24 stundir - 05.07.2008, Síða 32

24 stundir - 05.07.2008, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Ingibjörg Stefánsdóttir jógakennari segir okkur frá því hvað hún er að lesa, hlusta og horfa á þessa vikuna. Bókin á náttborðinu: Þær eru nokkrar. Ég er með eina sem heitir There is a Long Way to the Floor og er um þessar mundir að klára The Monk Who Sold his Ferrari. Að lokum er ég með bókina Love is Lett- ing Go of Fear. Tónlistin í spilaranum: Ég var að hlusta á lag í Ipod sem heitir Corazon. Lagið er flutt af spænsku pari sem kallar sig Floores. Ég er líka með Alison Krauss í spilaranum en hún er í uppáhaldi hjá mér. Á hvaða bíómynd fórstu síðast? Ég sá Sex and the City. Ég fylgdist með þáttunum og hef mjög gaman af þeim. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég er mjög hrifin af dýralífsþáttum og heimildarþáttum. Þeir sem ég horfi oftast á er Monkey life og Extraordiany People. Ingibjörg Stefánsdóttir MYNDBROT Hráefni 1 appelsína. 1 sítróna. 2-3 msk. flórsykur. 1 flaska rauðvín (3/4 lítri). 4 msk. koníak. 1-2 flöskur sódavatn. Aðferð: Skolið appelsínurnar og sítrónurnar, skerið þær í þunnar sneiðar og setjið í könnu. Hellið rauðvíni og koníaki yfir og látið standa í ísskáp í að minnsta kosti tvo klukkutíma. Bætið ísmolum og sódavatni í rétt áður en drykk- urinn er borinn fram. Kokteill vikunnar Sangría Bjarni Arason söngvari: Það verða eintóm rólegheit hjá mér um helgina. Ætli ég verði ekki að dandalast eitthvað á pallinum í hitabylgj- unni. Freyja Haralds- dóttir háskóla- nemi: Ég ætla að vera heima og slaka aðeins á, njóta þess að vera í borginni og taka því rólega. Björgvin Franz Gíslason leikari: Ég er að fara að leika með Söngvaborg á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Svo verð ég á Írskum dögum á Akranesi og skelli mér í brúðkaup til vinkonu minnar, Kristínar Þóru leikkonu. Hitabylgja og hátíðahald Hvar verður þú um helgina? Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona kom sá og sigraði á Grímuverðlaununum í ár en hún hefur verið sérstaklega áberandi í leiklistinni síðustu ár. Hér fáum við að sjá nokkrar skemmtilega myndir af Brynhildi í leik og starfi. Stelpan með stóru a ugun Ásamt litlu prinsessunni Fjölskyldan árið 20 02 ÆSKAN Í DAG FERMINGIN Fermingarstelpan Við pabbi vorum stór- glæsileg á fermingar- daginn minn árið 1986. Brúðurin Þarna er ég á brúð- kaupsdaginn ásamt vinkonum mín- um, þeim Immu, Siggu og Hörpu. Fyrsta stefnumótið Þarna erum við Atli, eiginmaður minn, 5 ára gömul í afmæli með Antoni Bjarnasyni, pabba afmælisbarnsins. Byggingarverktaki Ég var mjög stolt af þessum turni sem ég byggði í svefnherberginu mínu árið 1976. Brynhildur Guðjónsdóttir Ferðalangar Sumarið 2000 skruppum við Atli í Leppstungu og þar var þessi skemmtilega mynd tekin. Litla prinsessan Þarna er ég árið 2002 ásamt Rafnhildi, dóttur minni. Útsalan er hafin 40% afsláttur Laugavegi 51 - sími 552 2201 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við pabbi vorum stórglæsileg á fermingardaginn minn. myndalbúmið

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.