Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 24
„Í þessum heimi er það þannig að þær sem geta átt börn eru í fæðingabúð-
unum, þar sem þær eru sæddar og eignast svo börn.“
Heimsstyrjöld ríkir, konureru réttdræpar, börnverða til í fæðingar-búðum, ástin* tilheyrir
fortíðinni og þér er boðið um borð!
Spítalaskipið er nýtt leikrit eftir
Kristínu Ómarsdóttur, samið fyrir
Nemendaleikhús Listaháskóla Ís-
lands og frumsýnt í sal skólans,
Smiðjunni, á Sölvhólsgötu 13 í kvöld
kl. 20.
Spítalaskipið er leikrit sem tekur
á eldfimum efnum. Þar fjallar Krist-
ín Ómarsdóttir um stríð, kynjabar-
áttu og heim þar sem ástinni* hefur
verið útrýmt, á ögrandi og kómískan
hátt.
Spítalaskipið Vonin er búið fær-
ustu læknum og hjúkrunarfólki og
siglir með særða hermenn af átaka-
svæðum á tímum þar sem allir þegn-
ar heimsins lúta sameiginlegu kerfi.
Harðskeytt skæruliðahersveit
kvenna hefur sagt heimskipulaginu
stríð á hendur og þegar uppreisn-
arher þeirra, Blátt túrblóð, smyglar
sér um borð hefst blóðug og ógleym-
anleg barátta.
Orri Huginn Ágústsson, einn leik-
aranna, segir að Kristín hafi samið
verkið sérstaklega fyrir hópinn.
„Þetta er í þriðja sinn sem skólinn
efnir til keppni, þar sem hverjum
sem er gefst tækifæri til að senda
inn tillögu að verki. Það voru yfir
tuttugu hugmyndir sem bárust nú,
og nokkrar þeirra voru valdar til
áframhaldandi þróunar. Af þeim var
hugmynd Kristínar svo valin. Við
höfum fengið að vinna verkið með
henni, og það hefur verið mikið og
skemmtilegt ævintýri – alveg stór-
kostlega skemmtilegt og gaman,“
segir Orri. Hann segir Kristínu hafa
fylgst með æfingaferlinu frá upphafi
og fylgst með, og farið svo heim með
verkið skrifað meira og bætt í það
fullt af nýjum og skemmtilegum
hugmyndum fyrir næstu æfingu.
„Þetta hefur verið mjög skapandi
ferli af því að við höfum fengið að
vinna verkið með henni á þennan
hátt.“
Félagar Orra í Nemendaleikhús-
inu, Jóhannes Haukur Jóhannesson
og Jóhanna Friðrika Sæmunds-
dóttir, taka undir orð hans um hve
ánægjulegt samstarfið við Kristínu
hefur verið. Ég spyr leikarana þrjá
nánar um efnið – sem hljómar væg-
ast sagt eins og vísindaskáldskapur.
„Spítalaskipið Vonin, er spít-
alaskip Heimsskipulags karla í þess-
um heimi. Þar eru karlar búnir að
hneppa konur í fæðingarbúðir, en
þegar verkið gerist er þetta heims-
skipulag búið að vera við lýði lengi,“
segir Orri. „Það sem gerist svo,“
segir Jóhannes Haukur, „er að kon-
urnar eru búnar að fá nóg og gera
þessa uppreisn. Við fylgjumst með
fólki á skipinu: tveimur fangavörð-
um, tveimur hásetum og skipstjórn-
andum.“ „Við sjáum heiminn í
smækkaðri mynd – þetta er míkró-
kosmos,“ segir Orri, og segir áhorf-
andann sjá svolítinn þverskurð af
okkar heimi gegnum persónurnar og
það sem gerist á skipinu. Jóhanna
Friðrika segir að skemmtilegast við
verkið sé að það skuli byggt á
draumi höfundarins. „Mér finnst það
mjög fríkuð tilhugsun. Í draumnum
þurftu konur að vera í felum ef þær
ætluðu að lifa almennilegu lífi – ann-
ars voru þær vinnudýr eða fæðing-
artæki í fæðingabúðunum. Í þessum
heimi er það þannig að þær sem geta
átt börn eru í fæðingabúðunum, þar
sem þær eru sæddar og eignast svo
börn, en ef þær eru óbyrjur eru þær
í framleiðslu.“
Um tilgangsleysi stríðsátaka
Jóhannes segir ástæðu fyrir því að
svona sé komið fyrir fólkinu í þess-
um heimi Kristínar. „Karlmenn
komust að því að ástin* var tæki
konunnar til að kúga karlmanninn.
Við vorum ekkert að kúga þær.
Lostinn var þeirra vopn við að kúga
okkur. Málið var bara að losna við
þær og í þessum heimi þurfum við
ekkert að sjá þær – og þurfum þar af
leiðandi ekkert að díla við tilfinn-
ingar eins og ást*.“
Jóhanna segir að í þessum heimi
þar sem ástin* er bönnuð, hafi kon-
urnar það betra, vegna þess að þá sé
ekki hægt að níðast á þeim kynferð-
islega, og Orri bætir því við að með
þessu séu þær líka að uppfylla til-
gang sinn í lífinu. „Samt sem áður er
leikritið enginn púra femínismi. Það
snýst miklu frekar um stríð og til-
gangsleysi átaka, þótt þetta sé heim-
urinn sem það er sett upp í.“
Jóhannes og Jóhanna samsinna
þessu og segja verkið fyrst og
fremst fjalla um það hve stríð séu
heimskuleg í hvaða mynd sem þau
birtast okkur. „Femíníski tónninn er
miklu frekar spurningin um það
hvers vegna við deilum – og hvers
vegna karlar og konur séu enn að
rífast,“ bætir Orri við.
Níu nemendur eru í Nemenda-
leikhúsinu núna, fimm strákar og
fjórar stelpur, en hvert þeirra um
sig er í minnst þremur hlutverkum í
sýningunni. Grímur eru notaðar til
að skapa fjölbreytni, en þær hannaði
Katrín Þorvaldsdóttir. Orri segir að
verkið sé allt unnið á talsvert stíl-
iseraðan máta. „Verkið er ekki sett
upp á hefðbundnu sviði þar sem
áhorfendur sitja utan við rammann,
heldur plöntum við okkur niður
meðal þeirra. Útlitið á okkur er líka
stíliserað, en þó er þetta ekkert
slettuleikhús þar sem fólk þarf að
vera með svuntu á fremsta bekk.
Þetta er ósköp þægilegt fyrir áhorf-
andann og hann fær að sitja á stól.
Nálægðin er mikil og gaman að
prófa að vera í svo mikilli nánd við
áhorfendur án þess að það virki
uppáþrengjandi.“
Um þessar mundir er Nemenda-
leikhúsið líka að æfa nýtt verk í
Borgarleikhúsinu sem frumsýnt
verður í mars, en það er ný leikgerð
Benedikts Erlingssonar á Draum-
leik eftir Strindberg. En þótt heim-
arnir séu ólíkir, benda krakkarnir á
að bæði séu verkin byggð á draum-
um – og fyrsta leikverk hópsins var
svo Draumur á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare. „Þetta er draumavet-
ur fyrir okkur,“ segja þessir ungu
draumaleikarar að lokum. Spít-
alaskipið verður sýnt oft, í stuttan
tíma, þannig að óvarlegt er fyrir
áhugasama að ætla að treina sér um
of að mæta á sýningar í Smiðjunni,
en aðgangseyrir að sýningunni er
þúsund krónur.
Leiklist | Nemendaleikhúsið frumsýnir Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur
Heimsskipulag karla
án losta og ástar*
Morgunblaðið/Golli
„Femíníski tónninn er miklu frekar spurningin um það hvers vegna við
deilum – og hvers vegna karlar og konur séu enn að rífast.“
*bannorð
begga@mbl.is
24 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ausu
er níu ára og er með K R A B B A M E I N
Hún er einlægur O F V I T I
Hún er F Y N D I N og H E I L L A N D I
Hún E L S K A R óperutónlist
og Þ R Á I R að deyja eins og dívan á sviðinu
Ausa
Ausa er einþáttungur
Miðaverð aðeins kr. 1.500
Börn 12 ára og yngri fá frítt
í fylgd forráðamanna
Úr dómum:
„Ilmur Kristjánsdóttir er hreint frábær í þessu hlutverki og það væri vonandi
að allir unglingar landsins fengju tækifæri til þess að sjá þessa sýningu og
helst með umræðum eftirá“ EB DV
„Túlkun Ilmar kom leikhúsgestum
bæði til að hlæja og gráta“ SAB Mbl
N
æ
st
ÍSLENSKA óperan og Osta- og
smjörsalan hafa undirritað sam-
starfssamning vegna tónleika-
ferðar Óperunnar norður í Laug-
arborg í Eyjafjarðarsveit í
febrúar.
Íslenska óperan hefur átt sam-
starf við Tónvinafélag Laugar-
borgar og Eyjafjarðarsveit und-
anfarin misseri og nú er aftur
komið að því að listamenn á vegum
Óperunnar sæki Eyfirðinga heim.
Hinn 23. febrúar nk. munu þau El-
ín Ósk Óskarsdóttir sópran og Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson tenór
ásamt Kurt Kopecky á píanó halda
tónleika í Laugarborg. Á tónleik-
unum mun þríeykið meðal annars
flytja aríur og dúetta úr Toscu, La
Bohème, Madama Butterfly, Man-
on Lescaut, La Traviata og Mac-
beth. Flugfélag Íslands kemur
einnig að kostun verkefnisins.
Elín Ósk og Jóhann Friðgeir eru
um þessar mundir önnum kafin við
æfingar á Toscu þar sem þau
syngja hlutverk elskendanna
Toscu og Cavaradossi. Tosca verð-
ur frumsýnd hjá Íslensku óperunni
11. febrúar nk.
Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, og Bjarni Daníelsson
óperustjóri undirrita samstarfssamninginn vegna ferðar Óperunnar norður.
Osta- og smjörsalan
styrkir Óperuna
eftir Kristínu Ómarsdóttur
Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árna-
dóttir, Atli Þór Albertsson,
Guðjón Davíð Karlsson, Jó-
hanna Friðrika Sæmunds-
dóttir, Jóhannes Haukur Jó-
hannesson, Oddný Helgadóttir,
Ólafur Steinn Ingunnarson,
Orri Huginn Ágústsson og
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Leikmynd: Bjarni Þór Sigur-
björnsson
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar og gervi: Katrín Þor-
valdsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Ólöf
Arnalds
Dramatúrg: Kristín Eysteins-
dóttir
Leikstjóri: María Reyndal
Spítalaskipið