Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 27

Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 27
Það vakti mikla athyglihve margir fulltrúarkomu frá borgaralegusamfélagi á þessa ráð- stefnu,“ segir Héðinn Unnsteins- son, ráðgjafi hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO), um ráðherraráðstefnu WHO um geð- heilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í síðustu viku. „Það er ljóst að fulltrúar borgaralegs samfélags settu mikinn svip á hana,“ bætir hann við. Héðinn hefur unnið að undirbúningi ráð- stefnunnar sl. ár. Um fjögur hundruð manns frá 51 Evrópu- landi sóttu ráðstefnuna, þar af var 31 heilbrigðisráðherra. Sjö manna sendinefnd frá Ís- landi tók þátt í ráðstefnunni, þeirra á meðal voru Sigurður Guðmundsson landlæknir, Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðu- iðjuþjálfi geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss og lektor við Háskólann á Akureyri, og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Undir lok ráðstefnunnar var undirrituð yfirlýsing um geðheil- brigðismál, en henni fylgdi að- gerðaráætlun í þessum mála- flokki fyrir Evrópulöndin. Svæðisstjóri WHO í Evrópu og finnski heilbrigðisráðherrann undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd heilbrigðisráðherra Evr- ópulandanna. Héðinn segir að rauði þráð- urinn í yfirlýsingunni og aðgerð- aráætluninni sé samvinna allra aðila, þ.e. borgaralegs samfélags, yfirvalda og fleiri, enda hafi þess- ir aðilar komið að samningu þeirra. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona yfirlýsing og áætlun er ekki bara samin af WHO og ríkisstjórnum heldur einnig af fulltrúum borgaralegs sam- félags.“ Hann segir einnig athyglisvert hve ólíkar þjóðir hafi komið að yfirlýsingunni og áætluninni, t.d. þjóðir á borð við Túrkmenistan og Úsbekistan. Áætlun í tólf liðum Að sögn Héðins er bæði yf- irlýsingin og áætlunin byggð upp á tólf meginpunktum. Til dæmis er þar farið inn á mikilvægi þess að efla geðheilbrigði allra, mik- ilvægi þess að berjast gegn for- dómum í garð geðsjúkra, mik- ilvægi þess að efla forvarnir gegn sjálfsvígum og mikilvægi þess að tryggja aðgang geðsjúkra að heilsugæslunni, svo dæmi séu nefnd. Einnig er þar lögð áhersla á menntun heilbrigðisstarfsfólks og nægjanlegt fjármagn til geð- heilbrigðismála. „Tólf prósent allrar sjúkdómabyrði heimsins eru til komin vegna geðsjúk- dóma,“ segir hann, „en aðeins tvö prósent af meðaltali fjármuna til heilbrigðismála fara til geðheil- brigðismála.“ Hann segir að þetta bil verði að brúa. Héðinn segir að aðgerðaráætl- unin sé hugsuð sem eins konar skapalón fyrir þær þjóðir sem þátt tóku í ráðstefnunni; þær eigi að fara eftir henni þegar geðheil- brigðisstefnan er mótuð. „Hugs- unin er ekki; ein stærð á að passa öllum,“ segir hann enda séu aðstæður mismunandi í hverju landi fyrir sig. Þegar Héðinn er spurður hvaða þýðingu ráðstefnan hafi þegar allt kemur til alls fyrir Ís- lendinga segir hann: „Mér fynd- ist réttast að heilbrigðisráðherra settist niður með þessi tvö plögg, sem heilbrigðisráðherra Finn- lands skrifaði undir fyrir hans hönd og allra Evrópuráðherr- anna, og setti saman geðheil- brigðisstefnu fyrir landið og mið- in. Hann ætti þó alls ekki að gera það einn, heldur ætti hann að setja saman breiðan vinnuhóp, ekki bara sérfræðinga, heldur einnig fulltrúa frá borgaralegu samfélagi, frá t.d. Geðhjálp eða öðrum félögum, fulltrúa frá ráðu- neytinu, frá landlæknisembætt- inu, frá verkalýðsfélögunum og samtökum eldri borgara, svo dæmi séu nefnd.“ Þessi hópur, ítrekar Héðinn, ætti að setja saman geðheilbrigðisstefnu út frá aðgerðaráætluninni sem sam- þykkt var á ráðstefnunni í Hels- inki. „Og það er ekki nóg að setja þessa stefnu heldur verður að hrinda henni í framkvæmd.“ Vilji til að fylgja áætluninni eftir Sigurður Guðmundsson land- læknir efast ekki um að vilji sé til þess hér á landi að fylgja aðgerð- aráætluninni eftir. „Ég fullyrði að það er vilji til þess hér á landi,“ segir hann en bendir þó á að Íslendingar þurfi ekki að sækja eins mikið í hana og ef til vill aðrar þjóðir. Áætlunin sé þó Íslendingum mjög gagnleg. Hann segir hugmyndir uppi um það að efna til ráðstefnu á næstu vikum um geðheilbrigðismál þar sem farið yrði yfir stöðu þeirra hér á landi í ljósi þeirra plagga sem samþykkt voru í Helsinki. Sigurður lætur vel af ráðstefn- unni í Helsinki; segir umræðurn- ar þar hafa verið afar gagnlegar og góðar. Þar hafi m.a. verið lögð áhersla á að fjórðungur fólks fái einkenni einhvers konar geð- rænna vandamála á lífsleiðinni. Tíðni slíkra vandamála sé því ekkert minni en t.d. tíðni krans- æðasjúkdóma eða krabbameina. „Og við getum dáið úr geðrænum sjúkdómum eins og hinum sjúk- dómunum.“ Hann segir að menn séu í auknum mæli farnir að átta sig á þessum staðreyndum. Notendur taka þátt í stefnumótun Elín Ebba Ásmundsdóttir seg- ir að sér hafi fundist hvað merki- legast að á ráðstefnunni hafi ver- ið viðurkenndur réttur notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandenda þeirra til að taka þátt í stefnumótun þjónustunnar og þróun. „Þetta er það sem ég hef verið að berjast fyrir í mörg ár,“ segir hún og leggur áherslu á að notendur og aðstandendur séu með allt aðra sýn og allt aðra nálgun en fagfólk. „Það hefur vantað þessa sýn notenda og að- standenda þeirra inn í umræðuna og stefnumótunina.“ Elín Ebba kynnti verkefnið Geðrækt á ráð- stefnunni, ásamt Guðrúnu Guð- mundsdóttur hjá Geðrækt, og verkefnið Notandi spyr notanda, sem Hugarafl stóð að. Frum- kvæði að verkefnunum kom frá notendunum sjálfum. Elín Ebba segir að margir á ráðstefnunni, einkum notendur, hafi verið hræddir um að nið- urstaða ráðstefnunnar yrði bara falleg orð á blaði. Hún segir þó ekki ástæðu til að ætla annað en að farið verði eftir þeim hér á landi. „Mér finnst farvegur vera að skapast til þess hér á landi,“ segir hún bjartsýn að síðustu. Evrópuráðstefna um geðheilbrigðismál í Helsinki með tillögu um aðgerðaráætlun Mikilvægt að efla forvarnir gegn sjálfsvígum Niðurstöður ráðstefnunnar verði ekki bara falleg orð á blaði Héðinn Unnsteinsson segir að samvinna allra aðila í geðheil- brigðismálum sé mjög mikilvæg. Sigurður Guðmundsson efast ekki um að vilji sé til að fylgja áætluninni eftir hérlendis. Elín Ebba Ásmundsdóttir segir notendur þurfa að taka þátt í stefnumótun þjónustunnar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 27 hann vildi markanir, s. gmynd um fram- fjárhags- erum að gan sam- yrir u.þ.b. sem er- moða. Það meiri pen- arni rann- knartengt hann að gæði þess. að koma til handa þekktist í m okkar, rannsókn- i. Sagði mynd að sem það knartengt nar minnti sor í upp- á að staða mjög góð ils trausts góð sam- skipti við erlenda háskóla, auk þess sem mikil gróska hefur einkennt uppbyggingu og þróun náms við skólann. Sagði hann mikilvægt að hafa allt það góða í starfi HÍ í huga þegar rætt væri um hvað mætti færa til bótar. Jón Torfi tók undir það með Ágústi og Einari að HÍ sár- vantaði fé til starfseminnar og sagði að skýra mætti það að einhverju leyti með því að starfsemi háskólans hefði vaxið í samræmi við opinberar væntingar, en þó mun hraðar en yf- irvöld hefðu gert ráð fyrir. Að mati Jóns Torfa er þörf á um- ræðu um rökin fyrir því af hverju samfélaginu beri að leggja meira fé til HÍ en það hefur þegar gert, en Jón Torfi sagði mikilvægt að skapa sátt í þjóðfélaginu um eflingu HÍ. Að mati Jóns Torfa snúast rökin um uppbyggingu og þróun nútímaþjóð- félags, enda væri ekki um það deilt að öflugt háskólasamfélag væri for- senda þeirrar þróunar. Efling framhaldsnáms má ekki koma niður á grunnnáminu Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, minnti í fram- sögu sinni á að HÍ starfar í gjör- breyttu umhverfi í dag með tilkomu nýrra háskóla á umliðnum árum og sagði hún lykilatriði að HÍ aðlagað- ist þessum breyttu aðstæðum. Hún lagði áherslu á að skólinn þyrfti að fara í stefnumörkunarvinnu bæði með stjórnvöldum og inn á við. Sagði Kristín nauðsynlegt að skapa sameiginlega sýn með stjórnvöldum um hlutverk HÍ og benti í því sam- hengi á að tryggja þyrfti að fjár- hagsrammi HÍ væri í raunverulegu samræmi við hlutverk skólans. Í máli Kristínar kom fram að styrkja þyrfti bókasafn HÍ, þ.e. Landsbókasafnið, hraða uppbygg- ingu vísindagarða, auka samstarf rannsókna við einstakar stofnanir, aðra háskóla og atvinnulífið, auk þess sem kynna þyrfti vísindastarf HÍ markvisst. Kristín sagði einnig mikilvægt að efla rannsóknartengt framhaldsnám til muna, en lagði á það áherslu að það mætti samt ekki koma niður á grunnnáminu. Þess má að lokum geta að stefnt er að því að kosningar til embættis rektors Háskóla Íslands fari fram mánudaginn 15. mars nk. Fái eng- inn frambjóðendanna meirihluta greiddra atkvæða verður efnt til annarra kosninga 22. mars um þá tvo sem fá flest atkvæði. Morgunblaðið/Golli m á málfundi hjá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ, í gær. Lengst til on, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, Einar Stefánsson, prófessor við lækna- æði, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild. framtíðar- a Íslands silja@mbl.is rra ári, Þetta er allt að koma og Edith myndu ganga fyrir fullu húsi jafn lengi nin varð. „Mér finnst að við eigum að okkur að njóta þeirrar velgengni. Það æðulaust að henda frábærum sýn- eins og Edith Piaf út fyrir eitthvað ,“ sagði Tinna. „Söngleikir eru þar að lltaf kostnaðarsamir og krefjast mik- irbúnings og mannafla. Ég sé ekki að fum tóm héðan af til að standa þannig ki að við getum verið fullsátt við það.“ gn Tinnu var hvorki búið að ráða leik- né skipa í hlutverk söngleiksins. kum, sem eru í vinnslu, hefur verið ð aftar til að skapa þeim meira svig- ð sögn Tinnu. Þannig seinkar fyrir- um frumsýningum nýrra leikrita lítil- rá fyrri áætlunum. Tinna sagðist gera sér vonir um að með þessari aðgerð tækist að rétta erfiða fjár- hagsstöðu Þjóðleikhússins eitthvað við og einnig að bæta úr brýnustu þörf fyrir endur- nýjun á búnaði og tækjum leikhússins. Nú hillir loks undir að hægt verði að kaupa hlið- artjöld og bakteppi á svið, sem átti að kaupa 1999 en var þá frestað vegna fjárskorts, að sögn Tinnu. Þá er leikhúsið að kaupa í fyrsta sinn skjávarpa og stýribúnað sem nýtist á stóra sviðinu. Tinna segir verkefnin miklu fleiri og öll aðkallandi. Kortagestum Þjóðleikhússins hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun, en fyrirhugaðar sýningar söngleiksins voru hluti af áskriftarkortum. Stendur þeim til boða að taka sæti út í miðum á aðrar sýningar Þjóð- leikhússins, fá gjafakort eða endurgreiðslu. sús Kristur r niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.