24 stundir - 05.07.2008, Page 13
Vegagerðarinnar sem komið var upp í samráði við þá
sjálfa. „Það er skrýtið ef hægt er að banna sumum bíl-
um að leggja í opinbert stæði en leyfa öðrum,“ segir
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustu. Ferðaskrifstofur greiða komugjöld í Þórs-
mörk, en sem renna til Ferðafélagsins og Útivistar til
viðhalds göngustígum og allri aðstöðu í Þórsmörk.
„Ferðaþjónustufyrirtækin sætta sig við þetta, enda
leggja félögin sannarlega í kostnað í Þórsmörk, við að
bæta aðstöðu og gæta umhverfisins,“ segir Þórir.
„Þetta snýst um fleira en Kerið, hvað kemur næst, ef
þetta verður leyft.“ Samkvæmt náttúruverndarlögum
er almenningi heimill aðgangur að óræktuðu landi án
takmarkana svo fremi sem umgengni er góð og engu
spillt.
Treyst á klósett við Dettifoss
„Kerið er klassískt dæmi um þessi eilífu almanna-
gæði og hver á að greiða fyrir þau. Þeirri umræðu er
ekki lokið hvað varðar uppbyggingu á ferðamanna-
stöðum,“ segir Elías Gíslason, hjá Ferðamálastofu.
Margir koma að ferðaþjónustu á Íslandi, en Ferða-
málastofa leggur til um 60 milljónir á ári í uppbygg-
ingu á ferðamannastöðum. „Það dugar ekki og við
höfum lagt til að upphæðin verði meira en þrefölduð.“
Kári Jónasson, fararstjóri, áður fréttastjóri sagði út-
varpinu mikla klósettsögu frá Dettifossi í vikunni. Á
þriðja hundrað ferðamenn sumir á vegum Kára þurftu
að ganga örna sinna bak við þúfur og steina nærri foss-
inum, því fimm kamrar höfðu verið lokaðir í viku. Elí-
as Gíslason vonast til að bæði Kerið og kamrarnir
hleypi krafti í umræðu um almannagæði og ferðaþjón-
ustu. Hann er ekki trúaður á að Kerfélaginu sé lagalega
stætt á að rukka fólk fyrir að ganga um. beva@24stundir.is
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Ekki kom fram hvað þeir
ætluðu að láta fótatak
ferðamanna við Kerið
kosta, en giskað er á 3-500
krónur. Magnaðast við
þessa fjáröflun hlýtur þó
að vera að Kerfélagið vildi rukka fyrir
aðstöðu sem opinberir aðilar höfðu
komið upp.
24stundir LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 13
Nýlega náðist mikilvægur
áfangi í mannréttindabaráttu fatl-
aðra, þegar tenging við tekjur
maka var afnumin. Síðar á kjör-
tímabilinu gæti annar áfangi
náðst því nú vinna íslensk stjórn-
völd að fullgildingu samnings
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fólks með fötlun. Tuttugasta ríkið
hefur þegar fullgilt samninginn
sem hefur þar með tekið gildi.
Um er að ræða lagalega bindandi
samning sem tryggir mannréttindi
og mannfrelsi fatlaðra einstaklinga
til jafns við aðra. Einhverjir kynnu
að spyrja sem svo, hvort virkilega
sé þörf á slíku á Íslandi. Svarið
við slíkri spurningu er já, því þótt
margt sé vel gert í málefnum fatl-
aðra getum við alltaf gert betur.
Við Íslendingar erum rík þjóð og
eigum að setja markið hátt.
Í stjórnarskrá lýðveldisins eru
mannréttindi vissulega tryggð en
fötlun er ekki tilgreind sérstaklega
í upptalningu yfir þætti sem ekki
megi mismuna vegna. Það er því
full ástæða til þess að festa rétt-
indi fatlaðra frekar í sessi. Ein-
staklingar sem búa við fötlun eiga
að geta tekið fullan þátt í sam-
félaginu án hindrana og aðgrein-
ingar. Slíkar hindranir eru því
miður til staðar. Það er enn verið
að reisa mannvirki þar sem að-
gengi fatlaðra er ábótavant. Að-
gengismál eru eitt stærsta baráttu-
mál fatlaðra, því þau snúast líka
um aðgengi að upplýsingum. Þar
má t.d. nefna skort á táknmáls-
túlkun, slæmt aðgengi blindra og
sjónskertra að heimasíðum o.s.frv.
Í orði og á borði
Fullgilding samningsins ein og
sér og hugsanlegar lagabreytingar
sem hún hefði í för með sér duga
þó ekki til að tryggja framkvæmd-
ina í reynd. Þótt ólíklegt sé að
einhver ákvæði íslenskra laga
gangi beinlínis gegn markmiðum
samningsins, þarf líklega að fara
fram ítarleg skoðun á því. Einnig
væri hægt að nýta tækifærið og
setja fram áætlun um úrbætur í
málefnum fatlaðra í tengslum við
fullgildinguna. Sérstakri eftirlits-
stofnun með samningnum verður
komið á laggirnar og þannig opn-
ast kæruleið fyrir einstaklinga sem
telja á rétti sínum brotið. Það ætti
að tryggja virkt eftirlit með fram-
kvæmd samningsins og að orðum
fylgi athafnir.
Samningurinn tekur einnig á
þáttum eins og viðhorfi til fólks
með fötlun. Brýnt er að auka
fræðslu og vekja almenning til
umhugsunar um stöðu fatlaðra
einstaklinga. Hafa verður í huga
að fatlaðir eru eins ólíkir og þeir
eru margir og þarfir þeirra mis-
munandi. Hér er því um að ræða
einstakt tækifæri til þess að
tryggja með heildstæðum hætti
réttindi allra þeirra sem búa við
fötlun.
Ekkert um okkur án okkar
Samráð við hagsmunaaðila er
nauðsynlegt við hvers konar
stefnumótun. Það á sérstaklega
við um vinnu eins og fullgildingu
þessa samnings. Það eru engir
betur til þess fallnir en fatlaðir og
hagsmunasamtök þeirra, að benda
á hvað betur mætti fara í þjón-
ustu og hvar aðgerða sé þörf.
Fulltrúar hagsmunasamtaka fatl-
aðra eiga sæti í nefnd Jóhönnu
Sigurðardóttur, félags- og trygg-
ingamálaráðherra, sem vinnur að
undirbúningi vegna samningsins.
Þar að auki er nú unnið að frekari
kynningu á samningnum meðal
einstakra félaga og almennings.
Það er löngu orðið tímabært að
fólk með fötlun fái viðurkenningu
sem fullgildir þátttakendur í sam-
félaginu. Þessi samningur er
vissulega skref í rétta átt en um
leið þurfum við að passa okkur á
að sofna ekki á verðinum. Tækni-
framfarir eru sífellt að auðvelda
daglegt líf okkar og það þarf að
tryggja að fatlaðir sitji ekki eftir í
þeirri þróun. Það má ekki ein-
blína um of á kostnaðinn þegar
kemur að bættri þjónustu við fatl-
aða. Umræða undanfarinna miss-
era hefur m.a. snúist um að auka
þátttöku okkar á vinnumarkaði.
Þar eru mikil sóknarfæri, bæði
fyrir fatlaða og ófatlaða. Með því
að tryggja fötluðum nauðsynleg
hjálpartæki og endurhæfingu ger-
um við þeim kleift að leggja jafn-
vel enn meira af mörkum til sam-
félagsins.
Höfundur er alþingismaður
Áfangi í baráttu fatlaðra
VIÐHORF aHelgi Hjörvar
Tækniframfarir
eru sífellt að
auðvelda dag-
legt líf okkar og
það þarf að
tryggja að fatlaðir sitji
ekki eftir í þeirri þróun.
Það má ekki einblína um
of á kostnaðinn þegar
kemur að bættri þjónustu
við fatlaða.
Sumar-
húsalóð
-Friður og kyrrð í sveitinni-
Lóð í landi Ásgarðs
í Grímsnesi til sölu.
Um 1.1 hektari að stærð. Lóðin er
á fallegum stað með góðu útsýni.
Nánari upplýsingar;
Sími 660 7681 og
netfang polg@islandia.is
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Laugardagur 5. júlí 2008
Litlu krúttin hennar
Kristbjargar eru rottur.
» Meira í Morgunblaðinu
HIn blíðustu skinn
Slæm er andúðin, en
verri er viðurkenningin.
» Meira í Morgunblaðinu
Guðbergur
Kvartmílan höfðar til
fólks á öllum aldri.
» Meira í Morgunblaðinu
Með gjöfina í botni
Hækkandi bensínverð
kann að hafa áhrif á hrað-
akstur á þjóðvegum.
» Meira í Morgunblaðinu
Færri teknir
Guðmundur velur 19 fyrir
Ólympíuleikana í Peking.
» Meira í Morgunblaðinu
Landsliðsval