Morgunblaðið - 27.01.2005, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
B
ragi byrjar á því að segja, hvað
það hafi komið honum á óvart
að verða fyrstur myndlist-
armanna í kynningu Skóla-
vefjarins og Þjóðmenning-
arhússins. Myndlistarmennirnir Hjörtur
Hjartarson og Þóroddur Bjarnason eru
mennirnir á bak við verkefnið og Hjörtur
hefur sagt í viðtali, að þegar þeir Þóroddur
hafi farið að ræða, hvaða listamaður væri til
verkefnisins fallinn, hafi þeim strax dottið
Bragi Ásgeirsson í hug. „Fyrir utan það
hvað hann er frábær listamaður hefur hann
verið lengi í bransanum – allt frá stríðs-
lokum í raun og veru. Það er því auðvelt að
skoða listasöguna meðfram ferli hans og
tengja ákveðin tímabil við vissa ein-
staklinga. Síðan hefur hann alltaf verið
virkur í umræðu um myndlist, og hefur líka
kennt hana. Það lá mjög vel við að velja
hann.“
Á Skólavefnum er æviágrip listamanns-
ins, yfirlit yfir verk hans og viðtalsbútar,
þar sem Bragi fjallar um myndir sínar og
hugmyndir um myndlist og listsköpun.
Hugmyndin er svo að bæta við grunninn
með tíð og tíma eftir því sem verkum og
sýningum Braga fjölgar. „Þetta er hugsað
þannig að vera eins konar lifandi íslensk
listasaga, sem myndlistarmennirnir sjálfir
geti jafnvel haldið áfram að þróa eftir að
hinni formlegu umfjöllun um þá lýkur.
Þannig getur orðið til mjög öflugur gagna-
grunnur um íslenska listasögu.“
„Skólavefurinn mjög merkileg og þörf
framkvæmd,“ segir Bragi. „Ég bind miklar
vonir við hann til framgangs listunum. Á
vefnum eru allir hlutir gegnsæir, en mynd-
listin á Íslandi er yfirmáta ógagnsæ, fólk á
þar af leiðandi erfitt með að átta sig á því,
hvað er að gerast og hvað hefur gerzt, það
skortir heildarsýn.
Á skólavefnum fær ungt fólk verkefni og
kynnist þar með skáldum og myndlist-
armönnum. Þarna er tæknin notuð á réttan
hátt til stuðnings listunum. Ég sé í hendi
minni, að þetta á eftir að verða stórkostlegt
framtak, þegar menn hafa áttað sig á öllum
möguleikum þess.“
Það sem helzt hann varast vann
Til áherzluauka er svo sýning á myndum
Braga Ásgeirssonar í Þjóðmenningarhúsinu;
í veitingabúð og sýningarsal í kjallara.
Þarna eru 27 verk; það elzta frá 1951 og
þau yngstu frá síðasta ári.
„Sjáðu til,“ segir listamaðurinn. „Ég lagði
á það áherzlu, að þessi sýning í Þjóðmenn-
ingarhúsinu yrði ekki yfirlitssýning, heldur
valdi ég til hennar samtíning og sitt hvað
frá upphafi ferils míns fyrst og fremst og
svo frá síðustu árum. Hér skilur hálf öld.“
– Eiga þessi verk eitthvað sammerkt?
„Þótt langur tími sé í milli þeirra má sjá
með þeim skyldleika, aðallega í lit og í blæ-
brigðum. Formin eru svolítið önnur og fjöl-
þættari. En miðað við aðstæður má telja
þetta mjög eðlilega þróun.“
– Af hverju þín elztu verk og þau yngstu
og fátt þar í milli?
„Verkin eru frá tveimur tímabilum, þegar
ég hef getað einbeitt mér til fulls að mál-
verkinu; þau elztu málaði ég áður en brauð-
stritið helltist yfir mig og síðustu mynd-
irnar eru málaðar eftir að ég hætti að
kenna og minnkaði mikið við mig gagn-
rýniskrifin.“
– Finnurðu mikinn mun á þessum tveim-
ur tímaskeiðum og svo þeim tíma, þegar þú
sinntir öðrum störfum með listinni?
„Það er mikill munur á þessu tvennu.
Ég hefði auðvitað viljað ganga að mál-
verkinu til reglulegrar og fullrar vinnu á
hverjum degi, en varð þess í stað að láta
mér lengi vel nægja helgar og stórhátíðir til
slíks. Aðra daga tók brauðstritið sinn toll.
En ég er vel að skrokki kominn og hef allt-
af getað unnið tvöfalda og þrefalda vinnu og
fór á vinnustofuna á hverjum degi eftir
kennslu.
En útkoman verður eðlilega einhvern
veginn önnur, þegar hugurinn er dreifður.“
– Ertu bitur vegna þessa hlutskiptis þíns?
„Ég er ekki bitur, bara raunsær.
Ég hefði ekki átt að koma heim svona
snemma. En mér var ekki sjálfrátt og svo
festist ég í lífsrútínunni.
Ég stefndi að því að verða vel menntaður
myndlistarmaður og var orðinn það með sex
ára nám við þrjár listaakademíur og þar áð-
ur tveggja og hálfs árs nám við Hand-
íðaskólann. Það lá flest opið fyrir mér.
Það var einkum þrennt sem ég stefndi
ekki að að verða; fjölskyldumaður, kennari
og gagnrýnandi. En allt í einu var ég orðinn
fjölskyldumaður og þá fylgdi brauðstrið
með; kennsla og myndlistargagnrýni! Til
kennslunnar gekk ég skuldbundinn Lúðvíg
Guðmundssyni á sérstakan hátt, ég gat ekki
neitað honum um að koma og kenna. Hins
vegar neitaði ég að koma aftur, en þá tóku
nemendurnir til sinna ráða og seiddu mig í
kennsluna aftur.
Síst hafði mér dottið í hug að fara að
skrifa rýni um aðra. Ég hef aldrei haft
hneigð til þess að vera á þann hátt átorítet.
En Valtýr Pétursson togaði mig inn á
Morgunblaðið.
Svona fór þetta nú allt saman.
Það sem helzt hann varast vann, varð þó
að koma yfir hann!
En auðvitað var þetta í það heila mikil
lífsreynsla, sem ég bý að.
Ég sakna sárlega samverunnar við unga
fólkið í skólanum. Hún gat verið svo frísk-
andi. Hins vegar sakna ég ekki skólans
sjálfs!
Og ekki sakna ég gagnrýninnar! Reyndar
var mjög lærdómsríkt að skrifa list-
gagnrýni, sem er hérumbil óframkvæm-
anlegt í svona litlu landi þar sem sjónheim-
urinn er ekki námsfag í menntakerfinu.
Hér kunna fáir að taka gagnrýni, enda
engir upplýstir um það svið né sértækt gildi
hennar. Gagnrýn umræða er hvergi þróuð.
Það er með listina eins og taflmennskuna;
sumir eru svo hræðilega tapsárir, að það er
nánast ekki þorandi að vinna þá! Ég tefldi
mikið í gamla daga, en gafst upp, í og með
fyrir þá sök, að mótherjarnir og meistarar
þar með taldir kunnu margir ekki þá list að
tapa. Það er óskaplega vont veganesti í
skák eins og lífinu sjálfu að kunna ekki að
tapa.
Nú er ég minna virkur sem gagnrýnandi,
skrifa helzt greinar. Það er að mörgu leyti
erfiðara, en um leið skemmtilegra starf og
þakklátara. Minni þörf á að ganga í skot-
heldu vesti!“
Listin er blóðrás
– Hvað ertu að segja okkur með mynd-
unum þínum?
„Það verður sérhver að skoða málverkin
eftir sínu höfði og vega þau og meta eins og
þau koma honum fyrir sjónir. Það er oft
furðulegt að fylgjast með fólki skoða mál-
verkin og með ólíkindum, hvað sumir segj-
ast lesa út úr þeim.
En ég er ekki að mála fyrir fólk. Ég var
ekki nær tíu ár í listaskólum til þess að
mála svo vínarbrauð með glassúr fyrir
óupplýstan almenning.“
– Heldur hvað?
„Ég hef málað samkvæmt grunni mennt-
unar minnar og lífsreynslu. Það er stórt orð
að standa við; að vera málari. Það hefur
verið takmark mitt.“
– Og standa vörð um listina.
„Listin er blóðrás. Hún er grunnurinn
sem allt hvílir á; við köllum það mannauð
og hugkvæmni.
Ef við ættum ekki formtilfinningu og ef
ekki bærðust með okkur kenndir fyrir skap-
andi atriðum, þá værum við enn á árabáta-
stiginu. En þetta kemur ekki af sjálfu sér.
Það er ekki almenningur sem finnur upp
hlutina, heldur einstaklingar. Listamenn
eru eins konar uppfinningamenn og margir
í eðli sínu afbragðs kokkar! Þeir uppgötva
og upplifa.
Það er þessi skynræna tilfinning; þessar
skapandi kenndir.
Hundar hafa tvö þúsund sinnum næmara
lyktarskyn en maðurinn. Þeir þekkja ekki
aðeins húsbónda sinn á lyktinni, þegar hann
kemur heim, heldur vita þeir líka hvað hann
hefur verið að gera og hvar.
Á líkan hátt þyrftum við að skynja listina,
öll skynfæri mannsins má þroska. En að
skynja hlutina er ekki kennt í skólum hér á
landi. Sjónheimurinn er því svo mörgum
sem lokuð bók. Almenningur kaupir þannig
aðallega myndefni, ekki málverk.“
– Hvað segir þú um þá umsögn, að þú
gangir nú í endurnýjun listadaganna?
„Ekki endurnýjun. Það er langt ferli að
baki. Maður hefur þetta í sér, en nær ekki
að þróa það fullkomlega. Mér finnst ég ekki
hafa gengið í endurnýjun lífdaganna, heldur
má orða það svo, að ég sé aftur kominn í
þau spor, þar sem ég stóð í kringum 1960.
Þess vegna má líkast til sjá skyldleika með
myndum mínum frá þeim tíma og svo þeim
sem ég hef gert á síðustu árum. Þetta eru
að hluta ósjálfráð og meðvituð tengsl, en ég
bý nú að stórum meiri yfirsýn og gagnvirk-
ari reynsluheimi.“
– Og nú ertu aftur frjáls í málverkinu.
„Já! Ég er sloppinn úr Gúlaginu! Ég hef
drjúgar væntingar til komandi ára í ljósi
samfelldari vinnubragða.
Það er svo margt að gerast í myndlist-
inni. Og ég fylgist með af fremsta megni.
Þetta eru spennandi tímar.“
– Hvað er sérstakt?
„Það er eitt sem ég er stöðugt að reka
mig á; því meira sem ég sé af nútímaverk-
um, þeim mun betur kann ég að meta verk
frá eldri tímaskeiðum. Það sem ég á við er
að samfara því sem nýjungar yfirtaka sviðið
í æ ríkara mæli veitist okkur sýn á eitt og
annað í eldri verkum sem fyrrum var hulið.
Þannig opnar nútíminn og ekki sízt tæknin
okkur sýn til eldri tíma.
Gott dæmi um þetta eru nútímahögg-
myndirnar, sem seint á sjöunda áratug síð-
ustu aldar spruttu upp út um borg og bý.
Þær urðu með tímanum til þess að það var
líka gott og gaman að rekast á eldri félaga
þeirra; þessar gömlu höggmyndir, sem voru
taldar úrkynjun í gamla daga, en urðu lif-
andi og moderne á ný. Þetta finnst mér
ákaflega gefandi og upplífgandi tilfinning!“
– Hvað er þá sízt í samtímanum?
„Það tel ég stóran meinbug á hlutunum,
hvað nútíminn er á leið með að verða lítið
fjölhverfur; allir eru að nudda sér upp við
sjálfhverfuna, samhæfinguna og heims-
þorpið.
Margur heldur sig nafla alheimsins! En
þessu er þveröfugt farið; því lengra sem
maður leitar út frá eigin sjálfi, því nær
kemst maður uppruna sínum.“
Minni þörf á skotheldu vesti
Morgunblaðið/Jim Smart
Bragi Ásgeirsson: „Verkin eru frá tveimur tímabilum, þegar ég hef getað einbeitt mér til fulls
að málverkinu; þau elztu málaði ég áður en brauðstritið helltist yfir mig og síðustu myndirnar
eru málaðar eftir að ég hætti að kenna og minnkaði mikið við mig gagnrýniskrifin.“
Fyrsti myndlistarmaður
mánaðarins hjá Skólavefn-
um og Þjóðmenningarhúsi
er Bragi Ásgeirsson. Frey-
steinn Jóhannsson ræddi við
Braga af þessu tilefni.
Veggspjald Skólavefjar og Þjóðmenningar-
húss. Myndina til vinstri tók Zannucoli via
Taranto 1954 og hina tók Jim Smart 2003.
Bragi segir að sá ítalski hafi stillt myndinni
út í glugga hjá sér á milli mynda af tenór-
unum Giuseppe di Stefano og Mario del
Monaco. „Þetta hef ég komizt lengst í söng-
listinni,“ segir Bragi.
freysteinn@mbl.is