Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 17
ERLENT
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
• Hagstætt verð
MOHAMMAD Khatami, forseti
Írans, kvaðst í gær telja að Banda-
ríkjamenn ættu við svo mörg
vandamál að stríða í Írak að þeir
gætu ekki gert árás á Íran.
„Líkurnar á bandarískri árás á
Íran eru mjög litlar. Við teljum að
Bandaríkin séu ekki í aðstöðu til
að grípa til þess brjálæðislega ráðs
að ráðast á Íran,“ sagði Khatami.
Hann bætti við að Íranar væru
undir það búnir að verja sig ef á
þá yrði ráðist en sagði ekkert um
hvernig þeir myndu svara hugs-
anlegri árás. Varnarmálaráðherra
Írans sagði í nóvember að Íranar
hefðu fjöldaframleitt eldflaugar
sem hægt væri að skjóta á Ísrael
og bandarískar hersveitir í Mið-
Austurlöndum.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði á mánudag að stjórn sín
útilokaði ekki þann möguleika að
gripið yrði til hernaðaraðgerða
gegn Íran vegna umdeildrar
kjarnorkuáætlunar landsins.
Áður hélt bandaríski blaða-
maðurinn Seymour Hersh því
fram í vikuritinu New Yorker að
bandarískar sérsveitir hefðu verið
að störfum í Íran frá því í sumar
við að velja hernaðarlega mikil-
væga staði vegna hugsanlegra loft-
árása.
Fjölmiðlar í Íran hafa síðustu
vikur birt fréttir um að njósnatæki
hafi fundist í dularfullum loftför-
um sem íranskar sérsveitir hafi
skotið niður nálægt stöðum sem
tengjast kjarnorkuáætluninni. Her
Írans hefur ekki staðfest þetta.
Íranar
búast ekki
við árás
Teheran. AP.
KONA nokkur í Brasilíu ól nýlega sitt fimmta barn og
vissulega það stærsta. Vó það hvorki meira né minna
en 32 merkur, sem er tvöföld venjuleg fæðingar-
þyngd.
Drengurinn nýfæddi, Ademilton dos Santos, er
stærsta barn, sem vitað er til, að hafi fæðst í Brasilíu,
en hann var tekinn með keisaraskurði á sjúkrahúsi í
borginni Salvador í norðausturhluta landsins. Er
Francisca móðir hans sykursjúk og telja læknar, að til
þess megi rekja óeðlilega mikla fæðingarþyngd
drengsins. Vegur hann jafnmikið og annars er algeng-
ast með sex mánaða gömul börn.
Fyrri fjögur börn Franciscu voru öll eðlilega þung
en sjúkleiki hennar var líka nokkurt vandamál við
fæðingu þeirra. Fær Ademilton sykurupplausn í æð
til að viðhalda réttu sykurmagni í blóði og auk þess
fær hann súrefni vegna öndunarerfiðleika. AP
Risabarn í Brasilíu
Fréttasíminn
904 1100