Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 12
verkefni gæti verið að ræða.
Stjórn Samganga hefur haft milli-
göngu um að sveitarstjórnarmenn á
Austurlandi kynni sér framkvæmdir
við heilborunina og er fyrirhuguð
Kostnaður sé því talinn lægri en al-
mennt gerist og þannig sé skera-
kostnaður t.d. talinn um einn $/m3
eða tíundi hluti þess sem gjarnan
gerist erlendis. Algengt sé að skera-
kostnaður sé á bilinu 10–15 $/m3.
Dahl sagði reynslu af heilborun
við gerð vegganga erlendis almennt
góða og væri henni beitt í vaxandi
mæli. Kæmi þar til skemmri fram-
kvæmdatími og lægri kostnaður.
Taldi hann af fenginni reynslu af
borun í íslenska berginu að ætla
mætti að hið sama gilti um gerð veg-
ganga hérlendis og að kostnaður við
gerð þeirra gæti orðið umtalsvert
lægri.
Áhrif þar á hefði þó lengd hverra
ganga og að um samfelld stærri
Austurland | Stjórn Samtaka áhuga-
fólks um jarðgöng á Mið-Austur-
landi, Samgöng, skoðaði nýverið
framkvæmdir við heilborun jarð-
ganga í Teigsbjargi ofan Fljótsdals.
Í fréttatilkynningu frá Samgöngum
segir að Edvard Dahl, norskur verk-
fræðingur með áratuga reynslu af
heilborun, hafi kynnt stjórn-
armönnum stöðu og gang verksins
svo og hvernig borarnir reynast.
Segir að framvinda við borunina sé
að jafnaði um 25–50 m á sólarhring,
en hafi þó verið allbreytileg og farið
upp í 83 m.
Aðstæður í íslenska berginu teljist
allnokkuð breytilegar en á heildina
góðar og framvinda almennt hrað-
ari en gengur og gerist erlendis.
kynnisferð þeirra 5. febrúar nk.
Stjórnin bendir sérstaklega á heil-
borun á milli Eskifjarðar, Fann-
ardals í Norðfirði, Mjóafjarðar,
Seyðisfjarðar og Héraðs.
Skoða nýja möguleika í gangagerð
Heilborun vegganga
beitt í vaxandi mæli
Dæmigert þversnið í norskum heilboruðum göngum.
12 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bílar á
föstudögum
á morgun
Sérblaðið Bílar sem
fylgt hefur Morgunblaðinu
á miðvikudögum mun eftirleiðis
fylgja blaðinu á föstudögum.
STYRKING krónunnar á undanförn-
um mánuðum hefur ekki skilað sér í
lægra verði á mörgum flokkum inn-
fluttra vara. Alþýðusamband Íslands
hefur borið saman breytingar á verð-
lagi innfluttra vara og gengisþró-
unina frá árinu 2000 og kemst að
þeirri niðurstöðu að styrking krón-
unnar hafi í mörgum tilvikum ekki
skilað sér að fullu í vasa neytenda.
Styrking krónunnar hefur skilað sér
misjafnlega í verðlagi einstakra
flokka innfluttra vara.
„Markaðir, þar sem samkeppni
hefur verið mikil í smásölu milli versl-
ana hér á landi og auðvelt hefur verið
fyrir neytendur að bera saman verð
og flytja vörur milli landa s.s.
fatnað og tæknibúnað, virðast frek-
ar hafa haldið aftur af verðhækkun-
um í kjölfar gengislækkunarinnar.
Verð á þessum mörkuðum hafa ýmist
lækkað eða nánast staðið í stað á
tímabilinu,“ segir í greinargerð ASÍ.
Vísitala mat- og drykkjarvöru
hefur fylgt þróun gengis
„Á öðrum mörkuðum, s.s. á öku-
tækjum og húsbúnaði, hækkaði verð-
lag mikið í kjölfar lækkunar krónunn-
ar í upphafi tímabilsins. Hingað til
hefur hins vegar ekki verið unnt að
greina að þessi hækkun hafi gengið
með sama hætti til baka eftir að gengi
krónunnar tók að styrkjast á ný á
árinu 2002 og raunar hafa vísitölur
þessara vöruflokka hækkað stöðugt
frá árinu 2000,“ segir þar ennfremur.
Bent er á að krónan styrktist tals-
vert á síðasta ári og lækkaði geng-
isvísitalan um 8% frá desember 2003
til desember 2004. Það sem af er
árinu 2005 hefur krónan enn haldið
áfram að styrkjast.
Tæplega 64% innflutnings 2003
kom frá EES-svæðinu, en rúm 7% frá
Bandaríkjunum. Breyting á gengi
Bandaríkjadals sem lækkað hefur
mikið undanfarið hefur því fremur lít-
il áhrif á verðlag á almennum neyslu-
vörum hér á landi.
Vísitala á innfluttum mat- og
drykkjarvörum hefur fylgt nokkuð
vel eftir þróun gengisvísitölunnar, að
því er fram kemur í athugun ASÍ.
Sjónvörp, myndbönd, tölvur o.fl.
hækkuðu t.d. samfara gengishækk-
uninni á árinu 2001, en talsvert
minna, eða um 8%. Upp úr því fór vísi-
tala þessara vara að lækka og hefur
síðan haldið áfram að lækka allt tíma-
bilið. Frá desember 2003 til desember
2004 lækkaði vísitala fyrir sjónvörp,
myndbönd, tölvur o.fl. um 5,5%. Lítil
breyting hefur orðið á vísitölu fyrir
fatnað og skó á tímabilinu.
„Vísitala nýrra bíla og varahluta
fylgdi þróun gengisvísitölunnar og
hækkaði um 14,8% frá janúar 2000 til
desember 2001. Lítilsháttar lækkun
varð á vísitölunni í lok árs 2002, en
hækkunin hefur verið stöðug síðan og
var 1,8% milli desember 2003 og des-
ember 2004. Vísitalan fyrir húsgögn,
heimilisbúnað o.fl. hækkaði um 12,7%
frá janúar 2000 til desember 2001.
Frá þeim tíma hefur hækkunin verið
stöðug og var 1,2% milli desember
2003 og desember 2004,“ segir í grein-
argerð ASÍ.
Þar er einnig skoðuð þróun á verði
lyfja til neytenda og kemur í ljós að
liðurinn lyf o.fl., sem samanstendur af
vísitölu fyrir lyf, ásamt lýsi, vítamín-
um, steinefnum og bætiefnum, hækk-
aði um 8,2% frá janúar 2000 til desem-
ber 2001. Mikil hækkun varð einnig á
árinu 2002, eða 6%. Stöðug hækkun
hefur verið á þessum lið síðan og nam
hún 2,6% frá desember 2003 til des-
ember 2004, að því er fram kemur í
samanburði ASÍ.
ASÍ kannar verðlag innfluttra vara og styrkingu á gengi
Hefur ekki enn skilað
sér í lægra vöruverði
!
!"# $!% !
&'!() *!# +
SIGURÐUR Moritzson, fram-
kvæmdastjóri Græns markaðar
ehf., hefur sent Morgunblaðinu
eftirfarandi yfirlýsingu:
„Jónína Benediktsdóttir skrifar
grein í Morgunblaðið í gær um
„vonda“ menn í viðskiptalífinu.
Þar fjallar hún m.a. um fyrirtækið
Grænan markað ehf. sem undirrit-
aður veitir forstöðu. Ekki verður
hjá því komist að gera at-
hugasemdir við dylgjur og ósann-
indi í umfjöllum Jónínu um fyr-
irtæki okkar. Grænn markaður
ehf., sem er í eigu starfsmanna og
garðyrkjubænda, selur blóm í um-
boðssölu fyrir nokkrar íslenskar
garðyrkjustöðvar. Í því felst sú
þjónusta að annast daglega flutn-
inga vörunnar frá garðyrkjustöðv-
um ásamt markaðsstarfi, sölu og
dreifingu vörunnar. Fyrir þessa
þjónustu tekur félagið í umboðs-
laun 18,75% af verði seldrar vöru.
Miðað við þá þjónustu sem veitt
er má fullyrða að þessi umboðs-
laun eru í algjöru lágmarki, jafn-
vel þó miðað sé við það lægsta
sem gerist í nágrannalöndum okk-
ar.
Í umfjöllun sinni fullyrðir Jón-
ína að fyrirtækið eigi og reki meg-
inhluta blómaverslana á landinu.
Hvaðan hún hefur þær upplýs-
ingar er mér hulin ráðgáta og rétt
að fram komi að Grænn markaður
kemur hvergi að rekstri blóma-
búða, hvorki beint né óbeint. Þó
tekur steininn úr þegar Jónína
ásakar félagið um umboðssvik
gagnvart garðyrkjubændum að því
er virðist með röngum uppgjörum
vegna umboðssölunnar. Framleið-
endur hafa frá upphafi átt stóran
hlut í félaginu og fylgst vel með
rekstri þess. Eftir því sem ég best
veit bera þeir bændur sem með
okkur starfa fullt traust til félags-
ins. Því er illt að sitja undir upp-
lognum sökum frá fólki útí bæ.
Læt hér staðar numið þó fleiri
rangfærslur sé að finna í grein-
inni. Mér finnst leitt að blómasala
dragist með þessum ómaklega,
ósanna og neikvæða hætti inn í
umfjöllun Jónínu. Við þurfum
miklu fremur á jákvæðri umfjöllun
að halda, við eigum frábæra fram-
leiðendur sem framleiða gæðavöru
við erfið rekstrarskilyrði, fagfólk í
blómaverslunum um land allt sem
er reiðubúið að þjóna í gleði og
sorg. Blóm hafa um árabil verið
sterk tækifærisgjöf enda fátt eins
gleðilegt og fallegur blómvöndur,
einnig hefur færst í vöxt að fólk
gleðji sjálft sig með blómum, en
verð blóma hefur lækkað verulega
að raungildi undanfarin ár.“
Í heljargreipum Gróu á Leiti
TUTTUGU og fimm ára Nígeríu-
maður var úrskurðaður í sex vikna
gæsluvarðhald í Héraðsdómi
Reykjaness í gær, eða til 9. mars
næstkomandi. Hann var gripinn á
Keflavíkurflugvelli með 678 grömm
af kókaíni 14. desember sl.
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli
fundu fíkniefni í fórum mannsins
sem kom hingað gagngert í þeim til-
gangi að flytja efnin til landsins.
Hann var við svo búið sendur í
röntgenskoðun og kom þá í ljós að
hann hafði enn meira af fíkniefnum
innvortis. Hann hafði bæði gleypt
efnin og falið þau í endaþarmi.
Maðurinn kom til landsins frá
Kaupmannahöfn. Hluti efnanna
gengu niður af honum, að líkindum
meðan hann var í flugvélinni.
Gæslu-
varðhald
framlengt