Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 29
UMRÆÐAN
Í SJÓNVARPSFRÉTTUM kvöldið
18. janúar síðastliðinn kom fram að
Prentsmiðjan Oddi hefði ákveðið að
farga stóru upplagi af dagbókum
fyrir árið 2005 vegna gagnrýni frá
Femínistafélaginu á málshætti sem
þar birtust. Að mati Femínista-
félagsins voru málshættirnir niðr-
andi fyrir konur og hluti af gildum
sem berjast þyrfti gegn. Ég er al-
gjörlega ósammála þessari skoðun
Femínistafélagsins. Ég hef notað
dagbækur frá Odda í nokkur ár og
hef haft mjög gaman af málshátt-
unum sem þar hafa birst. Í þessum
bókum hafa verið málshættir með
margvíslegar tilvísanir t.d. um Guð
og engla. Í þessum málsháttum
koma fram margs konar viðhorf frá
fyrri öldum sem gagnlegt er að velta
fyrir sér og gefa fólki innsýn í lifn-
aðarhætti sem nú eru horfnir. Í sjón-
varpsfréttunum segir Sóley Stef-
ánsdóttir, ein ráðskona Femínista-
félagsins, eins og það kallast nú, að
þær hafi bara ekki trúað sínum eigin
augum þegar þær rákust á slíkar
setningar í Dagbók 2005.
Málshættirnir í umræddri dagbók
eru frá mismunandi tímabilum og
minna okkur á að fyrir mörgum ár-
um voru konur kúgaðar. Mér finnst
upplýsandi að rifja upp þessa tíma
því þá getur fólk horft til baka og séð
hvað barátta fyrir jafnrétti kvenna
hefur í raun áorkað. Ritskoðun Fem-
ínistafélagsins á málsháttunum er
dæmi um forræðishyggju sem felst í
því að venjulegu fólki er ekki treyst
til þess að lesa málshætti og taka
gagnrýna afstöðu til þeirra. Hins
vegar gæti Femínistafélagið snúið
sér að einhverju öðru mikilvægara
en að berjast við málshætti sem hafa
lifað með þjóðinni öldum saman og
eru hluti af sögu hennar og menn-
ingu.
SÓLVEIG
ÞORSTEINSDÓTTIR,
nemandi í Verkmennta-
skólanum á Akureyri.
Förgum ekki málsháttum
Frá Sólveigu Þorsteinsdóttur
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi ótt-
ans eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu for-
setans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
að án þeirrar hörðu rimmu og
víðtæku umræðu í þjóðfélaginu
sem varð kringum undir-
skriftasöfnun Umhverfisvina
hefði Eyjabökkum verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu
og góðu“ kennsluaðferðirnar?
Eða viljum við að námið reyni á
og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalög-
in, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
GAMLI vinur Geir.
Síðan þú fluttir skattalaga-
frumvarpið, sem Pét-
ur Blöndal kallaði
réttilega fagurt, hefi
ég staðið á blístri af
spenningi. Nú þegar
frumvarpið er orðið
að yndislegum lög-
um, og endurskoð-
andi minn reiknað út
að ég þéni á þeim kr.
700.000., – segi og
skrifa sjöhundruð
þúsund krónur á ári
– fæ ég loks öndinni
frá mér hrundið með
þakkarávarpi þessu.
Það má segja að ég
sé tröllriðinn af
þakklæti og myndi
óska þér gleðilegra
jóla ef þau væru ekki
liðin. Hinsvegar er
þýðingarlaust að
óska þér gleðilegs
árs meðan þú situr í
ríkisstjórn undir for-
sæti Framsóknar-
flokksins, en þeim
mun brýnna að biðja
þér góðs árs.
Ég var búinn að
vera daufur í dálkinn
frá því sem þið lög-
festuð í fyrra aukinn
eftirlaunarétt fyrr-
verandi ráðherra án þess að muna
eftir mér. Nú hefi ég tekið gleði
mína á ný. Ég er þess fullviss að
aðrir fyrrverandi ráðherrar á eft-
irlaunum séu enn lukkulegri, þótt
hafi sem mest að vinna við að
halda áru Íslands hreinni á öðrum
löndum, þegar við loksins erum
farnir að stríða með góðum prís í
fjarlægum heimsálfum. Eða að
strita við þá hjá Impregilo í kulda
og trekk uppi á reginfjöllum, eins
og fyrirrennari þinn, Friðrik
Sophusson, neyðist til að gera,
óhýrudreginn, vonandi.
Gagnrýni á gottgjörelsi í lífeyr-
isgreiðslum til þessara manna,
þótt í fullu starfi séu, er ekkert
annað en gamla illvíga íslenzka öf-
undsýkin, sem leikið hefir margan
manninn grátt; að ekki sé minnzt
á burðarása okkar í útvegsmálum,
sem „öfund knýr og eltir“,
kannski til ókunnugra þjóða ef
ekki linnir.
Þótt ýmsir hafi áhyggjur af
landsins Kassa, ber þó mest að
meta að sanngirni og réttlæti nái
fram að ganga. Þangað á fé að
fara sem fé er fyrir, eins og mig
minnir að nýtt kjörorð ríkisstjórn-
arinnar hljóði.
Ég hygg að það
þurfi ekki að kenna
þér ráð til að sjá
Kassanum farborða.
Ég verð þó að játa að
ég skil ekkert í af
hverju þið farið ekki
eftir margítrekuðum
samþykktum Sam-
bands ungra sjálf-
stæðismanna um að
selja eigi sjúklingum
mat og taka af þeim
húsaleigu á spítöl-
unum. Oft var þörf en
nú er nauðsyn, þegar
formaður þinn er bú-
inn að gefa þjóðinni af
rausn sinni heilt
hospital, sem að vísu á
að greiða fyrir með
peningum, sem lands-
menn eiga í Símanum.
Það verður spauglaust
að reka svoleiðis
stassjón án stórauk-
inna tekna.
Deyfð ykkar er
þeim mun óskilj-
anlegri sem frum-
kvöðlar SUS-manna
eru nú seztir inn á al-
þingi, eins og Morg-
unblaðið vekur sér-
staka athygli á í
upphafi Reykjavíkurbréfs síns í
dag, 23. janúar 2005.
Þarf ég að minna á samþykktir
SUS-ara um skólagjöld? Réttara
væri að nefna þau forrétt-
indaframlög. Þeir, sem ekki hafa
efni á að hlaupa undir bagga með
Kassanum vegna hins óbærilega
menntunarkostnaðar, eiga ekki er-
indi í háskóla; og liggja svo eins
og ómagar uppá Lánasjóði Gunn-
ars Birgissonar ævina út.
Menn hafa allar götur frá árinu
1789 á Frakklandi japlað á orðinu
jafnrétti eins og beljur á frosnum
næpum. Er ekki nóg komið af
slíku hræsnistali?
Svo kveð ég þig, og aðra vel-
unnara mína í skattamálum, með
orðum heitkonunnar, þegar Pétur
Þríhross hafði gefið barni hennar
heilan dunk af fjöreggjum: „Jesús
minn góður í himnaríki launi
þessu yndisfólki í lengd og bráð.“
Þakkarávarp
Sverrir Hermannsson fjallar
um eftirlaun og skatta
Sverrir Hermannsson
’Ég var búinnað vera daufur í
dálkinn frá því
sem þið lögfest-
uð í fyrra auk-
inn eftirlauna-
rétt fyrrverandi
ráðherra án
þess að muna
eftir mér.‘
Höfundur er fv. formaður
Frjálslynda flokksins.
FYRIR skömmu var bandarískur
hermaður dæmdur til 10 ára fang-
elsisvistar fyrir að pynta fanga í
Írak. Hermaðurinn varði sig með
því að hann hefði bara verið að
hlýða skipunum.
Greinilega hvarflaði
það ekki að honum að
hann ætti sjálfur að
hafa einhverja siðferð-
iskennd. En vissulega
er það óréttlátt að
þeir sem gáfu skip-
anirnar skuli ekki vera
látnir svara til saka.
Það er lýsandi dæmi
um tvískinnunginn
sem ríkir í þessum
málum, bæði í Banda-
ríkjunum og annars
staðar. Og það læðist
að manni ótti um að Vesturlanda-
þjóðir séu farnar að slaka á kröfum
um mannréttindi, og þar á ég ekki
aðeins við stjórnvöld heldur einnig
almenning.
Fréttir og myndir af pyntingum
bandarískra hermanna á íröskum
föngum vöktu óhug um allan heim
sumarið 2004. En í rauninni voru
þetta ekki nýjar fréttir. Sannleik-
urinn er sá að það var fyrir löngu
komið fram að pyntingar voru
stundaðar í Írak. 19. maí 2003 birt-
ist stutt viðtal í bandaríska frétta-
tímaritinu Newsweek við Mark
Hadsell, liðþjálfa í her Bandaríkja-
manna í Írak. Hann sagði þar frá
pyntingum sem herinn beitti við yf-
irheyrslur og tilgangur hans með
frásögninni var ekki að fordæma
pyntingarnar eða krefjast rann-
sóknar. Síður en svo. Hann var
hreykinn af þessum áhrifaríku að-
ferðum.
Í Newsweek stendur orðrétt:
Hugmyndin, segir Mark Hadsell
liðþjálfi, er sú að brjóta niður við-
námsþrek viðkomandi manns með
því að svipta hann svefni og angra
hann með tónlist sem er eins menn-
ingarlega áreitin og ógnandi og
mögulegt er. Þetta fólk hefur ekki
heyrt þungarokk áður. Það þolir
það ekki. Ef þetta er spilað í 24
klukkustundir fer starfsemi heila
og líkama að gefa sig, það hægist á
hugsanaferlinu og viljakrafturinn
brestur. Þá komum við inn og töl-
um við þá.
Sagt er frá því að einnig gefist
vel að spila stef úr bandarískum
sjónvarpsþáttum fyrir smábörn,
stef myndaflokksins Sesame Street
og risaeðlubrúðunnar Barney séu í
miklu uppáhaldi. Séu stefin þá spil-
uð í sífellu yfir fórnarlambinu
klukkutímum saman, jafnvel í heil-
an sólarhring. Þetta finnst blaða-
manni Newsweek, Adam Piore,
ákaflega fyndið. Ekki örlar á því í
umfjöllun hans að honum finnist
nokkuð athugavert við þessar að-
ferðir. Viðtalið er stutt og sett upp
í smádálkaþætti eins og skemmti-
leg aukafrétt. Fyrirsögnin er
Grimmilegt og óvenjulegt (Cruel
and unusual). Yfir viðtalinu er
mynd af brúðunni
Barney og við hliðina
á henni stendur: Við
vissum alltaf að Barn-
ey væri hreinasta
kvalræði. (We knew
Barney was torture.)
Það er óhugnanlegt
að hermenn ríkis sem
kennir sig við frelsi og
mannréttindi skuli
beita slíkum aðferðum,
en hitt er þó óhugn-
anlegra að liðþjálfinn
skuli segja frá þessu í
bandarískum fjölmiðli
eins og þetta sé sjálfsagt og jafnvel
lofsvert. Óhugnanlegust er þó af-
staða blaðamannsins sem setur
þetta upp eins og skemmtifrétt og
virðist halda að almennir lesendur
séu sammála sér um það að pynt-
ingarnar séu sniðugar. En hvers
vegna tók enginn eftir þessari um-
fjöllun? Hvers vegna tóku aðrir
fjölmiðlar ekki við sér strax þegar
fyrir lá játning bandarísks her-
manns um að pyntingum hefði ver-
ið beitt? Hvers vegna þurfti ljós-
myndir til þess að heimurinn
vaknaði?
Eftir að Saddam Hussein náðist
síðla árs 2003 birtist grein í enska
tímaritinu The Economist og þó að
hún gangi ekki eins langt og um-
fjöllunin í Newsweek er greinilegt
að mannréttindi eru ekki heldur í
hávegum höfð þar á bæ. Þar segir:
Hingað til hefur herra Hussein ver-
ið ósamvinnuþýður. Herra Bush
hefur heitið því að pyntingar verði
ekki notaðar. En mildari aðferðir
mætti nota, eins og að svipta hann
svefni eða láta harðstjórann fallna
standa upp á endann í marga
klukkutíma. Blaðamaður Economist
(nafn hans er ekki nefnt) virðist
ekki sjá neitt athugavert við það að
þjóð sem þykist virða mannréttindi
beiti þessum mildari aðferðum, þær
teljast ekki einu sinni til pyntinga í
hans augum, og eru þetta þó gaml-
ar pyntingaraðferðir sem notaðar
hafa verið í harðstjórnarríkjum.
Nú kann einhver að segja að
Saddam Hussein eigi ekki betra
skilið. Það má vera, en það rétt-
lætir samt ekki pyntingar. Ef
mannréttindi eiga ekki við um alla
geta þau ekki kallast mannréttindi.
Sá sem beitir pyntingum er djúpt
sokkinn, hver sem sá er sem hann
misþyrmir. Og ef pyntingar eru
einu sinni leyfðar líður ekki heldur
á löngu þangað til þeim er beitt við
saklausa. Þess vegna spyr ég: Hvað
er að gerast? Hvernig má það vera
að í virtum vestrænum fjölmiðlum
birtist greinar á borð við þær sem
hér var lýst? Ekkert er hættulegra
en sú sjálfsblekking að pyntingar
og önnur mannréttindabrot séu
leyfileg ef sá sem beitir pynting-
unum er okkar megin við stjórn-
málaborðið. Á því viðhorfi hafa
harðstjórar nærst öldum saman.
Eru Vesturlandaþjóðir
á móti pyntingum?
Una Margrét Jónsdóttir
fjallar um pyntingar ’Ekkert er hættulegraen sú sjálfsblekking að
pyntingar og önnur
mannréttindabrot séu
leyfileg ef sá sem beitir
pyntingunum er okkar
megin við stjórnmála-
borðið.‘
Una Margrét Jónsdóttir
Höfundur er dagskrárgerðarmaður
og félagi í Amnesty International.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Sími 588 4477
Einbýli eða raðhús óskast
Verð 30-45 millj.
Ef þú ert í söluhugleiðingum þá erum við með kaupendur að
ofangreindum eignum í Reykjavík, Kópavogi eða Garðabæ.
Hafið samband við sölumenn okkar:
Bárð í síma 896 5221,
Ellert í síma 893 4477,
Ingólf í síma 896 5222 eða
Þórarin í síma 899 1882.
Atvinnuljósmyndari kemur á staðinn og tekur myndir
og er það innifalið í söluþóknun okkar.
Traust viðskipti í áratugi.
Eignir óskast
Útsala
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni