24 stundir - 14.06.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
Nafn: Sverrir Þór Sverrisson
Starf: Leikari
Fæðingardagur: 5. ágúst 1977
Maki: Íris Ösp Bergþórsdóttir
Börn: Þórdís Katla og Bergþór Ingi
Hvaða síður birtast þegar nafnið þitt er „gúglað“ á netinu?
Sveppi gúglaður
Netið hýsir ótrúlegustu upplýsingar um fólk. Leik-
arinn Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson, leyfði 24 stund-
um góðfúslega að hnýsast í líf sitt á leitarsíðunni go-
ogle.com.
http://stjornuspeki.is/
show.pl?id=CEL&cid=1073Sverrir
Þór Sverrisson
„Sveppi sjónvarpsmaður“
5/8/1977
Grunneðli og lífsorka: Einlægur, hlýr, fastur fyrir og ráðríkur …
Umbreyting: Tilheyrir kynslóð sem stendur fyrir breytingum á venjum
og siðum í hjónabandi og nánum samskiptum. (Plútó í Vog)
KOMMENT: Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur fékk mig í út-
varpsviðtal og hafði þá gert stjörnukort fyrir mig. Ég trúi lítið á stjörnuspeki
og hef voða lítið beitt mér fyrir breytingum á venjum og siðum í hjónabandi.
Sumt þarna meikaði alveg sens. Einlægur, hlýr og svo framvegis.
Ráðríkt ljón
Stjörnukortið
upplýsandi
http://www.fotbolti.net/full-
Story.php?id=18637
Viðtal við strákana í 70 mínútum
um fótbolta:
Sveppi, nú ert þú góðvinur Eiðs, var
hann góður á sínum yngri árum eða varst þú betri? Við vorum svona svip-
aðir. Það var ótrúlega stutt á milli. Við vorum svipaðir í vexti og svipaðir
leikmenn inni á vellinum en hann var alltaf með aðeins meiri metnað.
KOMMENT:
„Við Eiður vorum að æfa með Í.R. í gamla daga. Hann sigldi fram úr mér
þegar ég fór í handboltann þrettán ára. Ég verð nú eiginlega að taka þetta til
baka með að við höfum verið svipaðir í vexti og á vellinum …
Viðtal um fótbolta
Góðvinur
Eiðs Smára
http://alvaran.com/forum/
lofiversion/index.php/t69.html
Hér og nú birti myndir í heimild-
arleysi Tímaritið Hér og nú birti
myndir af Strákunum á Stöð 2 og
Eiði Smára Guðjohnsen í heimildarleysi og í óþökk ljósmyndaranna.
Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson eru að kanna hvort vinnu-
brögð blaðsins standist lög.
KOMMENT:
Þetta var leiðindamál, þannig séð, en við gerðum ekkert meira í þessu. Það
hefði bara verið vesen sem við nenntum ekki að standa í.
Óheimil myndbirting
Gerðum ekkert
í þessu
http://www.unicef.is/vinir
Vinir UNICEF
Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi),
skemmtikraftur og leikari, fór og
heimsótti heilsugæsluverkefni UNI-
CEF í Gíneu-Bissá vegna dags rauða nefsins árið 2006. Hann var sömu-
leiðis kynnir í sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 1. desember.
KOMMENT: Ég var í Gíneu-Bissá í tíu daga. Þarna er mikið um að ungir
krakkar deyi úr malaríusmiti. Við vorum að opna augu fólks fyrir því að það
þyrfti bara fræðslu og fjármagn til að koma í veg fyrir það. Það er hægt að
bjarga mannslífum fyrir þúsundkall. Ég tók viðtöl við fólk sem hafði misst
börn úr malaríu og malaríusjúkt fólk á spítölum. Þetta tók svolítið á mig.
Maður gleymir því stundum hvað maður hefur það gott hérna á Íslandi.
Fór til Gíneu-Bissár
Sveppi er vinur
Unicef
HVAÐ SEGIR ÍSLENDINGABÓK?
Vegir netsins eru órannsakanlegir. Með lítilli fyrirhöfn má rekja ættir Sveppa í
Íslendingabók og þannig fékkst þetta ófullkomna ættartré.
Sverrir Þór Sverrisson
1977
Sverrir Friðþjófsson
1950
Elísabet Ingvarsdóttir
1951
Friðþjófur Björnsson
1920-2001
Ingvar Nikulás Pálsson
1922-2003
Steinunn Herdís
Hendriksdóttir Berndsen
1925-2002
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Sumt þarna meikaði alveg sens.
Einlægur, hlýr og svo framvegis.
gúglið