Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRIHLUTI Hæstaréttar hefur með nýlegum dómi heimilað móður að fá 15 ára dóttur sína tekna úr um- ráðum föður stúlkunnar og afhenta sér með svonefndri beinni aðfarar- gerð. Tveir dómarar Hæstaréttar skiluðu séráliti og vildu að kærður úr- skurður Héraðsdóms Reykjaness yrði staðfestur, þess efnis að móðirin fengi ekki dótturina frá föður sínum. Móðirin hafði forsjá yfir stúlkunni en hún hafði lýst vilja sínum til að dvelj- ast áfram hjá föður sínum. Stúlkan er fædd árið 1989 og með staðfestu samkomulagi foreldra hennar fékk móðirin forsjána í mars árið 1992. Frá ágústmánuði 2004 hafði stúlkan dvalið hjá föður sínum, gegn vilja móðurinnar, og lýsti hún vilja til að gera það áfram. Með stefnu í sama mánuði höfðaði faðirinn mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á hendur móðurinni þar sem hann krafðist forsjár stúlkunnar auk þess sem hann gerði kröfu um að honum yrði fengin forsjá hennar til bráðabirgða. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti í nóvember sl. Þar sem stúlkan dvaldi áfram hjá föður sínum krafðist móðirin þess fyrir Héraðsdómi Reykjaness að forsjá hennar yrði komið á með beinni aðfarargerð. Var þeirri kröfu hafnað í héraðsdómi en meirihluti Hæstaréttar hefur nú snúið þeim úr- skurði við. Stúlkunni „fyrir bestu“ að fara aftur til móðurinnar Í niðurstöðu meirihluta Hæsta- réttar er vitnað í fyrri dóm réttarins þar sem fyrir lá álitsgerð sálfræð- ings. Komst sálfræðingurinn að þeirri niðurstöðu að það væri stúlk- unni fyrir bestu að fara aftur til móð- ur sinnar þrátt fyrir vilja hennar til að vera áfram hjá föður sínum. Einn- ig lá fyrir álitsgerð annars sálfræð- ings, sem kannaði viðhorf stúlkunnar til beiðni móður hennar. Var vilji stúlkunnar óbreyttur, vildi hún vera áfram hjá föður sínum. Segir meirihluti Hæstaréttar að fyrri niðurstaða réttarins um forsjá yfir stúlkunni hafi byggst á því hvað væri henni fyrir bestu. Engin gögn hafi verið lögð fram í málinu sem breyttu þeirri niðurstöðu. Faðirinn hafi ekki fært fram rök sem veittu til- efni til að varhugavert verði talið að gerðin nái fram að ganga. Fellst rétt- urinn því á kröfu móðurinnar um að forsjá hennar verði komið á með beinni aðfarargerð. Afstaða barns fái aukið vægi eftir aldri og þroska Í séráliti tveggja hæstaréttardóm- ara er m.a. vitnað til barnalaga nr.76/ 2003 um að foreldrum beri að hafa samráð við barn sitt áður en málefn- um þess sé ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefi tilefni til. Skuli afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem það eldist og þroskast. Í einum kafla laganna sé fjallað um dómsmál vegna ágreinings um forsjá barns. Þar sé skylt að veita barni, sem náð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig um mál nema telji megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úr- slit málsins. Bendir minnihluti Hæstaréttar á að í hinum kærða úrskurði héraðs- dóms liggi fyrir álitsgerðir tveggja sérfræðinga sem ræddu við stúlkuna. Báðir hafi þeir staðfest eindreginn vilja hennar til að dveljast áfram hjá föður sínum. Taldi annar sérfræðing- urinn hagsmunum stúlkunnar best borgið með því að fara til móðurinnar en allt að einu væri vafasamt að senda hana þangað gegn eindregnum vilja hennar. Síðan segir í sérálitinu um niðurstöðu annars sérfræðings: „Þar hafi hann talið það geta verið ábyrgðarhluta að taka öll ráð af barni um persónulega hagi þess og þá ekki hvað síst, þegar um sé að ræða stálp- að barn og á þeim aldri sem um ræði í málinu. Sé vilji barns byggður á skynsamlegum rökum og ekki algjör tilbúningur sé hætt við að með því að líta framhjá vilja þess sé verið að of- bjóða sjálfstæði þess og öðrum mik- ilvægum þáttum sem barn á þessum aldri eigi rétt á að litið sé til.“ Segir minnihluti Hæstaréttar að hér sé um að ræða 15 ára barn sem tekið hafi eindregna afstöðu til þess hjá hvoru foreldra sinna það vilji búa. Í málinu hafi ekki verið sýnt fram á að aðstæður annars foreldrisins til að annast barnið séu betri en hins. Ætla megi að afstaða barns með nægilegan aldur og þroska skipti einmitt máli þegar svo standi á. Þegar litið sé til lögmælts réttar dótturinnar til áhrifa á ákvarðanir um málefni sín og hags- muna hennar af því að verða ekki þvinguð gegn vilja sínum til að flytj- ast til móður sinnar telja dómararnir tveir að staðfesta beri hinn kærða úr- skurð. Lögmaður móðurinnar var Val- borg Þ. Snævarr hrl. en lögmaður föðurins Dögg Pálsdóttir hrl. Meiri- hluta Hæstaréttar skipuðu dómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason en séráliti skiluðu Ingibjörg Benedikts- dóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Föðurnum var gert að greiða móð- urinni 200 þúsund krónur í máls- kostnað en Ingibjörg og Jón Steinar vildu að móðirin greiddi föður stúlk- unnar 150 þúsund krónur í kæru- málskostnað. Hæstaréttardómur í forsjárdeilu um 15 ára stúlku Stúlkan tekin frá föðurn- um gegn vilja hennar ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum funda utanríkis- málanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Ís- lands við innrásina í Írak þann 20. mars 2003 og um að Ísland skyldi verða sett á lista hinna staðföstu þjóða. Að sögn Margrétar Frímanns- dóttur, formanns þingflokks Sam- fylkingarinnar, eru fundargerðir rík- isstjórnar undanþegnar almennum upplýsingarétti, en hún segir að rík- isstjórn sé þó fullheimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Þá segir hún að nefndarmenn ut- anríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitn- eskju sem þeir fá í nefndinni ef for- maður eða ráðherra kveður svo á. Í framkvæmd hafi ákvæði þingskapa- laga verið túlkuð þannig að allt það sem fram fari á fundum nefndarinn- ar og skráð sé í fundargerðir sé trún- aðarmál nema annað sé tekið fram. Allar fundargerðir séu merktar sem trúnaðarmál. Ljóst sé þó að formað- ur, ráðherra og nefndin sjálf geti sameiginlega aflétt trúnaði af fund- argerðum. „Þingflokkur Samfylkingarinnar telur afar mikilvægt að allur vafi verði tekinn af um það hvernig ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekin. Ljóst er að fulltrúar stjórnarflokkanna hafa orð- ið margsaga í þessu máli. Ríkir al- mannahagsmunir hníga að því að viðkomandi fundargerðir verði gerð- ar opinberar svo að sannleikurinn í málinu verði öllum kunnur,“ segir Margrét. Trúnaði verði aflétt af fundargerðum VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- arráðherra og leiðtogi Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi, rit- ar pistil á vefsíðu sinni og fjallar um átök í Framsóknarflokknum og Íraksmálið. Um ummæli Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra og varaformanns flokksins, segir Val- gerður: „Þarna var fyrst og fremst ekki hugsað nógu vítt og reynt að spila frítt.“ Valgerður segist hafa séð áramóta- spár völvanna og að reiknað hafi verið með átökum í Framsóknarflokknum. „Ég hugsaði með mér að nú hefðu þær ruglast, átökin væru liðin hjá. En viti menn, þau eru í algleymingi,“ seg- ir Valgerður og bætir við: „Ég frétti af því að einn ágætur stjórnmálaskýr- andi hefði sagt sem svo að útspil vara- formannsins [Guðna Ágústssonar] hafi verið úthugsað vegna komandi flokksþings í næsta mánuði. Ég tel að svo hafi alls ekki verið. Þarna var fyrst og fremst ekki hugsað nógu vítt og reynt að spila frítt. Það eina sem var nýtt í þessu viðtali var að Guðni mundi ekki að fyrirhuguð innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak var rædd á ríkisstjórnarfundi í aðdrag- anda árásarinnar.“ „Umræðan óttalegt rugl“ Valgerður segir að reynt hafi verið að stimpla inn hjá þjóðinni af „ákveðnum fjölmiðlum“ að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segði ósátt í „þessu viðkvæma máli“. Því sé haldið fram að Halldóri hafi borið skylda til að taka málið upp í utanrík- isnefnd þingsins. „Þegar ég segi „málið“ á ég við þá ákvörðun að verða við þríþættri beiðni Bandaríkjamanna og Breta. Í fyrsta lagi að fá heimild til þess að fara inn í íslenska lofthelgi, í öðru lagi að nota flugvöllinn í Keflavík og í þriðja lagi að taka þátt í uppbyggingu í Írak að lokinni innrás. Það er ná- kvæmlega þetta sem þáverandi utan- ríkisráðherra og þáverandi forsætis- ráðherra gáfu vilyrði um þegar ákveðið hafði verið að gera innrás. Ég vek athygli á að spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista. Sá listi var búinn til í Wash- ington. Þess vegna er umræðan enda- lausa um listann óttalegt rugl.“ „Ekki hugsað nógu vítt og reynt að spila frítt“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fannfergi á Siglufirði ÞAÐ hefur snjóað óvenju mikið á Siglu- firði í vetur og þykir þetta farið að minna á fyrri tíma, þegar allt var á kafi í snjó frá október og fram í júní ár hvert. Þessi eins árs snáði, hann Mikael, var ekkert óánægður með allan snjóinn eins og sjá má. Enda lítið mál ef maður er vel búinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.