Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 27
FYRIR hönd samstarfsmanna minna
í bandaríska sendiráðinu vil ég óska
landsmönnum góðs og hamingjuríks
nýs árs. Nú í upphafi ársins 2005 lang-
ar mig til að nota þetta
tækifæri til að benda á
nokkuð af þeim árangri
og atburðum sem
gerðu árið 2004 svo far-
sælt hvað varðar víð-
tæk, vaxandi og lofs-
verð samskipti
Bandaríkjanna og Ís-
lands.
Persónulegt sam-
band milli fólks er enn
kjarninn í samskiptum
okkar. Árið 2004 ferð-
uðust þúsundir Íslend-
inga til Bandaríkjanna
sem ferðamenn, námsmenn, tíma-
bundnir starfsmenn eða innflytjendur.
Þá tóku Íslendingar á móti rúmlega
50.000 bandarískum ferðamönnum
auk kaupsýslumanna og fræðimanna.
Á síðasta ári hafið þið ykkar sem
hafið ferðast til Bandaríkjanna geng-
ist undir nýjar öryggisreglur við kom-
una til landsins sem nauðsynlegar eru
í kjölfar árásanna 11. september. Ég
veit að sumir Íslendingar hafa áhyggj-
ur af því að þessir nýju starfshættir
(sem fela í sér stafrænar myndatökur,
skönnun á fingraförum og notkun
öruggari tölvutækra vegabréfa) geti
torveldað lögmætar ferðir til Banda-
ríkjanna. Raunin er sú að þessar
starfsreglur seinka ekki ferðum og í
framtíðinni munu þær greiða fyrir
þeim. Þótt borgarar sumra þjóðlanda
hafi orðið fyrir töfum á úrvinnslu um-
sókna um vegabréfsáritanir til Banda-
ríkjanna eftir 11. september eru Ís-
lendingar ekki þar á meðal.
Íslendingar sem sækja um áritun til
að ferðast til Bandaríkjanna geta
pantað tíma á vefsíðunni okkar,
www.usa.is, valið tíma fyrir viðtal og
fengið pappírana til baka á innan við
viku. Markmið okkar er ekki að
hindra ferðalög heldur viljum við
tryggja öryggi Íslendinga og Banda-
ríkjamanna þegar þeir ferðast. Ef þið
hafið ekki komið til Bandaríkjanna ný-
lega mun sterk staða krónunnar gera
heimsókn þangað núna sérlega
ánægjulega.
Annað dæmi um hið breiða sam-
band þjóðanna eru fjölmargar gagn-
kvæmar heimsóknir á sviði menning-
ar, stjórnmála og vísinda sem við
höfum skipulagt á síðasta ári. Íslend-
ingar sem starfa við löggæslu, blaða-
mennsku, innflytjendamál, menntun,
samfélags- og varnarmál hafa tekið
þátt í skipulögðum heimsóknum til
Bandaríkjanna á vegum sendiráðsins.
Hundruð íslenskra námsmanna og
aðrir hópar hafa heimsótt okkur í
sendiráðið til að hitta starfsmenn okk-
ar og skiptast á skoðunum um lönd
okkar og umheiminn. Við fögnum
fleiri slíkum heimsóknum – látið okk-
ur vita!
Margir Íslendingar tóku einnig þátt
í uppákomum á vegum sendiráðs
Bandaríkjanna á síðasta ári, atburð-
um allt frá djass-, gospel- og klass-
ískum tónleikum til list- og sögusýn-
inga, fyrirlestra í stjórnmálafræði og
fjölmennrar kosningavökunnar sem
við héldum í Hafnarhúsinu. Við höfum
notið þess að sjá um þessar samkomur
og verið þakklát fyrir tækifærið til að
eiga samskipti við ykkur, þróa vináttu
okkar í samfélaginu og sýna mismun-
andi hliðar á lífi Bandaríkjamanna.
Á vísindasviðinu hefur forysta Ís-
lendinga í orkumálum, sérstaklega
hvað varðar vetni, einnig vakið mikinn
áhuga bandarískra stjórnvalda, fræði-
manna og athafnamanna auk embætt-
ismanna víðsvegar um Bandaríkin. Í
ágúst tók íslenska utanríkisráðuneytið
á móti sendinefnd frá Öldungadeild
Bandaríkjaþings, þar á meðal áber-
andi leiðtogum eins og John McCain
og Hillary Clinton öldungadeild-
arþingmönnum, til að kynna þetta
efni. Samvinna okkar á vísindasviðinu
hefur aukist með þeim
mikla áhuga sem NASA
hefur sýnt á því að gera
formlegan og víðtækan
samning um rannsókn-
arsamvinnu við Ísland,
samning sem við vonum
að muni líta dagsins ljós á
komandi ári.
Efnahagslegt samband
landanna heldur áfram að
blómstra. Viðskipti á milli
landanna jukust mynd-
arlega á árinu 2004.
Ríkisstjórnir okkar leita
nú leiða til að auka við-
skipti á milli landanna með því að
ryðja úr vegi viðskiptahindrunum. Ís-
land er í auknum mæli að verða vin-
sæll kostur hjá bandarískum fjár-
festum, og þá ekki aðeins í stórum
verkefnum eins og Alcoa og Norður-
áli. Bandarísk fyrirtæki eru einnig í
auknum mæli að fjárfesta í líftækni-,
hátækni- og hugbúnaðariðnaði. Ís-
lensk fyrirtæki líta enn til Bandaríkj-
anna eftir viðskiptalegum innblæstri
og þróun sem hægt væri að beita í
kraftmiklu og hraðvaxandi efnahags-
lífi Íslands. Þegar bandarískir og ís-
lenskir kaupsýslumenn koma saman
tala þeir sama málið – leggja áherslu á
yfirburði hins frjálsa markaðar og að
afskiptum stjórnvalda sé haldið í lág-
marki – og deila sama frum-
kvöðlakrafti og vilja til að taka
áhættu til að ná viðskipta-
legum hagnaði.
Hvað varðar öryggi og varn-
ir Íslands eru Bandaríkin enn
að fullu skuldbundin til að verja Ísland
í samræmi við tvíhliða varnarsamn-
inginn frá 1951. Á árinu 2004 jukum
við samvinnu á sviði löggæslu og bar-
áttu gegn hryðjuverkastarfsemi. Á
þessu ári munu ríkisstjórnir landanna
halda áfram nánu samráði í þessum
málum, eins og í svo mörgum öðrum,
til að tryggja að aðgerðir okkar séu í
samræmi við breytilegar aðstæður í
heiminum.
Öryggismál sendiráðsins hafa einn-
ig vakið athygli á árinu 2004. Öryggis-
áætlun okkar miðar ekki aðeins að því
að gera Laufásveginn öruggari fyrir
íslenska og bandaríska starfsmenn
sendiráðsins heldur einnig fyrir ná-
granna okkar og gesti. Þessar aðgerð-
ir, sem framkvæmdar hafa verið í
samráði við íslensku lögregluna og
borgaryfirvöld, hafa komið samfélag-
inu til góða án þess að almenningi sé
það alltaf ljóst. Árvakrir öryggisverðir
okkar hafa stöðvað ýmis afbrot sem
verið var að fremja í nágrenninu á síð-
asta ári og einnig tekið þátt í björg-
unarstörfum við eldsvoða í nærliggj-
andi húsi. Uppsetning nýrra hindrana
fyrir framan sendiráðið hefur gert það
kleift að opna Laufásveginn fyrir
gegnumumferð á ný. Við höfum skiln-
ing á því að erfitt sé að búa í nágrenni
önnum kafins sendiráðs og við þökk-
um nágrönnum okkar fyrir þolinmæði
þeirra og skilning.
Þegar við horfum til næsta árs er ég
mjög spenntur yfir þeim tækifærum
sem bíða okkar þegar við höldum
áfram að byggja á þeim styrkleika
sem fylgir samskiptum Bandaríkj-
anna og Íslands. Ég trúi því stað-
fastlega að sambandið á milli landa
okkar, samband sem byggist á marg-
víslegum, gagnkvæmum hagsmunum
og síauknu samstarfi, sé fordæmi fyrir
hagkvæma samvinnu á milli þjóða.
Þakka ykkur fyrir að leggja ykkar af
mörkum til þessa samstarfs árið 2004
og við hlökkum til jafnvel enn meiri
framfara árið 2005.
Mikil samskipti
Bandaríkjanna
og Íslands
James I. Gadsden fjallar
um samskipti Íslendinga
og Bandaríkjamanna
’Persónulegt sambandmilli fólks er enn kjarninn í
samskiptum okkar.‘
Höfundur er sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi.
James I. Gadsden
læra, er að jafnvel sjaldgæfir
ast. Þegar þeir verða geta þeir
egum usla,“ sagði Páll. Hann
ð þyrftum athuga hvaða fyr-
grenni okkar gætu hrundið af
gjum af þessu tagi. Nú þyrfti
imavinnuna og reikna út líkön
stu atburði sem talið er að geti
kurnar á að þeir verði. Þessi
nast ekkert hafin hér á landi.
ist hafa tekið saman lista yfir
ulega atburði sem geta valdið
, sem væri nánast eins og
Fyrst nefndi hann skriður á
úr landgrunnshlíðum, svipað
toregga-skriðunni undan Nor-
i eru að koma í ljós um að önn-
ða kunni að hafa fallið úr land-
m norðan Færeyja. Þá ræddi
em varð í kjölfar jarðskjálfta á
a við Nýfundnaland 1929.
t alla neðansjávarsímastrengi
hafið og því hægt að tímasetja
hennar nákvæmlega. Skriðan
tað sjávarbylgju sem gekk á
fundnalandi. Heilu húsin og
uðust út á haf og 37 manns fór-
álftar geta orðið á flekaskilum
d. á Azor-Gíbraltar skilunum.
kill jarðskjálfti 1755 sem lagði
rúst. Í kjölfarið urðu miklir
rginni og hafnarbylgja gekk á
miklu tjóni. Sama ár urðu stór-
á Íslandi, Kötlugos og stór
fyrir norðan. Í gömlum heim-
esa bollaleggingar um hvort
æri þarna á milli.
úr landgrunnshlíðum sunnan
a valdið flóðbylgjum við suður-
Landgrunnsbrúnin sunnan við
staklega varasöm því hún er
ar hlaðast upp setbunkar við
tlu og Vatnajökli. Hætt er við
bunkar séu óstöðugir og geti
tað, sérstaklega ef verða jarð-
andgrunnsbrúnin er skjálfta-
verða stundum innflekaskjálft-
tu myndast flóðbylgjur við
norðurströndina vegna skriðufalla í kjölfar
jarðskjálfta. Líklegast að það gæti orðið
við Tröllaskaga og Skjálfanda. Þar eru
víða brattar fjallshlíðar og skriður á hreyf-
ingu á jarðskjálftabeltum. Eins gætu orðið
skriðuföll innan fjarðar í Eyjafirði sem
gætu valdið flóðbylgju þar.
Ekki eru margir staðir í Atlantshafi þar
sem hætta er talin á mjög stórum jarð-
skjálftum. Þeir eru þó til, líkt og við
Antillueyjabogann í Karíbahafi. Þar gæti
hugsanlega orðið risaskjálfti á borð við
þann sem varð á annan dag jóla.
Eldfjallahrun og flóðbylgjur
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlis-
fræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ,
sagði að þegar horft væri á kort af jörðinni
sæjust mörg eldfjöll. Stundum gerist að
eldfjöll hrynji út í sjó og við það geta
myndast stórar flóðbylgjur. Í því sam-
bandi skipta mestu máli í Atlantshafi eyjar
á borð við Kanaríeyjar, Azoreyjar og
Grænhöfðaeyjar. Einnig má nefna Jan
Mayen og eins eyjar í Karíbahafi.
Nokkur dæmi eru um eldfjallahrun á
síðustu áratugum, en ekki í haf út. Nefna
má Mount St. Helens í Bandaríkjunum
1980 þar sem mikið efni hrundi niður sem
skriða. Stærsta dæmið frá sögulegum tíma
um hrun eldfjallaeyju er þegar Ritter-eyja
í Papúa Nýju Gíneu hrundi í sjó fram árið
1888. Rúmmál skriðunnar er talið hafa
samsvarað 5 km3. Vestrænir innflytjendur
mældu 8 m háaflóðbylgju, sem myndaðist
við hrun eyjarinnar, í nokkur hundruð km
fjarlægð frá staðnum.
Íslendingar þurfa að fylgjast með Kan-
aríeyjum, Azoreyjum og Gænhöfðaeyjum,
að mati Freysteins. Hann tók fram að at-
burðir sem þessir séu mjög sjaldgæfir, ef
til vill verði einn slíkur atburður á næstu
10 þúsund eða 100 þúsund árum. Því sé
ekki víst að við þurfum að hafa mestar
áhyggjur af þessari hættu. En ef eldfjall
hrynur suður í hafi ferðast hröðustu bylgj-
urnar um 700 km/klst. Það gefur tækifæri
til að bregðast við atburðum sem verða
langt í burtu. Þegar skriða fellur fram
myndast mismunandi bylgjur að gerð og
tíðni. Þessir atburðir verði gjarnan lengri í
tíma en skjálftaflóðbylgjur.
Menn hafa mestar áhyggjur af La
Palma á Kanaríeyjum. Þar hafa fallið
meira en tíu meiriháttar skriður á síðustu
milljón árum. Endurkomutími er því 100
þúsund ár eða meira. Engu að síður eru
jarðfræðilegar forsendur fyrir því að at-
burður af þessu tagi verði á La Palma. Þar
er óstöðugt eldfjall og gæti stór hlið á því,
allt að 500 km3, hrunið í sjó út. Bylgja það-
an gæti náð ströndum Íslands og skollið á
allri austurströnd Ameríku. Slíkar bylgjur
hér gætu í versta tilfelli orðið allt að 10
metra háar.
Skriðuföll í hafinu eru einni stærðar-
gráðu stærri en eldfjallahrun á Kanarí.
Þannig er áætlað að í Storegga-skriðunni
hafi runnið um 4.000 km3 af efni. Slík
skriða er lengi að falla og veldur öldugangi
um nær allt hafið í einu. Slíkir atburðir eru
mjög fátíðir og taldi Freysteinn að ekki
þyrfti kannski að hafa sérstaka varúð á sér
út af slíkum atburðum. En í kjölfar um-
brotanna í Indlandshafi sé rétt að reikna
þessar sviðsmyndir.
Í öllum tilvikum berist áhrif fjarlægra
atburða til Íslands með sama hraða og
þota flýgur. Það eigi að gefa nokkurn tíma
til viðbragða.
Flóðbylgjur vegna Kötlugosa
Ármann Höskuldsson jarðfræðingur
sagði frá athugunum sem hann hefur gert
á áhrifum flóðbylgna í tengslum við Kötlu-
hlaup.
Fyrstu heimildir eru um flóðbylgju sem
fylgdi Kötlugosinu árið 1721. Þá er getið
flóðbylgju sem kom í Vestmannaeyjar og
olli þar skemmdum á hjöllum, bátum og
tók lýsiskagga á haf út. Síðan fer litlum
sögum af flóðum í sambandi við Kötlu-
hlaup, þar til í gosinu 1918. Ármann segir
að gosið sjálft hafi alltaf þótt áhugaverðast
og jaðaráhrif á borð við flóðbylgju vakið
litla athygli. Eina lýsingin á flóðbylgjunni
sem fylgdi gosinu 1918 sé í vikuriti þar
sem segir að í kjölfar Kötluhlaupsins hafi
sjór hafi risið upp á Strandveg á Heimaey.
Ármann segir að vegna sjávardýpis við
Suðurland yrði bylgjulengd flóðbylgju 3,8
km á landgrunninu. Flóðbylgjan ferðast í
öllum sjávarmassanum, ólíkt veðurbylgj-
um sem eru í yfirborðinu. Flóðbylgjan er
stefnuvirk nema þar sem hún nær að end-
urkastast. Hraðinn er háður sjávardýpi og
á landgrunninu fyrir Suðurlandi yrði hann
um 160 km/klst.
Kötluhlaup hafa þrjár meginframrásir,
það er Markarfljót sem engar heimildir
eru um frá sögulegum tíma, þá Sólheima-
sandur þar sem komið hafa hlaup á sögu-
legum tíma en engar sagnir af flóðbylgj-
um. Flest hlaup hafa farið niður Múlakvísl
og Mýrdalssand. Hlaupin 1721 og 1918
fóru bæði þar um.
Ármann taldi tvo möguleika valda flóð-
bylgju í kjölfar Kötlugoss. Annars vegar
sem straumfræðilegt fyrirbæri vegna hins
gríðarlega efnismagns jökulhlaupsins.
Hlaupvatnið blandað jarðefnum og ís sé
miklu þyngra en sjórinn og ryðji honum á
undan sér. Hlaupvatnið virki eins og jarð-
ýta. Þegar dragi úr hlaupinu flæði sjórinn
til baka. Eitt sem styður þetta er að 1918
sáu menn á sker undan Vík sem aldrei
hafði sést á áður.
Hinn möguleikinn er að hrun verði í
landgrunnsbrúninni sunnan landsins.
Brúnin er brött, fer úr 200 metrum niður í
2.000 metra þar sem dýpst er á skömmu
bili. Hugsanlegt er að allt setmagnið í
hlaupvatninu myndi óstöðuga sethjalla
sem síðan hrynji fram af brúninni og
myndi flóðbylgju.
Ármann telur mikilvægt að gera sér
grein fyrir því hvort fyrirbærið er um að
ræða til að geta sagt fyrir um hvenær
vænta megi flóðbylgju. Sé sjórinn að leita
til baka eftir hlaupið sé hægt að vara við
flóðbylgju um leið og dregur úr hlaupi. Ef
setið er að hrynja fram af brúninni er erf-
iðara að segja fyrir um hvenær flóðbylgja
myndast. Setbunkinn gæti verið stöðugur
í marga daga og brostið svo.
Miðað við hraða flóðbylgju 160 km/klst
væri hún 27 mínútur frá Hjörleifshöfða til
Vestmannaeyja, 51 mínútu til Þorláks-
hafnar og 70 mínútur til Grindavíkur.
Vestmannaeyjahöfn snýr beint á móti
stefnu flóðbylgjunnar og sýndi Ármann
myndir af hve flóð gæti náð hátt við höfn-
ina við nokkrar flóðstöður. Við fimm metra
flóðhæð færi allt athafnasvæði hafnarinn-
ar á kaf. Ef bylgjan yrði tíu metrar myndi
flóðið fara yfir Eiðið og ná upp á Stakka-
gerðistún. Ármann taldi nauðsynlegt að
menn gerðu viðeigandi ráðstafanir vegna
þessara möguleika nú þegar. Einnig þyrfti
að kanna möguleg áhrif flóðbylgju á önnur
svæði á Suðurlandi.
Fyrstu viðbrögð í Vestmannaeyjum
yrðu væntanlega að bjarga öllum skipum
úr höfninni, ella myndu þau mörg enda
uppi á bryggjum.
Morgunblaðið/Þorkellm hættur í hafinu var vel sótt.