Morgunblaðið - 21.01.2005, Page 16

Morgunblaðið - 21.01.2005, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Verið velkomin á opnun sýningarinnar NÆTURHÖFUÐ málverk eftir norska listmálarann Tonje Strøm laugardaginn 22. janúar kl. 15 í sýningarsölum Norræna hússins. Við opnunina lesa ljóðskáldin Ingvild Burkey, Jan Erik Vold og Torild Wardenær úr verkum sínum. Vilde Halle Ekeland og Mathias Stoltenberg sýna dansatriði úr barnaballett eftir Jorunn Kirkenær. Nils Økland leikur á Harðangursfiðlu. Dagskrá í fundarsal Norræna hússins laugardaginn 22. janúar kl. 18.00. Ljóðalestur: Ingvild Burkey, Jan Erik Vold og Torild Wardenær. Vilde Halle Ekeland og Mathias Stoltenberg sýna dansatriði og Nils Økland leikur á Harðangursfiðlu. GEORGE W. Bush hefur gefið til kynna að hann vilji slá nýjan tón á seinna kjörtímabili sínu í embætti Bandaríkjaforseta. Hann segist vilja eiga betri samskipti við demókrata á Bandaríkjaþingi, sem þar eru í minnihluta, og hvað alþjóðamálin varðar – en á þeim vettvangi hafa Bandaríkin verið fyrirferðarmikil, svo ekki sé notað annað orðalag, á undanförnum fjórum árum, með innrásum í bæði Afganistan og Írak – þá sagði Condoleezza Rice, nýr utanríkis- ráðherra, síðast á þriðjudag að lögð yrði aukin áhersla á samráð við bandamenn. Ljóst er hins vegar að Bush hyggst engan veginn slá slöku við í viðleitni sinni til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Mörg þeirra eru umdeild og spurningin er því sú, nú við upp- haf seinna kjörtímabils hans, hvernig honum tekst að sameina þetta tvennt. Bush sór í gær embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað skipti við hátíðlega at- höfn í Washington. Hann flutti stutta ræðu við þetta tækifæri og lagði þar áherslu á mikilvægi frelsisins, heima og heiman. „Framtíð frelsis hér heima grundvallast æ meira á því hvernig frelsi reiðir af í öðrum löndum. Vonir um frið í veröldinni byggjast á því að frelsi verði komið á í öllum heiminum,“ sagði Bush m.a. í ræðu sinni en þema hennar er engin tilviljun, svokallað hryðjuverkastríð hefur sett svip sinn á forseta- tíð Bush og mun án nokkurs vafa gera það áfram. Reyndi Bush með ræðu sinni að færa rök fyr- ir mikilvægi þeirra lífsgilda sem hann telur Bandaríkin standa fyrir, nefnilega frelsi og lýð- ræði, og sagði Bush í ræðunni að það væri skylda þeirrar kynslóðar Bandaríkjamanna, sem nú væru uppi, að breiða út þessi gildi. Horfa menn til aðgerða Bandaríkjamanna í Írak í þessu sambandi en lífssýn Bush að þessu leyti er þó auðvitað breiðari en svo, að hún nái aðeins til eins ríkis. Það gæti því sett mjög svip á síðara kjör- tímabil hans hversu fast Bandaríkin fylgja eftir þeirri stefnu sinni að stuðla að lýðræði t.d. í Mið-Austurlöndum; en sem kunnugt er nýtur Bush og Bandaríkin þar ekki nema takmark- aðra vinsælda um þessar mundir. Telur sig hafa pólitískt umboð Mörg verkefni blasa við Bush við upphaf seinna kjörtímabils og þau verða sannarlega ekki öll auðleyst. Margt hefur farið öðruvísi en ætlað var í Írak og þarf forsetinn þar að bregðast skjótt við, eigi Bandaríkjamönnum að takast að snúa þróuninni við, ná því markmiði sínu að koma á friði og stöðugleika og styrkri stjórn sem ekki er fjandsamleg Bandaríkjunum. Bush bíður einnig það verkefni að bæta sam- skiptin við aðrar þjóðir heimsins, ekki síst við hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evr- ópu, og það verður þrautin þyngri; svo stór er skugginn sem liggur yfir sambandinu yfir Atl- antshafið eftir fyrra kjörtímabil Bush. Í innanríkismálum hefur Bush boðað um- skipti á almannatryggingakerfinu sem og skattakerfinu, og hann vill einnig endurskoða innflytjendalög. Stefna Bush í þessum efnum er að mörgu leyti byltingarkennd, blaðamenn The Washington Post ganga svo langt að fullyrða í gær að stefnuskrá hans nú sé djarfari og meira ögrandi en sú sem hann lagði upp með fyrir fjórum árum, þegar hann fyrst sór embættiseið forseta. En Bush telur sig hins vegar hafa umboð til þess að láta hendur standa fram úr ermum. Eftir því var tekið er hann sagði daginn eftir forsetakosningar, sem haldnar voru vestra 2. nóvember sl., að öruggur sigur hans hefði veitt honum „pólitíska inneign“ sem hann ætlaði að eyða á nýju kjörtímabili í þau stefnumál, sem hann hefði kynnt bandarísku þjóðinni í kosn- ingabaráttunni. Og Bush tók sérstaklega fram í samtali við The Washington Post sl. sunnudag að hann þyrfti ekki að reka neinn úr ráðherraliði sínu vegna þess hvernig málum hefði undið fram í Írak – afsagnar Donalds Rumsfelds varn- armálaráðherra hafði verið krafist og spurn- ingamerki sett við skipan Albertos Gonzales sem dómsmálaráðherra en hann hefur lýst Genfar-samningunum sem „úreltum“ – vegna þess að bandaríska þjóðin hefði lagt blessun sína yfir stefnu stjórnar hans í Íraksmálunum í kosningunum í nóvember. Allir verða á sömu bylgjulengd Athygli vekur þó í þessu sambandi hversu mikl- ar breytingar verða á skipan ríkisstjórnar Bush við upphaf nýs kjörtímabils, aðeins sex af fimm- tán ráðherrum munu sitja áfram. Er þá vert að muna að allt síðasta kjörtímabil varð aðeins ein mannabreyting, þegar Bush skipti Paul O’Neill fjármálaráðherra út fyrir John Snow. Er ein kenningin sú að Bush vilji umvefja sig tryggum og staðföstum stuðningsmönnum og að afleiðingin verði sú, að stjórn hans verði jafnvel enn „einangraðri“ við stefnumótunina en áður, þ.e. að enginn verði þar innandyra sem líklegur sé til að halda á lofti óvinsælum skoð- unum til að tryggja að ákvarðanir séu grund- vallaðar á umræðu þar sem öll sjónarmið hafi komið fram. Hin kenningin er hins vegar sú, og þetta hef- ur The Washington Post eftir fjórum embætt- ismönnum í Hvíta húsinu, að breytingarnar á stjórninni þýði einfaldlega að Bush vilji ganga hratt til verks í því að hrinda stefnuskrá sinni í framkvæmd. Sá skortur á einhug, sem hafi ver- ið í fyrri ríkisstjórn, hafi lagt stein í götu Bush að þessu leyti (menn benda á O’Neill í þessu sambandi). Allir þurfi að vera á sömu bylgju- lengd, aðeins þannig verði stefnumálum – sem meirihluti kjósenda lýsti sig jú fylgjandi í nóv- ember – raunverulega hrint í framkvæmd.      %& &'( # $&) &  )   &    # *   & &)   + $( #  *& *,    * *& *  P!G(% " - -8 %% .- M!.4  0"" B 4/  8 D P!G(% " -8 %% / M!.4 ..  4/ 0*1 #& + ! 6/"" 2 1 #& %! 9" 3   " #& @%  !!Q 4$  #& %(! "Q%! 3 #& M"%' P. !%' 3  #& >% "! @/ 5&  #& +#! -!%% "# 6  1 #& @"'%!!QQ P ! 7 #& -. '." 8  1 #& 9." + "! 9&   1 #& + /!% *!   #& 6/" -"O +#& #&  + /!% @/! +#&  : #& 6 . 9 /% " 9 ) 1  #& %/"  6  " 9:  %"! " "#  !" #"" "Bush vill láta hendur standa fram úr ermum Fréttaskýring | George W. Bush sór embættiseið sem for- seti Bandaríkjanna í annað skipti í gær. Hann hyggst fylgja stefnu sem sögð er jafnvel enn metnaðarfyllri og enn meira ögrandi en sú sem hann lagði upp með fyrir fjórum árum. Reuters George W. Bush skömmu áður en hann sór eið sem forseti Bandaríkjanna að nýju um kl. 17 í gær að íslenskum tíma. ÞAÐ er til marks um hversu um- deildur George W. Bush Banda- ríkjaforseti er að í tilefni embætt- istöku hans í gær var efnt til mótmæla gegn honum í mörgum borgum heims, þ.m.t. í Washington. Þessi mynd er hins vegar tekin fyr- ir framan bandaríska sendiráðið í Manila á Filippseyjum. Athygli vöktu í fyrradag niður- stöður viðhorfskönnunar, sem gerð var í 21 ríki, en þær benda til þess að meirihluti íbúanna telji að end- urkjör Bush hafi gert heiminn hættulegri. Aðeins í þremur lönd- um – Indlandi, Póllandi og Filipps- eyjum – kvaðst meirihluti að- spurðra telja að heimurinn væri öruggari. Að meðaltali voru 58% aðspurðra þeirrar hyggju að heim- urinn væri hættulegri. Um 47% sögðu að Bandaríkin hefðu einkum neikvæð áhrif á heiminn og höfðu neikvætt viðhorf til Bandaríkjanna. Í engu landanna var meirihluta- stuðningur við þátttöku í herförinni í Írak. Reuters Víða efnt til mótmæla gegn Bush

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.