Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.01.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR Faðir okkar, GUNNAR FRIÐRIKSSON, frá Látrum í Aðalvík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 14. janúar. Jarðarför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Sæmundur, Friðrik, Rúnar og Guðrún Gunnarsbörn og fjölskyldur. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA BJÖRGVINS SIGHVATSSONAR, Skólavegi 24, Keflavík. Anna Jónsdóttir, og fjölskylda. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður ok- kar, tengdaföður og afa, INDRIÐA SIGURÐSSONAR, Holtsgötu 41, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Landspítalans í Fossvo- gi. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Jenný Þorsteinsdóttir. ✝ Guðrún Brynj-ólfsdóttir fæddist á Akranesi 1. apríl 1918. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 16. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Brynjólfur Nikulásson skipstjóri, f. 18.11. 1890, d. 4.1. 1979, og Guðrún Jónsdóttir, f. 7.8. 1887, d. 12.4. 1918. Systkini samfeðra eru Auður, f. 30.3. 1935, og Nikulás, f. 9.9. 1936, d. 12.4. 1997. Guðrún giftist hinn 30. janúar 1937 Bergþóri Guðjónssyni skip- stjóra, f. 18. mars 1913, d. 26. febr- úar 2000. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson, f. 8.12. 1885, d. 23.6. 1941, og Ingiríður Bergþórs- dóttir, f. 1.11. 1889, d. 3.9. 1958. Börn Guðrúnar og Bergþórs eru: 1) Brynjar, f. 28.10. 1937. 2) Guð- jón, f. 31.3. 1944, d. 2.3. 1994, maki Salóme Guðmundsdóttir veflista- kona, f. 17.9. 1946. Dóttir þeirra er Lára Huld lögfræðingur, f. 21.5. 1968 og er sonur hennar Guðjón Alex Flosason. 3) Ósk Gabríella, f. 1.9. 1948, maki Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri, f. 7.7. 1949. Synir þeirra eru a) Bergþór aðstoðar- maður samgöngu- ráðherra, f. 26.9. 1975, b) Jóhann Gunnar flugmaður, f. 3.1. 1980 og c) Rúnar, fjölbrautaskólanemi, f. 26.6. 1986. Guðrún missti móður sína skömmu eftir fæðingu og var þá tekin í fóstur til hjónanna að Görðum á Akranesi, Vigdísar Jónsdóttur og Sigmundar Guð- mundssonar, þar sem byggðasafn Akraness er í dag. Eftir andlát Vigdísar bjó hún með Ósk Sig- mundsdóttur uppeldissystur sinni. Guðrún stundaði nám við hús- mæðraskólann á Ísafirði, og helg- aði sig heimilisstörfum alla tíð. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hinn 16. janúar kvaddi mín elsku- lega tengdamóðir Guðrún Brynjólfs- dóttir, 86 ára að aldri. Guðrún var trú- uð og kærleiksrík manneskja og við sem umgengumst hana fengum að njóta þess í ríkum mæli. Ég minnist okkar fyrstu kynna er ég kom á heim- ili hennar á Skólabrautina fyrir 40 ár- um síðan og hvað hún tók mér af mik- illi hlýju sem verðandi tengdadóttur sinni. Með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Guðrún ólst upp hjá fullorðnum hjónum Vigdísi og Sigmundi sem bjuggu að Görðum og var hún borin þangað af föður sínum aðeins 12 daga gömul eftir að móðir hennar lést af barnsförum. Þegar hún var á 6. ald- ursári lést fóstra hennar og tók þá dóttir þeirra hjóna, Ósk Sigmunds- dóttir við uppeldi hennar aðeins 18 ára gömul og var henni sem besta móðir. Milli þeirra var mjög kært og gott samband meðan báðar lifðu en Ósk lést fyrir nokkrum árum. Guðrún eignaðist 2 hálfsystkini, samfeðra, þau Auði og Nikulás og var samband þeirra ætíð mjög gott. Guð- rún fór til Ísafjarðar 15 ára gömul sem námsmey við Húsmæðraskólann Ósk og var gaman að heyra hana segja frá því hve vistin fyrir vestan var skemmtileg. 18 ára gömul giftist hún Bergþóri Guðjónssyni, skipstjóra og fyrstu búskaparárin þeirra var hann mikið á sjónum og var Guðrún heima með börnin og hugsaði vel um heimili sitt sem ætíð var hlýlegt og fallegt. Guðrún var mjög söngelsk kona og söng með kór eldri borgara á Akranesi í mörg ár og hafði hún mjög gaman af því enda félagslynd að eðl- isfari. Mér er í fersku minni ferðalag sem þau hjón fóru með mér og fjölskyldu minni til Ísafjarðar fyrir mörgum ár- um síðan og heimsóttum við foreldra og systkini mín í yndislegu veðri. Guðrún og Bergþór fluttu að Dval- arheimilinu Höfða og undu hag sínum vel en Bergþór lést skömmu síðar og var það henni mjög erfitt þó hún hefði ekki um það mörg orð. Hún var hin góða og gjöfula móðir, tengdamóðir, amma og langamma sem allir gátu leitað til og vissu að alltaf hafði hún tíma til að hlusta og hughreysta ef með þurfti. Það var gott að vera ná- lægt þessari góðu konu og minnist ég margra góðra stunda er hún sagði mér frá uppvaxtarárum sínum á Görðum og þegar hún var kaupakona ásamt vinkonu sinni á bænum Leirá. Barnabörnum hennar þótti gott að koma til ömmu og dvöldu þar mörg- um stundum. Guðrún var búin að vera lengi veik en alltaf jafn dugleg að ná sér aftur. Alltaf var hún með bros á vör og þakklát fyrir allt sem var gert fyrir hana. Æðrulaus og þolinmóð, þessi orð komu fyrst upp í huga mér er ég kveð tengdamóður mína en við sem eftir lifum eigum góðar minningar sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Að lokum vil ég kveðja með erindi eftir móðurömmu mína, Guðrúnu Halldórsdóttur frá Hóli: Þegar húmar og hallar degi heimur hverfur og eilífðin rís. Sjáumst aftur á sólfögrum degi þar sem sælan er ástvinum vís. Salóme Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast ástkærar ömmu minnar, Guðrúnar Brynjólfs- dóttur, með eftirfarandi orðum. Í minningunni lifa góðar og dýrmætar minningar um yndislega og hlýja ömmu sem ég gat alltaf leitað til, jafnt á barnsaldri sem á fullorðinsárum mínum. Ég man eftir mér fimm ára að stauta í lestrarbók við eldhúsborðið á Skólabrautinni, ég man eftir mér við borðstofuborðið á sama aldri að spila marías við ömmu, ég man eftir góða ilminum sem alltaf var í eldhúsinu og ég man hvað það var alltaf gott að fá að vera hjá afa og ömmu. Á fullorðins- árum mínum minnist ég þess hvað þau voru glöð þegar þeim fæddist barnabarnabarn árið 1999. Síminn hringdi á fæðingardeildinni fljótlega eftir að sonur minn kom í heiminn – það var amma að athuga hvort okkur heilsaðist nú ekki örugglega vel. Svona var hún – alltaf vakin og sofin yfir velferð barna sinna og barna- barna. Amma var góðum gáfum gædd og kunni ýmislegt sem okkur hinum er ekki einleikið, t.d. að spila á munn- hörpu og jafnframt var hún vel hag- mælt. Það er þó fyrst og fremst sú umhyggja og hlýja sem hún bar í brjósti til síns fólks sem stendur upp úr. Ég vil þakka fyrir að hafa mátt njóta þeirrar gæfu að eiga svo góða ömmu og njóta samvista við hana svona lengi. Nú er komið að hinstu kveðju og ég bið góðan Guð um að varðveita sál hennar og minningu. Lára Huld Guðjónsdóttir. Þegar við hjónin lögðum af stað með Guðrúnu tengdamóður mína til Akraness 2. janúar sl. læddist að mér sá grunur að þetta væri síðasta heim- sókn hennar í Stykkishólm. Guðrún dvaldi hjá okkur um ára- mótin og var ljóst að heilsufari hennar hafði hrakað verulega. Það eru rösklega þrjátíu ár síðan ég kynntist Guðrúnu, þegar við Ósk dóttir hennar vorum að draga okkur saman. Þá strax kynntist ég þeirri hlýju og jákvæðni sem alltaf geislaði af henni. Lífið var Guðrúnu ekki alltaf dans á rósum því hún missti móður sína skömmu eftir fæðingu. Hún var tekin í fóstur til hjónanna að Görðum á Akranesi þeirra Vigdísar Jónsdóttur og Sigmundar Guðmundssonar. Vig- dís andaðist síðan þegar Guðrún var sex ára og eftir það bjó hún hjá Ósk Sigmundsdóttur uppeldissystur sinni, sem hún leit alltaf á sem fóstru sína. Milli þeirra var mikil virðing og hlýja og þegar Guðrún eignaðist einkadótt- ur sína skýrði hún hana í höfuðið á henni. Guðrún gekk í húsmæðra- skólann á Ísafirði eftir að þau Berg- þór kynntust og lagði þar grunn að þeim myndarskap sem einkenndi hana alla tíð í rekstri heimilis þeirra hjóna. Guðrún var hagmælt mjög og hafði mikið yndi af munnhörpu sem hún lék á af mikilli list. Víða liggja lausavísur eftir hana, sem því miður hefur ekki verði haldið til haga og oft- ast voru þær ómerktar höfundi. Á af- mælisdögum lét hún oft fylgja vísu- korn með heillaóskum, til sam- ferðamanna. Það var þeim hjónum Guðrúnu og Bergþóri mikill harmur þegar Guðjón sonur þeirra greindist með krabba- mein og andaðist langt um aldur fram, tæplega fimmtugur, eftir bar- áttu við þann illvíga sjúkdóm. Þann harm bar hún í hljóði, en ekki er mér grunlaust að hún hafi hlakkað til þeirrar ferðar sem okkur allra bíður og hitta þar eiginmann og son. Það voru allmargar skemmtilegar ferðir sem farnar voru og hafði Guð- rún mjög gaman af að ferðast. Veiði- ferðirnar eru einnig ógleymanlegar og standa veiðiferðirnar í Flekku- dalsá þar uppúr en þær voru í leiðinni gerðar að fjölskylduferðum og lagði Guðrún mikla áherslu á að alltaf væri mikill og góður matur tilbúinn ef ein- hverjir af veiðimönnunum kæmu við í veiðihúsinu og dvaldist manni stund- um meir en áköfum veiðimönnum sæmdi, við góðan viðurgjörning. Ég get ekki fullþakkað hversu vel Guðrún og Bergþór reyndust sonum okkar þegar þannig stóð á að þeir væru í heimsókn eða með aðstöðu hjá þeim á Skólabrautinni og aldrei taldi Guðrún eftir sér að stjana í kringum þá. Segja má að þeir hafi verið ofdekr- aðir á köflum. Oft heyrði ég Guðrúnu tala um hve gaman hún hafði af að syngja með kór eldri borgara á Akranesi, en það gerði hún í um áratug, sér til ánægju og yndisauka. Á kveðjustund koma þessar fallegu sálmalínur upp í hugann. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Ég bið guð að styrkja aðstandend- ur hennar alla. Óli Jón Gunnarsson. Nú er sú stund runnin upp að elskuleg amma mín er fallin frá og tími kominn fyrir kveðjustund. Á stundu sem þessari hugsa ég til baka um allar góðu minningarnar sem ég á um hana. Guðrún amma var einstök manneskja í huga þeirra sem hana þekktu og var mikil hlýja sem umlék hana. Þegar við bræðurnir komum í heimsókn til afa og ömmu, þegar við vorum að alast upp, tók amma ávallt á móti okkur brosandi með opnum örm- um. Ég man vel eftir því þegar amma kenndi mér að spila á spil, til dæmis svarta-Pétur og þegar hún reyndi ár- angurslítið að útskýra fyrir mér að betra væri að hafa færri spil, en fleiri, á hendi í olsen olsen. Eitt skiptið birt- ust þau hjónin óvænt í heimsókn til mín þar sem ég var í sumarbúðum í Vatnaskógi. Það fannst mér sem litlum hnokka alveg frábært enda var alltaf eins og birti yfir þega þau kíktu við, hvar svo sem það var. Þegar ég dvaldi hjá ömmu og afa um lengri eða skemmri tíma þá var það venjan að fara ,,rúnt niður á bryggju“ eins og afi kallaði það. Amma hafði ánægju af bryggjurúntinum og þegar ég varð eldri gat ég, sem ég og gerði, boðið henni á rúnt um Akranes og ná- grenni. Þetta voru góðar stundir sem ég naut mikils og má í raun segja að oft minntu samverustundir okkar meira á vinskap en samband ömmu og barnabarns. Þegar ég varð eldri fannst mér virkilega ánægjulegt að fara og hitta ömmu á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, þar sem hún bjó frá 1998, til að spjalla um daginn og veginn. Hún átti líka til að hringja í mig til að bjóða góðan daginn og var það bókað mál að hvernig sem á manni lá, þá var maður undantekn- ingarlaust léttari í lund í lok samtals- ins. Þetta eru þau áhrif sem hún amma hafði á fólk í kringum sig. Elsku amma mín, nú ert þú farin og við verðum að kveðjast að sinni. Ég bið guð að blessa þig og varðveita. Þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig, því ég er betri maður fyrir. Jóhann Gunnar Ólason. GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Brynjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Bergþór Ólafsson. Við þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem hafa á margvíslegan hátt sýnt okkur samúð og hlý- hug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINARS S. WAAGE fyrrverandi skókaupmanns Kríunesi 6, Garðabæ, sem lést á Landsspítalanum í Fossvogi föstudaginn 17. desember sl. Sérstakar þakkir til séra Jóns Dalbú og tónlistarfólksins, sem gerðu kveðjustundina í Hallgrímskirkju að þeirri einstöku stund sem hún var. Einnig innilegar þakkir til þeirra, sem styrktu félagasamtök Steinars eða önnur félög. Biðjum ykkur öll Guðs blessunar. Clara Grimmer Waage, Vera Waage, Elsa Waage, Emilio De Rossi, Snorri Waage, Kristín Skúladóttir, Clara Víf, Tandri, Anna Cecilie, Júlía Charlotte, Thelma Lind, Rebekka, Alma Rut. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Garðabraut 6, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Jakobína Þóra Pálmadóttir, Jón Helgi Guðmundsson, Elsa Björk Knútsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Jórunn Petra Guðmundsdóttir, Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.