24 stundir - 14.06.2008, Síða 64
24stundir
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
34
26
1
Það er
Góðra vina fundur
Nú geturðu öðlast Frelsi og hangið í símanum með þremur
vinum fyrir 0 krónur ef þú fyllir á með símanum eða á
siminn.is. Nú er fjöldi GSM númera hjá Símanum orðinn
um 200.000. Þú getur hringt eða sent SMS fyrir 0 krónur*
í þrjú þeirra og talað fyrir 11,50 kr./mín. í öll hin. Þetta
eru engin geimvísindi. Skráðu þig í Mitt Frelsi á siminn.is
og stækkaðu vinahópinn.
Sími
Netið
Sjónvarp
*Allt að 60 mín./SMS á dag.
3vinirí Frelsi Meiri vinátta hjáSímanum!
? Við sátum um kvöld á rómó veit-ingastað hér í borg, ég og vinkonamín. Kertaljós, notaleg tónlist í bak-grunni, góður matur – og kelling meðorgandi smákrakka á næsta borði.Hún hefði allt eins getað mætt meðloftbor. Ég spurði þjóninn hvort égmætti kveikja mér í vindli, það væri
örugglega minni mengun af honum en
öskurapanum. Nei, ég mátti það ekki,
ég yrði að sýna tillitssemi. Ég spurði
þá hvort hann væri til í að sýna þá til-
litssemi að biðja mömmuna við hlið-
ina að sýna gestum þá tillitssemi að
borða heima hjá sér með loftbornum
sínum. Nei, það vildi hann ekki. Ég
spurði: „Eru reykingar bannaðar en
hávaðamengun leyfð á veitingastöðum
þar sem fólk vill njóta næðis?“ Hann
heyrði ekki hvað ég sagði fyrir öskrum
og gekk í burtu. Stemman var í mol-
um og við hröðuðum okkur út með
hlustaverk.
Daginn eftir skruppum við til út-
landa. Flugvélin var þéttsetin. Langt
flug fyrir höndum. Fyrir framan okkur
sat kelling með hágrenjandi smákrakka
í fanginu. Einmitt það sem vantaði.
Farþegarnir hrylltu sig og fóru að raða
í sig svefntöflum og róandi, allir nema
litli loftborinn sem var í gangi á
öskrandi ferð alla leiðina. Engum kom
dúr á auga. Ein lítil róandi barnatafla í
réttan munn og öll vélin hefði stein-
sofnað. Kannski vantar sérbása fyrir
ómálga flugdólga? Ég ætlaði að fara að
kveikja mér í vindli en mundi að ég
varð að sýna tillitssemi.
Reykingar og hávaðamengun
Sverrir Stormsker
er með hlustaverk og
óreyktan vindil.
YFIR STRIKIÐ
Hvar er
tillits-
semin?
24 LÍFIÐ
Hugmyndin að nýjustu mynd M.
Night Shyamalan er góð en illa út-
færð segir gagnrýnandi
blaðsins.
The Happening fær
tvær og hálfa stjörnu
»58
Það verður garðpartí í Hljóm-
skálagarðinum á mánudag því
bæði FTT og Mezzo-
forte eiga 25 ára afmæli.
Mezzoforte og FTT
bjóða í garðpartí
»62
Hönnuðurinn Sruli Recht hefur
hannað borð úr pappa sem hægt er
að pakka saman í létta
handtösku.
Borð sem hægt er að
pakka saman
»58
● Brúðubíllinn
bilaður „Þetta er
algjört áfall,“ segir
Helga Stephensen,
en Brúðubíllinn
bilaði á fimmtu-
dag. „Ég þurfti að
aflýsa tveimur
sýningum í gær.
Börnin streymdu á staðinn sem
átti að sýna á og þetta var mikið
skúffelsi. Þau skilja þetta ekki og
finnst það ótrúlegt að hann geti
verið eins og aðrir bílar.“
Helga hefur aldrei þurft að aflýsa
sýningu á þeim 28 árum sem hún
hefur starfað. „Ef það verður ekki
búið að gera við hann 17. júní þá
læt ég draga hann á staðinn!“
● Koffínþyrstur
aðdáendahópur
„Ég held að það
yrði fín viðbót að
fá Starbucks hing-
að til lands en mér
finnst gaman að
kíkja á þessi kaffi-
hús þegar ég
ferðast erlendis. Café latte og café
americano eru í uppáhaldi hjá mér
af kaffinu hjá þeim en af meðlæti
finnst mér muffins og ísréttirnir
hjá þeim góðir. Starbucks á sér
dyggan aðdáendahóp hérlendis og
það er vonandi að nú séu þeir á
leið í víking og stoppi við hér,“ seg-
ir Stefán Friðrik Stefánsson
bloggari um nýjustu herferð Star-
bucks í Evrópu.
● Prjónum úti
„Það þýðir ekki að
láta hræðslu við
vont veður stoppa
sig. Ef það kemur
hitabeltisrigning
leitum við bara
skjóls á nærliggj-
andi kaffihúsum
og almenningsstöðum,“ segir Ilm-
ur Dögg Gísladóttir en hún stend-
ur fyrir alþjóðlega prjónadeginum
á morgun. „Við ætlum að hittast í
Hallargarðinum klukkan tvö,
klædd eftir veðri og með teppi,
nesti og prjóna,“ segir Ilmur en
markmið dagsins er að gera prjón
sýnilegt í almenningsrými.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við