24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 22
Eftir Þórð Snæ
Júlíusson
thordur@24stundir.is
Decode var formlega stofnað í maí
1996. Kári Stefánsson, sem þá var
prófessor í taugafræði og tauga-
meinafræði við Harvard Institute of
Medicine og yfirlæknir á tauga-
meinafræðideild Beth Israel-sjúkra-
hússins, var einn stofnenda fyrir-
tækisins, forstjóri og andlit þess út á
við. Fyrirtækið ætlaði sér að starfa á
sviði erfðarannsókna og stofnfé var
á bilinu 10 til 12 milljónir dala sem
lagt var fram af „sérhæfðum banda-
rískum fjárfestum“.
Starfsemi fyrirtækisins hófst í
nóvember sama ár og 1997 hófst
vinna við gerð gagnasafns sem átti
að innihalda ættfræðiupplýsingar
allra Íslendinga sem heimildir
fundust um. Um haustið voru
starfsmennirnir orðnir 90 talsins og
uppgangurinn mikill.
Hlutir gerast hratt
Febrúar 1998 var mikill tíðinda-
mánuður hjá Decode. Fyrst var
skrifað undir samning við sviss-
neska lyfjarisann Hoffman-La-
Roche sem tryggði ÍE um 15 millj-
arða króna á þáverandi verðgildi til
að rannsaka alls tólf sjúkdóma. Sú
upphæð er nær 21 milljarði á nú-
verandi gengi. Í sama mánuði var
háð hlutafjárútboð sem gerði ís-
lenskum fjárfestum kleift að kaupa í
félaginu fyrir um 800 milljónir
króna á hinum svokallaða gráa
markaði. Þessi bréf mátti selja hér-
lendis en ekki erlendis og sam-
kvæmt bandarískum skráningar-
reglum voru þau flokkuð í
„Preffered Series B“-flokki.
Þegar Decode var síðar skráð í
Nasdaq-kauphöllina breyttust þessi
B-bréf í almenn hlutabréf.
Frumvarp um gagnagrunn
Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi
heilbrigðisráðherra, lagði fram
frumvarp til laga um gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Markmið laganna
var að „heimila gerð og starfsrækslu
miðlægs gagnagrunns með óper-
sónugreinanlegum heilsufarsupp-
lýsingum“.
Í lögunum er tiltekið að sérstakur
rekstraraðili gæti fengið rekstrar-
leyfi á grunninum til allt að tólf ára í
senn. Afar heitar umræður urðu
um gagnagrunninn og að endingu
var endurskoðað frumvarp sam-
þykkt í desember og lögin tóku gildi
í lok árs 1998. Rekstrarleyfið var þó
ekki gefið út fyrr en í janúar 2000.
Ríkisbankar kaupa
Í júní 1999 dró svo aftur til tíð-
inda þegar Fjárfestingarbanki at-
vinnulífsins (FBA), Landsbankinn
og Búnaðarbankinn, sem voru allir
í ríkiseigu, keyptu ásamt Hofi bréf í
Decode af bandarískum fjárfestum
fyrir rúma sex milljarða króna á
verðgildi þess árs. Á þeim tíma
höfðu aðrar eins krónutölur vart
heyrst í íslensku viðskiptalífi. FBA,
þar sem Bjarni Ármannsson hélt
um stjórnartaumana, keypti mest
allra, fyrir um þrjá milljarða króna.
Bankarnir seldu síðan 45 prósent af
því sem þeir höfðu keypt áfram til
fagfjárfesta skömmu síðar. Miðað
við það kaupgengi sem ríkisbank-
arnir keyptu á var Decode á ör-
skotsstundu orðið eitt verðmætasta
fyrirtæki landsins með markaðs-
verðmæti upp á 500 milljónir dala.
Í kjölfarið rann gullæði á íslensku
þjóðina. Decode átti að gera alla
ríka. Mikið var skrafað og skrifað
um fyrirtækið og Margeir Péturs-
son, einn eigandi MP fjárfestingar-
banka, skrifaði meðal annars grein í
Morgunblaðið í júlí 1999 undir fyr-
irsögninni „Bankarnir viðurkenna
verðmæti Decode“ þar sem hann
kallaði fyrirtækið „eitt magnaðasta
viðskiptatækifæri sem Íslendingar
hafa staðið frammi fyrir“.
Nær hæstu hæðum
Decode vann á þessum tíma að
skráningu í bandarísku Nasdaq-
kauphöllina og bar Hannes Smára-
son, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins,
hitann og þungann af því ferli. Í
janúar var síðan tilkynnt að Decode
hefði hlotið rekstrarleyfi til starf-
rækslu gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði til tólf ára. Á fyrsta viðskipta-
degi eftir þá tilkynningu fór gengi
Decode í 65 dali á hlut á gráa mark-
aðinum. Í mars lagði Decode síðan
inn skráningarumsókn sína hjá
bandarísku verðbréfa- og kauphall-
arnefndinni SEC í þeim tilgangi að
hefja almennt hlutafjárútboð. Mán-
uði síðar tilkynnti FBA að bankinn
ætlaði að selja allan hlut sinn í De-
code, áður en félagið færi á markað.
Söluverðið var sama upphæð og
síðar var tilkynnt að yrði útboðs-
gengi á hlut í Decode, 18 dalir á
hlut. Bókfært verð hjá FBA var hins
vegar 15 dalir og því ljóst að bank-
inn myndi hagnast töluvert á fjár-
festingu sinni.
Í maí var svo tilkynnt að útboðs-
gengið yrði á bilinu 14 til 18 dalir.
Tilkynningin kom íslenskum fjár-
málamarkaði mjög á óvart enda
hafði almennt verið talið að útboðs-
gengið yrði að lágmarki 25 dalir á
hlut. Áhrifin létu ekki á sér standa,
Decode lækkaði um 25 prósent á
gráa markaðinum, íslenska krónan
veiktist tvo daga í röð og samkvæmt
morgunpunktum Kaupþings frá
þessum tíma var hægt að rekja veik-
ingu hennar beint til útboðsgeng-
isins.
Aldrei séð annað eins
Í aðdraganda skráningarinnar á
Nasdaq var haldið hlutafjárútboð í
Decode sem aflaði fyrirtækinu 182
milljóna dala. Þá ráðgerði félagið að
eyða stærstum hluta þess fjármagns
til uppbyggingar á hinum miðlæga
gagnagrunni. Útboðsgengið var 18
dalir á hlut. Áður höfðu um sex
þúsund einstaklingar keypt bréf í
Decode á gráa markaðinum hér-
lendis. Haft var eftir Tanyu Zharov,
sem starfaði hjá Decode, í Morg-
unblaðinu að Bank of New York,
sem tók yfir umsjón hluthafaskrár
Decode vegna skráningarinnar á
Nasdaq, að hann hefði aldrei séð
svo marga hluthafa í félagi fyrir
frumútboð. Samkvæmt reglum
markaðarins var hluthafaskráin
lokuð í sex mánuði eftir frumút-
boð, sem þýddi að enginn þeirra Ís-
lendinga, eða þeirra sem tóku þátt í
frumútboðinu, gat selt bréf sín fyrr
en um miðjan janúar 2001. Þegar
það var loks mögulegt höfðu bréfin
hríðfallið í verði.
Fyrstir og einir
Decode varð fyrsta og eina ís-
lenska fyrirtækið sem skráð hefur
verið á Nasdaq þegar viðskipti hóf-
ust með bréf í félaginu á genginu
28,5 á hlut þann 18. júlí 2000. Loka-
gengi þess dags var 25,4 dalir. Gengi
bréfanna fór rokkandi næstu mán-
uði og reist hæst um miðjan sept-
ember árið 2000 en féll síðan hratt í
nóvember og desember. Þegar ís-
lensku hluthafarnir sem keypt
höfðu á gráa markaðinum máttu
loks selja um miðjan janúar 2001
var gengið orðið 8,75 dalir á hlut.
Gengið hefur aldrei aftur náð við-
líka hæðum og í upphafi og í liðinni
viku fór virði hvers hlutar í fyrsta
sinn undir einn dal.
Sorgarsögur gullgrafara
Þeim mörg þúsund hluthöfum
sem keyptu í Decode á gráa mark-
aðinum, þar sem gengið fór upp í
um 65 dali á hlut, farnaðist misjafn-
lega. Sumir þeirra náðu að selja
með hagnaði en fjölmargir töpuðu
stórt. Einn þeirra var Raufarhafn-
arhreppur. Stjórnendur hreppsins
höfðu selt hlut hans í sjávarútvegs-
fyrirtækinu Jökli á 580 milljónir
króna í maí 1999. Allar skuldir
sveitarsjóðsins, um 300 milljónir
króna, voru greiddar upp auk þess
sem ráðist var í endurbætur á
mannvirkjum hreppsins. Síðan var
ákveðið að fara út í hlutabréfakaup
og meðal annars keypt í Decode á
genginu 25 dalir á hlut. Helmingur
bréfanna var seldur með hagnaði en
í nóvember 2002 sagði Morgun-
blaðið frá því að hreppurinn ætti
enn hinn helming bréfanna. Gengið
var þá komið í 2 dali á hlut. Rauf-
arhöfn sameinaðist Norðurþingi
fyrir nokkrum árum og bréfin eru
ekki í lengur í eigu þess sveitarfé-
lags.
Heimild: Gagnasafn Morgunblaðsins
Ævintýrið
um Decode
Tólf ár síðan Decode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, var
stofnað Gengi þess á Nasdaq náði sögulegu lágmarki í vikunni
➤ Decode Genetics var stofnaðárið 1996.
➤ Gengi bréfa þess fór hæstupp í um 65 dali á hlut á gráa
markaðinum.
➤ Gengi bréfanna fór í fyrstasinn undir einn dal á hlut í
Nasdaq-kauphöllinni í liðinni
viku.
GENGI DECODE
a
Miðað við það
kaupgengi sem rík-
isbankarnir keyptu á var
Decode á örskotsstundu
orðið eitt verðmætasta
fyrirtæki landsins með
markaðsverðmæti upp á
500 milljónir dala.
Í kjölfarið rann gullæði á
íslensku þjóðina.
a
Í janúar var síðan
tilkynnt að Decode
hefði hlotið rekstrarleyfi
til starfrækslu gagna-
grunns á heilbrigðissviði
til tólf ára. Á fyrsta við-
skiptadegi eftir þá til-
kynningu fór gengi De-
code í 65 dali á hlut á
gráa markaðinum.
Skrifað undir Þrír
bankar í eigu ríkisins
keyptu í Decode.
30
25
20
15
10
5
0
Gengi bréfa í Decode
17.07.00 18.07.00 07.09.00 29.12.00 31.12.01
22 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
FRÉTTASKÝRING
frettir@24stundir.is
Gengi Decode Genetics,
móðurfélags Íslenskrar
erfðagreiningar (ÍE), í
Nasdaq-kauphöllinni
náði sögulegu lágmarki í
liðinni viku þegar þar fór
í fyrsta sinn undir einn
dal á hlut. 24 stundir
rekja hér sögu þessa fyr-
irferðarmikla fyrirtækis
sem hefur haft gífurleg
áhrif á íslenskt samfélag
síðustu tólf árin.