Eintak - 01.11.1993, Page 57

Eintak - 01.11.1993, Page 57
ALLT UMMDIÐ EITT KJÖRDÆMI Þriðja leiðin er að gera alit landið að einu og sama kjördæminu. Sú tillaga er gömul, mun einna fyrst hafa komið fram hjá Héðni Valdi- marssyni á fjórða áratug aldarinnar, og hefur æ síðan notið nokkurs fylgis í A-flokkunum. Á fundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um kjör- dæmamálið snemrna í október lýstu fulltrúar fjögurra flokka yfir að þeir gætu með eðlilegum fyrirvörum hugsað sér að ræða slíka breytingu. Þar kom mest á óvart framlag framsóknarmanns- ins og Eyfirðingsins Jóhannesar Geirs Sigur- geirssonar, enda áttu menn síður von á slíkum málflutningi af landsbyggðinni, en raunar höfðu svipuð sjónarmið heyrst um þessi mál áður frá Vestlendingnum Jóhanni Ársælssyni. Þessir landsbyggðarmenn segja sem svo að engin leið sé til lengdar að komast hjá því að sinna kröfum suðvesturlands um jöfnun atkvæðisréttar. Versta leiðin til slíkrar jöfnunar sé hins vegar að lands- byggðin gefi eftir sína menn suður. Klassíska lausnin á þessum vanda, - að fjölga þingmönn- um - sé ófær. Þess vegna sé rökrétt að gera landið að einu kjördæmi þar sem allir þingmenn yrðu þingmenn alls landsins. Við slíkar aðstæður yrðu flokkarnir að höfða til staðbundins fylgis á lands- byggðinni. Þar með sé engan veginn víst að þing- mönnum af landsbyggðinni fækki til muna. Athugasemdir við að landið sé gert að einu kjördæmi eru að sjálfsögðu ýmsar. Þær veigamestu snúa að því hvernig eigi að tryggja eðlileg áhrif kjósenda á framboðslista flokkanna. Ef allt þingið væri kosið í einu kjör- dæmi eftir hefðbundnum hlutfalls- reglum er hætt við að flokkarnir mundu raða öllum sínum kanónum í „örugg“ sæti, - kjósendur væru þá í rauninni að kjósa um það bil tíu til 15 frambjóðendur; þeir fengju þá hugs- anlega að velja milli til dæmis 23.-27. manns á D-lista, 12.-15. nianns á fram- sóknarlistanum og 8.-11. manns á G- lista og þar fram eftir götunum. Þeir „Stolnu þingsætin“ Þessir þingmenn lands- byggðarinnar sitja á þingi fyrir atkvæðastyrk úr þéttbýlinu á suðvestur- horninu, Gunnlaugur Stefánsson og SlGHVATUR BJÖRGVINSSON Gunnlaugur situr í sæti Magnúsar Jónssonar úr Reykjavík og þeir Sighvatur og Jón Gunnarsson úr Reykjanesi eiga jafnan rétt á sætinu hans Sighvatar. kjörið og kosningarnar þannig að kjósendum væri skylt að taka afstöðu til listauppröðunar - svipað og nú gildir um útstrikanir og uppröðun í kjörklefanum, en með miklu meiri áhrifum kjós- endanna. RÓTTÆKAR BREYTINGAR EÐA NÝJAR MÁLAMIÐLANIR 1 umræðum um nýtt kosningakerfi hafa heyrst enn fleiri leiðir, sem flestar eru þá einhvers konar afbrigði eða blöndur af þeim sem hér hafa verið reifaðar. Ein þeirra er kerfi svipað og viðhaft er í Þýskalandi og var við lýði hér fyrr á öldinni, nefnilega sambland einmenningskjördæma og landslista. Kjósandi hefði þá til dæmis tvö at- kvæði; hann kysi sinn mann í kjördæminu með öðru atkvæðinu, og notaði hitt í hlutfallskjöri á landsvísu. Eitt er hugsa upp hina æskilegustu skipan - annað að ná pólitísku samkomulagi um breytingar. I núverandi stöðu er afar ólíklegt að neinn annar flokkur en sá stærsti sætti sig við ein- menningskerfi, jafnvel þótt jöfnunarsæti fylgdu. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka deildar mein- ingar um svo róttæka uppstokkun, og samþykkt landsfundar Sjálfstæðismanna sýnir að þar ætla menn fram í þessu máli af sæmilegu raunsæi og sveigjanleika. Hinar tvær leiðirnar eru því liklegri, annað hvort að landið verði eitt kjördæmi með auknu persónuvali í einhverri mynd, eða að núverandi kerfi verði einfaldað með jöfnun atkvæðisrétt- ar að meginmarkmiði. Og allra lík- legast er auðvitað eins og venjulega að ekkert gerist eða eitthvað mjög smávægilegt, vegna þess að þegar hagsmunum er ógnað er hentug- asta vörnin yflrleitt sú að reiða sig á óbreytt ástand, hafa það eins og það var: status quo ante. Hér skal því spáð í bjartsýnis- kasti að þótt slík vörn geti tafið framgang breytinga reynist hún að þessu sinni ekki haldgóð til lengdar. Stefán Guðmundsson, Olafur Þ. Þórðarson OG JÓN KRISTJÁNSSON Stefán er í sæti Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, Ólafur í sæti Bolla Héðinssonar og Jón í sæti Jóhanns Einvarðssonar. VlLHJÁLMUR EGILSSON, ElNAR K. GUÐFINNSSON, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, Eggert Haukdal og Egill Jónsson Vilhjálmur situr fyrir Þuríði Pálsdóttur, Einar fyrir Maríu E. Ingvadóttur, Guðjón fyrír Guðmund H. Garðarsson, Eggert fyrir Guðmund Magnússon og Egill fyrir Gunnar I. Birgisson. sem vilja athuga betur þennan kost beina þess vegna sjónum sínum að því hvernig eigi að tryggja kjósendum áhrif á persónuval flokkanna. Til þess arna hafa meðal annars verið uppi til- lögur um formlegt og lögbundið prófkjör sem fram færi á sama tíma hjá öllum flokkum, ekki ósvipað og hefðbundnar forkosningar I Banda- ríkjunum. Einnig hefur vakist upp gömul hug- mynd frá Vilmundi Gylfasyni sem eitt sinn lagði til að kjósendur gætu valið milli þess að greiða flokki atkvæði eða tilteknum einstaklingum á lista eins flokks eða fleiri. Atkvæði greidd einstak- lingunum nýttust þeim þá sérstaklega, en deild- ust jafnframt milli flokkanna sem þeir fylgdu að málum. Enn mætti hugsa sér að sameina próf- Kristinn H. Gunnarsson og Ragnar Arnalds Krístinn er í sæti Auðar Sveinsdóttur og Ragnar í sæti Sigríðar Jóhannesdóttur. Þrýstingur er einfaldlega orðinn of mikill innan kerfis og utan til að það haldi lengi, jafnvel uppá- lappað. Krafan um breytingar á kosningakerfmu sameinar nú margvíslega hagsmuni og tilfinning- ar: réttheimtu höfuðborgarbúa, gremju vegna kjördæmaævintýra á kostnað þjóðarhags, vonir um raunhæfari flokkaskipan, óskir um velja menn en ekki flokksskrifstofur, æpandi þörf á skynsemi og skilvirkni í pólitíska kerfmu. Ekkert eitt skipulagstrix getur sameinað þetta allt saman. Hins vegar er það skref í áttina að pólitíkusarnir eru farnir að skilja að það er eitthvað rotið í ríki Dana... Mörður Ámason er islenskufrœðittgur og ólœknandi áhugamaður um pólitík. N 0 V E M B E I N T A K 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.