Morgunblaðið - 27.01.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 31
MINNINGAR
✝ Kristín Jóna Þor-steinsdóttir
fæddist á Eskifirði
11. júní 1913. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 20. jan-
úar. Foreldrar henn-
ar voru Þuríður
Andrésdóttir, hús-
móðir frá Vöðlavík, f.
18.12. 1875, og Þor-
steinn Marteinsson
netagerðarmaður frá
Fáskrúðsfirði, f. 19.4.
1877, d. 11. 7. 1948.
Kristín var næst-
yngst af átta systkin-
um. Aðein þrjú þeirra komust til
fullorðinsára. Kristín ólst upp hjá
foreldrum sínum á Eskifirði fram
til tvítugs en þá flutti hún til Ísa-
fjarðar ásamt unnusta sínum og
síðar eiginnmanni, Viggó Lofts-
syni matreiðslumanni, f. 13.9.
1909, d. 15.7. 1994. Viggó var son-
ur hjónanna Jakobínu Jakobsdótt-
ur verkakonu á Ísafirði, f. 18.7.
1886, d. 31.1. 1965, og Lofts Sig-
fússonar sjómanns, f. 20.11. 1888,
d. 1.8. 1959. Á Ísafirði bjuggu þau
í tvö ár og þar fæddist elsta barn
þeirra, Marteinn Þór. Kristín og
Viggó fluttu aftur til Eskifjaraðar
árið 1935 og voru búsett þar fram
til 1973, en þá fluttust þau til
Reykjavíkur þar sem þau bjuggu
til æviloka. Kristín
og Viggó eignuðust
tíu börn. Þau eru: 1)
Marteinn Þór f. 27.6.
1934, maki Perla
Guðmundsdóttir.
Þeirra niðjar eru tíu.
2) Þorsteinn Freyr,
f. 20.12. 1936, maki
Gytte Viggósson.
Niðjar Þorsteins eru
14. 3) Kristín
Ágústa, f. 6.1. 1939,
maki Birgir Dýr-
fjörð. Niðjar þeirra
eru 24. 4) Sigurður
Líndal Viggósson, f.
19.10. 1941, maki Bryndís Sigur-
jónsdóttir. Niðjar Sigurðar eru
20. 5) Helga, f. 12.7. 1943, d. 13.12.
1943. 6) Sigvaldi, f. 10.4. 1945,
maki Þórunn Guðmundsdóttir.
Niðjar Sigvalda eru átta. 7) Unnur
Rósa, f. 16.1. 1947, maki Eiríkur
Þorsteinsson. Niðjar þeirra eru
þrír. 8) Sigfús Viggósson, f. 6.7.
1948, maki María Guðmundsdótt-
ir. Niðjar Sigfúsar eru átta. 9)
Haukur, f. 14.6. 1951, maki Sigríð-
ur Sigurðardóttir. Niðjar þeirra
eru fjórir. 10) Anton Viggó, f.
14.4. 1953, Maki Katrín Stefáns-
dóttir. Niðjar Antons eru fjórir.
Útför Kristínar verður gerð frá
Fella- og Hólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Ein af hetjum hvunndagslífsins,
móðir mín, er horfin á braut. Hún
trúði á annan og betri heim þar sem
maður sameinast þeim, sem á undan
eru farnir.
Hún varð háöldruð og hafði farið
langa vegferð. Aldrei heilsuhraust en
með ótrúlega seiglu og mikið glað-
lyndi í farteskinu, sem skilaði henni
góðri og oftast skemmtilegri ævi.
Hún átti góðan og ástríkan eigin-
mann, Viggó Loftsson, sem hún var
alla tíð ástfangin af og var það gagn-
kvæmt. Þau eignuðust tíu börn en eitt
dó í frumbernsku. Afkomendur eru á
annað hundrað, hópur, sem hún var
afar stolt af og umvafði hana síðustu
stundirnar.
Hún var fædd á Eskifirði og bjó þar
til ársins 1971 utan þrjú fyrstu hjú-
skaparárin sem hún bjó á Ísafirði,
fæðingabæ föður míns. Eskifjörður
átti ætíð stórt rúm í hjarta foreldra
minna. Þar ólu þau upp börnin sín níu
og háðu þá lífsbaráttu, sem því mikla
verki fylgdi, oft erfiða en aldrei leið-
inlega. Sameiginlega tókust þau á við
verkefnin hvort sem var innan heim-
ilis eða utan og alltaf gengu þau hönd í
hönd í hverju sem var. Ég held þau
hafi sett sterkan svip á lífið í Eskifirði
á þessum árum. Faðir minn var bak-
ari og einnig flinkur matsveinn frá
Hótel Borg, það lá því beint við að þau
sæju um flestar stærri veislur og mót-
tökur í bænum. Á seinni árum sínum í
Eskifirði settu þau upp Hótel Eskju
og störfuðu þar hlið við hlið og voru
rómuð fyrir hlýju sína jafnt í garð há-
seta sem höfðingja samfélagsins.
Eftir að við systkinin fórum frá
Eskifirði fluttu foreldrar mínir til
Reykjavíkur. Þau voru þó Eskfirðing-
um ætíð afar hugleikin og þeir gerðu
sér far um að fylgjast með hag þeirra
og líðan, sá augljósi og góði hugur
gladdi móður mína mikið.
Þegar suður var komið störfuðu
þau saman í bakaríinu í Glæsibæ enda
var faðir minn bakari. Eftir að bæði
hættu vinnu tók við nýtt tímabil í ævi
þeirra, sem færði þeim mikið yndi.
Þau voru bæði söngelsk og gerðust
stofnfélagar í söngkór aldraðra í
Gerðubergi ásamt því að nýta sér
tómstundaaðstöðu, sem þar var í boði.
Móðir mín var listræn og afar flink í
höndum. Eftir hana liggja margir
fagrir munir í postulíni, silkimálun,
leirverkum og glermálun, útsaumi og
prjónlesi. Aldrei féll henni verk úr
hendi um ævina. Þegar hún veiktist í
lokin var hálfkláraður sokkur á prjón-
um. Faðir minn lést fyrir tíu árum og
var söknuður móður minnar sár og
varanlegur. Hún lét þó ekki bugast og
hélt áfram tómstundastarfi í Gerðu-
bergi og helgistundum með góðu fólki
í Fella- og Hólakirkju. Fyrir ári tók
hún þá ákvörðun að flytja í þjónustu-
íbúð í Furugerði. Slík ákvörðun í lífi
eldra fólks er oft afar erfið. Taka upp
heimili sitt og dreifa munum sínum.
Móður minni þótti mjög vænt um alla
muni, sem henni voru gefnir af af-
komendum, þeir voru hennar dýr-
gripir þó oft væru verðmætin rýr. Í
Furugerði leið henni vel, hún bjó þar
við það öryggi er þurfti. Eftir því sem
heilsan leyfði tók hún þátt í því starfi,
er þar var til boða. Um leið og ég kveð
móður mína með þakklæti fyrir það,
sem hún var mér og mínum þakka ég
öllu því góða fólki, er lagði henni lið og
veitti henni vináttu.
Kristín Viggósdóttir.
Þegar við systkinin settumst niður
til að skrifa minningarorð um ömmu
okkar Kristínu Þorsteinsdóttur og
byrjuðum að rifja upp það sem okkur
var minnisstæðast í fari hennar þá
var það sem fyrst kom upp í hugann
allar þulurnar og vísurnar sem hún
kunni og þreyttist aldrei á að þylja
með okkur. Annað sem okkur er kært
eru allir ullarsokkarnir og vettling-
arnir sem við fengum frá henni alla
okkar ævi, fyrst við sjálf og svo seinna
börnin okkar og barnabörn.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa hvort sem um var að
ræða allar heimsóknirnar austur á
Eskifjörð eða hjólreiðaferðirnar sem
við yngri bræðurnir stálumst til að
fara í eftir að þau fluttu suður, því þó
svo við værum í óleyfi þá stóð ekki á
veitingunum, kakómalti og kringlum.
Á jólum var órjúfanleg hefð fyrir því
að hittast, í fyrstu alltaf að kvöldi að-
fangadags eftir að pakkarnir höfðu
verið opnaðir heima. Þá komum við
öll frændsystkinin heim til ömmu og
afa í kvöldsúkkulaði og rjómatertur
sem Viggó afi bakaði og enginn gerði
betur. En þegar aldurinn færðist yfir
þau og afkomendum fjölgaði þá
breyttist þetta og varð að þeirri venju
að við komum til þeirra á aðfangadag
og stóð þá uppi hlaðborð með hangi-
kjöti, sviðum og steik og að sjálfsögðu
rjómaterta og súkkulaði.
Þegar amma varð 88 ára var haldið
ættarmót á Arnarstapa á Snæfells-
nesi og þar mættu allir sem áttu
heimangengt. Frá þessu ættarmóti
eigum við margar góðar minningar
um ömmu því hún skemmti sér svo
vel og var ein af þeim sem vöktu allra
lengst með okkur barnabörnunum við
söng umvafin í ullarteppi, því börnin
hennar (gamalmennin) voru flest far-
in að sofa snemma.
Reyndar er hægt að segja að amma
hafi verið sannkallað samkvæmisljón
því hún vildi helst ekki missa af nein-
um mannfagnaði hjá fjölskyldunni og
þegar einhver á orðið vel á annað
hundrað afkomendur þá eru þetta
ekki svo fáar veislur á ári. Amma
hafði lag á því að láta öllum finnast
þeir vera einstakir og fylgdist vel með
öllum sínum. Aldrei komum við til
hennar nema heilsast með faðmlagi
og kossi og ekki var hægt að fara úr
húsi nema kyssa ömmu bless. En það
er ekki hægt að minnast ömmu án
þess að minnast afa því ástfangnara
fólki höfum við ekki kynnst, það var
alveg sama hvernig stóð á, alltaf stóðu
þau saman hönd í hönd með ástarblik
í augum og alltaf tilbúin að stíga
nokkur dansspor og þegar þau voru
spurð hvernig þau færu að þessu var
svarið alltaf það sama: „Hjón eiga
aldrei að leggjast ósátt á koddann.“
Amma var mjög trúuð kona og
byrjaði hún og endaði alla daga á að
fara með bænirnar sínar.
En nú er amma farin og við kveðj-
um hana með söknuði og auðmýkt vit-
andi að hún trúði því að hún væri ein-
ungis að fara í ferðalag sem færði
hana aftur til afa sem biði hennar svo
þau gætu haldið áfram dansandi inn í
eilífðina.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Systkinin í Skeifu
Elsa Þorfinna, Logi, Kristín,
Gerður, Viggó og Tjörvi.
Elsku amma, nú ertu farin frá okk-
ur öllum en komin á betri stað þar
sem afi tekur á móti þér. Þú varst allt-
af svo góð kona sem tókst á móti öll-
um eins og þeir voru. Þú varst svo
hjartahlý og það geislaði af þér feg-
urðin að innan sem utan.
Ég man alltaf hvað það var gaman
að koma og heimsækja ykkur í
Möðrufellið, hvað við gátum setið
lengi við eldhúsborðið og spilað bæði
á spil og kúluspilið seinna meir sem
mér fannst svo gaman að. Það var
alltaf notalegt að koma til ykkar og
svo seinna meir til þín eftir að afi dó.
Þú hafðir svo góða nærveru, varst svo
hlý og góð. Alltaf þegar við pabbi
komum í heimsókn þá hljópstu til og
reyndir að finna eitthvað til þess að
gefa okkur að borða og svo komstu
alltaf með eitthvert góðgæti handa
okkur. Ég man nú líka alltaf eftir því
þegar afi gaf mér grísinn, þú hlóst svo
mikið að því hvað ég var sniðug að fá
hann til að gefa mér hann. Svo alltaf
þegar ég kom í heimsókn þá lásum við
orð guðs sem átti að vera kærleikur
fyrir hvern dag og þú kenndir mér
sálma og bænir sem ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að læra hjá þér.
Það er svo margt sem þú kenndir mér
á þeim stundum sem við eyddum
saman eins og að hekla og margt
margt fleira sem ég mun alltaf muna
að þú hafir kennt mér amma mín.
Það var svo gaman að koma til þín
rétt fyrir jól, við hlógum saman og
spjölluðum um hitt og þetta og þú
spurðir mig eins og alltaf hvernig mér
gengi í skólanum. Þú vildir alltaf að ég
stæði mig vel og gafst mér um leið
vissa hvatningu til þess að bæta mig
og gera betur. Mér þykir mjög vænt
um það.
Þegar ég kom og heimsótti þig á
spítalann var svo margt sem mig
langaði til þess að segja en ég gat ekk-
ert sagt, eins og við náðum alltaf vel
saman, en ég las þó orð guðs fyrir þig,
eins og við gerðum svo oft í Möðrufell-
inu.
Elsku amma mín takk fyrir allar
samverustundirnar sem við höfum átt
saman. Megi guðs englar vera með
þér og varðveita þig.
Þín
Vera Dögg.
Ég held að gott líf felist í góðri
heilsu, sinni eigin og barnanna, í
gæfuríku hjónabandi og góðu dags-
verki. Ef þessi viðmið eru höfð að leið-
arljósi átti amma mín gott líf. Ég held
að ekki hafi verið til ástfangnara par
en hún og afi. Eftir 60 ára samband
sáust þau aldrei öðruvísi en hönd í
hönd. Amma mín á nú á annað hundr-
að afkomendur en hefur aðeins þurft
að horfa á eftir tveimur á undan sér,
Helgu og Sturlu. Amma átti lifandi
trú og hún hóf dag hvern á samtali við
guð með því að biðja fyrir hverju okk-
ar og það var líka það síðasta sem hún
gerði áður en hún hallaði augunum
aftur. Hún trúði því líka að dauðinn
væri upphafið að annarri og merki-
legri ferð þar sem hún sameinaðist
öllum sem á undan fóru. Bræðrum
sínum sem ungir dóu úr berklum,
systrum sem aldrei fengu að verða
fullorðnar, Jóa frænda og Ragnari,
foreldrum en ekki síst lífsförunautn-
um Viggó afa mínum og dótturinni
Helgu. Núna held ég að afi sveifli
henni ömmu í valsinum frá Vín sem
hún sagði mér að hefði alltaf verið
þeirra dans. Ég sé þau í anda, hún
með kartöfluna í annarri hendi og
skrallhnífinn í hinni, dansandi um hin-
ar endalausu lendur.
Það er að eiga gott líf að halda
sjálfsvirðingunni fram í andlátið, vera
herra yfir sjálfum sér og aðstæðum
sínum. Amma bjó ein og sá um sig
sjálf með aðstoð barna sinna fram á
síðustu stundu. Hún var ern, fylgdist
með þjóðlífinu, fjölskyldunni og leið-
arljósinu. Síðast sótti ég hana til að
fara í afmælið hennar mömmu á
þrettándanum, hún sagði mér að það
skipti sig svo miklu að komast og vera
með. Við sátum lengi í stofunni í
Skeifu og rifjuðum upp bernskubrek
okkar systkinanna og börnin sátu hjá
og hlustuðu með augu og eyru gal-
opin. Svona vil ég muna ömmu, um-
kringda fjórum kynslóðum segjandi
sögur. Síðustu dagana sat ég stund-
um hjá henni á spítalanum og hélt í
þessar hendur sem hafa unnið svo
mörg verkin. Nettar hendur sem hafa
töfrað fram kynstrin öll af handa-
vinnu. Þegar amma var 87 ára gaf ég
henni púða til að sauma út með ör-
smáum sporum og tugum lita, ég fékk
hann fullkláraðan og uppsettan í jóla-
gjöf árinu seinna. Hún amma prjón-
aði leista á allan þann aragrúa barna
sem fæddust í fjölskyldunni og á ár-
um áður held ég varla að það barn
hafi fæðst sem ekki fór heim af fæð-
ingardeildinni í treyju, hosum og húfu
sem amma heklaði. Það gerðu dreng-
irnir mínir. Og þegar Sturlu var svo
kalt á spítalanum prjónaði amma, þá
88 ára, bæði sokka og handaskjól og
alveg er það víst að blessun fylgdi
hverri lykkju.
Nú er að sinni komið að leiðarlok-
um. Kveð ég nöfnu mína með þakk-
læti og ást fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman. Megi hún hvíla í
friði.
Kristín.
Í dag minnumst við systkinin kærr-
ar föðursystur sem látin er í hárri elli.
Hugurinn leitar aftur til bernsku-
stöðvanna þar sem Stína frænka og
fjölskylda hennar skipuðu stóran sess
í hugum okkar barnanna. Þrátt fyrir
miklar annir við umönnun vaxandi
fjölskyldu var ætíð stutt í brosið
bjarta, enda konan hjartahlý og vin-
sæl. Þau hjónin, Viggó og hún, voru
bæði félagslynd og tóku þátt í marg-
víslegu félagslífi í heimabyggð sinni.
Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
voru þau einnig virk í félagsstarfi
eldri borgara. Þau höðu bæði gaman
af að syngja og taka þátt í því
skemmtilega kórstarfi sem þar var
boðið upp á.
Stína hafði auk þess mikla ánægju
af að sækja ýmis handíðanámskeið
sem eldri borgurum bjóðast, og liggja
m.a. eftir hana margir fallegir hand-
málaðir postulínsmunir.
Eftir að Viggó lést árið 1994 urðu
stór þáttaskil í lífi hennar því hún
saknaði hans mjög. Þau höfðu verið
samrýnd hjón og milli þeirra ríkti
ávallt mikið ástríki. Líf þeirra hafði þó
ekki alltaf verið dans á rósum enda
börnin mörg og mikinn dugnað þurfti
til að sjá fyrir svo stórri fjölskyldu.
En óhætt er að segja að þau hjón
hafi staðið saman í blíðu og stríðu.
Eftir að aldurinn færðist yfir og
heilsu tók að hraka naut Stína góðrar
umhyggju og aðstoðar fjölskyldu
sinnar og fyrir það var hún þakklát.
Við kveðjum nú góða frænku og
sendum fjölskyldu hennar samúðar-
kveðjur.
Gyða, Aldís, Nanna,
Baldur og fjölskyldur.
KRISTÍN JÓNA
ÞORSTEINSDÓTTIR
Móðurbróðir okkar;
Einar Jóhann Olgeirs-
son, er fallinn frá. Einn
hátíðisdaganna hringir
síminn; Einar frændi
hafði veikst að nóttu til
og lifði aðeins til morg-
uns. Þögnin læðist að manni. Við að-
stæður sem þessar er ljóst að tíminn
er hlaupinn frá okkur og tækifærin
sem við höfðum til að taka þátt í lífi
hvers annars eru glötuð okkur. Liðn-
ar samverustundir og góðar minn-
ingar öðlast enn meira gildi. Þakk-
læti fyrir hið liðna fyllir hugann.
Einar var yngsti bróðir mömmu.
Hann var 8 árum yngri en mamma.
Þau voru hálfsystkini, sammæðra,
en voru ekki alin upp saman. Þar
sem amma og Einar héldu lengi vel
heimili saman var mikill og góður
EINAR JÓHANN
OLGEIRSSON
✝ Einar Jóhann Ol-geirsson fæddist
í Reykjavík 27. jan-
úar 1942. Hann lést á
heimili sínu í Færeyj-
um 29. desember síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn í Vestmanna
1. janúar.
samgangur á milli okk-
ar systkinanna og hans.
Einar var góður
frændi. Hann var mikil
félagsvera og skemmti-
legur, alltaf var stutt í
glens og grín þar sem
hann kom. Hann tók líf-
inu svona hæfilega al-
varlega, fannst okkur
systkinunum. Að sjálf-
sögðu var hann mun
eftirlátssamari við okk-
ur en foreldrarnir og
stríðnisglampinn í aug-
unum sagði okkur að
við gætum haldið
áfram að vitleysast. Þegar Einar var
heima og Hidda frænka kom í heim-
sókn til ömmu var tekið í spil.
Skemmtilegar sögur flugu á milli og
áttu þau bæði mjög auðvelt með að
segja skemmtilega frá. Sumar sagn-
anna voru endurteknar, nánast í
hvert skipti sem spilað var, enda um
sannkallaða gullmola að ræða. Inn á
milli spilanna sló Einar á létta
strengi og ósjaldan stríddi hann
Hiddu og ömmu, en var það ljúfum
nótum. Einar var mjög barngóður og
hændust börn að honum. Yngri
deildin hjá okkur systkinunum, eða
við strákarnir, nutum þess í talsverð-
um mæli. Vegna vinnu sinnar var
Einar oft lengi að heiman, en svo
birtist hann. „Græna rúgbrauðið“
hans var allt í einu fyrir utan eldhús-
gluggann. Við bræðurnir þrír stukk-
um út og allir inn í bíl. Svo var haldið
í leiðangur með Einari. Þetta var á
þeim tíma sem öryggisbelti og
nammidagar voru ekki til. Allir sátu
brosandi frammí; pulsur og kók,
kónga súkkulaði, kattartungur og
ýmislegt annað góðgæti var í boði.
Best af öllu var þó félagsskapurinn
og nærveran við glaðsinna frænda.
Þegar Einar var 40 ára, árið 1982,
flutti hann til Færeyja. Þar hafði
hann kynnst eftirlifandi konu sinni.
Eftir því sem Færeyjarárunum
fjölgaði fjarlægðumst við hvert ann-
að. Á meðan amma lifði fengum við
meiri fréttir af þessum ágæta
frænda okkar í Færeyjum. Amma
sýndi okkur myndir af myndarlegri
fjölskyldu og fallegu húsi sem þau
höfðu byggt. En samverustundirnar
hafa verið örfáar. Við vitum að Einar
átti góða fjölskyldu í Færeyjum,
hann gekk börnum konu sinnar í föð-
urstað og naut þess að vera fjöl-
skyldufaðir. Um leið og við vottum
fjölskyldu Einars í Færeyjum samúð
okkar biðjum við guð að blessa minn-
ingu hans.
Margrét, María Solveig,
Emil Björn, Magnús og Davíð.