Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FITUBRENNSLA
a u k i n b r e n n s l a
v a t n s l o s a n d i
m e i r i o r k a
m i n n k a r n a r t
Easy body Burner hylki er frábær lei› til a›
tapa flyngd á árangursríkan og skynsaman hátt.
Hylkin innihalda m.a koffín, H‡droxísítruss‡ru,
króm pikkólant og L-Carnitine.
sérhanna› fyrir konur
Sölusta›ir: og Heilsuhúsi›
ingi öðru vísi en við og launanefnd
sveitarfélaga myndum samþykkja
hann. Það er algjörlega á hreinu.“
Eiríkur segir alveg ljóst að sér-
samningur sem þessi yrði aldrei
samþykktur af hálfu Kennarasam-
bandsins nema að með honum fái
kennararnir „verulega hærri laun
en verið er að greiða í dag. Það ligg-
ur alveg fyrir að slíkir samningar
yrðu aldrei samþykktir af okkar
hendi, þ.e. að gera breytingar á
vinnutímanum, öðruvísi en að gera
Formaður Kennarasambandsins um hugsanlega
sérsamninga Garðabæjar við kennara Sjálandsskóla
Ekki samið án verulegrar
hækkunar grunnlauna
SÉRSAMNINGAR sveitarfélaga
við kennara í einstökum skólum
koma ekki til greina af hálfu Kenn-
arasambands Íslands (KÍ) nema að
um sé að ræða
„verulega hærri
laun en verið er
að greiða í dag“ .
Þetta sagði Ei-
ríkur Jónsson,
formaður KÍ, er
Morgunblaðið
innti hann eftir
viðbrögðum við
hugmyndum
bæjaryfirvalda í
Garðabæ um að
gera sérsamning við kennara Sjá-
landsskóla. Þá segir Eiríkur að
bæði launanefnd sveitarfélaga og
Kennarasambandið verði að sam-
þykkja samninginn.
Í frétt blaðsins í gær kom fram að
sérsamningar af þessu tagi falli
undir bókun sem gerð var við kjara-
samning grunnskólakennara á síð-
asta ári. Þar segir: „Samningsaðilar
eru sammála um að skapa tækifæri
á samningstímabilinu fyrir grunn-
skóla að taka upp í tilraunaskyni til
eins skólaárs í senn, hliðstæð vinnu-
tímaákvæði og gilda hjá öðrum há-
skólamenntuðum starfsmönnum
sveitarfélaga, þ.e. á bilinu 8–17 og
innan þeirra tímamarka sé öll
vinnuskylda kennara.“
Eiríkur segir að sérsamningar
sem þessir séu heimilaðir sem til-
raunaverkefni, „en það er ekkert
um að ræða samning milli sveitarfé-
laga og einstakra kennara. Það
gætu komið drög að samningi frá
Garðabæ en þau yrðu ekki að samn-
grundvallarbreytingar á launum.“
Eiríkur rifjar upp að þeir sem
voru að ræða hugmyndir um sér-
samninga meðan kjaradeila kenn-
ara stóð sem hæst, t.d. bæjarstjór-
inn á Akureyri, hafi verið að tala um
320 þúsund króna grunnlaun. „Það
er alveg á hreinu að það verður ekk-
ert af svona samningum nema að
menn séu að tala um mörgum tug-
um þúsunda hærri grunnlaun en
verið er að greiða í dag,“ segir Ei-
ríkur.
Eiríkur
Jónsson
„Við viljum ræða þetta betur
við Kennarasambandi áður en
lengra er haldið og gera þetta í
samráði við þá.“
Runólfur segir að sérsamn-
ingarnir yrðu líkari almennum
kjarasamningum háskólafólks
en kjarasamningar grunnskóla-
kennara eru nú. „Starfsfólkið
verður í heildarvinnu, í stað
ákveðinna vinnuþátta, og fær
þá vonandi líka betri laun.“
En hvernig getur borgin
greitt hærri laun en nú er gert
samkvæmt kjarasamningum?
„Við þurfum að skoða hvaða
peningar eru inni í kerfinu og
hvort það sé hægt að taka inn í
þetta alls konar aukagreiðslur.
En við eigum eftir að sjá þetta
betur fyrir okkur. Þetta er á
byrjunarreit.“
SKÓLASTJÓRNENDUR nokk-
urra grunnskóla í Reykjavík
hafa sýnt því áhuga að borgin
semji sérstaklega við skólana,
líkt og kveðið er á um í bókun
við kjarasamning grunnskóla-
kennara og sveitarfélaga frá
því fyrir jól. Munu Fræðslu-
miðstöð og Kennarasambandið
funda um þessi mál á næstu
dögum. Í fréttum Morgunblaðs-
ins í gær kom fram að bæjar-
yfirvöld í Garðabæ eru að skoða
þessa leið fyrir kennara Sjá-
landsskóla.
„Okkur finnst þetta spenn-
andi og höldum að þetta verði
öllum til hagsbóta, ekki síst
börnunum,“
segir Runólfur Birgir Leifs-
son, forstöðumaður fjár-
málasviðs Fræðslumiðstöðvar.
Skólar í Reykjavík vilja
líka sérsamninga
FJARSKIPTAFÉLÖGIN OgVoda-
fone, eMax ehf. ásamt INTER, sam-
tökum aðila er veita netþjónustu,
mótmæla fyrirhugaðri sölu ríkisins á
grunnneti fjarskiptaþjónustu sam-
hliða sölu Símans. Í tilkynningu sem
ofangreindir aðilar hafa sent frá sér
er þess krafist að einkavæðingar-
nefnd og ríkisstjórn lýsi því yfir að
grunnnetið verði undanskilið við sölu
á Símanum.
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri
OgVodafone, segist vilja að grunn-
netið sé aðskilið til þess að sam-
keppni í fjarskiptamálum hérlendis
sé virk. „Ég trúi því að það sé meg-
inmarkmið ríkisins að hér ríki frjáls
samkeppni án viðskiptahindrana,“
segir Eiríkur og bætir því við að hon-
um þyki vera skortur á umræðu af
hálfu ríkisins hvernig menn ætli sér
að tryggja þetta. Hann segir einföld-
ustu leiðina að sínu mati vera að að-
skilja grunnnetið frá Símanum. Það
verði annaðhvort í eigu ríkisins eða
þá annað eignarhald verði fundið til
þess að reka það. Eiríkur nefnir
Landsnetið sem dæmi um slíkt eign-
arhald, en hlutverk fyrirtækisins er
að annast flutning raforku og kerf-
isstjórnun sem Landsvirkjun sinnti
áður. Eigendur þess eru Landsvirkj-
un, RARIK og Orkubú Vestfjarða.
Tortryggni í garð Símans
„Reynslan hefur sýnt að sam-
keppnisyfirvöld og Póst- og fjar-
skiptastofnun hafa ekki bolmagn til
að standa vörð um að leikreglum sé
fylgt í harðvítugri samkeppni á fjar-
skiptamarkaði. Sú tortryggni sem
ríkt hefur í garð Símans frá öllum
frjálsum fyrirtækjum á þessum
markaði hefur verið mikil og mun
aukast enn verði af sölu grunnnets-
ins. Samkeppnisyfirvöld hafa skil-
greint fjarskiptamarkaðinn á Íslandi
sem markað sem ekki er í forgangi.
Þetta hefur leitt til þess að Síminn
hefur, í krafti stærðar sinnar og að-
stöðu til að beita tæknilegum við-
skiptahindrunum, getað haldið aftur
af eðlilegri samkeppni á fjarskipta-
markaði. Sem handhafi grunnnets-
ins hefur Síminn beitt mikilli hörku
gagnvart keppinautum og alþekkt er
að sú harka eykst þegar ríkisfyrir-
tæki komast í eigu einkaaðila,“ segir
í tilkynningu frá félögunum.
Dreifbýli ekki samkeppnishæft
Í tilkynningunni kemur ennfrem-
ur að sala grunnnetsins muni leiða til
þess að mörg byggðarlög og dreif-
býli verði ekki samkeppnishæft um
fólk eða fyrirtæki í framtíðinni.
Ástæðan sé sú að ljóst þyki að einka-
aðilar muni gera ríkari kröfur til arð-
semi en hinn ríkisrekni Sími hafi
gert. „Síminn hefur beitt verðlagn-
ingu og tæknilegum hindrunum til
að koma í veg fyrir að önnur fjar-
skiptafélög geti boðið upp á þjónustu
í dreifðum byggðum,“ segir í tilkynn-
ingunni. Nokkuð sé í land með að
uppbyggingu dreifikerfis fyrir GSM
verði lokið og enn eigi mörg byggð-
arlög og dreifbýli ekki kost á há-
hraða nettengingum. Það er ljóst að
einkaaðilar munu gera ríkari kröfur
til arðsemi en hinn ríkisrekni Sími
hefur gert.
Félögin segja kröfu sína setta
fram með því markmiði að gera sam-
keppni á þessum markaði raunhæfa.
„Með þessu er ekki verið að leggja
mat á þá aðgerð að selja Símann, ein-
ungis að hafna því að selja þessa auð-
lind ásamt þjónustustarfsemi Sím-
ans til þriðja aðila. Það mun ekki
verða friður um þessa ráðstöfun,“
segir í tilkynningunni.
Fara sömu leið og Landsnetið
„Er ekki einfaldast að fara sömu
leið og ríkið fór í raforkumálum, þar
sem Landsnetið var stofnað,“ segir
Eiríkur og bendir á að slíkt myndi
jafna samkeppnisaðstöðu fjarskipta-
fyrirtækja hérlendis.
Hann segist ekki þekkja dæmi
þess að grunnnetið hafi verið aðskil-
ið hjá þeim símafyrirtækjum sem
hafa verið einkavædd í Evrópu á
undanförnum árum. Hann bendir
aftur á móti á að smærri aðilar á fjar-
skiptamörkuðum, þar sem ríkissím-
inn hefur verið einkavæddur, kvarti
mikið undan þjónustunni sem þeir fá
enda eigi þeir allt undir samkeppn-
isaðilanum. Sama sé uppi á teningn-
um hérlendis en Eiríkur segir fjölda
kvartana liggja á borði Póst- og fjar-
skiptastofnunar frá OgVodafone þar
sem kvartað er undan aðgengi fyr-
irtækisins að grunnnetinu, sem sé í
eigu Símans.
Vilja aðskilja grunn-
netið frá Símanum
Morgunblaðið/Kristinn
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson
situr heimsviðskiptaráðstefnuna,
World Economic Forum, sem hófst í
Davos í Sviss í gær. Þar hafði hann
seturétt vegna þátttöku sinnar í
verkefninu Forum of Young Global
Leaders. Síðan á mánudag hefur
hann verið í Davos og unnið þar í
vinnuhópi ásamt 99 öðrum ungum
athafnamönnum úr viðskiptalífi,
fjölmiðlum, menningu og stjórn-
málum um allan heim.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Björgólfi var hann að bíða eftir að
hlýða á ávarp Tonys Blairs, for-
sætisráðherra Bretlands, sem flutti
erindi á ráðstefnunni í Davos.
Björgólfur sagðist hafa reiknað
með að þurfa að hlusta á marga fyr-
irlestra en verkefni vinnuhópsins
hefðu verið meiri en hann átti von á.
Var þessum 100 skipt niður í tíu
manna hópa og sagði Björgólfur sér
líða eins og að vera kominn aftur á
fjórða ár í háskóla.
Með honum í vinnuhópnum eru
m.a. dómsmálaráðherra Jórdaníu,
forsætisráðherra Eistlands, land-
búnaðarráðherra S-Afríku, fjár-
málaráðherra Búlgaríu, borgar-
stjóri San Francisco, stofnendur
Google og Hákon krónprins Noregs.
Áður höfðu úr hópi átta þúsund
manna undir fertugu verið valdir
237 ungir stjórnendur til að taka
þátt í verkefninu Forum of Young
Global Leaders. Verkefnið er til
næstu fimm ára og fer ráðstefna
fram síðar á þessu ári. Úr þessum
hópi var 100 svo boðið til verkefna-
vinnu í Davos, auk þess að sitja
heimsviðskiptaráðstefnuna.
Björgólfur meðal krón-
prinsa og ráðamanna
MIÐSTJÓRN ASÍ fjallaði á fundi
sínum í gær um viðbrögð félagsmála-
ráðherra við greinargerð ASÍ um
veitingu atvinnuleyfa til Impregilo og
stefnu stjórnvalda í málefnum vinnu-
markaðarins. Að sögn Grétars Þor-
steinssonar, forseta ASÍ, gerði mið-
stjórn alvarlegar athugasemdir við
reglugerð sem félagsmálaráðherra
hyggst gefa út á næstunni. Hefur ASÍ
frest til morguns að skila þeim at-
hugasemdum til ráðherra og vildi
Grétar ekki fara efnislega út í þær.
Hann segir að ASÍ geti sætt sig við
suma þætti í reglugerðinni.
Hluta þessara athugasemda má þó
lesa í minnisblaði sem lagt var fyrir
miðstjórn ASÍ í gær. Þar segir m.a. að
félagsmálaráðherra hafi ekki brugð-
ist við sjónarmiðum ASÍ um áhrif
framgöngu Impregilo og ábyrgð
stjórnvalda í þeim efnum.
„Skortur á stefnumótun í framan-
greindum efnum og gagnvart málefn-
um vinnumarkaðarins almennt gerir
síðan að verkum að framkvæmdin
varðandi útgáfu atvinnuleyfa er enn
sem fyrr í mikilli óvissu,“ segir í minn-
isblaði ASÍ, sem lítur svo á að félags-
málaráðherra eigi enn eftir að bregð-
ast við mikilvægustu ábendingum og
áherslum sínum gagnvart stjórnvöld-
um. Félagsmálaráðherra geti ekki
vikið sér undan ábyrgð og hann eigi
næsta leik.
Grétar Þorsteinsson vill minna á að
verkalýðshreyfingin og atvinnurek-
endur hefðu á síðasta ári tekið þátt í
vinnu með félagsmálaráðuneytinu um
gerð reglugerðar um atvinnuréttindi
útlendinga. Sér vitanlega hafi sátt
náðst um framkvæmdina en síðan
hafi hann orðið fyrir vonbrigðum und-
ir lok síðasta sumars er fregnaðist að
reglugerðin hafi verið dregin til baka.
Grétar segir að í reglugerðardrög-
unum nú hafi verið gerðar breytingar
í nokkrum veigamiklum atriðum.
Vonast hann til þess að félagsmála-
ráðherra muni taka tillit til þeirra at-
hugasemda sem ASÍ muni skila á
morgun.
Alvarlegar at-
hugasemdir ASÍ
TENGLAR
.....................................................
www.mbl.is/itarefni