24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
most Famous, hefur álíka hæfni til
þess að sýna tilfinningar án orða
eins og liðið lík.
Mest ógnvekjandi hluti mynd-
arinnar gerist þegar söguhetjurnar
ramba á hús á víðavangi þar sem
sérvitur einbúi tekur á móti þeim.
Þá sýnir leikstjórinn styrk sinn,
með hægri atburðarás og spennu-
mögnun í löngum þrepum. Hann
ætti að halda sig við það sem hann
gerir best, að láta óhugnaðinn
skríða hægt upp hryggjarsúluna.
Kvikmyndir biggi@24stundir.is
Unnusta mín lýsti leikstjóranum
M. Night Shyamalan nokkuð vel
eftir að við sáum nýjustu mynd
hans The Happening. Hún segir
hann vera eins og vinsælustu
stelpurnar í grunnskóla sem svo
einhvern veginn fölnuðu og féllu í
skuggann strax í menntaskóla. Þær
hafi náð blóma of snemma. Ég
held að það sé nokkuð til í þessu.
Fyrsta alvöru mynd Shyamal-
ans, Sixth Sense, er tímalaust
meistaraverk sem hreyfir jafn mik-
ið við manni í dag og hún gerði
þegar hún kom út. Eftir það hefur
hann aðeins gert þrjár miðlungs-
góðar myndir (Unbreakable, Signs
og The Village) og eina hræðilega
(Lady in the Water).
Hugmyndin á bak við The Hap-
pening er mjög góð og sterk.
Ókunn náttúruöfl rugla fólk
skyndilega í ríminu sem leiðir það
til sjálfsmorða. En myndin er
klaufalega útfærð á köflum og,
ótrúlegt en satt, henni er illa leik-
stýrt. Lengst af nær atburðarásin
þó að halda manni í spennu og
kannski sérstaklega ef maður hef-
ur einhvern tímann búið í stór-
borg og þekkir þá ofsahræðslu er
getur myndast þar. En Shyamalan
mistekst að láta manni þykja vænt
um persónurnar. Mark Wahlberg,
sem átti fantaleik í The Departed,
er kjánalegur í ofleik sínum og Zo-
oey Deschanel, sem var góð í Al-
The Happening Frábær hugmynd sem nær aldrei fullum blóma. Sá sem sagði að
endirinn væri óvæntur hefur ekki séð myndina eða var að ljúga.
Vantar sjötta skilningarvitið fyrir spennumyndum
FÓLK
lifsstill@24stundir.is a
Mark Wahlberg er kjánalegur í ofleik sínum og
Zooey Deschanel hefur álíka hæfni til þess að
sýna tilfinningar án orða eins og liðið lík.
fréttir
Leikstjóri: M. Night Shyamalan
Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Zooey
Deschanel, John Leguizamo.
The Happening
21. júní í 2 vikur frá kr. 39.990 Bjóðum nú allra síðustu sætin til Rhodos 21. júní í 2 vikur. Í boði er
stökktu tilboð en þá bókar þú flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir. Einnig er í boði frábært tilboð á
einum af okkar vinsælasta gististað á Rhodos, Hotel Forum, með
hálfu fæði og stendur aðeins 100 m frá ströndinni. Á hótelinu er góð
sundlaug, barir og veitingastaður. Góð aðstaða er fyrir börn s.s.
barnalaug, leikaðstaða, billiard, pílukast, borðtennis o.fl. Á daginn
og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.990
- Stökktu tilboð
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn í íbúð. Stökktu tilboð 21. júní í 2
vikur. Aukalega kr. 10.000 m.v 2 í
herbergi / stúdíó / íbúð.
Verð kr. 54.990
- Hotel Forum með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku.
Hotel Forum 21. júní í 2 vikur.
Aukalega kr. 10.000 m.v. 2 fullorðna í
íbúð m/ 1 svefnherbergi.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
*** Allra síðustu sætin ***
Ótrúlegt tilboð
Kr. 54.990 í 2 vikur
- með hálfu fæði Rhodos
Rachel Bilson, er sló í gegn í þátt-
unum The OC, segir í viðtali við
breska götublaðið Metro að hún
sé ekki í neinu sambandi við leik-
konuna Mischu Barton er sló ein-
mitt líka í gegn í þáttunum.
Hún segir vinskapinn hafa slitn-
að um leið og framleiðslu þátt-
anna lauk og að hún viti ekki
einu sinni hvar hún búi í dag.
Henni virtist líka vera sama. bös
OC-vinaböndin
slitnuðu strax
Sruli Recht er meðal fremstu
hönnuða hér á landi, en hann hef-
ur nú sent frá sér forvitnilega vöru;
vinnuborð úr harðpappa, sem
heitir Cutting Table No. 1.
Hefur mikið notagildi
„Ég framkvæmi ekki hugmyndir
mínar nema ég sjái verulegt nota-
gildi í þeim,“ segir Sruli sem hann-
aði borðið í samvinnu við Form-
Fast og Liborius, sem selur borðið.
„Ég fékk hugmyndina fyrir
nokkru þegar ég var að vinna með
nemum að búningahönnun.
Vinnuaðstaðan var frekar bágbor-
in, það var unnið á gólfinu, á
bekkjum og stólum, en engin
vinnuborð voru til staðar. Þá datt
mér í hug að búa til meðfærilegt
vinnuborð úr hörðu en léttu efni,
einsog harðpappa, sem auðvelt er
að setja saman og taka í sundur og
auðvelt að taka það með sér.“
Borðið kostar 29.900, en frekari
upplýsingar má sjá á heimasíðunni
www.srulirecht.com. tsk
Bjó til vinnuborð úr pappa
Sterkt í́essu! Borðið er óvenju sterkt þrátt fyrir að vera úr pappír. Sruli segist hafa sof-
ið á því, borðað af því, staðið á því og skipt um bleyjur á því.
Hönnuðurinn Sruli Recht kom hingað til
lands árið 2005.