Eintak - 01.11.1993, Síða 34
Guðmundur Andri Thorsson er Reykvíkíngur sem bjó víð þau
ósköp sem ungur drengur að vera sendur tíl dvalar á Akureyf
hvert sumar, Hér gerir Guðmundur Andrí upp við þann tíma,
í hitteðfyrra fór ég til Akureyrar og ráfaði þar
um bæinn heilan dag. Það var vetur. Ég var hel-
víthis hálfvithi að sunnan. Ég bar það alveg með
mér: göngulagið vitnaði um hálfvitaháttinn, hjá-
rænulegur svipurinn, fyrirhyggjuleysið í vettl-
ingaleysinu, spjátrungshátturinn í frakkavalinu
sem engan blekkti sem varð litið á skóna - þetta
eilífa gón út í loftið; það leyndi sér ekki hvaðan
þennan mann bar að.
Ég var að vitja bernskustöðva í leiðinni. Og
þegar ég stóð við dyrnar á Amaro bærðist eitt-
hvað í brjósti mér sem líktist kennd. Ég hafði
dvalið langdvölum í þessum bæ á sumrin sem
krakki, og hann hafði mótað mig. Þetta er játn-
ing, hreinskilið og opinskátt uppgjör: Það var
Akureyri sem gerði mig svona eins og ég er.
Þótt ég stæði einn og rammvilltur í miðjum
háannatímanum í Tokyo, gnæfði einn upp úr
gulu jakkafatamannhafinu, fyndi ég ekki jafn
sterkt til sérstöðu minnar og furðulegheita og ég
gerði sem barn á Akureyri. Hvers vegna? Það var
ekki vegna þess að ég var með svona stórt skarð á
milli framtannanna, og ekki heldur vegna þess að
ég var feitur - heldur hitt, að ég var úr Reykjavík,
og staddur á Akureyri. Mér tókst aldrei að ná
þessu dugnaðarlega myndarfasi sem einkennir
Akureyringa og raunar alla Eyfirðinga. Ég hafði
ekki blómlegt litaraftið; ég átti ekki til hressileik-
ann, kunni ekki að beita röddinni þessum kvart-
tón hærra en sunnanmenn gera, hafði ekki
hljóminn, hafði ekki vald á lokhljóðunum.
Og því varð ég sá sem ég er. Ég varð innipúki
og bókabéus, lá í þjóðlegum fróðleik, einkum
draugasögum og öðrum undarlegheitum í stað
þess að stunda heilbrigða útiveru. Það var sem sé
hin akureyrska æska sem gerði mig bókhneigðan
og sjálfsagt að sýna henni þakklæti fyrir það svo
sem henni ber - og þegar ég nú ráfaði þarna í
kringum þessi sumur bernsku minnar þegar úti
var sól en inni ríkti römm forneskjan, þá skildist
mér að hversu víða sem ég
þættist hafa farið og margt
séð og margt lesið og marg-
víslega forframast - þá yrði
ég aldrei annað en helvíthis-
bölvaðurhálfvithi að sunnan.
Ég náði mér ekki á strik fyrr
en ég dróst sorgfullur ferða-
langur á krá sem hét Uppinn,
en það orð mun vera haft
„Ég varað horfa á
Akureyringa skemmta
sér- tfskuklædda,
myndarlega, Ijóshærða
og sólbrúna
og skíðalega. “
sem hrósyrði þar nyrðra, þar sem líflegt tríó lék
að vísu ekki undir samræðum fólks heldur frem-
ur yfir þær og þarna hitti ég fólk úr Reykjavík sem
ég þekkti naumast nema rétt í sjón og það naum-
ast mig, nema þetta urðu
fagnaðarfundir; þetta varð
ráðstefna hálfvitanna; þetta
var eins og þegar Islendingar
hittast einhvers staðar í Ind-
landi - heyrðu ert þú ekki
þessi og þessi - og innan tíðar
var eins og allir hefðu þekkst
lengi.
Akureyringar og Reykvík-
ingar: þessi skarpa megin-
andstæða þjóðlífsins milli
hinna stoltu og árásargjörnu
norðlinga og ríku og sakbitnu
og menningarsnauðu sunn-
anmanna; það er í rauninni
stórkostlegt að svona þjóðarkríli geti rúmað svo
afdráttarlausa andstæðu. Aðrir landsmenn horfa
fremur á hana utan frá og eiga jafnvel erfítt með
að skilja þessa sérstöku tegund af tortryggni sem
ríkir þarna á milli - þetta er tortryggnin sem ríkir
milli konungsins og helsta keppinautar hans sem
telur sig eiga tilkall til valda. Þegar aðrir lands-
menn veitast að Reykvíkingum tala þeir jafnan
um sinn eigin skerf til þjóðarbúsins sem þeir vilja
sjálfir fá að ráðskast með í stað þess að auðurinn
fari suður í hendur kontórista að deila út eða
breytist í fasteigna- og aðstöðugjöld sem svo aftur
breytast í tjarnhús. Þessum ræðum má Reyk-
víkingur ævinlega sitja undir snúandi þumlum
og muldrandi í barm sér hvar sem er á landinu,
nema kannski helst á Akureyri. Gagnrýni þeirra
sem byggja Höfuðstað Norðurlands er einhvern
veginn öðruvísi og það er erfiðara að höndla
hana. Hún er miklu óbeinni - þeir tala ekki um
gjaldeyristekjur þar, þeir svífa ekki heiftúðugir á
mann þegar þeir vita hvaðan maður kemur og
spyrja snöggt: hvað skaffar þú nú í þjóðarbúið
góði, eins og Vestfirðingar og Vestmanneyingar
væru vísir til að gera áður en þeir heilsa manni að
sjómannasið. Það er hins vegar einhver tónn sem
er hárfínn en fer samt ekki á milli rnála, það er
einhver háðstónn gagnvart sunnanmönnum, eins
og þeir líti í alvöru niður á þá, sjái í gegnum þá,
en um leið er þetta háðstónn þess sem verður
undir, ómaklega að eigin mati; þetta er háðstónn
Frakkans í garð Ameríkanans, Frammarans í garð
Skagamannsins.
Munurinn á íslensku Reykvíkinga og Akur-
eyringa liggur ekki í lokhljóðunum eða rödduðu
enni. Reykvískan vitnar um aðra skaphöfn. Hún
er ekki mál þess sem hefur yndi af því að hlusta á
eigin rödd; hún er ekki heldur mál þess sem vill
segja sögur; hún er ekki mál þess sem móta vill
hugsun sína í meitlaðar setningar. I reykvískunni
felast fremur möguleikar til að láta í ljós gildismat
sitt, hún hentar fremur til að fella dóma um um-
hverfið sem eru jafnafdráttarlausir og þeir eru
stuttaralegir. Reykvískan er tungutak þess dóm-
harða sem vísar spurningum á bug með setning-
urn á borð við veitþað-
ekki eða helst með
aðeins einu orði: Bara.
Velþóknun er látin í
ljós með einu lýsingar-
orði sem gjarnan er
orðið Æðislegt, og yfir-
leitt má segja það um
reykvískuna að hún
einkennist fyrst og
fremst af því að mál-
notandi vill fyrst og
fremst upplýsa um-
hverfið um tilfmninga-
leg viðbrögð sín gagn-
vart því, og þær kenndir
sem það kveikir með
viðkomandi, frernur en
„...þá skildist mér að hversu víða sem ég
þættist hafa farið og margt séð og margt lesið
og margvíslega forframast - þá yrði ég aldrei
annað en helvfthisbölvaðurhálfvithi að sunnan. “