Eintak

Issue

Eintak - 10.02.1994, Page 25

Eintak - 10.02.1994, Page 25
Björg Magnúsdóttir bankastarfsmaður og móðir Elísu Hennýjar Arnardóttur „Bjarki var sextán ára þegar hann hringdi einhverju sinni dyrabjöllunni og spurði eítir Elísu. Mér fannst hann ósköp langur og mjór eins og drengir eru á þeim aldri. Mér fannst hann ná alveg upp í dyrastaf. Áður en hann birtist hafði hann hringt ansi oft í Elísu og bróðir hennar var búinn að segja mér að það væri alltaf einhver steggur að hringja í hana. Nafhið festist því við Bjarka í dálítinn tíma og hann kunni því víst bara vel. Við hjónin erum miklir handboltaáhugamenn en maðurinn minn, Örn Henn- ingsson, er liðsstjóri hjá Víkingum. Því héldu margir að við hefðum sjálf valið Bjarka fyrir Elísu. Mér hefur alltaf fundist Bjarki svo kurteis, notalegur og prúður. Hann hefur aldrei miklast af því sem honum hefur áunnist og kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur.“ Guörún HeJgadóttir rafvirki og handboltamaður „Ég var mjög feiminn þegar ég hitti Björgu og fjölskyldu hennar fyrst og reyndi bara að fara meðfram veggjum. Björg tók mér vel og var dálítið forvitin um mig. Kvöldin fóru oft bara í að svara spurningum hennar um mig og mína hagi. Björg er vinur vina sinna og mjög einlæg. Stundum er hún líka dálítið utan við sig og einhverju sinni biðu þær Elísa eftir því að verða sóttar á bíl. Þegar svo bíll rann í hlaðið geystist Björg út og Elísa litla á eftir. Björg settist inn í bílinn en Elísa sá að þetta var alls ekki sá rétti. Hún þóttist því ekki þekkja móður sína og hélt bara áfram. Björg skildi nú ekki alveg hvað það háttalag átti að þýða og kallaði á hana að fara nú að koma. Það var ekki fyrr en hún fann að einhver var farinn að reyna að ýta henni út að Björg áttaði sig á því hvernig málum var háttað." alþingismaður og móðir Helgu Sverrisdóttur „Fundum okkar Bjarna bar þannig saman að hann hafði misskilið hvar hans heittelskaða svaf í húsinu. Ég vaknaði því eina nóttina við að einhver var að syngja Sinatra-lagið „My Way“ fyrir utan gluggann minn og gerði það afar vel. Ég lét hann ljúka laginu áður en ég gaf mig fram og hann var nú ekki lukkulegur þegar hann sá að þar var móðirin, en ekki unnustan, en hún svaf vært á meðan. Þegar kona hans útskrifaðist úr Háskólanum síðastliðið sumar fannst mér ekki stætt á öðru en Bjarni tæki nú lagið góða aftur og það gerði hann fyrir hundrað gesti. Bjarni er yndislegur drengur, bæði gáfaður og skemmtilegur. Hann er einn af þeim mönnum sem virðist hafa tíma til alls, líka til að vera hjálp- samur og þægilegur. Ég hef alltaf sagt að ég ætti fjögur yndisleg börn en ekki væru tengdabörnin verri. Við Bjarni erum bæði úr sjávarplássum, ég úr Hafnarfirði en hann frá Akranesi, og því skiljum við hvort annað prýðilega. Við látum ekki ver aldarinnar metorð trufla okkur neitt og höfum báða fætur á jörðinni. Ég ræði iðulega stjórnmál við Bjarna þó ég sé nú ekki svo viss um að við séum alltaf sammála. Ég hef hann grunaðan um að vera að ein- hverju framsóknardaðri en ég læt hann um það - enda gæti það verið verra.“ Bjarrii Ármannsson tölvunarfræðingur „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá Guðrúnu stinga höfðinu út um gluggann, var að þetta væri þá andlitið á bak við Pál Vilhjálmsson og Jón Odd og Jón Bjarna. Ég hafði að sjálfsögðu haldið mikið upp á þá sem lítill strákur. Mér leist ágætlega á Guðrúnu þó upp í hugann hafi komið sérstök mál, svo sem ástúð á frönskum útiaga og hvölum. En mér fannst hún svo heilbrigð og eðlileg og við áttum strax ágætt skap saman. Guðrún er góður kokkur og er með lambalærið á hreinu. Hún er húmorísk, ærsla- full og ber aldurinn vel. Það er gaman að skipt- ast á skoðunum við hana.“ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 25

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.