Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 48

Morgunblaðið - 21.01.2005, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Sýnd kl. 10.15.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE YFIR 32.000 ÁHORFENDUR Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 8.  S.V. Mbl.. . l.  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Sýnd í stóra salnum kl. 5.45 og 9. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.10. B.i. 14 ára. Sýnd laug og sund. Sýnd laug og sund. Sýnd kl. 5.30 ísl tal Sýnd kl. 6, 8 og 10. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30. KEFLAVÍK kl. 5.45, 8 og 10.10. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Sýnd kl. 5.30 og 8 Ísl. texti. FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ Langa trúlofunin  H.L. Mbl. ÓTRÚLEGRI FERÐ EN HÆGT ER AÐ ÍMYNDA SÉRa KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 OG 10. Stórkostleg ný mynd frá leikstjóra Amelie Magnaður tryllir frá Marteini Þórssyni sem sló í gegn á sundance kvikmyndahátíðinni lli i i i l í i í i i LIÐ Borgarholtsskóla bar sigurorð af liði Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur keppninni í fyrradag og kom þar með í veg fyrir að MR-ingar kæmust í fjórðungsúrslit og þar með sjónvarpshluta keppninnar. Borg- hyltingar báru einnig sigurorð af MR-ingum í keppninni í fyrra, en þá töpuðu þeir í úrslitum fyrir Verzl- unarskóla Íslands. MR hafði sigrað í keppninni áratuginn áður. Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, einn liðsmanna Borgarholtsskóla, svaraði spurningum blaðamanns. Hvernig var þessi viðureign? „Hún var eins og hver önnur við- ureign, nema að við komum í veg fyr- ir að MR-ingar kæmust í sjón- varpið.“ Voru þeir erfiðir andstæðingar? „MR-ingar eru alltaf erfiðir and- stæðingar, en hafa oft verið erfiðari.“ Eruð þið með samviskubit yfir að hafa slegið þennan fornfræga skóla út? „Ég veit ekki, það er auðvitað hálf- leiðinlegt; ég hefði frekar viljað hafa þá með okkur í sjónvarpinu en mörg önnur lið. En ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sár. Ég er sáttur, auðvit- að.“ Eru Borghyltingar komnir með tak á MR-ingum? „Ég vona það. Ég held að það verði gífurleg pressa á MR-ingum á næsta ári; kannski verður talað um Borgar- holtsgrýluna þar á bæ.“ Hvernig höguðuð þið undirbúningi núna? „Það er komin mikil reynsla í liðið. Í fyrra æfðum við allt árið, en núna tókum við þetta snarpt og byrjuðum af krafti í nóvember.“ Hvað heitir aðalleikari mynd- arinnar Sideways, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin á dögunum? „Nú ertu ekki að tala við réttan mann. Við erum með verkaskiptingu í liðinu og ég sé ekki um kvikmynd- irnar.“ Ætlið þið ykkur alla leið núna? „Ég held að það sé engin spurn- ing.“ Hverjir eru erfiðastir, af þeim sem eftir eru? „Ég held að við verðum sjálfum okkur erfiðastir. Ef við sigrum okkur sjálfa erum við búnir að vinna þetta.“ Þið töpuðuð í úrslitum fyrir Verzl- unarskólanum í fyrra. Er möguleiki á að þessi lið mætist í úrslitunum núna? „Ég vona bara að það fari svo. Þá tökum við þá.“ Morgunblaðið/Kristinn Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Baldvin Már Baldvinsson skipa spurningalið Borgarholtsskóla. Ekkert samviskubit Borgarholtsskóli sló MR út úr Gettu betur ivarpall@mbl.is LEIKKONAN Julia Roberts hefur ákveðið að taka að sér hlutverk kóngulóar í nýrri kvikmynd sem gera á eftir barnabókinni Vefur Karlottu (Charlotte’s Web), eftir EB White. Mun Roberts ljá kóngulónni Karl- ottu rödd sína, en söguþráðurinn er á þá lund að Karlotta slæst í för með lítilli stúlku í því skyni að bjarga vini þeirra, svíninu Wilbur. Um er að ræða fyrsta verkefnið sem Roberts tekst á hendur eftir að hún eignaðist tvíburana Hazel og Phinnaeus fyrir tveimur mánuðum síðan. Fleira þekkt fólk mun koma fram í myndinni. Oprah Winfrey mun til að mynda leika gæs og John Cleese mun ljá sauðkind rödd sína. Þá mun Steve Buscemi leika rottu í mynd- inni, sem tekin verður til sýninga á næsta ári. Ekki hefur enn verið tilkynnt hver mun fara með hlutverk Wilbur. Myndin verður blanda af teikni- mynd og leikinni kvikmynd. Tökur á henni munu hefjast í Ástralíu í febrúar. Bókin Vefur Karlottu hef- ur selst í 45 milljónum eintaka frá því hún var gefin út árið 1952. Roberts leikur kónguló Reuters Julia Roberts er með vænlega kóngulóarrödd. Paula Abdul lét meðdómara sinnSimon Cowell fá það óþvegið eftir að hann grætti nokkra kepp- endur í nýjustu American Idol- keppninni, sem hófst nú í vikunni í bandarísku sjónvarpi. Mun hún einnig hafa löðrungað Cowell, eftir að hafa fengið sig fullsadda á fram- komu hans við þá keppendur sem ekki stóðu sig að hans mati. Við einn keppanda sagði hann: „Þú klæðir þig betur en þú syngur og þú hlýtur að hafa klætt þig í myrkri.“ Annar keppandi sem segist hafa verið „valinn af Guði“ til að vinna fékk þau svör frá Cowell: „Treystu mér. Guð vill ekki að þú vinnir þessa keppni.“ Stjórarnir hjá Fox-stöðinni sáu sig tilneydda að klippa í burtu nokkur vel valin fúk- yrði sem Abdul lét falla í garð með- dómara síns. Útsendingar frá Am- erican Idol hófust á Stöð 2 í gær. Fyrsti þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum og horfðu rúmlega 33 milljónir manna á þáttinn. Eng- inn þáttur hefur fengið eins mikið áhorf þar vestra það sem af er vetr- ar og horfðu fleiri á þáttinn en loka- þáttinn í fyrra þegar rúmlega 31 milljón manna sá Fantasia Barrino sigra. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.