Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 16
H
S
S
F
K
H K
Helgin 28. - 30. janúar
föstudag, laugardag og sunnudag
Sérstakur matseðill alla helgina
Sjávarréttasúpa Rauða Hússins
VAL UM AÐALRÉTT:
Katalónskur saltfiskréttur
með rótargrænmeti og fersku salati
eða
Fylltar kjúklingabringur
með Camembert og kryddjurtum
Heimalagaður ís og ávaxtasalat
Kaffi
Verð kr. 2.900,-
Einnig er humar, kjöt og fiskréttir á matseðli.
Eyrarbakka
Sími 483 3330
raudahusid@raudahusid.is
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Hundaskítur stingur upp kollinum |
„Ekki er allt jafn geðslegt sem undan
snjónum kemur í þíðunni,“ segir á vef
Skarps á Húsavík en hann hafði fengið
kvartanir vegna hundaskíts sem víða sting-
ur upp kollinum þegar snjórinn hörfar.
Bent er á að lög um hundahald séu í gildi og
hundaeigendum „beri að hafa með sér þar
til gerða poka undir saur sinna bestu vina
þá þeir spássera saman um bæinn. Þetta
virðist ganga þolanlega yfir sumarið, en
menn virðast slaka á klónni (ef hægt er að
orða það svo) yfir veturinn þegar skíturinn
hverfur snimmendis í drifhvíta mjöllina og
er því ekki að þvælast fyrir hunda og
manna fótum um sinn. En nú eru sem sé
þessar afurðir vetrartíðar að koma í ljós og
því miður all víða,“ að sögn viðmælenda
Skarps.
Hálf milljón vegna aukatíma | Bæj-
arstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að
veita sérstöku viðbótarfjármagni, vegna
verkfalls kennara, allt að kr. 500.000, til að
mæta nauðsynlegum aukatímum í náms-
greinum til samræmdra prófa í 10. bekk
Grunnskóla Vesturbyggðar. Leitað verði
hagkvæmustu leiða sem kostur er á til að
ná þeim markmiðum sem að er stefnt innan
hverrar námsgreinar, m.a. skoðað sér-
staklega hvort Dreifmenntaverkefnið geti
nýst í þessu skyni.
Skólabúðirnar íKiðagili í Bárð-ardal hafa nú opn-
að vef þar sem finna má
allar helstu upplýsingar
um starfsemina. Skóla-
búðirnar hafa fengið
gríðarlega góðar við-
tökur, segir í frétt. Á
síðunni bardardalur.is
má finna margvíslegar
upplýsingar um búðirnar
og geta áhugasamir
kynnt sér þar hvað í boði
er.
Í skólabúðunum er
fengist við fjölbreytt við-
fangsefni, val er um
gistináttafjölda og þang-
að geta komið grunn-
skólanemendur á öllum
aldri.
Búðirnar eiga sér ekki
hliðstæðu hérlendis svo
vitað sé. „Dvöl þar er
einstök upplifun og
móttóið er: Já, ekkert
mál!“
Skólabúðir í
Bárðardal
Hátíðartónleikar voru haldnir í skólahúsinu áKópaskeri í tilefni af því að Aðalheiður Árna-dóttir frá Bakka hefur gefið íbúum Kópaskers
og nágrennis nýjan flygil.
Þessi höfðinglega gjöf er til minningar um foreldra
Aðalheiðar, Ástfríði Árnadóttur og Árna Ingimund-
arson og einnig ömmu hennar Sabínu Jónsdóttur. Þau
Ástfríður og Árni voru fyrstu ábúendur á Kópaskeri.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir afhenti flygilinn fyrir hönd
nöfnu sinnar og frænku. Fram komu 14 hljóðfæraleik-
arar og söngvarar, heimafólk, brottfluttir og aðrir
gestir, en tónleikarnir þóttu takast í alla staði mjög vel.
Um 150 manns mættu, fleiri en íbúar Kópaskers. Að
hátíðinni lokinni bauð Kvenfélagið Stjarnan við-
stöddum upp á kaffi og tertu.
Morgunblaðið/Kristbjörg
Gaf flygil
Friðrik Stein-grímsson yrkir útaf formannsslag
Samfylkingarinnar:
Össur hress var ekki par
með ýmsar formanns hreyfingar
Gylfi Arnbjörns allur var
Ingibjargar Sólrúnar.
Sigrún Haraldsdóttir yrk-
ir:
Hart um beinið bítast vargar,
blóð úr sárum lagar.
Undan brögðum Ingibjargar
Össur særður klagar.
Hjálmar Freysteinsson
orti limru í fyrrasumar:
Þótt veraldargæfan sé vís ei
hún Veiga mín hér eftir frýs ei,
hún er komin með mann,
hún krækti í hann
á kræklingahátíð í Hrísey.
Nafni hans, Davíð Hjálm-
ar Haraldsson, spreytir
sig líka á limrum:
Ragnheiður Kristleifs frá Rana
var raungóð af hugsjón og
vana,
samt kom nú Jón
með sérstakri bón
svolítið flatt upp á hana.
Hugsjón og vani
pebl@mbl.is
Akureyri | Það færist mjög í
vöxt að skíðafólk lengi ferð sína í
Hlíðarfjall og renni sér áleiðis
niður í bæ að lokinni ferð í fjallið.
Einkum og sér í lagi er þetta vin-
sælt meðal barna og ungmenna
sem fá langa aukaferð í lok úti-
vistar í fjallinu. Sjálfsagt kemur
þetta fyrirkomulag sér ekki síður
vel fyrir foreldra og for-
ráðamenn sem þurfa þá ekki að
aka alla leið upp að skíðahóteli til
að sækja börnin, heldur dugar að
fara að bænum Hlíðarenda sem
stendur við rætur Hlíðarfjalls.
Morgunblaðið/Kristján
Brunað í bæinn
Skíðafólk
Skagafjörður | Fulltrúar í meirihlutans í
Sveitarstjórn Skagafjarðar, Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna, hafa sent frá sér
yfirlýsingu þar sem segir að samstarfið,
sem staðið hafi í þrjú og hálft ár, hafi verið
árangursríkt. „Á þeim tíma hefur tekist
með margvíslegum hætti að treysta stoðir
skagfirsks samfélags og gera héraðið að
enn betri búsetukosti,“ segir í yfirlýsing-
unni og einnig að stjórnsýsla hafi verið
endurskipulögð og gerð markvissari ásamt
því að tekið hefur verið á fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins. „Meirhlutaflokkarnir
munu áfram starfa markvisst saman að
málefnum sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýs-
ingu fulltrúa meirihlutaflokkanna.
Þá kemur einnig fram í yfirlýsingu sveit-
arstjórnarhóps Vg að hann beri fullt traust
til allra sveitarstjórnarfulltrúa samstarfs-
flokksins. Þá segir að samstarfið hafi í
heild gengið vel og verið árangursríkt fyrir
héraðið.
„Fulltrúar Vg bera fullt traust til allra
sveitarstjórnarfulltrúa samstarfsflokksins
og harma að fréttaflutningur og óheppileg
orð sem fallið hafa í garð Bjarna Marons-
sonar í tengslum við nýlegan úrskurð fé-
lagsmálaráðherra hafi valdið einhverjum
vafa um slíkt. Niðurstaða sem Vg taldi þar
nauðsynlegt að fá í álitamáli liggur nú fyr-
ir,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er sannfær-
ing þeirra sem standa að sveitarstjórnar-
starfi Vg að flokkarnir muni eins og áður í
samstarfinu skilja að baki ágreining og
vera áfram það sterka afl sem Skagfirð-
ingar kusu til forystu í síðustu sveitar-
stjórnarkosningum. Samstarf vinstri
grænna og sjálfstæðismanna í sveitar-
stjórn hefur í heild sinni gengið vel og verið
árangursríkt fyrir héraðið. Fulltrúar Vg
hafa ekki aðrar væntingar en þær að það
farsæla samstarf haldi áfram af gagn-
kvæmu trausti.“
Meirihluta-
samstarfið
verið árang-
ursríkt
Rjúpur í görðum | Rjúpur hafa ekki verið
óalgeng sjón í byggðarlögum víða um Vest-
firði undanfarnar vikur. Nú þegar þeim fer
að fækka í frystikistum margra heimila eru
rjúpur farnar að vera þaulsætnir gestir í
görðum. Fram kemur á vef Náttúrustofu
Vestfjarða að gott sé að gefa þeim kurlaðan
maís og hveitikorn.