24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 49 Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af kerrum og vögnum fyrir börnin Helena Stjarna Pétursdóttir er hress 11 ára stelpa sem ætlar greinilega að vera dugleg að nota sumarfríið sitt og er þegar búin að gera heilmikið skemmtilegt. Á degi hafsins um daginn tók hún t.d. þátt í dagskránni á Reykja- víkurhöfn. „Ég tók þátt í dorgveiðikeppni og fékk verðlaun fyrir að veiða minnsta fiskinn. Hann var alveg pínkulítill en ég veit ekki alveg hvernig fiskur það var,“ segir Hel- ena Stjarna en verðlaunin voru ekki af verri endanum: viðurkenn- ing og hvalaskoðunarferð fyrir alla fjölskylduna. Það hentar Helenu líka rosalega vel af því það sem henni finnst skemmtilegast að gera er að vera með fjölskyldunni sinni. Sirkus er ekki bara fyrir trúða Í sumar er Helena Stjarna á sirk- usnámskeiði. Það eru þrír finnskir sirkuskennarar frá fræga sirkusn- um Cirkus Cirkör sem kenna á námskeiðinu. Krakkarnir eru bún- ir að fá að prófa margt skemmtilegt eins og til dæmis loftfimleika og að jöggla. Svo hafa þau farið í fullt af leikjum og meðal annars í heljar- stökk á trampólíni. Helena Stjarna hefur farið á fim- leikanámskeið og hún segir að sirk- uslistir séu meira eins og fimleikar, frekar en eintóm trúðslæti. „Þetta eru ekki trúðar. Sirkus snýst eiginlega meira um allskonar kúnstir og listir.“ Námskeiðið er haldið í Waldorf- skóla, skólanum hennar Helenu, en það er nú samt bara frekar venjulegur skóli á veturna. Hann er samt ekki alveg eins og allir aðrir skólar því þar eru notaðar örlítið öðruvísi aðferðir við að kenna krökkunum. „Skólinn minn er svolítið öðru- vísi en það er ekkert mjög mikill munur. Við erum bara frjálsari og svo erum við mikið úti og svona. Og það er bara gaman.“ Það er margt skemmtilegt hægt að gera á sumrin Dorgveiði og sirkuskúnstir Ýmsar kúnstir Helena Stjarna hefur meðal annars gert listir í rólu á sirkusnámskeiðinu. - Tómatsósa er sú matarafurð sem flestir eiga í Bandaríkjunum, en hana má finna í 97% eldhúsa þjóðarinnar. - Fyrsta tómatsósan var alls ekki gerð úr tómötum heldur úr an- sjósum, valhnetum, sveppum og nýrnabaunum. Þá var íslenska orðið tómatsósa þó enn ekki komið til sögunnar. - Hægt er að gera brúnar og ljótar koparmyntir og aðra gamla kop- arhluti eins og nýja með því að láta þá liggja í tómatsósu um stund og skola svo. Enginn tómatsósubrandari Vissir þú þetta? „Ég hef farið til Japans, Mexíkó og Los Angeles í Bandaríkjunum,“ segir Arngrímur Ívarsson 4 ára, að- spurður um til hvaða landa hann hefur ferðast. En hvar var skemmtilegast að vera? „Það var skemmtilegast í Los Angeles,“ segir Arngrímur. „Þar fékk ég bláar strípur og var á ströndinni að byggja sandkastala. Pabbi minn fékk sér líka tattú þar. Það er vél- mennakall núna á hendinni hans.“ Arngrímur sagði Mexíkóförina ekki hafa verið alveg jafnskemmti- lega því þar var hjólinu hans stolið. „Í Japan var líka gaman,“ bætir ferðalangurinn við. „Þar fór ég í dýragarð sem var mjög skemmti- legur. Ég sá líka apa í Mexíkó en þeir voru ekki í dýragarði. Ég fór í frumskóg og þar voru þeir hlaup- andi um. Í Mexíkó labbaði ég líka upp á fjall sem var búið til af mönnum.“ Mamma Arngríms á svo afæmli í dag og vill hann óska henni innilega til hamingju. Arngrímur fékk bláar strípur í Los Angeles Ég vildi fá blátt hár a Fimm krákur sátu á húsþaki og ein flaug í burtu. Hvað voru þá margar eftir? - Engar. Þetta voru hermikrákur. Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á ís- lensku notum við orðið vél- menni um róbóta í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja alla líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar gætu flestir smíðað einfald- an róbóta heima hjá sér. Aðeins þarf tvo mótora og ljósnema til að búa til róbóta sem eltir ljós. Þeir sem hafa áhuga á því geta til dæmis sett orðin „simple robot“ inn í leitarvélar á netinu. Þá koma upp síður sem leiðbeina mönnum við smíðina. Fyrsti nútímaróbótinn kom á markað árið 1961. Hann var eins konar gervihandleggur, notaður við bílaframleiðslu í verksmiðjum General Motors. Til er nýyrðið þjarki yfir þannig róbóta. Það er ágætis orð enda um mikla vinnu- þjarka að ræða. Orðið róbot kom fyrst fyrir í leikriti eftir rithöfundinn Karel Ca- pek frá árinu 1920. Andri Snær Helgason, 8 ára, spyr: Er hægt að smíða vél- menni heima? Andri Snær Helgason LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is krakkar Mikki Mús Dýragarðurinn JÁ, VIÐ HITTUM ÞIG ÞAR! HVERNIG FERÐU? ÉG FER Á HOPPUPRIKI HOPPUPRIKI? STUNDUM HELD ÉG AÐ GUFFI SÉ EINN SÁ ALLRA VITLAUSASTI! HÆ, KRAKKAR! ÉG FER BARA Á UNDAN OG HITTI YKKUR ÞAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.