Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 21.01.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 45 Geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON GUNNAR HELGASON FRIÐRIK FRIÐRIKSSON HÖSKULDUR SÆMUNDSSON Þeir feðgar segja að hug-myndin hafi fæðst smátt ogsmátt á undanförnum ár-um. „Við erum báðir tölu- vert mikið fyrir orðið og ég hef verið að pára eitthvað niður í gegnum tíð- ina. Sverrir hefur reyndar fengist við það líka; hann er eiginlega frægara ljóðskáld en ég því tvö ljóð eftir hann hafa lent á morgunverðarborði flestra landsmanna, á mjólkur- fernum,“ segir Jón. Faðirinn sér engu að síður um ljóðagerðina á plötunni, sem var tekin upp fyrir jólin 2003, en gefin út fyrir síðustu jól. Jón hafði verið að vinna með Guðjóni Hafliðasyni, hönn- unarstjóra í Odda, og hann kynnti feðgana fyrir Óskari Einarssyni tón- listarmanni og upptökustjóra. Þá fóru hjólin að snúast. Sverrir hafði lesið nokkuð af ljóð- um föður síns, meðal annars ljóða- bókina Fjörutíu og níu ljóð og eitt til viðbótar, sem Jón sendi frá sér árið 1992. „Hann var aðeins byrjaður að velta fyrir sér útsetningum og því- líku, en að mestu leyti urðu ljóðin til fyrst og tónlistin síðan,“ segir Jón. Bókmenntir hluti af lífinu Að sögn Jóns halda flestir sem ekki þekkja hann að hann sé verkfræð- ingur. „Ég vinn hjá slíku fyrirtæki, sem fæst við tækni. Eða þá að fólk telur mig vera viðskiptafræðing. Ég er hins vegar hvorugt. Ég er húm- anisti; lærði þýskar bókmenntir og þýsku í Þýskalandi, lauk svo náminu hér í Háskóla Íslands og tók íslensku líka. Ég lærði hins vegar talsverða eðlis- og stærðfræði á sínum tíma í MR, sem hefur gert mér starfið auð- veldara en ella. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ljóðum og ólst upp í nálægð við bókmenntir.“ Spurður hvort hann noti ljóðagerð sem afslöppun frá erli fram- kvæmdastjórastarfsins svarar hann játandi. „Mér finnst þetta líka vera hluti af lífinu. Ég get til að mynda verið að fara með ljóð í bílnum, um miðjan dag. Þetta er mín næring, hvenær dags sem er. Þannig finnst mér að bókmenntir eigi að vera; ekki settar í sérstakt hólf, með verðlauna- afhendingu á Bessastöðum, heldur hluti af lífinu.“ Jón tekur undir fullyrðingu blaða- manns um að yrkisefni ljóðanna á Orðin tóm sé breytingar. „Já, það má segja að verið sé að fjalla um Ísland í hvörfum. Á breytingaskeiði. Ljóðin einkennast af vissum söknuði, án þess þó að ég sé að setja mig á háan hest. Þótt ég geri nokkurt grín að þjóð- félaginu er ég hluti af því. Ég panta mér pítsu og fer í Kringluna og Smáralind eins og aðrir. Umfjöllunarefnið er að nokkru leyti tungumálið og breytingar á því; gömul og ný menning. Í ljóðunum er horft frá sjónarhóli hins venjulega hugsandi manns og fjallað um það sem hann veltir fyrir sér. Hvort sem það eru hryðjuverkin 11. september, sjálfsvígsárásir eða annað. Annars er Reykjavík töluvert í miðdepli, ástin, listin og hraðferð tímans. Þá örlar á gamansemi; sums staðar er slegið á létta strengi. Þarna er aðeins verið að vara við firringunni og benda á að maður sé manns gaman. Við megum ekki gleyma okkur í viðureigninni við tölvur og tæki,“ segir Jón. Tvíeykið taumlausa Sverrir er menntaður gítarleikari; er á öðru ári í FÍH eins og stendur, á djass- og rokkbraut, undir hand- leiðslu Björns Thoroddsens og Jóns Rafnssonar. Þá hefur hann notið leið- sagnar Péturs Jónassonar gítarleik- ara. Aðspurður segist Sverrir tölu- vert vera að fást við spilamennsku þessa dagana. „Já, ég er í Tvíeykinu taumlausa, ásamt vini mínum, og við ætlum að fá vini okkar með okkur og taka þátt í næstu Músíktilraunum,“ segir Sverrir. Og þá er ekki allt upp talið, því hann tekur þátt í Herranótt Menntaskólans; leikur eitt af aðal- hlutverkunum og semur tónlist fyrir hana ásamt félögum sínum. Feðgarnir segjast ekki vera með mjög ólíkan tónlistarsmekk, en Jón segist þó hafa staðnæmst að nokkru leyti við miðjan níunda áratuginn. „Ég er fæddur árið 1957 og þekki þess vegna nokkuð vel flestalla tónlist fram til 1985–90. Nú þekkir maður af- ar lítið af því sem er vinsælast, nema þá í gegnum strákana mína,“ segir hann, en Sverrir á tvo yngri bræður, Kristján og Guðmund Óla. Jón segist vera mikill aðdáandi Bobs Dylans og Sverrir segist vera það líka. „Svo var ég að hlusta á Dire Straits og líklega fékk hann hluta af gítaráhuganum í gegnum það. Þá fann hann plötu sem ég hafði keypt á flugvelli og lítið hlustað á, með U2, og hún greip hann alveg,“ segir Jón. „Já, hún er mín uppáhalds- hljómsveit, auk Dave Matthews Band. Svo held ég mikið upp á Jeff Beck gítarleikara. Þá hlusta ég á mjög marga djassara, eins og Joe Pass og Miles Davis. Reyndar hlusta ég á allt sem að eyra kemur, en við feðgar mætumst í Dylan og Simon og Garfunkel,“ segir Sverrir. Plötugerðin sjálf var ótrúlega lítið verk, segja þeir, að minnsta kosti gekk hún vel og snögglega fyrir sig. „Þetta tók rúma tvo daga. Ég spilaði undir ljóðalesturinn á kassagítarinn, þannig að við tókum upp grunninn „læv“. Svo lagaði ég upptökurnar og hlóð ofan á þær eftir þörfum. Þetta gekk ótrúlega vel, en það er líka vegna þess hversu Óskar Einarsson er flinkur hljóðmaður,“ segir Sverrir. „Já, ég vil endilega að það komi fram að hljóðblöndunin gerir verkið að því sem það er. Við unnum með mönnum í hæsta gæðaflokki, Óskari og Guðjóni Hafliðasyni, sem hannaði umslag og bækling,“ bætir Jón við. Ekki dægurfluga Platan var sem fyrr segir tekin upp fyrir rúmu ári, en gefin út opin- berlega núna. Í millitíðinni hafði Sverrir breytt einum átta lögum og Óskar farið yfir hljóðblöndunina. Ekkert var þó átt við lestur Jóns. „Diskurinn batnaði við þessa með- ferð,“ segir Jón. Plötunni var dreift til vina og ættingja fyrir jólin 2003 og vegna áskorana var ákveðið að gefa hana út opinberlega ári seinna. „Við vorum reyndar svolítið seint á ferð- inni fyrir jólin, sem helgaðist af því að Sverrir var í prófum, auk þess sem ég þarf stundum að sinna starfi mínu, í hjáverkum,“ segir Jón og kímir, „þannig að við náðum ekki að kynna plötuna alveg sem skyldi. En hún er ekki dægurfluga og ætti að geta lif- að,“ heldur hann áfram. Feðgarnir eru sammála um að þeir ætli örugglega að halda áfram á þess- ari braut. „Við höfum fundið vissan tón og hver veit nema önnur plata komi fyrir næstu jól. Líklega vinnum við hana í september og þá höfum við vonandi tíma til að sinna kynning- arstarfi af nægilegum krafti. Fyrst er það Íslandsfrægðin, svo heims- frægðin!“ segir Jón í léttum tón. Tónlist | Feðgarnir Jón og Sverrir Norland senda frá sér ljóðaplötuna Orðin tóm Feðgar ljóða og laga Jón Norland og sonur hans Sverrir eru menn laga og ljóða. Starf Jóns er ekki algengt meðal skálda; hann er framkvæmdastjóri fyrirtækis, nánar tiltekið fyrirtækisins Smith & Norland. Sverrir er 18 ára og þykir vera afar efnilegur gítarleikari. Saman sendu þeir frá sér plötuna Orðin tóm, með lögum sonarins við ljóð föðurins. Morgunblaðið/Jim Smart Feðgarnir Jón og Sverrir Norland hafa ekki svo ólíkan tónlistarsmekk; hafa t.d. báðir gaman af Dylan og Simon og Garfunkel. ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.