bestu heimildarmynd sem gerð hefur verið. bös „Það er ekki hægt að finna betri stað í Reykjavík til að halda svona garðveislu,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleik- ari hljómsveitarinnar Mezzo- forte, um tónleika sveitarinnar í Hljómskálagarðinum sem fara fram klukkan 8 á mánudags- kvöldið næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir til að fagna því að 25 ár eru liðin frá því að lagið Garden Party með Mezzoforte sló rækilega í gegn en einnig er verið að fagna 25 ára afmæli FTT, félags tónskálda og textahöfunda. „Það er fínt að fá hljómsveit eins og Mezzoforte til að grúva í garðinum,“ segir Gunnlaugur. Hinn háfleygi miðborgarstjóri og formaður FTT, Jakob Frí- mann Magnússon, segir að vert sé að heiðra þennan merka áfanga í lífi hljómsveitarinnar Mezzoforte. „Þegar litið er yfir þessa 25 ára sögu Mezzoforte þá opnuðu þeir dyrnar upp á gátt. Þá opn- uðust augu og eyru umheimsins fyrir jaðartónlist frá Íslandi og þeirri jaðarþjóð sem Ísland er. Og allar Bjarkir og Sigur Rósir landsins fóru að blómstra og dreifa sér um heimsbyggðina.“ vij Garðpartí í Hljómskálagarðinum Mezzoforte grúvar í garðinum Tónleikarnir kynntir Garden Party leikið á þaki Hljómskálans. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 8 2 7 3 5 1 4 6 1 3 4 6 8 9 7 2 5 7 5 6 1 2 4 3 8 9 8 6 5 9 4 1 2 7 3 2 7 1 3 5 6 4 9 8 3 4 9 8 7 2 5 6 1 4 9 7 5 1 8 6 3 2 5 2 8 4 6 3 9 1 7 6 1 3 2 9 7 8 5 4 "Ég fékk vinnu sem næturvörður í dýnuverksmiðju." Er þetta ekki algerlega út úr kortinu? Sigríður Olgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Apple á Íslandi, en í kynningu Steve Jobs á nýja iPhone- símanum á dögunum, þar sem kort af heiminum var til sýnis, vantaði Ísland. FÓLK lifsstill@24stundir.is a Jú, við þurfum að koma Ís- landi á kortið! fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.