24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 47

24 stundir - 14.06.2008, Blaðsíða 47
Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is Og hvort hún gat. Hún flaug yfir 4,50 hinn 25. september árið 2000 og fékk heila þjóð til að tárast af stolti fyrir framan skjáinn. Vala Flosadóttir hefur verið búsett í Sví- þjóð sextán ár og er að læra sjúkraþjálfun við Háskólann í Lundi. Hvar býrðu í Svíþjóð og hvernig kanntu við þig þar? Við búum í gömlu húsi frá 18. öld, rétt fyrir utan Lund. Ég kann mjög vel við mig í Svíþjóð en sakna náttúrlega alltaf Íslands. Hef alltaf verið með annan fótinn á Íslandi og hver veit nema það verði báðir einn dag- inn. Hjúskaparstaða/börn? Ég er gift Magnúsi Aroni Hallgrímssyni, fyrrverandi kringlukastara og ólympíufara. Ertu ennþá í íþróttum? Við hjónin erum dugleg að æfa saman, leikum okkur í frjálsum, hlaupum og lyft- um lóðum. Þar að auki vinn ég að hluta til við þjálfun og ráðgjöf hjá nokkrum íþrótta- félögum. Hver er helsti munurinn á Svíum og Ís- lendingum? Svíar hugsa sig alltaf tvisvar um, Íslend- ingar eru fljótari til. Spurningin er hvort sé kostur eða galli. Fer eflaust eftir aðstæðum. Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lítil? Mig langaði lengi vel að vinna í pylsu- vagninum við Laugardalslaugina, giftast sundverðinum og hafa börnin okkar í sundi allan daginn. Síðan pylsur í öll mál … Þegar ég varð eldri breyttist draum- urinn í það að verða læknir. Mesta skammarstrikið fyrr og síðar? Ég var ótrúlega þæg og góð sem krakki og hef því miður ekki margar sögur að segja. Man eftir því, þegar við bjuggum fyr- ir vestan á Bíldudal, að hafa laumast út um gluggann á herberginu mínu um miðja nótt til að hitta vinkonur mínar sem gerðu hið sama. Okkur fannst við vera rosalegir prakkarar. Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Foreldra minna. Mér finnst þau hafa staðið sig svo vel. Þau hafa alltaf stutt okkur systurnar í öllu því sem við höf- um viljað gera og haft óbifandi trú á okkur. Stærsti sigurinn – utan eða innan keppnisvallar? Ég á mér marga sigra, í íþróttum, námi og á sjálfri mér. En þeir væru einskis virði án eiginmanns míns, fjöl- skyldu og vina. Mestu vonbrigðin? Þau eru nú ekki mikil. Gleymdi að nýta ferðapunkta í fyrrasumar áður en þeir runnu út. Hefði getað farið til New York … Hvernig tilfinning er ástin? Sú besta sem til er. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið mjög lánsöm. Ég er einfaldlega þakk- lát fyrir alla þá reynslu sem ég hef fengið, erfiða eða ekki. Reynslan á mikinn þátt í að móta okkur sem manneskjur. Ef það færi aldrei að rigna í sólskininu þá fengjum við aldrei að sjá regnbogann. Hefurðu einhvern tíma lent í lífshættu? Rólaði mér víst hættulega hátt í rólun- um þegar ég var lítil. Mamma talar enn um þetta með hroll í huga. En mesti has- arinn sem ég hef lent í á seinni árum var á Íslandi sumarið 2004 þegar bíll keyrði yfir á minn vegarhelming og fór rétt fram hjá bílnum mínum og síðan út í skurð. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega en mér hefur sjaldan verið jafn brugðið. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Heilsu og hugarfar. Hverjir eru styrkleikar þínir? Jákvæðni, heiðarleiki og samviskusemi eru eiginleikar sem ég vil rækta. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfileikum, hverjir væru þeir? Vildi að ég gæti flogið. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Bið manninn minn að nudda á mér fæturna. Skrýtnasta starfið? Auglýsing fyrir Sloggi-nærbuxur. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Nú er ævi mín ekki öll ennþá. Bíð með ævisögu og leikkonuval til áttræðs … Vala Flosadóttir nýtur lífsins í Svíþjóð Vildi að ég gæti flogið Ein áhrifaríkasta stund íslenskr- ar sjónvarpssögu er án efa þeg- ar ljóshærð, stúlka sagði ein- beitt við sjálfa sig „ég get það“, rétt áður en hún hljóp af stað með stöngina á lofti. 24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 47 Lára Flosadóttir er yngri systir Völu en sjö ár eru á milli þeirra systra. „Vala er mjög góð mann- eskja og fyr- irmynd, ef ég hugsa um hana almennt. Prívat og persónulega er hún rosalega skemmtileg og gaman að vera með henni. Við náum mjög vel saman – sér- staklega eftir að ég komst yfir gelgjuskeiðið! Við erum góðar vinkonur. Hún er alltaf hún sjálf. Bara Vala.“ Vala er alltaf hún sjálf „Það sem ein- kenndi Völu strax í upphafi var sterkur vilji til að ná árangri,“ segir Valdimar Gunn- arsson, fyrsti þjálfari Völu. „Það hefði ekki skipt máli hvaða íþróttagrein hún hefði valið. Hún var t.d. góð í körfubolta og öðrum boltaíþrótt- um. Oft var hún ein að æfa á vell- inum. Það sem kom henni áfram var þessi vilji til að ná árangri, eins og sást í atrennunni á Ól- ympíuleikunum. Hann kom fljótt í ljós.“ Viljasterk og þrautseig „Vala er yndisleg manneskja, góð fyrirmynd og það er hægt að treysta vel á hana,“ segir Margrét M. Norðdahl, frænka Völu og vinkona. „Hún er sterkur karakter og veit hvað hún vill. Hún er það sem maður kallar 100% manneskja á öllum sviðum. Hún er hjálpsöm, góðhjörtuð og heilsteypt. Það er hægt að segja ofsalega margt fallegt um hana. Svo er hún skemmtileg og fyndin líka, góð vinkona og frábær gest- gjafi.“ Hjálpsöm og heilsteypt LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa verið mjög lánsöm. Ég er ein- faldlega þakklát fyrir alla þá reynslu sem ég hef fengið, erfiða eða ekki. yfirheyrslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.