Eintak - 01.11.1993, Side 10
Er þörf fyrir nýtt tímarit?
Milli þess sem fólk óskaði okkur aðstandendum Eintaks velfarnaðar
komu aðrir til okkar og spurðu þessarar spurningar. Og fengu fá svör.
Við höfðum ekki leitt hugann að því hvort sérstök þörf væri fyrir blaðið
sem við ætluðum að gefa út.
Fyrir okkur var það álíka fjarlægt og að spyrja rithöfund með bók í
smíðum hvort nokkur þörf væri fyrir þá bók? Hvort ekki væri til nóg af
bókum? Hvort væri á það bætandi?
Eða mann sem gengur í félag til að
stunda fótbolta hvort ekki væri nóg
af knattspyrnumönnum í heimin-
um? Eða mann sem kæmi til vinnu
niður á höfn hvort hann héldi að
farmurinn kæmist ekki á land þótt
hans nyti ekki við?
Við sáum ekki hvers vegna fólki
var umhugað um að við gerðum ekki
einhvern óþarfa.
I sjálfu sér eru tímarit óþörf. Ekki
bara það tímarit sem við erum farin
að gefa út, heldur öll tímarit. Mann-
kynið lifði lengi áður en það fékk
tímarit og engar heimildir eru um að
það hafi saknað þeirra. Og enginn
hefur dáið vegna þess að hann
vantaði tímaritið sitt.
En þannig er það um margt. Og
jafnvel sumt af því sem fólk á erfitt
með að neita sér um. Eins og smjör,
ævisögur, útivist og jafnvel kynlíf.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
engin þörf á að Islendingar stundi
kynlíf næstu árin. Islendingar eru
nógu margir - og ef miðað er við
atvinnuástandið eru þeir of margir.
En þótt tímarit séu álíka óþarfi og
kynlíf viljum við sem stöndum að
Eintaki ekki vera án þeirra. Og þar
sem við höfum unnið við að gefa þau út viljum við ekki bara lesa þau,
heldur líka búa þau til.
Ekki vegna þess að við höfum einhvern boðskap að flytja. Eintak er
ekki tímarit fyrir félagshyggjufólk eða frjálshyggjumenn frekar en aðra,
og því er ekki ætlað að styðja neinn né vera vont við annan. Það á ekki
að efla neinn í trúnni og ekki frelsa neinn heldur.
Ef okkur tekst það sem að er stefnt mun tímaritið höfða til þess al-
menna í flestum mönnum. I því verður ekki frímerkjadálkur fyrir frí-
merkjasafnarann, íþróttir handa sportfíklum né umfjöllun um viðskipti
handa þeim sem ekkert annað nenna að lesa. Það er nefnilega trú okkar
á Eintaki að allt fólk sé nokkuð líkt. Það getur haft séráhuga á hinu og
þessu, en allir eiga sameiginlegan áhuga á fólki. Ekki vegna hnýsni eða
afskiptasemi, heldur einfaldlega vegna þess að við skiljum heiminn og
okkur sjálf í gegnum annað fólk.
Við getum viðhaldið dómhörku og miskunnarleysi gagnvart þeim
sem hafa brotið reglur samfélagsins þar til við kynnumst sögu þeirra.
Hún breytir ef til vill ekki skoðunum okkar á refsingum sem beitt er við
þessum brotum, en á eftir mun okkur ekki veitast eins auðvelt að for-
dæma þá sem fremja þau. Við getum álitið margt af því sem annað fólk
hefur fyrir stafni næsta fánýtt þar til það skýrir út fyrir okkur hvað
drífur það áfram. Og við getum myndað okkur skoðanir á ákveðnum
einstaklingum og haldið fast í þær, allt þar til við kynnumst lífi þeirra og
viðhorfum. Þannig eru tímarit - eða ættu að minnsta kosti að vera.
Tímarit eru eins og aðrir fjölmiðlar eins konar samkomustaður þar sem
lesandinn hittir þá sem fjallað er um.
Áður en nútíminn hitti íslendinga í hausinn lifðu þeir nokkuð sáttir
hver í sinni sveit. Þeir þekktu nábúa sína eins vel og sína nánustu, en
höfðu næsta lítið af fólki í öðrum landshornum af segja. Þeir fengu
fréttir úr fjarlægari hlutum sveitarinnar í kirkjuferðum eða með þurfa-
lingum og þá oft stórlega ýktar.
Núorðið búa flestir íslendingar í
þéttbýli, en hafa hins vegar næsta lítið
af nábúum sínum að segja. I
fjölmiðlum heyra þeir þeim mun
meira af fólki úr fjarlægum byggðum.
Fregnirnar af nágrönnunum eru
stopulli - og líklega oftast ýktari.
Þannig hefur heimurinn breyst og
allir eru orðnir leiðir á að velta því
fyrir sér hvort það sé til góðs eða ills.
Við lifum í heimi þar sem við metum
okkur sjálf ekki aðeins með hliðsjón
af þeim sem við berum virðingu fyrir
í nánasta umhverfi okkar, heldur
veltum við fyrir okkur örlögum og
sögu, viðhorfum og tilfinningunr
fólks sem við rekumst kannski aldrei
á. Og til þess getum við notað fjöl-
miðla - eins og tímarit.
En fjölmiðlar eru auðvitað eins
misjafnir og fólkið. Ef við skoðum
hvers kyns líf þeir endurspegla, þá
mætti ætla af lestri sumra blaða að
maðurinn væri eins konar korktappi
sem flýtur með straúmum sem virð-
ast tæpast eiga upptök sín í mann-
heimum. Þetta er sérlega algengt í ís-
lenskum fjölmiðlum. I skjóli fámenn-
is hefur skapast hefð í íslenskri blaða-
mennsku fyrir eins konar óper-
sónulegri heimssýn. I slíkum frásögn-
um eru menn aldrei gerendur, heldur aðeins þolendur. Ástandið er
slæmt og útlitið dökkt, en þannig virðist það hafa orðið af sjálfu sér.
Annars staðar er gengið út frá þeirri sígildu lífssýn að heimurinn fari
versnandi; óþjóðalýður vaði uppi sem aldrei fýrr á öllum vígstöðvum og
enginn ráði við neitt - síst af öllu þeir sem vinna við það. Og svo eru
þeir sem vilja endurspegla lagfærða mynd af veröldinni. Samfélagið er
einhvern veginn ekki alveg samboðið þeim.
Ef einhver kærir sig um að leita að sjónarhorni okkar á samfélagið
vonum við að sá komist að því að við teljum heiminn fullgóðan og
fólkið sem í honum býr ágætlega boðlegt. Kannski er það fýrst og fremst
vegna leti, en við erum fyrir löngu búin að gefast upp á því að líta niður
á lífið. Það er svo miklu auðveldara að þykja gaman að því en leiðast
það.
Og úr því fjölmiðlum er ætlað að endurspegla lífíð og tilveruna
ætlum við að reyna að birta sem flestar myndir hennar. Það getur verið
óskaplega leiðinlegt að vinna bara með það sem er gott og gilt. Það er
lítið gaman að lífinu ef helmingur þess er annað hvort hættulegur eða
óæskilegur, bjánalegur eða púkó.
Við munum því fjalla um flest sem okkur dettur í hug. Og vonumst
að sjálfsögðu til að einhver hafi gaman af. Þótt til þessa blaðs sé fýrst og
fremst stofnað svo við sjálf getum haft það skemmtilegt.
Gunnar Smári Egilsson
10
EINTAK NÓVEMBER