Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 24

Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ „LÆKNIR framtíðarinnar mun ekki gefa nein lyf, en hann mun vekja áhuga sjúklinga sinna á að taka ábyrgð á eigin lífi og mataræði til þess að fyrirbyggja sjúkdóma.“ Þessi ummæli Thomas Edisons hafa samtökin Thinkprevention gert að einkunn- arorðum sínum. Í samtökunum, sem reka m.a. átján heilsustöðv- ar í Evrópu og Bandaríkjunum, eru nú um tvö þúsund félagar, en markmið þeirra er að tengja sam- an og sameina krafta hefðbundinnar og óhefðbundinnar læknisfræði. Dr. Satya Velagapudi, stofnandi og forstjóri Thinkprevention, var orðinn menntaður læknir heima á Indlandi þegar hann flutti til Bretlands fyrir 33 árum. Þar hafði hann starfað sem lyflæknir á deildum fyrir tauga-, hjarta- og sykursjúklinga í meira en tvo áratugi þegar næringarfræðin vakti áhuga hans fyrir átta árum eftir að hann hafði séð marga sjúklinga sína ná bata með því að breyta mat- aræði í heilsufæði ásamt inntöku á fæðubótarefnum. Hann hóf að safna saman vísindalegum rannsóknum, sem lágu fyrir um næringarefni, sem urðu kveikjan að Thinkprevention, sem hann stofnaði ásamt fjölda lækna og vísindamanna. „Við erum fyrst og fremst að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Við erum að uppfræða fólk um gildi forvarna, sem aftur geta komið í veg fyrir fjölmarga sjúk- dóma. Við höldum fyrirlestra og námskeið og fræðum fólk um áhættu- þætti svo sem mengun, óhollt fæði, streitu og síðast en ekki síst um of- fitu, sem er að verða helsta heilbrigð- isógn hins vestræna heims, auk þess sem við bjóðum upp á meðferðir við ýmsum vandamálum,“ segir dr. Sat- ya, sem var staddur hér á landi fyrir skömmu og átti þá m.a. í viðræðum við lækna og líkamsræktarþjálfara. Hugmyndir eru uppi um að samtökin teygi anga sína hingað til lands með vorinu að tilstuðlan Þuríðar Ottesen hjá fyrirtækinu Gengur vel ehf. Með- al annars er í bígerð opnun heilsu- stöðvar undir merkjum samtakanna miðsvæðis í borginni þar sem fólk getur m.a. komið og fengið mælingar og ráðgjöf við vandamálum. Óhollt líferni Dr. Satya segir að hugur sinn hafi í áranna rás sífellt laðast meir og meir að fyrirbyggjandi heilsugæslu, sem felist fyrst og fremst í forvörnum, en því miður sé það í mannlegu eðli að hugsa ekki markvisst um forvarn- irnar fyrr en í óefni er komið og ein- hver sjúkdómur hefur bankað á dyrnar. „Þannig drepa reyk- ingamenn oft ekki í síðustu sígarett- unni fyrr en þeir hafa greinst með krabbamein, og hjartaáföll eða önnur óáran þarf, því miður, oft að dynja yf- ir áður en menn fara að hugsa sinn gang af alvöru. Lífsstíllinn er nú orð- inn okkar versti óvinur, en fullyrða má að flesta þá menningarsjúkdóma, sem nú hrjá nútímamanninn, megi rekja til óholls lífernis sem felur m.a. í sér skyndibitafæði, ónóga hreyf- ingu, mengun og streitu. Fyrri tíma plágur komast ekki í hálfkvisti við það vandamál, sem nú blasir við hinum vestræna heimi, því faraldrar náðu, þrátt fyrir allt, ekki til nema 5% fólksfjöldans þar sem þeir geisuðu hvað harðast. Til sam- anburðar má geta þess að nú eiga um 50% af íbúum hins vestræna heims við offituvandamál að stríða, sem rekja má beint til lífsstíls. Ástandið er verst í Bandaríkjunum þar sem annar hver maður er of feitur. Í Evr- ópu er einn af hverjum þremur fyrir ofan kjörþyngd. Ekki þarf að fjölyrða um að offita getur ýtt undir fjöl- marga sjúkdóma auk þess sem of feitir mega búast við styttri lífslíkum, en nærri lætur að um 70% af heil- brigðisútgjöldum Breta fari nú í vandamál tengd offitu, segir dr. Satya. Styðja hvorar aðra Við blasir, að sögn Satya, að menn- ingarsjúkdómar á borð við krabba- mein, hjartaáföll og heilablóðföll valdi 90% dauðsfalla í dag, en fyrir tíma síðari heimsstyrjaldarinnar ollu þessir sömu sjúkdómar samanlagt um 10% dauðsfalla. „Þetta eru auð- vitað umhugsunarverðar tölur og verður sú breyting, sem þær sýna, varla rakin annað en til lífsstílsbreyt- inga nútímamannsins síðustu sextíu árin. Við verðum að breyta lífsstílnum til hins betra ef við ætlum okkur að lifa af. Þetta skynjum við bæði og skiljum ákaflega vel í samtökunum og viljum leggja okkar af mörkum til þess að koma fólki í skilning um mik- ilvægi hollra lífshátta og forvarna. Fólk þarf nú orðið að fara að líta í eig- in barm og taka ábyrgð á eigin lífi og vellíðan.“ Læknar, sem stunda hefðbundnar lækningar, hafa margir hverjir haft horn í síðu svokallaðra óhefðbund- inna lækninga, en dr. Satya segir við- horf þeirra smátt og smátt vera að breytast. „Þeim læknum fer hægt og bítandi fjölgandi sem skynja það að hefðbundnar og óhefðbundnar lækn- ingar geta stutt hvorar aðra og að því viljum við stuðla.“ Lífsstíllinn er nú okkar versti óvinur Samtökin Thinkprevention vilja tengja saman hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Stofnandinn og læknirinn dr. Satya sagði í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur nauðsynlegt að meðhöndla alvarlega veika sjúklinga með lyfjum, en affarasælla væri að grípa til forvarna til að fyrirbyggja sjúkdóma. Morgunblaðið/Þorkell Fyrir nokkrum mánuðum komu á markaðinn hjól, tengd sjónvarpinu, og þarf sjónvarpsáhorfandinn að hjóla samviskusamlega til að fá mynd í kass- ann. Búið er að selja hálfa milljón slíkra hjóla í Kaliforníu einni og er nú verið að kynna hjólin góðu í Þýskalandi svo að börn njóti hreyfingar sam- hliða öllu sjónvarpsáhorfinu. TENGLAR ..................................................... www.thinkprevention.com join@mbl.is Dr. Satya Velagapudi Breytingaskeiðið segist húnhafa nýtt til að læra grafíkog síðasta kennaraverkfallnýtti hún til að læra að gera nytjahluti úr ull. Í stofunni heima í Kópavogi stendur mynd- arlegur stafli af innrömmuðum graf- íkverkum eftir hana og úr kassa dregur hún upp hvert ullarsjalið á fætur öðru, sem svo sannarlega ná að fanga augað. Þó stutt sé um liðið frá því að listakonan og kennarinn Val- gerður Björnsdóttir fór á ullar- námskeiðið hjá hinni danskættuðu Inge Marie, sem hingað kom í haust á vegum Handíða til að kenna íslensk- um stallsystrum ullarmeðferðina, hefur Vala, eins og hún er gjarnan kölluð, vart haft undan í framleiðsl- unni. Slík er ásóknin. Aðallega hefur framleiðslan falist í sjölum í alls kon- ar litasamsetningum auk þess sem listakonan hefur verið að þreifa sig áfram með töskur og lúffur. „Já, það er óhætt að segja að sjölin stoppa stutt við hjá mér. Ég byrjaði auðvitað á því að kynna þau fyrir samkennurum mínum og svo hittir maður annan eins og gengur,“ segir Vala, sem er starfandi kennari við Snælandsskóla í Kópavogi. Á kenn- arastofunni hanga m.a. nokkur graf- íkverka hennar, en Vala hefur kennt við Snælandsskóla allt frá árinu 1975 eða ári eftir að skólinn var tekinn í notkun og er hún þar af leiðandi með lengsta starfsaldur við skólann. Vala segist hafa útskrifast sem al- mennur kennari frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1971, þá tvítug að aldri, hún hafi verið búin að eignast sín þrjú börn 26 ára sem nú eru öll flogin úr hreiðrinu, en sjálf segist hún vera lít- ið fyrir að sitja auðum höndum. „Sköpunin er mér svo mikils virði. Ég get ekki sest niður fyrir framan sjón- varp öðruvísi en að hafa eitthvað í höndunum.“ Í eldgamla daga segist hún hafa ásamt vinkonu sinni hannað og prjónað svokallaðar Sölku-peysur sem tvær verslanir, sem nú heyra sögunni til, tóku að sér að selja. Þar sem hönnunin togaði sífellt meira í hana, ákvað Vala að sækja um orlof til Kennarasambands Íslands og skellti sér í myndmenntakennarapróf í KHÍ árið 1992. „Þá varð ekkert aft- ur snúið svo að ég ákvað að taka mér þriggja ára frí frá kennslu eftir að ég komst á gamalsaldri inn í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands þaðan sem ég útskrifaðist vorið 1999.“ Tileinkaði sýninguna ömmu sinni Valgerður er í ársáskrift með vinnu- aðstöðu hjá Íslenskri grafík í Hafn- arhúsinu þar sem hún segir að að- staða sé til fyrirmyndar. Hún hélt þar árið 2001 grafíkeinkasýningu undir yfirskriftinni Skólalíf, sem hún til- einkaði móðurömmu sinni, Laufeyju Vilhjálmsdóttur, sem var kennari í Miðbæjarskólanum upp úr síðustu aldamótum. Í stofunni hennar Völu í Kópavoginum er amma Laufey greinilega í öndvegi því risastórt mál- verk af henni, málað 1951, árið sem Vala fæddist, trónir á besta stað. Það má því með sanni segja að Vala hafi fetað í fótspor uppáhaldsömmunnar, sem hún bjó hjá ásamt foreldrum sín- um að Suðurgötu 22 þar til Laufey lést árið 1960 er Vala var 9 ára gömul. „Amma Laufey kenndi mér svo margt. Hún kenndi mér meðal ann- ars að lesa með hljóðaðferð, sem nú er haldið mjög að börnum, en grafík- verkin á sýningunni minni sam- anstóðu af ljósmyndum, sem ég tók í Snælandsskóla, og handskrifaðri kennsluáætlun ömmu minnar frá árinu 1908 sem ég notaði sem bak- grunn í verkin.“ En skyldi grafíkin víkja fyrir ull- inni? „Kannski er þetta gott hvort með öðru, en mér finnst ullin mjög spenn- andi og fæ ég mikla ánægju út úr því að sökkva mér niður í þetta á dimm- um síðkvöldum. Ég vona að ég fái tækifæri til að þróa mig áfram með ullina. Hún býður upp á marg- breytilega möguleika og þótt aðferð- irnar og tæknin sé hin sama og aðrir eru að nota, verður útkoman aldrei eins.“  HÖNNUN | Grafíkmyndir, ullarsjöl, töskur og lúffur Gerði nytjahluti úr ull í kennaraverkfallinu Morgunblaðið/Jim Smart Ákveðin kúnst er að setja saman liti, en óhætt er að segja að litadýrðin ráði ríkjum í sjölunum hennar Völu. Morgunblaðið/Jim Smart Listakonan og kennarinn Val- gerður Björnsdóttir með eitt sjala sinna. Ullartaska með axlarbandi og skrauti úr reiðhjólaslöngu, sem klippt hefur verið niður og fléttuð. join@mbl.is DAGLEGT LÍF  HEILSA | Fyrri tíma plágur komast ekki í hálfkvisti við offituvandann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.