Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 10.02.1994, Qupperneq 10

Eintak - 10.02.1994, Qupperneq 10
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Bonni, Bragi Ólafsson, Davíð Alexander, Einar Ólason, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný, Glúmur Baldvinsson, Hallgrímur Helgason, Haukur Snorrason, Hilmar Örn Hilmarsson, Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Kaldal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Proppé, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Siðferði í stjórnmálum Ólafur Ragnar Grímsson krafðist þess á mánudaginn að Davíð Oddsson segði af sér sem forsætisráðherra þar sem hann hefði ekki sagt satt til um afskipti sín af skipun Hrafns Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra Ríkissjónvarpsins fyrir tæpu ári. Ólafur vitnaði til bréfs sem Davíð sendi Heimi Steinssyni útvarpsstjóra og taldi Ólafur þetta bréf sanna ósannindi Davíðs þrátt fyrir að hann hefði ekki séð bréfið heldur aðeins heyrt um tilvist þess. Davíð svaraði því til að hann sæti hvorki né viki úr embætti eftir óskum eða kröf- um Ólafs. Hann væri fyrir löngu hættur að taka mark á þeim manni. Þetta rifrildi þeirra fjandvina niðri á þingi var hvorki fréttnæmt né ýkja skemmtilegt, jafnvel þótt reynt væri að meta það út frá mælskulist leikskólanna. Hvorugur vann en báðir töpuðu — í það minnsta stjórn á skapi sínu. En þetta er rifjað upp hér sökum þess að þetta er nýjasta tilfellið þar sem einhver stígur á stokk og krefst þess að stjórnmálamaður segi af sér fyrir að segja ósatt, misnota aðstöðu sína, brjóta af sér í embætti vísvitandi eða óafvitandi, fara með það fé sem honum er treyst fyrir eins og sína eigin vasapeninga, veita því til flokksfélaga eða vina eða einfaldlega kasta því út um gluggann. Og jafn oft og þessari kröfu hefur verið haldið á lofti hefur hún verið hunsuð. Hún er þreytt klisja, eins og „úlfur, úlfur“ í ævintýrinu, nema hvað aldrei kemur úlfurinn. Það er öllum ljóst að einhver viðurlög þurfa að gilda um stjórn- málamenn sem misnota aðgang sinn að opinberu fé sjálfum sér eða vinum og félögum til framdráttar á kostnað eigenda fjárins, al- mennings. Á sama hátt og hluthöfum í stórfyrirtækjum er nauðsyn á að setja strangar reglur um sjálftekin laun æðstu stjórnenda þess og ráðstöfun þeirra á fjármunum fyrirtækisins til að tryggja að fyr- irtækið verði áfram raunveruleg eign hluthafanna en ekki stjórn- endanna, þannig er almenningi nauðsynlegt að settar verði strang- ar reglur um meðferð stjórnmálamanna á því fé og þeirri aðstöðu sem þeim er treyst fyrir. Annars er hætt við að stjórnmálamennirn- ir hegði sér sem eigendur ríkisins en ekki umboðsmenn almenn- ings. Hluthafar í stórfýrirtæki geta sett stjórnendunum stólinn fyrir dyrnar á hluthafafundi. Almenningur fær hins vegar að kjósa sér þingmenn á fjögurra ára fresti og verður að treysta á að þeir hafi ekki spillst við kjötkatlana áður en þeir ná að setja stjórnmála- mönnum sams konar reglur. Hingað til hefur það ekki gengið eftir. Eina vopn almennings er að beita stjórnmálamenn látlausum þrýstingi. Sú litla breyting á almenningsálitinu á undanförnum tveimur áratugum eða svo, hefur ekki orðið til annars en að stjórn- málamenn hafa fundið sig afskipta þegar kvartað er undan spill- ingu þeirra, þjappað sig saman og klappað hver öðrum á bakið með ráðleggingum um að best sé að segja sem minnst og standa þetta af sér. Almenningur er fljótur að gleyma. Þeir vita að þeir komast jafnvel upp með að ybba gogg á móti og segja almenningi að hon- um komi þetta ekki við. „Ef maður má þetta ekki, þá má maður nú ekki neitt.“ I EINTAKI í dag eru rifjuð upp nokkur mál úr nýliðinni, ís- lenskri stjórnmálasögu sem myndu kosta stjórnmálamenn starfið og framann í næstu nágrannalöndum. Dæmi af þessum málum eru lögð fýrir fólk sem virkt er í stjórnmálalífmu og virðist afstaða þess vera harðari í orði en viðbrögð flokka þess eru á borði. Til saman- burðar eru rakin mál frá Bandaríkjunum og Danmörku þar sem virk hefð er fyrir því að stjórnmálamenn séu látnir bera ábyrgð á orðum sínum og verkum. í þeim samanburði verður æra, traust og heiður íslenskra stjórn- málamanna lítill. Og sömuleiðis íslenskra kjósenda.O Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT z o co cn o z 0 < z o “3 o HÚN SEQIR Ríkisútvarpið Það er ég! HANN SEQIR Þaðerekki nógað reka Arthúr Björgvin Það er alveg ótrúlegt hvað for- sætisráðherra er annt um innri mál Ríkisútvarpsins og með hve vökulum augum hann fylgist með því að röklegt santræmi sé í gjörð- um útvarpsstjóra. Eftir makaiaust sjónarspil í kringum ráðningarmál Hrafns Gunnlaugssonar í fyrra mætti ætla að ráðamenn þjóðar- innar hefðu öðrum og mikilvæg- ari hnöppum að hneppa, en að skíta sig meir út á starfsmanna- haldi Ríkisútvarpsins. Fingraför forsætisráðherra eru út um allt þegar litið er á brott- rekstur Arthúrs Björgvins Bolla- sonar í liðinni viku. Heimir Steinsson rak Arthúr, en greini- legt var, að þar var hann hand- bendi æðri máttarvalda eins og hann hefur menntun til. Eftir brottvikninguna steig Davíð fram og predikaði (eins og hann hefúr ekki menntum til) um að sam- ræmi yrði að vera í gerðum út- varpsstjóra. Nú er sá galli á málinu í heild að það er ekki samræmi í gjörðum neins. Heimir rak Hrafn fyrir ummæli sem hann taldi vera kornið sem fyllti mælinn, enda var Hrafn með áminningu á bakinu frá Markúsi Erni, fyrrverandi út- varpsstjóra. Heimir rak hins vegar Arthúr Björgvin vegna þess að Davíð Oddssyni fannst bréf Art- húrs til Hauks Halldórssonar, formanns Stéttasambands bænda, vera kornið sem fyllti mælinn og hefði sjálfur, væri hann útvarps- stjóri, verið búinn að veita honum áminningu fyrir löngu. Undir þetta tók svo menntamálaráð- herra sem taldi að það hefði átt að vera búið að stöðva Arthúr fyrir löngu. Ef einhvers samræmis gætti í málinu, hefði Heimir áminnt Art- húr fýrir að fara á bak við sig og hnupla frá sér heilögu bréfsefni, en rekið hann næst þegar hann gaukaði bréfaklemmu eða teygju að næsta bónda sem hann kæmist í tæri við. Úr því sem komið er eiga menntamálaráðherra og for- sætisráðherra engan annan kost í stöðunni, ætli þeir að gæta sam- ræmis, en að veita Arthúri meiri völd og betri laun. Það sem eftir stendur af málinu er að Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson hafa skapað sögu sem er í senn fyndnari og frjórri, en sjónvarps- leikrit Davíðs og kvikmyndir Hrafns til sam- ans. Arthúr Björgvin sem var algjör aukapersóna í framvindunni, fær það þakk- láta hlutverk að vera fórnar- lamb ofstækis forsætisráð- herra og baðar sig í sviðsljós- inu. Fyrir það er hann sjálf- sagt Davíð og Hrafni ævarandi þakklátur. Hrafn er ekki mjög vin- sæll hjá „ þjóðinni og því Davíð þungur í skauti. Það eina sem hef- ur komið í veg fyrir algera niður- lægingu Davíðs og Ólafs G. í mál- inu, er að Heimir og Arthúr eru ekkert sérlega vinsælir heldur, en samúð þjóðarinnar er með þeim eftir síðustu atburði. Sjálfstæðismennum sem kom- ast til valda hjá ríki og bæ virðist vera umhugað um að sýna lands- lýð að pólitísk völd séu i eðli sínu spillt og gera sitt ýtrasta tii að ntis- nota þau. Er leikurinn til þess gerður að því verði fagnað þegar skrefíð verður stigið til fulls og einkavinunum fært Ríkisútvarpið á silfurfati?© Bar Heimi að reka Arthúr Björgvin? Hvað hefði ver- ið sagt ef Eyj- ólfur Sveins- son aðstoðar- maður forsætis- ráðherra hefði skrifað Kristj- áni Ragnars- syni í LÍÚ bréf um hversu Þor- steinn Páls- son væri afleit- ur maður: hon- um væri ekki treystandi til að úthluta kvóta, þyldi ekki sjó- menn og græfi sífellt undan ríkisstjóminni? Og Eyj- ólfúr hefði síðan klykkt út með aðsegja ffamkomu Þorsteins gagn- vart útgerðaraðlinum jafnast á við ofsóknir Stalíns gegn kúlökum? Ég hef á tilfinningunni að Eyjólfi yrði ekki vært í Múrnum lengi eftir það. En jafnvel þó svo allar lýsing- amar á Þorsteini hér að ofan væru dagsannar, myndi enginn maður í stöðu Eyjólfs senda Kristjáni þessar línur. Nema kannski Arthúr Björg- vin Bollason. Svívirðingar Arthúrs í bréfi hans til Hauks Halldórssonar bænda- fursta em heill kapítuli út af fyrir sig og bera smekkleysi hans ófagurt vitni. Að líkja samstarfsmönnum sínum við böðla þriðja ríkisins er náttúrlega svo viðurstyggileg ásökun að ekki tekur neinu tali, en er ekki síður lágkúrulegt gagnvart núnn- ingu fórnarlamba na/.ista. En kannski þetta sýni bara hvað mann- skepnan er fljót að gleyma, jafhvel þegar þýskmenntaðir menn eins og Arthúr eiga í hlut. Auðvitað átti Heimir Steinsson að reka Arthúr vegna bréfsins. Hann átti ekki einu sinni að ráða manninn, því eins og ffam hefúr komið hafði Heimir enga heimild til þess að búa til þessa stöðu eða að ráða Arthúr í hana. Tala nú ekki um þegar ráðgjaf- inn hefúr jafnmikla dómgreind og raun ber vitni. Einhvern tímann í fyrndinni komst á sá leiði siður að einu sinni á ári færi útvarpsstjóri í sparifötin, flytti þjóðinni áramótaávarp sitt og gerðist þannig eins konar jafningi forseta og forsætisráðherra. Þetta fýrirkomulag getur valdið offnetnaði og mér er ekki örgrannt um að þetta hafi hent Heimi. Mér er svo sem sama þótt útvarpsstjóri flytji þetta ávarp sitt, eitthvað verða menn að hafa fyrir stafúi. En að hið annasama starf útvarpsstjóra krefjist aðstoðarmanns, líkt og títt er um ráðherra, er ofvaxið mínum skilningi. Þær vamir Arthúrs að hann hafi bara verið að lýsa persónulegri skoð- un sinni í einkabréfi til Hauks eru fráleitar. Mín vegna hefði hann mátt segja Hauki skoðun sína yfir mysu- glasi á Mímisbar, en að hann — sjálfur „skipulags- og dagskrárráð- gjafi útvarpsstjóra“ — skuli skriflega lýsa yfir skoðun „þorra starfs- manna“ Ríkisútvarpsins á bréfsefni stofiiunarinnar segir allt sem segja þarf. Miðað við útbreiðslu bréfsins virðist Haukur vægast sagt ekki hafa litið á það sem einkabréf, enda hefði Arthúr þá gerst sekur um misnotk- un á bréfsefni og frímerkjum stofn- unarinnar í einkaþágu, sem einnig varðar brottrekstri. Vandræði Ríkisútvarpsins hafa orðið til þess að efasemdir urn hæfúi útvarpsstjóra til starfans hafa vaknað meðal forystumanna í öllum stjórn- málaflokkum. En er Heimir Steins- son rót vandans? Nei, því miður er ekki hægt að skella skuldinni á einn mann og afgreiða málið með því að láta hann fjúka, þó svo það kynni að höggva á þennan tiltekna hnút. At af því tagi, sem þjóðin hefúr horft upp á síðustu daga, mun verða til staðar svo lengi, sem ríkið er að vasast í fjölmiðlarekstri.© 10 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.