Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þetta hefur ekkert með rétt eða rangt að gera, Davíð minn. Þetta er bara eðlið að velta
sér upp úr leðju.
Íbúum í Vestmannaeyj-um hefur fækkað áumliðnum árum eins
og víðar á landsbyggðinni.
Ef litið er yfir tölur Hag-
stofunnar yfir mannfjölda-
þróun sést að þeir voru
4.926 í Vestmannaeyjabæ
árið 1990, fjölgaði reyndar
um sjö árið eftir, en hefur
síðan fækkað hægt og bít-
andi og voru við árslok
2004 4.227 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar.
Tæplega 100 voru á skrá
yfir atvinnulausa við árslok
2004, samkvæmt tölum frá Vinnu-
málastofnun.
Bæjarbúar eru margir uggandi
um stöðuna og nefna einkum bætt-
ar samgöngur sem lausn á vand-
anum og horfa til jarðganga. Jarð-
göng yrðu „bylting“ fyrir Eyja-
menn og myndu treysta sam-
keppnisgrundvöll fyrirtækja þar
og á fastalandinu, m.t.t. til flutn-
inga segja margir.
Í ályktun sem Eyverjar, félag
ungra sjálfstæðismanna í Eyjum,
sendi frá sér á dögunum eru þing-
menn flokksins og ráðherra sjáv-
arútvegsmála hvattir til að opna
augun fyrir því bága ástandi sem
nú ríkir í atvinnumálum í bæjar-
félaginu. Fullyrt er að 8–10 fjöl-
skyldur flytjist frá Eyjum í jan-
úarmánuði og ekki ólíklegt að fleiri
fylgi í kjölfarið ef ekkert verður að
gert. Þeir sem rætt var við sögðust
engar forsendur hafa til að taka
undir fullyrðingar í þessa veru.
Líta bæri til þess að á móti sneri
fólk til baka. Tölurnar bæru þó
vitni um þróunina. Í ályktun Ey-
verja segir einnig að í tíð núverandi
sjávarútvegsráðherra hafi sífellt
verið vegið að hagsmunum Eyja-
manna, álögur á sjávarútveg hafi
hækkað með upptöku auðlinda-
gjalds og ekkert gert til að auka
veiðiskyldu skipa. Þá hafi þjónusta,
líkt og sú sem Rannsóknamiðstöð
fiskiðnaðarins veiti, minnkað um-
talsvert.
Bergur E. Ágústsson, bæjar-
stjóri Vestmannaeyjabæjar, segir
þetta vandamál sjávarbyggða, í
hnotskurn. „Við skulum gera okk-
ur grein fyrir því að sjávarútvegur-
inn hefur farið í gegnum gríðarlega
hagræðingu sem hefur verið nauð-
synleg til að auka samkeppnis-
hæfni greinarinnar á erlendum
mörkuðum. Þetta er kostnaður
sem fyrst og fremst sjávarbyggðir
eins og Vestmannaeyjar hafa þurft
að gjalda fyrir,“ segir hann. Það sé
til hagsbóta fyrir þjóðina í heild en
á móti hafi störfum í kringum sjáv-
arútveg fækkað verulega á lands-
byggðinni en fjölgað í Reykjavík.
Dæmin sanni þetta. Um 130 störf
eru í Landhelgisgæslunni, 80 í
Rannsóknastofu fiskiðnaðarins,
120 í Fiskistofu, 25 í Vaktstöð sigl-
inga, 68 í Siglingastofnun og um
170 í Hafrannsóknastofnun, sam-
anlagt 593 störf, þar af eru 2½
stöðugildi í Vestmannaeyjum. „Og
þetta er sá staður sem er með
10,6% af aflaheimildum lands-
manna,“ bendir Bergur á
Bergur segir að þrátt fyrir að
reynt hafi verið að horfa til nýsköp-
unar og fleiri atvinnugreina verði
ekki horft framhjá sérstöðu Vest-
mannaeyja og þar gegni sam-
göngur lykilhlutverki og miklar
vonir bundnar við jarðgöng. Þess
má geta að nýlega samþykkti rík-
isstjórnin að veita 20 milljónir
króna í rannsóknir á setlögum
næsta sumar svo hægt verði að
meta raunverulegan kostnað. Að
sögn Bergs bendir ýmislegt til að
hægt sé að grafa og fullvinna göng
milli lands og Eyja fyrir 16–18
milljarða króna. „Frá mínum bæj-
ardyrum séð yrði þetta algjör bylt-
ing fyrir samfélagið í Eyjum og
samfélagið á fastalandinu.“
15 þúsund tonn af bolfiski
flutt óunnin úr landi
Arnar G. Hjaltalín, formaður
stéttarfélagsins Drífandi í Vest-
mannaeyjum, tekur undir að al-
mennt sé atvinnuástandið ekki gott
og of einhæft. Skortur sé á léttari
þjónustustörfum fyrir fólk sem
ekki treystir sér til að vinna hefð-
bundin fiskvinnslustörf.
Þá spila samgöngumál inn í.
Meðal annars hafi fyrirtækið Ís-
lensk matvæli hætt starfsemi í
Eyjum fyrir um tveimur árum og
flutt sig um set. Ástæðan var sú að
fyrirtækið þurfti að senda frá sér
vörur daginn áður og geyma á lag-
er í Reykjavík áður en hægt var að
flytja þær á áfangastað.
Þá bendir Arnar á að frá Vest-
mannaeyjum eru flutt út um 15
þúsund tonn af óunnum bolfiski á
ári en það samsvarar árskvóta
stærsta vinnuveitandans í Eyjum,
Vinnslustöðvarinnar hf. Án efa
megi vinna hluta aflans í landi og
fjölga þar með störfum.
Atvinnurekendur í sjávarútvegi
sem rætt var við segja engan skort
á störfum í greininni. Magnús
Kristinsson, framkvæmdastjóri út-
gerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins
ehf., segir að fyrirtækið ráði í æ
meira mæli til sín sjómenn af fasta-
landinu.
Fólk sem flytji sæki einfaldlega í
önnur störf. Enginn samdráttur sé
í vinnslunni. „Það er að verða meiri
sérhæfing í öllum greinum þjóð-
félagsins, þar með talið sjávarút-
vegi.“ Sem dæmi hafi þurft um 2–
300 manns við síldarsöltun fyrir tíu
árum en fáir starfsmenn fylli það
skarð í dag.
Fréttaskýring | Atvinnumál og mann-
fjöldaþróun í Vestmannaeyjum
Treysta á
jarðgöng
Vestmannaeyingum hefur fækkað um
rúmlega 700 á rúmum áratug
Lífið er fiskur í Eyjum.
Starfstengt nám
í viðburðastjórnun
Eitt af því sem Vestmanna-
eyingar hyggjast koma á fót í
haust er nám í viðburðastjórnun.
Viðburðastjórnun er starfstengt
nám á framhaldsskólastigi (fjórar
annir) og háskólastigi (60 ein.).
„Við erum auðvitað með þessu að
nýta þá þekkingu og þann mann-
auð sem við höfum í að halda stór-
viðburði, ekki endilega í Vest-
mannaeyjum, heldur líka á
landsbyggðinni,“ segir Guðrún
Erlingsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, um nýja námið.
kristjan@mbl.is
LÖGREGLAN á Akranesi lagði
hald á kókaín, amfetamín og hass í
fyrrinótt og um síðustu helgi.
Hafði hún afskipti af alls fjórum
mönnum vegna málanna tveggja.
Aðfaranótt laugardags var maður
handtekinn á Akranesi vegna gruns
um fíkniefnamisferli.
Þegar hann sá lögreglumenn kast-
aði hann frá sér tveimur litlum
bögglum sem reyndust innihalda um
tvö grömm af ætluðu kókaíni. Hann
var handtekinn og í framhaldi fram-
kvæmd húsleit heima hjá honum þar
sem fundust um fjögur grömm af
hassi.
Í fyrrinótt stöðvuðu svo lögreglu-
menn bifreið við umferðareftirlit.
160 grömm af hassi
Í henni voru þrír ungir menn og
þótti hegðun þeirra einkennileg.
Ákveðið var að skoða nánar hvað
þarna var á ferð og var framkvæmd
lausleg leit á vettvangi. Fundust þá
fjögur grömm af ætluðu amfetamíni
sem einn þeirra hafði látið falla á
jörðina.
Í framhaldinu voru mennirnir
færðir á lögreglustöð og fór þar fram
ítarlegri leit og fundust þá í bifreið-
inni 160 grömm af hassi. Mennirnir
viðurkenndu við yfirheyrslur í nótt
að eiga efnin saman og að hluti
þeirra hafi verið ætlaður til sölu
norður í landi.
Fíkniefni tekin á Akranesi