Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Sölumaður óskast
Harðduglegur og heiðarlegur sölumaður
óskast á eina stærstu fasteignasölu landsins.
Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga-
deildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar:
„Sölumaður — 16579“.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Fundir/Mannfagnaður
Sjálfstæðisfélögin
í Reykjavík
Þorrablót
Hið árlega þorrablót sjálfstæðismanna í
Reykjavík verður haldið í Gullhömrum, Graf-
arholti á morgun, laugardaginn 22. janúar.
Blótið hefst kl. 20:00, en húsið
verður opnað kl 19.00
Blótstjórn verður í höndum
Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
alþingismanns og borgarfulltrúa
og heiðursgestur verður Geir
H. Haarde fjármálaráðherra.
Fjöldi skemmtiatriða, meðal
annars stórsveitin South River
band, fjöldasöngur, minni karla
og kvenna, happdrætti o.fl. o.fl.
Blótinu lýkur með dansleik þar
sem hljómsveitin Snillingarnir
halda uppi stuðinu.
Miðasala í Valhöll, sími 5151700
milli kl. 09 – 17.00. Matur + dan-
leikur kr. 4.000 - Dansleikur kr. 1000.
Hittumst hress í góðra vina hópi
Þorrablótsnefndin
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu
1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 14.00 á
neðangreindum eignum:
Birkimelur 5, fastanr. 214-0782, Varmahlíð, þingl. eign Lúðvíks Al-
freðs Halldórssonar. Gerðarbeiðendur eru Og Vodafone-Og fjarskipti
hf., Greiðslumiðlun hf.-Visa Ísland og Íbúðalánasjóður.
Helluland, landsnr. 146-382, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign
Ólafs Jónssonar, Þórunnar Ólafsdóttur og Kristín Jónsdóttir. Gerðar-
beiðandi er Vátryggingafélag Íslands hf.
Kárastígur 10, fastanr. 214-3630, Hofsósi, þingl. eign Björns Jóhanns-
sonar. Gerðarbeiðandi er Samvinnulífeyrissjóðurinn.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
20. janúar 2005.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11,
Búðardal, fimmtudaginn 27. janúar 2005 kl. 14.00 á eftirfar-
andi eign:
Ásar, Saurbæjarhreppi, jarðarnr. 137891, þinglýstur eigandi Dóróthea
Sigvaldadóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins.
Sýslumaðurinn í Búðardal,
20. janúar 2005.
Anna Birna Þráinsdóttir.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
sími 551 8130,
Garðastræti 8, Reykjavík
Opið hús. Nemendur úr hópum
verða með heilun, ýmislegt
annað áhugavert og brydda upp
á nýjungum í opnu húsi föstu-
daginn 21. janúar, í Garðastræti
8.
Húsið opnað kl. 19.00 og lokað
kl. 19.30.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Aðgangseyrir.
SRFÍ.
Í kvöld kl. 20.30 sýnir Óskar
Guðmundsson myndband með
Sigvalda Hjálmarssyni í húsi fé-
lagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum
kl. 15.30 í umsjón Halldórs Har-
aldssonar sem sýnir myndband
með Krishnamurti.
Á sunnudögum kl. 10 er hug-
leiðing með leiðbeiningum.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 12 1851218½
I.O.O.F. 1 1851218 Alþjóðleg, samkirkjuleg
bænavika
Kl. 12.00 Fríkirkjan Vegurinn, há-
degisbænir.
Kl. 20.00 Samkoma í kirkju Að-
ventista í Reykjavík með þátt-
töku fleiri trúfélaga.
Kl. 20.00 Bænastund í umsjá Að-
ventista í Sunnuhlíð Akureyri í
félagsheimili KFUM og KFUK.
Allir velkomnir!
✝ HjörleifurTryggvason
fæddist á Ytra-
Laugalandi í Eyja-
fjarðarsveit 25. maí
1932. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 13.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Tryggvi Jóhannes-
son bóndi Ytra-
Laugalandi, f. þar
30. júlí 1911, d. 18.1.
1998, og kona hans
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja frá Sléttu
í Reyðarfirði, f. 6.6. 1910, d. 8.8.
1997. Bróðir Hjörleifs er Aðal-
björn bóndi, f. 20.3. 1937.
Hjörleifur ólst upp á Ytra-
Laugalandi og vann við almenn
landbúnaðarstörf en hleypti
heimdraganum 24 ára gamall og
fór á vertíð til Vestmanneyja.
Hann giftist hinn 6.6. 1960 eft-
2.1. 1988, og Silvía, f. 14.2. 1992.
3) Þórður, f. 30.6. 1962, kvæntur
Hildi Larsen, f. 18.2. 1964. Synir
þeirra eru Ólafur, f. 25.7. 1986,
og Hjörtur, f. 28.2 1991. 4) Hug-
rún, f. 29.1. 1967, gift Einari
Gíslasyni, f. 23.6. 1960. Dætur
þeirra eru Guðbjörg, f. 25.8. 1995,
og Þórhildur, f. 25.8. 1995. 5) Jó-
hannes Helgi, f. 18.8. 1974, í sam-
búð með Hildi Magnúsdóttur, f.
24.3. 1981. Sonur Jóhannesar og
Sigurbjargar Níelsdóttur, f. 4.9.
1974, er Níels Birkir, f. 30.12.
1998. 6) Jón Elvar, f. 16.12. 1975,
í sambúð með Kolbrúnu Ingu
Rafnsdóttur, f. 10.12. 1975. Dóttir
þeirra er Svala Huld, f. 27.11.
2004. Barnabörnin eru tólf.
Hjörleifur var bóndi á Ytra-
Laugalandi allt sitt líf og bjó þar
félagsbúi með Aðalbirni bróður
sínum til ársins 1995. Hann vann
við landbúnaðarstörf fram á síð-
asta dag á býli sona sinna á Ytra-
Laugalandi og Hrafnagili í Eyja-
fjarðarsveit.
Hjörleifur verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Hann verður jarðsettur á Munka-
þverá.
irlifandi eiginkonu
sinni Vilborgu Guð-
rúnu Þórðardóttur
hjúkrunarfræðingi, f.
3.2. 1937. Foreldrar
hennar voru Þórður
Jónsson bóndi Sölv-
holti í Flóa, f. 22.4.
1901, d. 17.4. 2000, og
kona hans Þórhildur
Vigfúsdóttir hús-
freyja, f. 18.3. 1903,
d. 4.4. 1989. Börn
Hjörleifs og Vilborg-
ar Guðrúnar eru: 1)
Þóra, f. 31.12. 1959,
gift Ívari Ragnars-
syni, f. 26.7. 1956. Börn þeirra
eru; Vilborg Hjörný, f. 27.10.
1981, Eva Huld, f. 3.8. 1984, Egill
Þór, f. 31.3. 1993, og fóstursonur
Jeff Chris Hallstrøm, f. 24.2.
1992. 2) Grettir, f. 29.3 1961,
kvæntur Kristínu Kolbeinsdóttur,
f. 31.5 1962. Börn þeirra eru;
Sandra, f. 6.12. 1986, Steinar, f.
Elsku pabbi minn, það er virkilega
erfitt að kveðja þig svona snöggt, en
þú varst oft búinn að tala um að
svona vildir þú kveðja, áður en þú
yrðir ruglað gamalmenni. Þetta var
nú samt allt of snemmt. Við áttum
eftir að gera svo margt saman. Það
er margs að minnast. Þú varst alltaf
til staðar þegar á þurfti að halda og
veturinn 1998 kemur fljótt upp í hug-
ann þegar við vorum tveir með bú-
skapinn á Laugalandi. Það var erf-
iður tími en þú lagðir mikið á þig til
að það gengi upp og því gleymi ég
aldrei. Upp frá því tengdumst við
sterkum böndum og var samband
okkar einstakt eftir það. Þú varst
mikill persónuleiki og mannþekkjari
og með eindæmum gjafmildur, vildir
allt fyrir mann gera. Þú komst t.d.
með marga haldapoka af mat fyrir
tugi þúsunda til okkar systkinanna
þegar við byrjuðum að búa, það topp-
uðu þig fáir. Þú þoldir heldur ekki
fólk sem voru nánasir og nísku…
eins og þú orðaðir það. Einnig hafðir
þú gaman af því að gera að gamni
þínu og fátt fannst þér skemmtilegra
en þegar sölumenn komu og voru að
reyna að selja þér eitthvað, það eru
til margar sögur af því en í stuttu
máli sagt held ég þeir séu alveg
hættir að koma á Ytra-Laugaland.
Ég minnist einnig ferðalaganna frá
barnæsku þar sem stoppað var í
hverri sjoppu sem sást og við Jó-
hannes bróðir fengum ís í brauði.
Vorið 2000 þegar við keyptum
Hrafnagil varst þú frá 1. degi á drátt-
arvél frá morgni til kvölds. Þú keyrð-
ir allan skít, um 6500 tonn á ári, rak-
aðir öllu heyi og vannst alla flagvinnu
og ef við ætluðum að leysa þig af
varðstu vondur og spurðir okkur
hvort við héldum að þú væri aumingi.
Svo varstu farinn að taka nesti með
þér á vélarnar til að við stælum þeim
ekki af þér þegar þú fórst í mat. Þú
elskaðir að vinna á dráttarvélum.
Fyrir þetta fáum við bróðir þér seint
fullþakkað og hann er orðinn stór
þáttur þinn í þessu búi og það verður
erfitt ef ekki ómögulegt að manna
þína stöðu.
Elsku pabbi minn, ég kveð þig nú
með söknuði en ég veit að þú ert nú á
góðum stað.
Þinn
Jón Elvar.
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns en hann lést 13. jan. á FSA í
kjölfar erfiðrar aðgerðar. Nú eru
tuttugu ár síðan leiðir okkar lágu
saman og minnist ég hans fyrir góð-
an húmor, magnaðar vísur og
skemmtilegar frásagnir. Hann hafði
stórt hjarta og gjafmildi hans var
ríkuleg. Kom það oft fyrir er við
Hugrún hófum búskap að hann rakst
inn og hafði þá komið við í búð og
kom lestaður af vörum og fyllti á ís-
skápinn. Búmaður var hann mikill og
dýravinur, hann mátti ekkert aumt
sjá og alltaf gátu hrafnarnir stólað á
hann þegar harðnaði á dalnum.
Ég man að eitt af því fyrsta er
hann vildi vita um mína hagi var
hvaða tónlist ég hlustaði á því hann
var músíkant, djassgeggjari og
harmonikkuunnandi, tónlistin var
svo stór hluti af honum. Glenn Mill-
er, Mills Brothers, Guðmundur Ing-
ólfsson og Ingimar og Finnur Eydal
voru hans menn sem og allir er höfðu
góða sveiflu. Hjörleifur á Y-Lauga-
landi var gleðimaður mikill og litrík-
ur í sinni sveit og varla voru haldin
þorrablót eða kabarettar svo ekki
væri vitnað í hann eða uppátæki
hans. Hann var hreinskiptin og kvað
ævinlega skírt að og talaði tæpi-
tungulaust.
Ekki er hægt að segja annað um
Hjörleif en hann hafi verið lélegur
bindindismaður en þó fór þeim skipt-
um fækkandi er hann fékk sér „al-
mennilega í glas“ svo notuð séu hans
orð. Búskapur barna hans átti hug
hans allan og þótt aðrir væru teknir
við þá starfaði hann eftir sem áður að
búskapnum, það var hans líf og yndi.
Að vinna tún og akra voru hans sól-
arlandaferðir þá gaf hann sér vart
tíma til að taka mat eða kaffi slíkur
var áhuginn og minnti það helst á
ungan og ákafan bónda en ekki mann
sem komin var yfir sjötugt. Þó skiln-
aðurinn sé sár og söknuður mikill er
þó hægt að hugga sig við að það átti
ekki fyrir honum að liggja að verða
óvinnufær og traktorslaus í ellinni.
Ég vil að lokum þakka Hjörleifi þessi
20 ár er við höfum átt samleið, alla
greiðana og skemmtilegu stundirnar
er við höfum átt saman í gegnum tíð-
ina. Blessuð sé minning hans.
Einar Gíslason, Brúnum.
Nágranni minn Hjörleifur
Tryggvason á Ytra-Laugalandi er
allur. Hann heyrir nú sögunni til og
verður þar minnst sem sérstaklega
litríks manns. Undir nokkuð hrjúfu
yfirborði var einlægni og hlýja. Hjör-
leifur var mikið glæsimenni á velli og
hraustur svo af bar, þrátt fyrir að lík-
amanum væri ekki hlíft á nokkurn
máta. Hann er mér harmdauði og
mun svipminna er nú yfir Staðar-
byggðinni þegar hans nýtur ekki
lengur við.
Fyrstu kynni mín af Hjörleifi ná
hér um bil hálfa öld aftur í tímann,
þegar fjárbúskapur var á báðum
bæjunum. Í þá tíð var skylt að baða
fé, fengum við einatt dygga hjálp
þeirra feðga við það verk. Eitt sinn
hafði faðir minn tekið með örlítið tár
á fleyg og dreypti á mannskapinn,
leið ekki á löngu þar til hlátrasköllin
gullu við og allir voru kátir, enda þeir
feðgar með skemmtilegustu mönn-
um.
Hjörleifur var mikill tónlistar-
unnandi, hann var sérstaklega hrif-
inn af djasstónlist og sótti tónleika í
önnur héruð ef svo bar undir.
Snemma eignaðist hann mynd-
bandstökuvél og hóf þá þegar að
safna myndskeiðum af sveitungum
sínum. Með tímanum eignaðist hann
mikið safn, sem ómetanlegt má telj-
ast.
Um nokkurt skeið spilaði Hjörleif-
ur brids með Baldri föður mínum og
bræðrum hans, Theodór og Bjart-
mari. Var oft setið lengi nætur við
spilaborðið og mjög glatt á hjalla.
Einu sinni sem oftar varpaði Theo-
dór vísu á þá makkera Hjörleif og
Baldur:
Ýmislegt í kvöld ég kveð
komið þið inn úr hregginu.
Bændur eru mættir með
mosa og flær í skegginu.
Sýnu lengst var þó eitt skiptið á
Ytra-Laugalandi. Samkvæmt áætl-
un átti að hætta spilamennsku um kl.
3 eftir miðnætti. Var þá veður með
allra versta móti og lagði húsbóndinn
blátt bann við því að þeir bræður
Baldur og Theodór héldu til síns
heima. Var spilað áfram fram að fjós-
tíma, hafði þá veðrið gengið niður og
þótti ferðafært orðið. Í ljós kom að
ófærð var mikil og hamlaði svo för að
um 3 klst. tók að fara hér milli bæja.
Líklegt má telja að nú hafi spila-
stokkurinn verið tekinn fram að
nýju.
Undanfarin ár hefur Hjörleifur
lagt sonum sínum lið í kúabúskapn-
um, sem er sá umfangsmesti á landi
hér. Er mál manna að hann hafi unn-
ið á við tvo hið minnsta. Þrátt fyrir
miklar annir heimavið, hefur Hjör-
leifur gefið sér tíma til að aðstoða
okkur nágranna sína. Nú síðast á
haustmánuðum þegar mikið lá við í
búskapnum hér á bæ. Hafi hann
heila þökk fyrir það og mörg önnur
viðvik og greiðasemi.
Fjölskyldu Hjörleifs Tryggvason-
ar sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Benjamín Baldursson.
Ytri-Tjörnum.
HJÖRLEIFUR
TRYGGVASON